Fréttablaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 7
Hinn 12. september árið 1959 lenti Luna 2, mannlaus geim- flaug Sovétmanna, á tunglinu. Var þetta í fyrsta skipti sem tókst að senda manngerðan hlut til tunglsins. Ferðin tók tæpar þrjátíu og fjórar klukkustundir og urðu helstu niðurstöður þær að óhætt væri að senda mannað geimfar til tunglsins þar sem geislun væri undir hættumörkum Á þessum tíma var kalda stríðið svokallaða í hámarki og Sovétmenn því að vonum hæstánægðir með að ná til tunglsins á undan erkióvininum, Bandaríkjamönnum. Svo ánægður var reyndar leiðtogi Sovétríkjanna, Níkita Krúsjev, að hann sendi kollega sínum og forseta Bandaríkj- anna, Dwight D. Eisenhower, ná- kvæma eftirlíkingu af hamrin- um og sigðinni, einkennismerki Sovétríkjanna, sem grafið var í Luna 2 eldflaugina. Undir ein- kennismerkið var ritað: „Sovét- ríkin september 1959“. Eisenhower var víst ekki sátt- ur við sendingu Krúsjevs, en það voru þó Bandaríkjamenn sem síðast hlógu þegar Neil Armstrong steig fyrstur manna á tunglið tíu árum seinna. - jsk S Ö G U H O R N I Ð Sovétmenn fyrstir til tunglsins! MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 7 Ú T L Ö N D News Corp, fjölmiðlaveldi Ástr- alans Ruperts Murdoch, hefur keypt bandaríska netfyrirtækið IGN. Kaupverðið er 41 milljarð- ur króna. News Corp hefur undanfarin misseri markvisst fært sig inn á netmarkaðinn og keypti fyrr á árinu annað netfyrritæki, Intermix Media, á 35 milljarða króna. IGN rekur margar vinsælar vefsíður í Bandaríkjunum, til að mynda kvikmyndavefinn rottentomatoes.com. Mark Jung, sem verið hefur forstjóri fyrirtækisins, mun halda starf- inu áfram. Eftir kaupin fá vefsíður í eigu News Corp alls 70 milljón- ir heimsókna í hverjum mán- uði. - jsk GEIMFERJAN LUNA 2 Luna 2 lenti á tunglinu 12. september árið 1959. Luna varð þar með fyrsti manngerði hluturinn til að lenda á tunglinu. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, kennir Samtök- um olíuframleiðsluríkja, OPEC, um verðhækkanir á olíu. Brown segir samtökin ekki hafa brugð- ist við aukinni eftirspurn frá Kína og hvetur þau til að veita aðgang að umframbirgðum. Fjármálaráðherrann telur að svigrúm sé til að lækka verð og vonast til að lækkana verði vart innan skamms: „Ég spjallaði ný- lega við fjármálaráðherra Sádi- Arabíu og mun spjalla við helstu olíuframleiðendur í landinu á næstu dögum. Ég mun gera þeim ljóst að þeir beri að stórum hluta ábyrgð á því hvernig komið er,“ sagði Brown og bætti við: „OPEC hefur alltaf reynt að halda verði í hámarki með því að lágmarka framleiðslu. Samtök- in bregðast seint og illa við aukinni eftirspurn.“ - jsk Brown gagnrýnir OPEC Murdoch flækist í netinu RUPERT MURDOCH, EIGANDI NEWS CORP Vefsíður í eigu News Corp fá nú 70 milljónir heimsókna á mánuði. Bandaríska stórfyrirtækið Disn- ey hefur opnað skemmtigarð í Hong Kong. Framkvæmdin kost- aði um 115 milljarða króna. Garðurinn er samvinnuverk- efni yfirvalda í Hong Kong, sem eiga 57 prósenta hlut, og Disney. Það var varaforseti Kína, Zeng Qinghong, sem opnaði Disney- garðinn með mikilli viðhöfn að viðstöddum fyrirmennum á borð við Michael Eisner, forstjóra Disney. Forsvarsmenn Disney vonast til að nýríkir Kínverjar af meginlandinu leggi leið sína í garðinn og gera ráð fyrir fimm og hálfri milljón gesta fyrsta starfsárið. Ævintýrið fer þó ekki vel af stað hjá Disney-mönnum og hefur hvert áfallið rekið annað. Öryggisverðir garðsins liggja undir ámæli fyrir að neita starfs- mönnum heilbrigðiseftirlitsins um aðgang eftir að upp komu þrjú tilfelli matareitrunar á veit- ingahúsi í garðinum. Þá hafa dýraverndunarsamtök gagnrýnt forsvarsmenn Disney harðlega eftir að upp komst að meindýraeyðar hefðu verið settir til höfuðs fjörutíu flökkuhundum sem gert höfðu sig heimakomna á svæðinu. „Disney-menn verða að skilja að um þá gilda sömu reglur og aðra borgara,“ sagði embættis- maður sem ekki vildi láta nafns síns getið. - jsk Disney-garður í Hong Kong Bygging Disney-skemmtigarðs í Hong Kong kostaði 115 milljarða króna. Disney-menn hafa glímt við margvíslega byrjunarörðugleika. FYRIRMENNI VIÐ OPNUN SKEMMTIGARÐS Fjöldi fyrirmenna var við opnun skemmti- garðs Disney í Hong Kong. Á myndinni má greina broddborgara á borð við Zeng Qinghong, varaforseta Kína, Michael Eisner, forstjóra Disney, Mínu Mús og Andrés Önd. Fr ét ta bl að ið /A FP Í október kynnir Og Vodafone ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 94 07 09 /2 00 5 BlackBerry® er fremsta þráðlausa samskiptatækið í dag og gerir notendum mögulegt að vera í stöðugum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsmenn. Auk þess að vera GSM sími veitir BlackBerry notendum aðgang að tölvupósti, dagbók, tengiliðalista og Vefnum, allt í rauntíma. Með BlackBerry er hægt að gera flest það sem þú gerir á skrifstofunni, óháð stað og stund. Blackberry® er hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir viðskipta- lífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund. Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. » BlackBerry er alltaf tengdur og tölvupóstur berst og er sendur samstundis » Stór skjár sem hentar vel við að skoða viðhengi » Aldrei þarf að uppfæra upplýsingar á milli farsímans og tölvunnar » BlackBerry uppfyllir ítrustu öryggisstaðla » BlackBerry er einstaklega vel hannað fyrir kerfisumsjón BlackBerry® Mobile Office FRÁ OG VODAFONE Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.