Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Íslandsbanki kynnir Námsvild – þjónustu fyrir námsmenn sem gera kröfur. Námsvild er sérsniðin að fjármálaþörfum námsmanna og innifelur betri kjör og ýmis fríðindi. Kynntu þér málið á isb.is * kortin verða ókeypis til 16. september ** gildir í eitt ár 100 fríar debetkortafærslur á ári Ókeypis persónugert debetkort * Bílalán fyrir námsmenn Ókeypis kreditkort með ferðaávísun Ókeypis fartölvutrygging ** 1.500.000 kr. námslokalán Hagstæðari yfirdráttarvextir Bankaábyrgð á námslánum Hagstætt tölvukaupalán Ókeypis ISIC kort Flott inngöngugjöf ... og margt fleira! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 4 2 3 BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Darwin, löggur og laxar Já, það var kominn tími til að end-urskoða vísindakennslu í skólum vestanhafs og kannski ná byltingar- kenndar kennsluhugmyndir Georgs mikla í húsinu hvíta að breiðast út um heim. Þar í húsi má líka stund- um glöggt merkja hve hægt miðar í þróunarsögunni. Þróunarkenning Darwins hefur löngum farið fyrir brjóstið á meðlimum trúarsafnaða, enda gerir hún alla svo apalega. Í stað þess að kenna skólabörnum um forfeður okkar – apana – vill leiðtog- inn í vestri kenna heimshönnuðar- kenningu eða intelligent design. KENNINGIN sú byggir á að líf- verur séu of flóknar til að þróunar- kenningin fái staðist. Skapari hljóti að hafa komið að verkinu. Hendum Darwin út úr líffræðitímunum og tökum inn flóknari fræði, segir Georg mikli. Í þannig vísinda- kennslu væri líka gaman að fá líf- fræðilegar skýringar á jólasveinun- um, Óla lokbrá og karlinum í tungl- inu sem eru svo flókin og óskiljan- leg fyrirbæri. Á landinu bláa var hægt að gleðjast yfir liðsauka lög- reglunnar í liðinni viku. Sveitirnar eru orðnar svo fjölmennar að þær dunda sér við að elta mótmælendur um koppa og grundir. Þetta veitir hinum almenna borgara mikla ör- yggistilfinningu svo ekki sé minnst á mikilvæga upplýsingaöflun sem lögregla hefur unnið að við að skrá- setja ferðir almennings á hálendinu. Þarna mætti samnýta krafta og fá verði laganna til að spyrja almúgann í leiðinni fyrir Gallup og Félagsvís- indastofnun. OG íslensk löggæsla gerir líka garðinn frægan í Bretaveldi. Hér eru forríkir feðgar ekki teknir vett- lingatökum og hverjum er ekki sama hvort upptækir pappírar eru vegna debit eða kredit? Sauðsvartir klóra sér í hausnum eina ferðina enn. Er hér á ferðinni alvarlegasta eineltismál Íslandssögunnar eða eru feðgarnir hálir sem álar? Hætt er þó við að margt heimilisbókhaldið þyldi ekki þá smásjá sem feðgarnir eru undir. LÝÐURINN er enn að jafna sig í buddunni eftir stóra bensínbófamál- ið og engum stórlöxum hefur verið slátrað þar. Í silungsveiði er smá- fiskum gjarnan sleppt í von um að þeir veiðist stærri síðar. Í laxveiði er stórlöxum á stundum sleppt í von um að þeir fjölgi sér. En til eru þeir veiðimenn sem vilja um fram allt slátra stórlöxum, stoppa þá upp og sýna til vitnis um afrek sín.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.