Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 36
16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Við erum hræddir um ... ... að Valsmenn hafi kvatt endanlega þær litlu titilvonir sem þeir höfðu fyrir leikina í Landsbankadeildinni í gær með því að ná aðeins jafntefli gegn Keflvíkingum í gærkvöld. 11 stig skilja á milli Vals og FH þegar 12 stig eru eftir í pottinum og má gera ráð fyrir því að mótið ráðist í næstu umferð, þegar einmitt Valur kemur í heimsókn til Kaplakrika. Guðjón vill meira Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, er að vonum sáttur við að vera á meðal þriggja efstu liða í ensku 2. deildinni eftir þrjá leiki á tímabilinu en vill samt sem áður sjá framfarir hjá læri- sveinum sínum. „Við verðum að vera grimmari í lausu boltana. Við eigum fjóra leiki á næstu níu dögum og þar dugir ekkert hálfkák,“ segir Guðjón. sport@frettabladid.is 24 > Við hrósum ... .... Hermanni Hreiðarssyni, leikmanni Charlton á Englandi, sem fékk fína dóma hjá breskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína sem miðvörður í sigri liðsins á Sunderland um helgina. Hermann var af flestum talinn einn besti leikmaður Charlton í leiknum. Valsmenn vir›ast endanlega vera búnir a› missa af lestinni í baráttunni vi› FH en li›i› ná›i einungis jafntefli á heimavelli sínum í gær. Valur er nú heilum 11 stigum á eftir Íslandsmeisturunum. Sanngjarnt jafntefli á Hlíðarenda tapa mörgum boltum í loftinu. Loksins þegar framherjar gest- anna fengu boltann í lappirnar þá skapaðist hætta þegar Guðmund- ur Steinarsson átti frábært skot af 35 metra færi en boltinn hafnaði í þverslánni. Valsmenn virtust við þetta vakna af værum blundi og tókst Atla Sveini Þórarinssyni að skora mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks eftir hlé og gerðust tvívegis ágengir upp við mark heimamanna án teljandi ár- angurs. En eftir þessar tvær til- raunir virtist allur vindur farinn úr sóknaraðgerðum gestanna og Valsmenn gengu á lagið og náðu tökum á leiknum. Þrátt fyrir það vantaði hreyfingu á boltalausum mönnum því álitlegar sóknarað- gerðir fjöruðu oftast út. Keflvík- ingar tóku þá við sér með Jónas Guðna Sævarsson í fararbroddi. Besta færi gestanna í leiknum kom svo þegar stundarfjórðungur var eftir og Hörður Sveinsson veit það manna best að hann átti að gera betur. Hann fékk þá send- ingu frá Gunnari Hilmari Krist- inssyni sem Atli Sveinn missti af, en skot hans var slakt og sigldi framhjá. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og í jafn- tefli í raun sanngjörn úrslit. Vals- menn misstu af dýrmætum stig- um en Keflvíkingar færðust hins vegar ofar í töflunni við þetta stig, fóru í þriðja sætið. Jónas Guðni Sævarsson átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Keflvíkingum og var sáttur stigið í leikslok: „Stig er betra en ekki neitt og þetta stig gefur okkur þriðja sætið en sáttastur er ég með að halda hreinu.“ Hann sagð- ist enn fremur sáttur við sinn leik: „Ég er mjög sáttur við minn leik, skilaði boltanum vel frá mér og þetta var einn af mínum betri leikjum í sumar.“ - gjj LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: ÞRÓTTUR–FH 1–5 VALUR–KEFLAVÍK 0–0 STAÐAN: FH 14 14 0 0 44–6 42 VALUR 14 10 1 3 27–9 31 KEFLAVÍK 14 5 6 3 24–27 21 ÍA 14 6 2 6 17–18 20 FYLKIR 14 5 2 7 23–25 17 FRAM 14 5 2 7 15–20 17 KR 14 5 1 8 15–21 16 GRINDAVÍK 13 3 3 7 14–28 12 ÞRÓTTUR 14 2 4 8 16–26 10 ÍBV 13 3 1 9 10–25 10 MARKAHÆSTIR: ALLAN BORGVARDT, FH 13 TRYGGVI GUÐMUNDSSON, FH 12 GARÐAR GUNNLAUGSSON, VAL 8 HÖRÐUR SVEINSSON, KEFLAVÍK 8 EINKUNNAGJÖF (1 TIL 10): 10 Í heimsklassa 9 Í landsliðsklassa 8 Mjög góður 7 Góður 6 Stóð sig vel 5 Í meðallagi 4 Slakur 3 Lélegur 2 Hörmulegur 1 Grátlegur Undirbúningstímabilið í