Fréttablaðið - 14.09.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 14.09.2005, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Tæknifyrirtækið Marorka hf. kynnti á nýafstaðinni sjávar- útvegssýningu nýja útgáfu af vörunni Maren. Hin nýja vara, Maren2, er hönnuð til að minnka olíunotkun skipa og halda utan um heildarkostnað skipa, hvort sem er fiskiskipa eða flutninga- skipa, við olíunotkun. „Það er sífellt mikilvægara fyrir skip, ekki síst í kjölfar hækkandi olíuverðs, að halda utan um orkubúskap skipa og báta. Þessi nýja vara virkar þannig að við reiknum út hvern- ig orkukerfin um borð í skipum eiga að vera stillt til þess að hag- kvæmasta nýtingin eigi sér stað,“ segir Jón Ágúst Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Mar- orku. Hann segir að endurgreiðslu- tími skipa sem taka Maren2 í notkun sé um 1-2 ár og oft má sjá sparnað við olíunotkun á bilinu 8-12 prósent. „Við fengum mjög góðar mót- tökur á sjávarútvegssýningunni og erum að vinna úr ýmsu hvað það varðar,“ segir Jón. Hann segir Marorku selja um sjötíu prósent af vörum fyrirtækisins til útlanda, einkum til Danmerk- ur, Hollands og Kanada en fyrir- tækið opnar söluskrifstofu í Kanada á næstunni. - hb Björgvin Guðmundsson skrifar Einkaneysla jókst á öðrum árs- fjórðungi um fjórtán prósent frá sama tímabili í fyrra samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aukning einkaneyslu milli ára hefur ekki verið jafn mikil frá því að Hagstofan hóf að gera ársfjórðungsreikninga árið 1997. Sérfræðingar segja þetta endurspegla þenslu í hagkerfinu og birtist meðal annars í aukinni verðbólgu. Eftirspurn heimil- anna hafi aukist í kjölfar aukins kaupmáttar og nýjum lánamögu- leikum. Hagvöxturinn sé drifinn áfram af hröðum vexti einka- neyslu og fjárfestingum tengd- um stóriðju. Ef sundurliðun einkaneysl- unnar er skoðuð milli annars ársfjórðungs 2004 og 2005 sést að kaup á ökutækjum aukast um 75 prósent. Útgjöld Íslendinga erlendis aukast um 32 prósent milli ára og kaup á húsbúnaði um rúm 19 prósent. Guðjón K. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Hagstofunni, bendir á að sterk króna hafi lækkað verð á bílum, vörum og þjónustu erlendis. Landsframleiðsla á öðrum ársfjórðungi 2005 jókst um 6,8 prósent miðað við sama tíma í fyrra, sem jafngildir þá hag- vextinum á tímabilinu. Lands- framleiðsla er markaðsvirði þess sem framleitt er á Íslandi og nam hún 195,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi árs- ins. Í krónum talið hefur lands- framleiðslan aldrei verið meiri á föstu verðlagi í einum ársfjórð- ungi. Landsframleiðslan allt árið í fyrra var 885 milljarðar króna. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Há- skóla Íslands, segir eðli hagvaxtar sem drifinn sé áfram af einkaneyslu ekki eins ákjósanlegan og hagvöxt sem byggir á aukinni framleiðslugetu í hag- kerfinu. Lítið þurfi að bregða út af svo hann dragist hratt saman. Tryggvi segir vöxt samneysl- unnar, það er kaup hins opinbera á vörum og þjónustu, um 4,4 pró- sent milli annars ársfjórðung 2004 og 2005 og mikinn. Á tímum sem þessum þurfi að skera niður útgjöld hins opinbera til að styðja við peninga- málastefnu Seðla- bankans. Vaxta- hækkanir að öðru óbreyttu virðast ekki