Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 24.10.2005, Qupperneq 8
8 24. október 2005 MÁNUDAGUR F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 Primera Ver›tilbo› 2.090.000.- Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, cruise control og bakkmyndavél í lit. PRIMERA NISSAN EKKERT VENJULEGUR SKIPT_um stíl 1. Hvaða stöðu gegnir Guðjón Rún-arsson? 2. Um hvern söng Megas á menning-ardögum kirkjunnar á Suðurnesj- um í gær? 3. Hver er forseti Norðurlandaráðs? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 38 SKOTLAND Litli drengurinn sem fannst hungraður og illa til reika í íbúð í Leith á dögunum með látinni móður er talinn hafa verið einn á báti í allt að sex vikur, ekki í tvær eins og fyrst var talið. Lögreglurannsókn hefur leitt í ljós að móðir drengsins, sem er þriggja ára, sást síðast á lífi 1. sept- ember og því útilokar lögregla ekki að snáðinn hafi síðan þá dregið fram lífið á kexi og safa sem var til í íbúð- inni. Líðan drengsins er sögð furðu góð miðað við aðstæður. Drengur með látinni móður: Sjálfala í allt að sex vikur Al-Kaída hvetur til mannúðar Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jaazera birti í gær ávarp Ayman al-Zawahiri, næstráðanda al-Kaída samtakanna, þar sem hann hvatti múslima til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan. Pakistönsk stjórnvöld hafa aðstoðað Bandaríkjamenn í stríðinu gegn hryðju- verkum og því vekur yfirlýsingin athygli. PAKISTAN STYRKUR Á laugardag var 15 styrkj- um úthlutað úr sjóðnum Vildar- börn Icelandair. Styrkinn fá lang- veik börn og fjölskyldur þeirra til að gefa þeim tækifæri til að fara í draumaferðina. Áslaug Thelma Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir söfnun fyrir sjóðinn hafa gengið vonum framar og í ár hefði alls verið úthlutað 24 styrkjum. Sjóðurinn er fjármagnaður með beinum styrkjum frá Icelandair, framlögum frá einstaklingum innan Vildarklúbbs Icelandair en stærstu framlögin koma úr mynt- söfnun sem fer fram um borð í flugvélum Icelandair. - sh Vildarbörn Icelandair: 15 fjölskyldur fá ferðastyrk VARSJÁ, AP Pólverjar kusu í gær Lech Kazcynski forseta sinn ef marka má útgönguspár. Donald Tusk, keppinautur hans, lýsti sig sigraðan fljótlega eftir að spárnar voru birtar. Önnur umferð pólsku forseta- kosninganna fór fram í gær en í fyrri umferðinni sem haldin var fyrr í mánuðinum fékk eng- inn frambjóðendanna tilskil- inn meirihluta atkvæða. Í gær var kosið á milli þeirra Don- alds Tusk og Lechs Kazcynski, borgarstjóra í Varsjá. Fyrstu útgönguspár í gær bentu til að Kazcynski hefði borið sigur úr býtum. Spá TVN24 sjónvarps- stöðvarinnar gerði ráð fyrir að 53,5 prósent kjósenda hefðu kosið Kazcynski en aðeins 46,5 prósent Tusk. „Í dag verð ég að viðurkenna að mér mistókst,“ sagði Tusk í ávarpi sínu til stuðningsmanna, dapur í bragði. Jaroslaw, tví- burabróðir Kazcynski, er leið- togi flokksins Laga og réttlætis sem sigraði í þingkosningunum 25. september. Jaroslaw lýsti því hins vegar strax yfir að hann myndi ekki verða forsætisráð- herra næði bróðir hans kjöri sem forseti. Endanleg úrslit munu liggja fyrir í dag. - shg Síðari umferð pólsku forsetakosninganna fór fram í gær: Kaczynski var kjörinn forseti VÍGREIF VIÐ KJÖRKASSANN Lech og Maria Kazcynski mættu snemma á kjörstað og greiddu atkvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL „Meðaltalið sýnir tuttugu prósenta óútskýrðan launamun á körlum og konum sem er hreint ótrúleg staða. Við lítum á þetta sem mannréttindamál en ekki aðeins sem skyldu hvers og eins að biðja um hærri laun. Það er bara ekki það einfalt,“ segir Katr- ín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, að loknum landsfundi flokksins í gær. Eins og fram hefur komið skilgreina vinstri grænir sig nú sem róttækan flokk feminískra sjónarmiða. „Ungar konur voru mjög áber- andi á þessum stærsta landsfundi sem við höfum haldið,“ segir Katrín einnig, en kosið var til stjórnar flokksins og eru konur þar í meirihluta. Fundurinn samþykkti fjölda ályktana og voru þar á meðal ályktanir um breytingar á stjórn- arskrá þar sem flokkurinn mæl- ist til þess að reglur um sjálfbæra þróun og umhverfismál verði stjórnarskrárbundnar. Einnig vill flokkurinn að réttur allra til heil- næms vatns ásamt því að landið verði án sýkla-, efna- og kjarn- orkuvopna komi inn í stjórnar- skrána. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir að flokkurinn hafni því alfarið þeirri ályktun sem landsfund- ur Sjálfstæðisflokks sendi frá sér að málsskotsrétti forsetans verði fórnað fyrir óljós ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur: „Við erum ekki tilbúin í einhverja verslun um 26. grein stjórnar- skrárinnar.“ Katrín segir að næst á dagskrá sé að taka til við vinnu í umhverf- ismálum. Bæði Steingrímur og Katrín voru ein í framboði til forystu í flokknum og voru því sjálfkjörin saj@frettabladid.is Málskotið er ekki til sölu Fimmtungs launamunur kynjanna er mannréttindamál segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður vinstri grænna. Steingrímur J. Sigfússon segir flokkinn hafna því að málskotsréttur forseta verði aflagður. FORYSTA VINSTRI GRÆNNA Steingrímur J. Sigfússon formaður og Katrín Jakobsdóttir vara- formaður fagna undir lok landsfundar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL BRETLAND Breska lögreglan hand- tók um helgina mann sem við- urkenndi í blaðaviðtali að hafa verið í vitorði með mönnunum sem myrtu 52 í sprengjuárásum í Lundúnum 7. júlí. Sunnudagsblaðið News of the World greindi frá því í gær að lög- regla í Dewsbury í Vestur-Jórvík- urskíri hefði í fyrradag handtekið Imran Patel eftir ábendingu frá ritstjórn blaðsins, en Patel hafði viðurkennt í samtali við blaða- mann að hafa átt að taka þátt í hryðjuverkaárásunum. Að eigin sögn bað Mohammad Sidique Khan, leiðtogi árásar- mannanna, Patel um að slást í hóp þeirra og hittist allur hópurinn á heimili þess síðarnefnda til skrafs og ráðagerða. Patel ákvað hins vegar að hætta við þátttöku þegar honum var sagt að barnaskóli ætti að vera eitt skotmarkanna. Engu að síður gerði hann lögreglu ekki viðvart þar sem hann vildi ekki koma félögum sínum í fangelsi. Talsverður viðbúnaður var í Dewsbury þegar maðurinn var handtekinn og var gerð húsleit á nokkrum heimilum í tengslum við málið. Patel er sá eini sem er í haldi vegna árásanna en fjór- menningarnir sem frömdu þær dóu allir í þeim. - shg Handtekinn vegna hryðjuverkaárásanna í Lundúnum: Kvaðst vera vitorðs- maður að árásinni FRÁ TAVISTOCK SQUARE 52 biðu bana í hryðjuverkunum í Lundúnum í sumar og yfir 700 slösuðust.FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.