Fréttablaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN6
Ú T L Ö N D
Jón Skaftason
skrifar
Svo virðist sem úrslit japönsku
kosninganna hafi fallið í kramið hjá
fjárfestum. Flokkur Junichiros
Koizumi forsætisráðherra vann
yfirburðasigur í kosningunum, sem
haldnar voru um liðna helgi.
Nikkei-225 vísitalan hækkaði um
1,6 prósent á mánudag og hefur ekki
staðið hærra í fjögur ár og þá styrktist
yenið gagnvart helstu gjaldmiðlum. Ekki
spillti heldur fyrir að útlit er fyrir meiri
hagvöxt á árinu en áður hafði verið spáð.
Koizumi rauf þing og boðaði kosningar
eftir að þingið felldi frumvarp hans um
einkavæðingu póstþjónustunnar, sem er
umfangsmikið fyrirtæki og rekur stærsta
sparisjóð heims samhliða hefðbundinni
þjónustu.
Sérfræðingar segja sigur Koizumis
gera honum kleift að hrinda í fram-
kvæmd fyrirhuguðum umbótum á
efnahagskerfi landsins. Hagvöxtur
hefur verið afar hægur í landinu
undanfarin ár.
Japan er næststærsta hagkerfi
veraldar á eftir því bandaríska.
Í september kynnir Og Vodafone
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
2
94
07
09
/2
00
5
Mobile Office ™
FRÁ OG VODAFONE
Vodafone
Mobile Connect
Vodafone Mobile Connect kortið gerir hvaða stað sem er að
vinnusvæðinu þínu. Með Mobile Connect kortið í fartölvunni þinni ertu
alltaf í þráðlausu netsambandi hvar sem þú ert og hefur ávallt aðgang
að þeim gögnum og hugbúnaði sem þú þarft á að halda.
» Þú getur alltaf skoðað
tölvupóstinn þinn
» Þú getur alltaf sent SMS
» Þú kemst alltaf í hugbúnað og skrár
um vinnuhlið þó að þú sért fjarri
vinnustaðnum
» Þú getur alltaf vafrað á netinu
» Mobile Connect notar GPRS eða
EDGE tækni, en EDGE eykur
verulega flutningshraða í GSM
kerfinu á höfuðborgarsvæðinu.
Auk þess hefur Og Vodafone sett
upp gagnahraðal sem flýtir niðurhali
og lækkar kostnað viðskiptavina.
Mobile Connect er hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir
viðskiptalífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund. Hraði, öryggi og
einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is
Hugbúnaðarrisinnn Oracle
hyggst kaupa bandaríska hug-
búnaðarfyrirtækið Siebel
Systems. Kaupverðið er um 360
milljarðar íslenskra króna.
Siebel sérhæfir sig í fram-
leiðslu forrita sem auðvelda
fyrirtækjum samskipti við við-
skiptavini sína. Orðrómur hefur
lengi verið uppi um yfirvofandi
kaup Oracle á Siebel.
Hlutabréf í Siebel, sem skráð
eru á bandaríska hátæknimark-
aðinn NASDAQ, hækkuðu um
þrettán prósent er fregnirnar
bárust. Bréf í Oracle féllu hins
vegar um tæp tvö prósent.
Með kaupunum á Siebel von-
ast forsvarsmenn Oracle til þess
að ná yfirlýstu markmiði sínu um
tuttugu prósenta tekjuaukningu
á ári hverju: „Með kaupunum á
Siebel festum við okkur enn frek-
ar í sessi sem fremsta hugbúnað-
arfyrirtæki heims,“ sagði Larry
Ellison, forstjóri Oracle. - jsk
Ánægðir með Koizumi
Hlutabréf hækkuðu og yenið styrktist í kjölfar kosningasig-
urs Koizumis í Japan. Koizumi hyggst hrinda umfangsmikilli
einkavæðingu í framkvæmd.
ÁNÆGÐUR MEÐ LÍFIÐ Forsætisráðherra Japans
hafði ástæðu til að vera ánægður eftir að flokkur
hans vann mikinn kosningasigur í þingkosningum.
Fjárfestar virðast sáttir við úrslitin og bjartsýnir á
framhaldið.
Oracle kaupir Siebel Systems
Forsvarsmenn Oracle vonast til þess að með kaupunum nái þeir yfirlýstu
markmiði sínu um tuttugu prósenta tekjuaukningu á ári hverju.
LARRY ELLISON, FORSTJÓRI ORACLE
Ellison telur að með kaupnum á Siebel
Systems festi Oracle sig í sessi sem fremsta
hugbúnaðarfyrirtæki heims.
Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting
miðill gjaldmiðils)
BTC Búlgaría 11,28 Lev 39,38 0,39%
Carnegie Svíþjóð 94,25 SEK 8,28 4,19%
Cherryföretag Svíþjóð 26,70 SEK 8,28 -1,79%
deCode Bandaríkin 9,75 USD 62,55 1,88%
EasyJet Bretland 2,91 Pund 114,28 0,72%
Finnair Finnland 10,03 EUR 76,95 5,79%
French Connection Bretland 2,45 Pund 114,28 -6,72%
Intrum Justitia Svíþjóð 67,75 SEK 8,28 1,93%
Keops Danmörk 15,90 DKR 10,32 2,04%
Low & Bonar Bretland 1,10 Pund 114,28 1,12%
NWF Bretland 5,45 Pund 114,28 0,89%
Sampo Finnland 13,39 EUR 76,95 3,49%
Saunalahti Finnland 2,65 EUR 76,95 1,63%
Scribona Svíþjóð 15,70 SEK 8,28 4,02%
Skandia Svíþjóð 41,20 SEK 8,28 -0,43%
Miðað við gengi bréfa og gjaldmiðla á mánudag
Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 8 , 7 7 1 , 7 7 %
Þýski bílaframleiðandinn Volks-
wagen á í miklum vandræðum á
Bandaríkjamarkaði, samkvæmt
forstjóra fyrirtækisins, Wolf-
gang Bernard.
Tap af starfsemi Volkswagen í
Norður-Ameríku nam á síðasta
ári rúmum sextíu milljörðum
króna og kennir forstjórinn
harðri samkeppni og óhagstæðu
gengi dalsins um ófarirnar.
Bernard hyggst þó snúa vörn
í sókn og segir að hagnaður
verði af starfseminni innan
þriggja ára: „Við ætlum að
kynna fimm til tíu nýjar
bifreiðar á næstu þremur árum
og snúa stöðunni okkur í hag.“
Orð forstjórans virðast hafa
haft róandi áhrif á fjárfesta því
hlutabréf í Volkswagen hækkuðu
í verði um rúmt prósent í kjölfar
yfirlýsingar Bernards. - jsk
Volkswagen tapar
í Bandaríkjunum
Forstjórinn segist ætla að snúa vörn í sókn.
VOLKSWAGEN-BJALLA Volkswagen
tapaði á síðasta ári sextíu milljörðum
króna á starfsemi sinni í Norður-Ameríku.