Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 20
Hlaupaskór Ef þú ætlar þér að taka þátt í langhlaupi eða maraþoni er ekki sniðugt að fara í nýja skó. Best er að nota skóna sem þú hleypur oftast í.[ ] Erum flutt að Skólavörðustíg 16 í stærra og glæsilegra húsnæði. Margar nýjar vörur og tilboð. *tilbúnir réttir beint í ofninn, *ekta ítalskur ís og margt fleira. Verið velkomin á Skólavörðustíginn Yggdrasill Lífrænt ræktaðar vörur frá 1986 • S: 562 4082 Allt um nám á miðvikudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P RE 2 80 49 04 /2 00 5 Best að þekkja takmörkin Georg lætur ekki deigan síga við æfingarnar enda stefnir hann hátt. Georg Ögmundsson hefur krafta í kögglum enda er hann iðinn við að lyfta lóðum. Hann hefur keppt í aflraunum erlendis í sumar og gert það gott. Georg vann á alþjóðlegu móti á Spáni og öðru sæti í keppninni Sterkasta lið í heimi sem hann mætti í Ungverjalandi, ásamt Grétari „Big G“ Guðmundssyni. „Þetta veit bara á betra og meira,“ segir Georg og kveðst vera rétt að byrja. Hann stundaði körfubolta á árum áður og kveðst hafa gutlað við lyftingar með þeim en ekkert byrjað að „rífa í járnin fyrir alvöru“ fyrr en fyrir fjórum árum. Ekki skortir hann aðstöðuna þar sem hann á lík- amsræktarstöðina Orkuverið í Egilshöll og svo er hann sjúkra- þjálfari að mennt þannig að hann kann þetta líka. „Maður reynir að stunda æfingarnar vel og vera eins hrikalegur og hægt er þegar á þarf að halda,“ segir hann hlæj- andi. Hann kveðst fá ráð hjá sér reyndari mönnum um hvernig best sé að haga æfingum og seg- ir Magnús Ver mikinn fróðleiks- brunn. „Magnús er rosalega dug- legur að miðla sínum fróðleik og maður er ekki á flæðiskeri stadd- ur hvað það varðar,“ segir hann. Er ekki hætta á að menn ofgeri líkamanum í svona aflraunum? „Sem sjúkraþjálfari get ég sagt að um leið og íþróttir eru orðnar að keppni þá eru þær varasamar fyrir stoðkerfið. Í keppni vill hver og einn vera bestur og því eru menn alltaf í hættu á að of- gera sjálfum sér. Menn verða því að þekkja sín takmörk,“ segir Georg. Sjálfur er hann nýkominn af ströngu Norðurlandamóti og kveðst vera með mjaðmaverki og stingi í hnjánum sem hann reiknar með að finna fyrir í ein- hverja daga enn. „Maður fer eins nálægt þessari óheilbrigðu línu og hægt er en verður þó að halda sig réttu megin við hana.“ gun@frettabladid.is Bóluefni gegn leg- hálskrabbameini Virkar í 95 til 100 prósent tilfella. Bóluefni gegn leghálskrabbameini er væntanlegt á markað á næsta ári, en það var þróað af vísinda- manninum Ian Frazer í Ástralíu. Tilraunir á bóluefninu hafa staðið yfir í nokkur ár og hefur það virkað í 95 til 100 prósent tilfella. Leg- hálskrabbamein er eitt af fáum teg- undum krabbameins sem verður til við veirusýkingu. Bóluefnið virkar gegn veirunni sem veldur krabba- meininu en veiran smitast við kyn- mök. Um hálf milljón kvenna um allan heim eru greindar með leg- hálskrabbamein og um 275 þúsund kvenna deyja úr krabbameininu á hverju ári. Hingað til hefur besta leiðin við að vinna gegn krabba- meinu verið að greina það á frum- stigi og fjarlægja meinið með svokölluðum keiluskurði. ■ M YN D /G ET TY Vísindamaðurinn Ian Frazer með bóluefni gegn leghálskrabbameini. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Kennslustofur ekki sótthreinsaðar Í Bandaríkjunum missa börn úr skóla og foreldrar og kenn- arar úr vinnu vegna mikilla baktería í skólastofunum. Bandaríska börn missa 22 milljónir daga úr skóla á hverju skólaári vegna kvefs, flensu og annarra sýkinga samkvæmt sérfræðingum á barnaspítala í Portland. Þessar tölur koma ekki á óvart þar sem sjö af hverjum tíu kennurum í landinu segja að kennslustofurnar séu ekki sótt- hreinsaðar reglulega sam- kvæmt nýrri könnun. Meira en helmingur kennaranna segist eyða eigin fé og tíma í að losa kennslustofurnar við sýkla. Meðalbarn í Bandaríkjunum fær kvef 6,5 sinnum á ári sem stendur í þrjá til fimm daga í hvert sinn. Þess konar sýkingar valda því að foreldrar missa að áætlað er 126 milljón daga úr vinnu á ári vegna veiks barns. Þetta hefur líka áhrif á kennara þar sem meðalkennari tekur sér 5,3 veikindadaga á hverju skóla- ári. En hrein skólastofa er ekki það sama og sýklalaus skóla- stofa. Níu af hverjum tíu kenn- urum sögðu að börn kæmu oft veik í skólann. Þrír fjórðu kennaranna halda að þeir hafi smitast af veiki af barni sem þeir kenna. Borð, yddarar, hurðarhúnar og kranar eru útötuð í sýklum ef veikt barn kemur við þau. ■ Skólastofur í Bandaríkjunum eru ekki sótthreinsaðar sem skyldi af ræstingarfólki. M YN D /G ET TY Opið virka daga kl. 10-20 laugardaga kl. 10-17 Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.