Fréttablaðið - 14.09.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 14.09.2005, Síða 2
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar „Talsmenn þess að Seðlabankinn láti nú reka á reiðanum og skeyti engu um verðbólguhorfur eru í raun að dæma krónuna til dauða,“ sagði Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á morgunverðarfundi Viðskipta- ráðs í gær. Hann á þar við þá talsmenn sem vilja að Seðlabankinn víki frá aðhaldssamri peningastefnu til þess að lækka gengi krónunn- ar og styrkja þar með stöðu út- flutningsgreina. „Seðlabankinn ræður ekki raungengi krónunnar til lengdar, þótt aðgerðir hans hafi áhrif á nafn- og raungengi til skamms tíma litið. Samkeppnisiðnaðurinn verður því að búa við hátt raun- gengi um nokkurt skeið.“ Arnór vill að þeir sem gagn- rýni stefnu bankans tali skýrar og spyr hvort þeir vilji hverfa frá verðbólgumarkmiðum, ganga í gjaldmiðlabandalag eða snúa aftur til fastgengisstefnunnar sem olli næstum því gjaldeyris- kreppu fyrir fáeinum árum. Hann segir að Seðlabankinn hafi gefið sterklega til kynna að vaxtahækkunarferlinu sé ekki lokið og ætli sér að halda verð- bólgu sem næst 2,5 prósenta verð- bólgumarkmiði bankans þegar til lengri tíma er litið. Óraunsætt sé hins vegar að ætla að Seðlabank- inn geti mildað þær sveiflur sem eiga sér stað í hagkerfinu nú, enda taki allar vaxtabreytingar nokkurn tíma að hafa áhrif. „Þróun efnahagsmála undan- farið hálft ár bendir til þess að ójafnvægið í þjóðarbúskapnum nú sé meira en flestir gerðu ráð fyrir í mars,“ sagði Arnór enn fremur á fundinum. Óhjákvæmi- leg aðlögun muni eiga sér stað. Margt bendir til þess að vaxta- breytingar erlendis muni hafa mikil áhrif hérlendis og hefur hann af því áhyggjur. Ein mesta hættan sem steðjar að íslenskum þjóðarbúskap er skyndileg hækkun erlendra vaxta sem gæti leitt til hraðrar aðlögunar á gengi krónunnar og eignaverðs. „Undanfarna þrjá áratugi finnst meðal þróaðra þjóða að- eins eitt dæmi þess að í kjölfar eins mikils viðskiptahalla og nú er til staðar hafi ekki fylgt um- talsverður samdráttur.“ Vika Frá áramótum Actavis Group 0% 7% Bakkavör Group 0% 80% Burðarás 4% 58% Flaga Group 1% -33% FL Group 0% 53% Grandi 2% 14% Íslandsbanki 0% 36% Jarðboranir -2% 0% Kaupþing Bank 1% 37% Kögun -1% 20% Landsbankinn -1% 88% Marel 1% 29% SÍF -1% -2% Straumur 6% 48% Össur 0% 15% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Dæma krónuna til dauða Aðalhagfræðingur Seðlabankans varar við miklum skelli og gagnrýnir helstu gagnrýnendur peningamálastefnunnar. 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki Fjárfestingarfélagið Exista hefur keypt hlutabréf Bakkavör Group fyrir sex hundruð milljón- ir króna á genginu 42,5. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem félagið eykur hlut sinn í Bakkavör en dótturfélag þess, Bakkavör S.a.r.l., er stærsti hlut- hafinn með um 27 prósenta eign- arhlut. Samanlagt eiga Exista og Bakkavör S.a.r.l. 29,1 prósent hlutafjár í Bakkavör. Fleiri innherjar hafa verið að kaupa bréf í Bakkavör, þar á meðal Erlendur Hjaltason, for- stjóri Exista. - eþa Tæpir tuttugu milljarðar króna eru í vanskilum hjá innlánsstofn- unum. Það er samt bara rúmt eitt prósent af heildarútlánum fjár- málafyrirtækja á Íslandi og eru íbúðarlán þar meðtalin sam- kvæmt upplýsingum frá Fjár- málaeftirlitinu. Um mánaðamót- in júní og júlí námu heildarútlán innlánsstofnana rúmum 1.800 milljörðum króna. Frá byrj- un árs 2001 hafa heildar- útlán aukist um 188 pró- sent. Þrátt fyrir þessar tölur hafa fólk og fyrirtækið staðið bet- ur í skilum á lánum sínum undanfarið samanborið við síðustu fjögur ár. Frá síðustu áramótum