Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 40
Upphaflega hugmyndin að Menningarnótt í Reykjavík var fengin í borgarstjóratíð Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur en hugmyndin að hátíðinni var sótt til Danmerkur, réttara sagt til Menningarnætur í Kaupmanna- höfn. Af því tilefni að Menning- arnótt er nú haldin í Reykjavík í tíunda sinn þykir við hæfi að danskt yfirbragð verði á hátíðinni í ár. Í Ráðhúsinu á laugardaginn tekur borgarstjóri Reykjavíkur Steinunn Valdís Óskarsdóttir á móti yfirborgarstjóra Kaup- mannahafnar og fylgdarliði hans en yfirborgarstjórinn Lars Eng- berg kemur til með að opna sýn- inguna Menningarnótt í Kaup- mannahöfn.Til að taka vel á móti gestum okkar munu fjölmargir kaupmenn í miðborginni klæða sig í danskan búning og skreyta hjá sér að dönskum sið, eins og siður var í upphafi síðustu aldar þegar konungar frá okkar gömlu höfuðborg sóttu okkur heim. Strax að setningu Lars Eng- berg lokinni koma frændur okkar Danir til með að sýna okk- ur hvernig halda skal hátíð en þá stíga dönsku tónlistarmennirnir Bodil Heister og Ulrik Cold á svið. Ulrik Cold er hvað þekkt- astur fyrir að leika í uppfærslu kvikmyndagerðarmannsins Ing- mars Bergman á Töfraflautunni. Cold hefur sungið í óperuhúsum víða í Evrópu og í Bandaríkjun- um en Bodil Heister hefur vakið athygli fyrir einlæga túlkun og þykir úrvals harmonikkuleikari og söngkona. Meðal þeirra menningarlegu viðburða sem Danir bjóða okkur upp á verður uppistandssýningin Pappekasseshow eða „Pappa- kassasýningin“ þar sem uppi- standarnir Kim Dalmu og Mort- en Henriksen fara á kostum. Kim og Morten byrjuðu ferilinn á Strikinu í Kaupmannhöfn. Síð- an þá hefur tónlist þeirra og spu- naglens vakið athygli og tvíeykið troðið upp í fjölmörgum dönsk- um spjall- og skemmtiþáttum, á Hróarskeldu, við Grammy-verð- launaafhendingar í Danmörku og hitað upp fyrir Evróvisjón í Kaupmannahöfn í Parken árið 2001. „Sýningin er á dönsku en okkur finnst forvitnilegast að sjá hvort Íslendingar skilja húmor- inn okkar eða hvort allir munu koma til með að horfa á okkur eins og við séum fífl,“ segir danski skemmtikrafturinn Kim Dalmu en þeir félagar eru farnir að hlakka til Íslandsferðarinnar. Þeir félagar Kim og Morten í Papkasseshow spila þekkta slag- ara í bland við frumsamið grín á gítar og pappakassa. „Við von- umst til þess að Íslendingar taki undir lögin og njóti sýningarinn- ar.“ Pappekasseshow heldur uppi fjörinu í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 21.00 og 22.00 á Menning- arnótt en setning dagskrár frá Kaupmannahöfn á Menningar- nótt 2005 verður opnuð klukkan 14.00 í Ráðhúsinu. ■ 28 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Ekki missa af ... ...tónleikum norska tríósins Trio i ein Fjord í Norræna húsinu klukkan 20.00 í kvöld. Tríóið skipa söngkonan Reidun Horvei, fiðluleikarinn Knut Hamre og pí- anóleikarinn Geir Botnen. Efnisskrá tón- leikanna er fjölbreytt en þar verða meðal annars flutt verk eftir Grieg, Ketil Hvoslef og Geirr Tveitt. Aðgangur er ókeypis. ...útgáfutónleikum djasstríósins Flís klukkan 20.00 í Iðnó annað kvöld. ...sýningunni Lest-Dieter Roth í Gall- eríi 100˚, Húsi Orkuveitunnar, Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur sem lýkur næstkomandi sunnudag. Á þriðjudagskvöldum í sumar hefur Listasafn Sigurjóns staðið fyrir klassískum tónleikum. Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran og Ant- onia Hevesi píanó riðu á vaðið í lok júní með tónleikum þar sem leikin voru Vögguljóð frá ýmsum löndum austan hafs og vestan. Síð- ustu tónleikar sumarsins verða þriðjudags- kvöldið 6. september en þetta er fimmta árið í röð sem Sigurjónssafn stendur fyrir vandaðri tónleikadagskrá. Í kvöld er komið að tíundu tónleikum sum- arsins en þá flytja þær Jóhanna Halldórsdóttir alt, Heike ter Stal teorba, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir barokkselló og Guðrún Óskars- dóttir semball, ítalska barokktónlist. Leikin verður tónlist eftir Gasparini, Scarlatti, Piccin- ini, Strozzi, Frescobaldi, Caccini, Cazzati og Monteverdi svo eitthvað sé nefnt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og kaffistofa safnsins er opin að lokinni dagskrá. Í dag opnar í Þjóðminjasafni Íslands sýningin Eldur í Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Sýningin er samvinnu- verkefni Þjóðminjasafnsins og Góð- vina Grunnavíkur- Jóns og fjallar um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705- 1779), ævi hans og störf. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á eldhug- anum Jóni Ólafssyni, ótrúlega fjöl- breyttu og viðamiklu ævistarfi hans og mikilvægu framlagi hans til menningarsögu Íslands. menning@frettabladid.is Ítölsk barokktónlist á Sigurjónssafni DUUS HÚSIÐ Dönsk áhrif á Íslandi verða könnuð á ljósmyndasýningu í verslunarglugga Sævars Karls í Bankastræti. Dönsk Menningarnótt ! Í ÍTÖLSKUM ANDA Heike ter Stal, Steinunn Arn- björg Stefánsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir leika barokktónlist á Sigurjónssafni í kvöld. „Í bókinni er verið að kynna und- irstöðu erfðafræðinnar,“ segir dr. Guðmundur Eggertsson en Bjart- ur bókaforlag hefur nú gefið út bók hans Líf af lífi; Gen, erfðir og erfðatækni. Líf af lífi er gefin út hjá Bjarti undir merkjum Hnot- skurnar, nýrrar ritraðar sem fjallar um fræðirit. „Bókin er hugsuð sem aðgengilegt rit fyrir þá sem hafa áhuga á erfðafræði en eru ekki endilega sérfræðing- ar á því sviði. Ég segi sögu hug- mynda manna um erfðaeindina eða genið sem allir hafa heyrt tal- að um en flestir eiga erfitt með að skilgreina enda vefst hún enn fyrir erfðafræðingum. Svo er fjallað sérstaklega um erfða- tæknina og hugmyndir manna um breytingar á erfðaefni mannsins. Komið er inn á um- ræðuna um lagfæringar á erfða- göllum og þær óraunhæfu hug- myndir að farið verði út í að bæta erfðaefni mannsins. Í bókinni eru þessar hugmyndir kynntar og ræddar og óhjákvæmilega aðeins fjallað um efnið út frá siðfræði- legu sjónarhorni. Annars er þetta lítil bók sem fjallar um spurning- ar sem mörgum finnst áhuga- verðar og koma öllum við.“ ■ A›gengileg bók um erf›ir og erf›atækni GUÐMUNDUR EGGERTSSON Sendir frá sér bókina Líf af lífi; Gen, erfðir og erfðatækni sem kemur út í fræðiritaröð bókaforlagsins Bjarts. Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Föstudaginn 19. ágúst - UPPSELT Laugardaginn 20. ágúst kl. 20.00 Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00 Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. laugd. 20.ágúst, kl. 14.00 sunnud. 21. ágúst, kl. 14.00 laugd. 27. ágúst, kl. 14.00 sunnud. 28. ágúst, kl. 14.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.