Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 43
Pete Doherty, forsprakki hljóm- sveitarinnar Babyshambles sem spilar á Iceland Airwaves í haust, var handtekinn á flugvellinum í Osló á dögunum fyrir að hafa eit- urlyf í fórum sér. Doherty, sem var áður í The Libertines, var einn af tveimur sem var handtekinn og þurfti að dúsa í haldi lögreglunnar í fjórar klukkustundir. Hinn sem var hand- tekinn hafði 1,7 kg af kókaíni á sér en 1,5 kg af heróíni. Báðir fengu þeir sektir upp á um það bil 80.000 krónur og var síðan sleppt. Þeir þurfa ekki að fara fyrir dómstóla því þeir játuðu sekt sína. Engu síð- ur fara þeir á sakaskrá í Noregi fyrir athæfið. Vegna handtökunnar missti Babyshambles af tónleikum sínum á stærra sviðinu á Oya-tónlistarhá- tíðinni fyrir framan 8000 manns. Þess í stað spilaði hljómsveitin nokkru síðar á smærra sviði fyrir framan helmingi færri áhorfend- ur. Að sögn þeirra sem sáu tónleik- ana ældi Doherty á sviðið og kastaði vodkaflösku í áhorfenda- skarann. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík fær góðan gest í heim- sókn til sín en íranski leikstjór- inn Abbas Kiarostami mun sækja hana heim. Af því tilefni verður haldin viðhafnarsýning honum til heiðurs og enn fremur opnuð ljósmyndasýning en Ki- arostami er þekktur fyrir lands- lagsljósmyndir sínar. Abbas Kiarostami er viður- kenndur kvikmyndagerðamaður og breska tímaritið Guardian valdi hann sjötta besta leikstjór- ann í sögunni. Martin Scorsese sagði myndir leikstjórans sam- einuða það besta í kvikmynda- gerð en Kiarostami vann gull- pálmann í Cannes árið 1997 fyrir kvikmyndina Ta'm e guilass eða Keimur af kirsuberjum, sem sýnd var á Íslandi 1998. Þetta er því feikilegur hvalreki á fjörur íslenskra kvikmyndaáhuga- manna. Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst 29. september og stendur til 9.október. ■ Leikarinn Vince Vaughn hefurgreinilega áhyggjur af orðrómi um að hann og Jennifer Aniston séu saman því hann hefur lýst því yfir að hann sé mikið fyrir einnar nætur gaman. „Ég hef aldrei verið hrifinn af því að fara heim með sömu stelp- unni á hverju kvöldi,“ sagði Vince í viðtali við Imdb.com. Hann segir að hann myndi aldrei notfæra sér það að Jennifer sé enn að ná sér eftir sambandsslit hennar og Brad Pitt, auk þess sem að hann sé of önnum kafinn til þess að vera í langtímasambandi. Það lítur út fyrir að Paris Hiltonog Nicole Richie verði að sætt- ast fljótlega því að enn á eftir að taka upp fjórðu þáttaröðina af The Simple Life. Þær eiga á hættu að verða lögsóttar af Fox-sjónvarps- stöðinni geti þær ekki unnið sam- an. Hilton stakk upp á því að þær gerðu brúðkaupsþáttaröð sem sýndi undirbúninginn að brúðkaupum hennar og Nicole, og þannig þyrftu þær aldrei að hittast enda um tvö aðskilin brúðkaup að ræða. Engin ákvörðun um þáttinn hefur verið tekin en framleiðendur bíómynda sem þær stöllur leika í eru orðnir þreyttir á stríð- inu milli þeirra, enda batt Hilton þannig um hnútana að myndirnar yrðu frum- sýndar sama dag og skvetti þannig olíu á rifrildiseldinn. FRÉTTIR AF FÓLKI Doherty handtekinn PETE DOHERTY Forsprakki Babyshambles var handtekinn í Osló á dögunum. Kiarostami á lei›inni til Íslands ABBAS KIAROSTAMI Abbas er einn við- urkenndasti leikstjóri veraldar og koma hans því hvalreki á fjörur kvikmyndaáhuga- manna hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.