Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 22
Brúðarvendi er hægt að fá í öllum stærðum og gerðum. Möguleikarnir eru óþrjótandi og tískan setur mönnum litlar skorður. „Nú er kominn meiri stíll á brúð- kaupin en áður og það er mikil fjöl- breytni í gangi. Þar af leiðandi eru brúðarvendirnir orðnir mjög mis- munandi,“ segir Hjördís Reykdal Jónsdóttir, blómaskreytir hjá Blómaverkstæði Binna, þegar hún er spurð út í tískuna í brúðarvönd- um. „Það er mín skoðun að vöndur- inn eiga að ríma við allt það sem brúðurin ætlar að skarta á brúð- kaupsdaginn. Vöndurinn er í raun bara skartgripur og hann verður að passa við heildarútlitið. Ég hugsa að það sé í rauninni það sem ein- kennir tískuna núna. Fólk hugsar meira um heildarmyndina en oft áður. Ef kjóllinn er mikið skreyttur er vöndurinn til dæmis hafður lát- laus og einfaldur,“ segir Hjördís og bætir því við að vendirnir hafi ver- ið frekar látlausir undanfarin ár þótt rómantíkin sé aldrei langt und- an. „Fólk er farið að skilja að það er ekki fallegt að rogast inn kirkju- gólfið með fangið fullt af blómum,“ segir Hjördís. Ómar Ellertsson, blómaskreytir í Blómavali, tekur í sama streng og segir að vendirnir hafi verið lát- lausir undanfarin ár. „Þetta gengur alltaf í bylgjum. Kúluvendirnir hafa verið áberandi en núna eru þessir gamaldags dropavendir að koma aftur. Þetta er því eiginlega bland í poka og vendirnir eru afar mismunandi.“ Ómar segir að hvítt sé algeng- asti liturinn og þannig hafi það ver- ið um nokkurt skeið. „Hér áður fyrr var rautt meira áberandi og þótt það sé vinsælt enn í dag velja lang- flestir ljósa vendi. Rósirnar eru alltaf vinsælastar en einhver tísku- blóm laumast alltaf inn. Calli og or- kídeur hafa verið áberandi undan- farið. Gjafir Öftustu síðurnar í gestabókinni sem tilheyrir brúðkaupinu er tilvalið að nota til þess að skrá niður gjafir. Þegar hver gjöf er opnuð er hún skráð ásamt nöfnum þeirra sem hana gáfu. [ ] Hjördís Reykdal Jónsdóttir blómaskreytir segir að í rauninni sé engin ein tíska í gangi í brúðarvöndum. Fallegur vöndur með kremuðum rósum, bergfléttu og burkna. Eftir Ómar Ellertsson í Blómavali. Gamaldags dropalaga vöndur sem Krist- ján Bogason í Blómavali gerði. Vendir með þessu sniði eru vinsælir nú. „Fólk þarf að panta tíma og við þurfum að kanna hvort öll skilyrði séu uppfyllt til þess að það geti gengið í hjónaband,“ segir Guð- mundur Siemsen, fulltrúi sýslu- mannsins í Kópavogi. Guðmundur segir hjónavígslur vera með ánæ- gjulegustu þáttum starfsins. „Fólk verður að hafa náð 18 ára aldri, vera lögráða og ekki of skylt. Það þarf að fylla út skýrslu um sína hagi og skila fæðingarvottorðum auk þess að framvísa persónuskilríkjum og vottorði um hjúskaparstöðu. Undir skýrsluna þurfa að rita tveir svara- menn, minnst 18 ára að aldri, og staðfesta að þeir viti enga meinbugi á fyrirhuguðum ráðahag.“ Guðmundur segir hjónavígslur yfirleitt fara fram á skrifstofu en ef margir fylgi parinu sé fundarsalur til reiðu. „Stundum koma hjónaefn- in bara tvö því við útvegum votta ef með þarf en í öðrum tilfellum mæt- ir hópur fólks og mikið gengur á með myndatökum og öðru tilheyr- andi,“ segir hann. Sjaldan er þó sungið við borgaralegar giftingar en beiðnir um það eru teknar til greina og ef óskir koma um að hafa athöfnina annars staðar en hjá emb- ættinu er reynt að mæta þeim. Fólk er klætt á ýmsan máta, allt frá hversdagsfatnaði upp í að vera prúðbúið. Það felst líka í starfi Guðmundar að staðfesta samvist fólks af sama kyni og staðfestingin hefur að mestu sömu réttaráhrif og stofnun hjúskapar. Þótt þessar borgaralegu athafnir taki ekki nema um fimmt- án mínútur segir Guðmundur þær vera hátíðlegar. „Þarna er verið að stofna mjög mikilvægt samband sem felur í sér réttindi og skyldur og athöfnin ber þess merki.“ Barbie og Ken Leikurinn með Barbie og Ken virðist aldrei ætla að deyja út. Þar eru brúðhjón próf- uð í þekkingu á maka sínum. Þau sitja bak í bak þar sem allir gestir sjá og eru hvort með sína Bar- bie og Ken dúkkuna. Síðan eru þau spurð spjörunum úr um hvort sé til dæmis duglegra í upp- vaskinu. Ef kon- an telur mann- inn vera duglegri held- ur hún Ken- dúkkunni á lofti en ef hún telur sig sjálfa vera duglegri held- ur hún Bar- bie-dúkkunni á loft. Svona heldur þetta áfram í nokkrar spurningar og vekur yfirleitt mikla lukku meðal við- staddra. Skilaboð til brúðhjónanna Það er líka sniðugt að láta hvern veislugest fá lítinn blaðsnepil og penna. Hver og einn skrifar síðan falleg orð til brúðhjónanna á blaðið og daginn eftir brúðkaupið geta brúðhjónin skemmt sér við lesturinn. Sígildur söngur Auðveldast er náttúrlega bara að syngja, dansa og skemmta sér saman sem ætti ekki að vera erfitt á þessum gleðidegi. Veislustjóri getur til dæmis búið til söngbók og hvatt fólk til að syngja með skemmtileg lög. Að finna hlut Að ná í hlut er skemmtilegur og lif- andi brúðkaupsleikur. Einn fulltrúi af hverju borði kemur upp á svið þar sem stólum er raðað eins og í stólaleik. Það er sem sagt alltaf einum stól færra en keppendur eru. Keppendur fá síðan fyrirmæli um að sækja ákveðinn hlut á sitt borð eins og til dæm- is framsóknarmann, sokkabuxur eða úr. Sá sem kemur síðastur upp á svið með hlutinn dettur úr leik. Svona gengur þetta þangað til einn stendur uppi sem sigurvegari. Auð- vitað verða þrautirnar erfiðari og erfiðari eft- ir því sem líður á leik- inn og hasarinn magnast. Orkídeur hafa verið áberandi í brúðar- vöndunum. Þennan fallega og einfalda vönd gerði Ómar Ellertsson í Blómavali. Brúðarvöndurinn er skart- gripur brúðarinnar Fallegur kúlulaga vöndur frá Hjördísi á Blómaverkstæði Binna. Guðmundur segir allan gang á því hvort hjónaefnin komi ein á staðinn eða hafi fjölskyldu og vini viðstadda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Borgaraleg hjónavígsla er hátíðleg stund Sumir halda að hægt sé að ganga inn af götunni og láta gifta sig en svo einfalt er það þó ekki. Leikandi skemmtileg veisla Á VEFNUM BRUDKAUP.IS ER HÆGT AÐ FINNA MARGA SKEMMTILEGA BRÚÐKAUPSLEIKI.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.