nægja til að halda aftur af verð- bólgu. Einkaneysla hefur aldrei vaxið hraðar Neysla heimilanna hefur aukist mikið milli 2004 og 2005 og drífur hagvöxtinn áfram. Skera þarf niður ríkisútgjöld til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. „Þetta er ekkert sem við höfum áhyggjur af,“ segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, um þá fyrirætlan fyrrverandi starfsmanna að stofna flutninga- fyrirtæki í samkeppni við gamla vinnuveitendann. „Við erum búin að vera að breyta áherslum í Eimskip. Hjá okkur starfa um 1.500 manns og það er eðlilega hreyfing á því. Hvort það fer á annan vettvang eða í samkeppni við okkur er bara lífsins gangur.“ Í síðasta tölublaði Markaðarins var sagt frá því að Valgeir Guð- bjartsson, fyrrum forstöðumaður TVG Zimsen, sem er flutninga- fyrirtæki í eigu Eimskips, væri að undirbúa stofnun nýs fyrirtæki í flutningsmiðlun. Hafa fleiri sagt upp störfum hjá Eimskip til að ganga til liðs við hann. „Þetta hefur engin áhrif á okkur. Það er fullt af litlum flutn- ingsmiðlunaraðilum sem eru að starfa á þessum markaði og ekkert óeðlilegt við það,“ segir Baldur. – bg Virkjanaframkvæmdir við Kára- hnjúka skila nú miklu góðæri á Austurlandi og hafa heyrst radd- ir um líta verði allt aftur til síld- aráranna til að finna viðlíka góð- æristíma. Ágústa Björnsdóttir, útibússtjóri hjá KB banka á Egilsstöðum, segir að bersýni- lega megi merkja mun á efna- hagsástandi íbúa á Egilsstöðum og næstu byggðarlögum. „Það er alveg augljóst að það er betra atvinnuástand núna en áður. Hér hefur auðvitað ekki verið mikið atvinnuleysi en laun eru að hækka og mikil sam- keppni er um vinnuafl. Við finn- um fyrir því að fólk er bjart- sýnna og það eru miklu meiri um- svif hjá fyrirtækjum,“ segir Ágústa. - hb AUKIN ÚTGJÖLD HEIMILANNA Útgjöld heimilanna vegna kaupa á vörum og þjónustu hafa aukist mikið milli ára. M ar ka ðu rin n/ St ef án Actavis er byrjað að selja nýtt húðlyf til fimmtán Evrópulanda og bætast fleiri lönd við fyrir árslok samkvæmt frétt frá fyrir- tækinu. Reiknar félagið með að húðlyfið, sem heitir Terbinafine og er notað gegn sveppasýk- ingum í húð og nöglum, verði söluhæsta húðlyf Actavis. Sala þess komi til með að breikka lyfja- úrval fyrirtækisins. Fyrstu pantanir námu um tíu milljónum taflna. Lyfið kom fyrst á markað í Bretlandi árið 1990 en einkaleyfi þess rann nýlega út.ÝÞað hefur verið á markaði á Íslandi í nokkur ár. Framleiðsla og pökk- un lyfsins fer fram hjá Actavis á Möltu. – bg Húðlyf frá Actavis Marorka kynnir Maren2 MAREN 2 TEKINN Í NOTKUN Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tekur fyrsta eintakið af Maren 2 í notkun á sjávarútvegs- sýningunni um helgina. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Marorku hf., fylgist með. Góðæri á Austurlandi FRÁ EGILSSTÖÐUM Mikið góðæri virðist á Austurlandi og eru meiri umsvif hjá fyrirtækjum en áður. Engin áhrif á Eimskip ÁHYGGJULAUS Baldur Guðnason segir eðlilegt að hreyfing sé á starfsfólki í fjölmennu fyrirtæki eins og Eimskipi. Einkaneysla: Reiknuð útgjöld heimilanna vegna kaupa á varanlegum og óvaranlegum vörum og þjónustu. Íbúða- kaup teljast ekki til einka- neyslu heldur fjárfestinga.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.