til m á n a ð a - móta júní og júlí hefur hlutfall van- skila af heildarútlánum fjármála- stofnana lækkað úr 1,6 prósentum í 1,1 prósent samkvæmt upplýs- ingum frá Fjármálaeftirlitinu. Í byrjun árs 2001 var þetta van- skilahlutfall 2,3 prósent. Fyrirtæki standa betur í skil- um en einstaklingar. Vanskila- hlutfall fyrirtækja lækkaði úr 1,3 prósentum í 0,9 prósent á fyrri helming þessa árs. Sama hlutfall einstaklinga lækkaði úr tæplega 2,6 prósentum í 1,8. Á sama tíma í fyrra var hlutfall lána einstak- linga í vanskilum 4,6 prósent, sem er tölu- vert meira en í ár. Sama hlut- fall fyrir- tækja fyrir ári var 1,7 prósent. – bg „Við opnuðum nýja Depo-verslun í Ríga í Lettlandi í gær,“ segir Jón Helgi Guðmundsson stjórn- arformaður Norvíkur, sem er eignarhaldsfélag Byko. „Þetta er önnur Depo-verslunin sem við opnun í Ríga og svo er stefnt að því að opna þriðju verslunina næsta vor.“ Fyrsta Depo-verslunin í Ríga var opnuð í júlí síðastliðnum í sex þúsund fermetra plássi. Jón Helgi segir að búðinni hafi verið vel tekið og tækifærin þarna ytra séu mörg. „Ef við teljum yfirbyggða svæðið við verslunina með þá er húsnæðið nálægt átta þúsund fermetrar. Þetta hefur gengið vel og við erum mög ánægð með móttökurnar,“ segir Jón Helgi. Húsnæðið undir nýju verslunina er leigt af Rúmfatalagernum, sem einnig er með starfsemi í Lettlandi. Depo-verslununum í Lettlandi svipar til verslana Byko sem flestir Íslendingar þekkja. Nor- vík hefur verið með í ýmsum verkefnum í Eystrasaltslöndun- um og setur Depo-verslanirnar upp í Lettlandi í samstarfi við baltneskan fjárfestingarsjóð að sögn Jóns Helga. – bg Önnur Depo-verslun í Ríga Jón Helgi í Byko ætlar að opna þrjár byggingavörubúðir í Lettlandi. Exista kaupir aftur í Bakkavör Milljarðar í vanskilum Fyrirtæki standa betur í skilum en einstaklingar. Snörp lækkun hlutabréfa Fátt ætlar að stöðva norska hlutabréfamarkaðinn á þessu ári með stærstu félögin Statoil og Norsk Hydro í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að olíuverð hafi lækk- að á síðustu dögum, eftir að það fór í 70 dali á fatið, hefur gengi Statoil aldrei verið hærra. Það stendur nú í 160 norskum krón- um á hlut en var í 95 í byrjun árs. Norsk Hydro rauf 700 króna múrinn í fyrradag og hefur markaðsverðmæti félagsins hækkað um helming á árinu. Aðalvísitala norsku kauphall- arinnar hefur hækkað um 23 pró- sent frá því í byrjun júní síðast- liðins og litlu minna en Úrvals- vísitalan fyrir árið í heild. - eþa Hlutabréf hafa lækkað snarpt undanfarna tvo daga eftir að verðbólgan hækkaði meira en spáð hafði verið. Á föstudaginn náði Úrvalsvísitalan hæsta gildi frá upphafi þegar hún endaði í 4.748 stigum. Á mánudaginn lækkaði vísitalan um rúm pró- sent og meira en 1,7 prósent í gær. Fór Úrvalsvísitalan um tíma undir 4.600 stig í gær. Öll stóru félögin höfðu lækk- að talsvert eftir hádegisbil í gær; Bakkavör um 3,5 prósent, Landsbankinn og Straumur um þrjú prósent og Burðarás um 2,5 prósent. - eþa DEPO-VERSLUNIN Í RIGA Fyrsta Depo- verslunin var opnuð í Lettlandi í júlí í sum- ar, önnur í gær og stefnt er að opnun þeirr- ar þriðju næsta vor. ARNÓR SIGHVATSSON Eina leið Seðlabankans til að spyrna fótum við frekari verðbólgu er að hækka vexti frekar. Núverandi viðskiptahalli mun að öllum líkindum valda miklum samdrætti. ERLENDUR HJALTA- SON, FORSTJÓRI EX- ISTA Exista hefur tví- vegis á skömmum tíma keypt í Bakkavör og er stærsti hluthafinn ásamt dótturfé- lagi sínu. Engin lognmolla í Noregi HELGE LUND, FORSTJÓRI STATOIL Statoil hækkar enn þrátt fyrir að olíuverð hafi farið lækkandi. Fr ét ta bl að ið /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.