Fréttablaðið - 14.09.2005, Síða 1
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra
fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans.
* Nafnávöxtun frá 01.08.2005–31.08.2005 á ársgrundvelli.
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr.
30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.
Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir
hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur
en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn,
m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og
fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins,
vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu
sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf.
auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is
410 4000 | landsbanki.is
8,1%*
Peningabréf Landsbankans
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
91
39
0
8/
20
05
iPod nano
Hækkar öll
viðmið
Stjórnartíð Davíðs
Efnahagsstjórn
á góðæristímum
James Liu
Vildi framsækið
fyrirtæki
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 14. september 2005 – 24. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Yfir þenslumörkum | Vísitala
neysluverðs hækkaði um 1,5 pró-
sent í ágúst og nemur verðbólga
nú 4,8 prósentum á ársgrundvelli.
Verðbólguskotið kostar heimilin í
landinu tæpa fimm milljarða
króna ef miðað er við skuldastöðu
þeirra í júlílok.
KB í vandræðum | Norska fjár-
málaeftirlitið gerir athugasemdir
við störf Kaupthing Norge, dótt-
urfélags KB banka. Skipt var um
stjórn í Kaupthing Norge í kjöl-
farið og tók Sigurður Einarsson,
stjórnarformaður KB banka, við
stjórnarformennsku í dótturfélag-
inu.
Davíð í Seðlabankann | For-
sætisráðherra hefur skipað Davíð
Oddsson, formann Sjálfstæðis-
flokksins og utanríkisráðherra,
bankastjóra og formann banka-
stjórnar Seðlabankans til sjö ára.
Fráfarandi bankastjóri, Birgir Ís-
leifur Gunnarsson, lætur af störf-
um 1. október næstkomandi og
tekur Davíð þá við stjórnar-
taumunum.
Greiðum skuldir | Fjármálaráð-
herra ákvað í ljósi bættrar stöðu
ríkissjóðs, meðal annars í kjölfar
Símasölunnar, að greiða hraðar
niður erlendar skuldir ríkissjóðs
en áður var áformað.
Actavis í Búlgaríu | Actavis
hefur fest kaup á búlgarska lyfja-
dreifingarfyrirtækinu Higia AD.
Velta Higia er áætluð um 6,6 millj-
arðar króna á þessu ári en gert er
ráð fyrir að hún verði á bilinu
7-7,7 milljarðar á árinu 2006.
Koizumi sigrar | Sigur Jun-
ichiros Koizumi, forsætisráðherra
Japans, í þingkosningum þar í
landi mældist vel fyrir á mörkuð-
um. Nikkei-225 vísitalan snar-
hækkaði er úrslit voru kunn og
jenið styrktist. Koizumi hyggst
hrinda miklum einkavæðingar-
áformum í framkvæmd.
Tímaritið Euromoney:
Íslenska
bankaundrið
„Vöxtur íslensku bankanna er
ein af sigursögum síðasta ára-
tugar,“ segir í grein tímaritsins
Euromoney, sem fjallar um vöxt
íslenskra banka í nýjasta hefti
sínu.
Blaðið segir að slíkur vöxtur
veki upp spurningar um stöðug-
leika bankanna og vandræði sem
af vextinum hljótist. Blaðið
segir forsvarsmenn bankanna
blása á slíkar fullyrðingar og að
þeir telji vöxtinn og starfsemina
vel undirbyggða. Undir þetta
sjónarmið tekur Paul Avery hjá
Barclay's banka sem segir bönk-
unum vel stjórnað og að kaup
þeirra á erlendum bönkum séu
vel útfærð og bankar sem keypt-
ir hafi verið falli vel að starf-
semi íslensku bankanna.
Blaðið segir að bankarnir
séu í jafnvægi og vel fjármagn-
aðir nú um stundir. Á þá stöðu
geti reynt blási vindar öðruvísi
í efnahagslífi heimsins. Þá
þurfi bankarnir það viðskipta-
vit sem þeir hafi sýnt til þessa
til að blómstra við erfiðari að-
stæður. - hh
Björgvin Guðmundsson
skrifar
„Það stendur til að opna tíu Rúmfatalagersverslanir
í viðbót í Kanada innan árs,“ segir Nils Stórá yfir-
maður Rúmfatalagersins í Eystrasaltslöndunum
Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Einnig standi til að
opna fjórar verslanir til viðbótar við þær fjórtán
sem fyrir eru í Eystrasaltslöndunum.
