Fréttablaðið - 16.08.2005, Page 38

Fréttablaðið - 16.08.2005, Page 38
16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Það er eitthvað undarlegt á seyði. Mér var einu sinni sagt að Alice Cooper væri birtingar- mynd alls hins illa. Hann dræpi hænur og konur í tugavís. Vildi fá fallöxi upp á svið til sín og ætlaði að bíta í háls- inn á Paris Hilton. Slíkur náungi hlyti að éta pillur og drekka sig út úr heiminum á degi hverjum. Svo las ég viðtal við hann. Hann á þrjú börn og hefur verið giftur í 29 ár. Konan hans hlýtur þá að vera skrýtin, svona feit mótórhjóla- gella sem lemur hann öðru hvoru með kökukefli. Börnin eru hjól- hýsahyski sem drekka vodka með morgunmatnum. Eiga sæg af kró- um með hinum og þessum. Nei, mamman var balletkennari og dæturnar tvær vildu verða baller- ínur. Strákurinn var í hljómsveit. „Það er nauðsynlegt að eyða miklum tíma með börnunum,“ sagði Copper. Ég velti því fyrir mér hvort þetta væri ekki eitthvert grín. Cooper hlyti að búa í hótelsvítu sem væri rústað reglulega. Þar væru sko teiti sem hægt væri að lifa lengi á. Þegar einkaflugvélin lenti bjóst ég við því að höfuð- lausar hænur og blindfullar grúp- píur myndu velta út. Cooper kæmi á eftir með Jack Daniels-flösku og logandi sígarettu. „Rokkmerkið“ væri hátt á lofti. Hann kom í golf- buxum og peysu. Er búinn að vera edrú ansi lengi. Engar hænur og hvað þá grúppíur. Bara hann, hljómsveitin, konan og börnin. Ætlaði að fara upp á hótelher- bergi og hvíla sig. Átti víst pant- aðan rástíma klukkan átta um morguninn á Grafarholtsvell- inum. Cooper býr enda í Phoenix þar sem allir bestu golfvellirnir eru. Spilar stundum með Phil Mickelson. Ég hélt að allir alvöru rokkarar væru bandbrjálaðir. Þeir dæju langt fyrir aldur fram nema þeir frelsuðust eða byrjuðu að stunda jóga. Ekki Alice Cooper. Hann byrjaði að spila golf. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA FREY GÍGJA GUNNARSSON ER EKKI ALVEG AÐ NÁ ÞESSU Starfið segir ekki allt M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N F í t o n / S Í A F I 0 1 3 7 2 7 Vantar þig... YFIR 150.000 ÍSLENDINGAR LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI Á HVERJUM DEGI. SMÁAUGLÝSING Í FRÉTTA- BLAÐINU ER ÓDÝR OG ÁHRIFARÍK LEIÐ SEM TRYGGIR MESTU HUGSANLEGU ÚTBREIÐSLU Á SKILABOÐUM ÞÍNUM. AUGLÝSINGIN ER AUK ÞESS BIRT ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU Á VISIR.IS. PANTAÐU SMÁAUGLÝSINGAR Í SÍMA 550 5000 EÐA Á VISIR.IS. – smáauglýsingar sem allir sjá Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Mamma, til að vera alveg heiðarlegur... Þá fórum við Stan- islaw ekki á bíómynd- ina, sem við sögð- umst ætla að sjá. Nú? Við fórum á „Menntaskóla- stelpur að róla“. Jahérna. Allt í lagi, þar sem þú fórst á bíómynd um unglingakynlíf, þá finnst mér að við ættum að eyða svolitlum tíma í að ræða um unglingakynlíf. OOOHHH! Getum við ekki fundið upp á vægari refsingu? Svipu, til dæmis? Hættu nú alveg! Veistu hvað? Mamma reyndi að kyrkja eróbikk- kennara með köldu blóði í dag! Ég er alveg sam- mála! Verð alveg vitlaus bara við það að heyra þessa tónlist! Dómarinn dæmdi hana til að greiða 300.000 í bætur og gaf henni viðvör- un! En hvað með mömmu þína? Ég er að tala um mömmu! Kenn- arinn fékk að ganga laus! Típískt! Mamma sagði að kennarinn hefði gert sig vitstola með öllum sínum hoppum og skoppum, fettum og brettum! Solla, hvað viltu fá í nesti á morgun? Samloku með hnetusmjöri og sultu – enga skorpu – gullfiskakex, eplaskífur, mjólk og eina möffins. Það er nákvæmlega það sem var í nestinu þínu í dag og þú snertir varla á því! Ef ég er að leggja það á mig að búa til nesti handa þér, þá ætlast ég til þess að þú borðið það. Ó, láttu mig þá bara hafa möffins. Ég er allur í náttúrulækningunum. KJAMS KJAMS KJAMS KJAMS KJAMS KJAMS KJAMS KJAMSKJAMS KJAMS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.