Fréttablaðið - 14.09.2005, Síða 15

Fréttablaðið - 14.09.2005, Síða 15
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 94 90 09 /2 00 5 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 94 90 09 /2 00 5 Landsbanki Íslands hf. - Hluthafafundur Dagskrá: 1. Tillaga um að skiptingar- og samrunaáætlun sem undirrituð var af stjórnum Landsbanka Íslands hf., Straums Fjárfestingarbanka hf. og Burðaráss hf. þann 1. ágúst 2005 verði samþykkt. Í því felst m.a. að hlutafé í Landsbanka Íslands hf. mun hækka um 2.120.677.803 kr. að nafnverði, eða úr 8.900.000.000 kr. í 11.020.677.803 kr., og verður sú hækkun innt af hendi til hluthafa Burðaráss hf. sem hluti endurgjalds fyrir hluti sína í því félagi. Jafnframt leiðir af tillögunni að hluthafar í Landsbanka Íslands hf. eiga ekki forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Boðað er til hluthafafundar þessa með fyrirvara um að hluthafafundur í Burðarási hf. sem fram fer kl. 13.00 þennan sama dag samþykki fyrirliggjandi skiptingar- og samrunaáætlun og tengdar tillögur. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á hluthafafundi, skulu vera komnar skriflega í hendur bankaráðs eigi síðar en föstudaginn 9. september 2005. Skiptingar- og samrunaáætlun, ásamt ársreikningum Landsbanka Íslands hf., Straums Fjárfestingarbanka hf. og Burðaráss hf. síðustu þrjú árin, endurskoðuðum efnahags- og rekstrarreikningum þeirra fyrir fyrri hluta ársins 2005, greinargerðum stjórna félaganna, sameiginlegum efnahags- og rekstrarreikningum Burðaráss og Landsbanka Íslands annars vegar og Burðaráss og Straums Fjárfestingarbanka hins vegar, sem og skýrsla matsmanna og yfirlýsing samkvæmt 122. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis á sama stað, sjö dögum fyrir hluthafafundinn. Einnig er hægt að nálgast fundargögn á vefsíðu Landsbankans, www.landsbanki.is. Fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað frá kl. 14:00 á fundardegi. Umboðsmenn eru beðnir um að framvísa gildu umboði við hluthafaskrá á fundarstað. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Hluthafafundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn í Ársölum á Hótel Sögu, Reykjavík, á morgun, 15. september 2005, og hefst hann kl. 15:00. 410 4000 | www.landsbanki.is GLATT Á HJALLA HJÁ EIMSKIPI Það var fjör í tjaldi Eimskips, dótturfélags Avion Group, fyrir utan sjávarútvegssýninguna í Kópavogi um síðustu helgi. Viðskiptamönnum og öðrum góðum gestum var boðið upp á léttar veitingar um leið og skeggrætt var um landsins gagn og nauðsynjar. Á meðan harmonikkan var þanin var stiginn léttur dans eins og í öðrum góðum samkvæmum. Góð aðsókn var að sýningunni og fjöldi fyrirtækja kynnti starfsemi sína fyrir sýningargestum. Fyrirtækið Annata hefur flutt starfsemi sína í nýtt hús við Mörkina 4 í Reykjavík. Af því tilefni héldu eigendur og starfs- menn nýlega opnunarteiti þar sem viðskiptavinum og velunnurum var boðið að kíkja í heimsókn og skoða sig um. Annata er hópur sér- fræðinga í upplýsinga- tækni sem hefur að mark- miði að hjálpa viðskipta- vinum að ná fram betri rekstrarárangri. Nýja húsnæðið er ríflega tvöfalt stærra en fyrra húsnæði fyrir- tækisins í Síðumúlanum og aðstaða öll mun betri. Meðal annars hefur verið tekin í notkun ný og fullkomin námskeiðsstofa og fundarrýmum fjölgað. Vinnustöðvar í opnu rými verða um 25 talsins og möguleiki á nokkrum vinnustöðvum til viðbótar. Annata í nýtt húsnæði EIGENDUR ANNATA HF. Frá vinstri: Sturla Geir Frið- riksson, Birgir Ragnarsson, Þorsteinn Siglaugsson, Jóhann Jónsson, Eyvindur Tryggvason, Matthías Svein- björnsson, Marteinn Þór Arnar. Á myndina vantar Björn Gunnar Karlsson.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.