Reksturinn á þessum stöðum gangi það
vel að rúm er fyrir frekari vöxt.
„Við opnum fyrstu verslunina í
Búlgaríu í næsta mánuði,“ segir Nils og
Rúmfatalagerinn sé með því að hasla
sér völl á nýjum markaði í Austur-Evr-
ópu. Þeir hafi í nokkurn tíma verið að
skoða tækifærin í Búlgaríu og á næsta
ári sé stefnt að því að opna búð í Rúmen-
íu. Höfuðstöðvar Rúmfatalagersins
verði þó áfram í Reykjavík. Nils segir búðirnar í
Kanada og á Íslandi svipaðar hvað varðar stærð en
þær séu aðeins minni í Lettlandi, Litháen og Eist-
landi. Nú þegar rekur Rúmfatalagerinn fjórar versl-
anir á Íslandi og stefnir á að opna nýja búð við Vest-
urlandsveg innan skamms. „Á Íslandi og í Kanada
rekum við búðir sem eru á milli tvö og þrjú þúsund
fermetrar en milli fimmtán hundruð og tvö þúsund
fermetrar í Eystrasalti.“
Jákup Jacobsen opnaði sína fyrstu
Rúmfatalagersverslun á Íslandi í Kópa-
vogi árið 1987 í félagi við Jákup N. Purk-
hús. Ári síðar var verslun á Akureyri
opnuð. Voru þetta með þeim fyrstu
svokölluðu lágvöruverðsverslunum á Ís-
landi, en til samanburðar opnaði Bónus í
apríl 1989. Árið 2000 voru þeir félagar út-
nefndir frumkvöðlar í íslensku atvinnu-
lífi.
F R É T T I R V I K U N N A R
8 12-13 10
Verðbólguskotið í september
kostar heimilin í landinu tæpa
fimm milljarða króna ef miðað er
við skuldastöðu þeirra í júlílok.
Verðtryggð útlán til heimilanna
námu um 319,7 milljörðum króna
í lok júlí samkvæmt tölum sem
Seðlabanki Íslands tekur saman.
Miðað við óbreytta upphæð þá
hækka verðtryggð lán heimil-
anna um 4,8 milljarða en vísitala
neysluverðs hækkaði um 1,5 pró-
sent milli ágúst og september.
Sem hlutfall af verðtryggðum
útlánum nema lán til heimila um
60 prósentum af heildinni.
Verðtryggð lán fyrirtækja
voru á sama tíma um 189 millj-
arðar og hækka þau því um 2,8
milljarða vegna verðbólguhækk-
unarinnar. - eþa
Útrásarvístalan hækkar enn:
Öll bréf
hækkuðu
Útrásarvísitalan hækkaði um
1,77 prósent milli vikna og
mælist nú 118,78 stig. Öll bréf
fyrirtækjanna í útrásarvísi-
tölunni hækkuðu milli vikna
þegar búið er að taka tillit til
gengisbreytinga.
Mest hækka bréf í finnska
bankanum Sampo, um 38,88 pró-
sent, en næstmest bréf í
Skandia, um 23,17 prósent.
Minnst hækkaði breska fyrir-
tækið NWF, um 0,33 prósent.
Gengi sex fyrirtækja lækkaði
á mörkuðum en gengi krónunn-
ar var útrásarfyrirtækjunum
hagstætt og hækkaði mark-
aðsvirði allra eigna í útrásar-
vísitölunni. - hb
Ætla að opna sautján
verslanir til viðbótar
Útlit er fyrir að verslunum Rúmfatalagersins muni stórfjölga
næsta árið. Fyrirtækið ætlar að hasla sér völl í Austur-
Evrópu og auka umsvif sín í Kanada og Eystrasalti.
Verðbólgan í september dýrkeypt
Hækkun vísitölu neysluverðs kostar heimilin fimm milljarða.
25 í Kanada (10)
14 í Eystrasalti (4)
4 á Íslandi (1)
1 í Færeyjum
(1) í Búlgaríu
(1) í Rúmeníu
V E R S L A N I R
R Ú M F A T A L A G E R S I N S
( N Ý J A R V E R S L A N I R Í S V I G A )