þýska handboltanum: HANDBOLTI Handknattleiksmað- urinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem gekk til liðs við þýska efstu- deildarliðið Gummersbach, fór mikinn með liði sínu í æfingaleik á dögunum en hann skoraði sautján mörk gegn þýska liðinu ASV Hamm. Félagi Guðjóns Vals í landsliðinu, Róbert Gunnars- son, er einnig orðinn leikmaður Gummersbach eftir að hafa leik- ið áður með AGF Aarhus í Dan- mörku síðustu þrjú ár. Róbert stóð einnig fyrir sínu í leiknum en hann skoraði sjö mörk og var næstmarkahæstur. Gummersbach ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili og munu Íslendingarnir verða í lyk- ilhlutverkum. Guðjón Valur er bjartsýnn á gott gengi og segir allar forsendur vera fyrir hendi hjá Gummersbach til þess að blanda sér í toppbaráttuna í deildinni. „Ég er nokkuð sáttur við það hvernig hefur gengið á undirbúningstímabilinu. Við höf- um æft mikið og leikmennirnir eru alltaf að ná betur og betur saman.“ Guðjón telur líklegt að Flens- burg og Kiel muni berjast um þýska meistaratitilinn en vonast þó til þess að Gummersbach geti blandað sér í þá baráttu einnig. „Það er alveg ljóst að við erum með gott lið sem á að geta verið í toppbaráttunni. Það má hins vegar ekki mikið út af bregða. Efsta liðið í fyrra tapaði sex stig- um allan veturinn og þannig hef- ur þetta verið undanfarin ár. Lið- ið má því alls ekki misstíga sig mikið á komandi leiktíð ef það ætlar að blanda sér í toppbarátt- una.“ - mh Gu›jón Valur skora›i sautján mörk fyrir Gummersbach Vestmannaeyingurinn Hermann Hreiðarsson er byrjaður að leika knattspyrnu á nýjan leik en hann hefur verið frá vegna hnémeiðsla undanfarin misseri. Hermann, sem leikur með enska úrvals- deildarfélaginu Charlton At- hletic, lék allan leikinn gegn Sunderland um helgina þar sem Charlton vann 3-1 á heimavelli Sunderland, Stadi- um of Light. Hermann lék sem miðvörður í leiknum og átti fínan leik. „Ég var nokkuð sáttur við mína frammistöðu í þessum leik. Ég hef verið frá vegna meiðsla í svolítið langan tíma en mér finnst ég vera í góðu formi núna. Það skiptir mig ekkert öllu máli hvort ég er miðvörður eða bakvörður. Ég hef leikið báðar stöður allan minn feril og tel mig getað leikið stöðurnar nokkuð vel.“ Nýjir leikmenn Charlton voru í sviðsljósinu um helgina, en Marc Ambrose, sem kom frá Newcastle United fyrir leiktíðina, fékk að líta rauða spjaldið og Dar- ren Bent skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið. „Ég þekki ágætlega til þessara leik- manna. Þeir voru í ung- lingaliði Ipswich þegar ég spilaði þar og þá voru þeir mjög efnilegir. Ég á von á því að þeir sýni styrk sinn á þessu tímabili. Ambrose nær sér al- veg eftir þetta rauða spjald og vonandi nær Bent að halda áfram að skora fyrir okkur. Það er alltaf gott fyrir leikmenn að skora í sínum fyrsta leik fyrir nýtt fé- lag.“ Landsleikur Suður-Afríku og Íslands fer fram á morgun en Hermann Hreiðars- son verður fjarri góðu gamni þar sem hann hefur ekki enn þá náð alveg full- um bata eftir hnémeiðslin. „Það var samkomulag milli mín og sjúkraþjálfar- ans hjá Charlton að ég myndi taka mér frí frá þessum leik, og þjálfarar lands- liðsins voru sammála því. Ég bólgna enn þá aðeins í hnénu eftir átök og því þoli ég leikjaálagið ekki eins og vel og ef ég væri í mínu besta formi. Ég er all- ur að koma til og er bjartsýnn á gott gengi Charlton í vetur.“ HERMANN HREIÐARSSON: LÉK SINN FYRSTA DEILDARLEIK Í LANGAN TÍMA UM HELGINA Charlton á eftir a› koma á óvart í vetur 0-0 Valsvöllur, áhorf: 780 Gylfi Þór Orrason (8) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–10 (2–4) Varin skot Kjartan 3 – Ómar 2 Horn 8–7 Aukaspyrnur fengnar 10–9 Rangstöður 2–0 Valur Keflavík GUÐJÓN VALUR Hefur verið í góðu formi að undanförnu og vonast til þess að Gummersbach verði í toppbaráttunni í þýsku úrvalsdeildinni. Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman síðdegis í gær: Ei›ur Smári ver›ur líklega me› FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman síðdegis í gær til að hefja undirbúning sinn fyrir landsleikinn gegn S-Afríku á Laugardalsvellinum annað kvöld. Allt bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði með íslenska liðinu, en um tíma var tvísýnt um þátttöku hans vegna hnjasks sem hann hlaut í viðureign Chelsea og Wigan í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Eiður Smári tók fullan þátt í æfingu landsliðsins í gær- kvöld og kenndi sér einskis mein. Aðra sögu er að segja um þá Ólaf Örn Bjarnason og Hannes Þ. Sigurðsson, sem báðir eiga við smávægileg meiðsli að stríða og verða líklega ekki orðnir leikfærir fyrir miðvikudaginn. Atvinnumennirnir í íslenska liðinu áttu ekki allir jafn greiða leið til Íslands og til að mynda kom Kári Árnason nánast beint af flugvellinum og á æfingu í gær- kvöld. Allt liðið náði þó saman á endanum og kláraði saman fyrstu æfinguna af fjórum sem liðið mun eiga fyrir leikinn. Annars eru all- ir íslensku leikmennirnir sem valdir voru í hópinn klárir í slag- inn, en fyrirfram var vitað að þeir Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson, tveir fasta- menn í liðinu, gætu ekki leikið með þar sem þeir eru að ná sér eftir meiðsli sem hafa hrjáð þá í allt sumar. Lið S-Afríku er væntanlegt til landsins í dag og er ljóst að tvær af skærustu stjörnum liðsins verða fjarverandi – þeir Quinton Fortune, leikmaður Manchester United, og Shaun Bartlett, leik- maður Charlton í Englandi. Að öðru leyti mætir S-Afríka til leiks með sitt sterkasta lið og er þekkt- asti liðsins sóknarmaður Porto, Benni McCarthy, sem ætti að vera íslenskum fótboltaáhugamönnum að góðu kunnur fyrir góð tilþrif í Meistaradeild Evrópu á síðustu árum. Hann ásamt Sibusio Zuma, núverandi leikmanni Armenia Bielefeld í Þýskalandi en áður eins besta framherja dönsku úr- valsdeildarinnar um árabil með FC Köbenhavn, mynda gríðarlega öflugt framherjapar sem getur valdið öllum vörnum skráveifum. - vig *MAÐUR LEIKSINS VALUR 4–4–2 Kjartan 6 Bjarni Ólafur 6 Grétar Sigfinnur 6 Atli Sveinn 5 Steinþór 6 Sigþór 5 (53. Matthías 5) Sigurbjörn 6 Stefán Helgi 6 Baldur 7 Guðmundur 5 (82. Kristinn –) Garðar 5 (82. Sigurður S. –) KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar 7 Isse Kadir 4 (67. Gunnar Hilmar 6) Baldur 6 Guðmundur Mete 7 Johansson 5 Milisevic 5 Gustafsson 6 *Jónas 8 Hólmar Örn 7 Guðmundur S. 6 (85. Ólafur Jón –) Hörður 6 Í FULLU FJÖRI Eiður Smári virkaði sprækur á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Valsmenn virðast vera að missa endanlega af toppliði FH en jafntefli var það eina sem þeir fengu úr leiknum á Hlíðarenda í gær gegn Keflvíkingum. Eftir sig- ur FH á Þrótti í gær þá munar 12 stigum á liðunum en Valsmenn eiga þó leik til góða. Menn verða seint sakaðir um að hafa reynt að skemmta áhorfendum á Valsvell- inum í fyrri hálfleik í gær. Það virtist ákveðin deyfð vera yfir báðum liðum og því miður náði skalli Atla Sveins snemma leiks ekki að kveikja neistann í mönn- um. Valsmenn stjórnuðu ferðinni á meðan gestirnir beittu skyndi- sóknum með misjöfnum árangri. Kraftinn virtist skorta hjá heima- mönnum þegar þeir nálguðust vítateig gestanna á meðan sóknar- leikur Keflvíkinga virkaði á köfl- um ansi einhæfur. Langar send- ingar fram á framherja sína sem skiluðu litlum árangri enda mið- verðir Vals ekki þekktir fyrir að HÖRÐ BARÁTTA Hörður Sveinsson hefur hér betur í skallaeinvígi við Bjarna Ólaf Eiríksson hjá Val. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.