Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 23
Áhugamenn um silfurborðbúnað vita að það getur verið erfitt að meta gæði silfurs sem fæst á mörkuðum eða í antikverslun- um. Flestir þekkja grunnflokkun í gegnheilt silfur og silfurhúðað. Silfurhúðað skýrir sig sjálft. Málið er snúnara þegar um gegnheilt silfur er að ræða. Grunnreglan er að borð- búnaður úr silfri er aldrei hreint silfur í gegn. Blanda þarf silfur með harðari málmum, oftast kopar, svo áhöldin verði ekki of mjúk til að þola almenna notkun. Á meginlandi Evrópu má finna hluti merkta 800 eða 900 sem þýðir hlutfall hreins silfurs af 1000 ein- ingum. Sumt gamalt franskt silfur er meira að segja allt að 950 að hreinleika. Í flestum ríkjum eru til stimplalög er skylda silfursmiði til að merkja framleiðslu sína hreinleika- og upprunastimpli. Það sem kallað er sterl- ingsilfur er bresk/bandarískur silfurstaðall sem gefur til kynna 925/1000 hreins silfurs. Í Bretlandi táknar stimpill með standandi ljóni sem snýr til vinstri (lion passant) 92.5 % sterling staðal. Síðan koma fleiri merki eða bókstafir sem tákna ártalið og uppruna hlutarins: Hlébarðahaus táknar að hluturinn hafi verið smíðaður í London, akkeri í Birm- ingham og kóróna merkir Sheffield. Í Danmörku kváðu stimpillög frá 1893 á um að silfurstaðallinn skyldi vera 826/1000. Hann var notaður til 1915 er silfursmiðir hækkuðu silfurinnihaldið í 830 og loks í 925. Fram til ársins 1961 var stimpill með þremur turnum notaður til að auðkenna danskt silfur. Eftir 1961 var ein- faldlega stimplað 830s eða 925s á silfrið. Tveir turnar þýða hins vegar að hluturinn sé silfurhúðaður. Eins og flestum er kunnugt fellur á silfur er það kemst í samband við súrefni. Gam- alt húsráð við að fægja silfur er að leggja álpappír í botninn á vaski eða fati og raða áhöldunum á pappírinn (ekki stafla). Hellið heitu soðnu vatni yfir (ekki hitaveituvatni) svo fljóti yfir. Hnífar með álímdu silfurskafti ættu þó ekki að liggja í bleyti svo vatn kom- ist ekki inn í skaftið. Stráið um 3 msk. af matarsóda í vatnið. Látið bíða í 5-10 mínút- ur. Skolið vel og þurrkið. Silfurljón og turnar Helga Braga fékk Völu Matt í heimsókn og í kjölfarið var ýmsu breytt í íbúðinni. Helga leggur áherslu á litina í kring- um sig en hún vill hafa þá djúpa. Íbúðin hennar Helgu Brögu hefur sannarlega tekið stakkaskiptum síðustu mánuði. Vala Matt kom í heimsókn og í kjölfarið varð mikil umbreyting. ,,Við settum upp gluggatjöld en það voru engin í íbúðinni. Síðan komu ný ljós og frændi minn málaði ólífugrænan einn vegginn. Veggurinn er mjög fallegur og passar vel við kirsu- berjahúsgögnin sem fyrir voru.“ Þar að auki var baðherberginu hennar Helgu gjörbreytt. „Smið- urinn setti leikkonuljós yfir speg- ilinn og rosalega flottan, háan skáp fyrir snyrtivörurnar mínar sem náttúrulega flæddu um allt.“ Helga Braga flutti í núverandi íbúð fyrir einu og hálfu ári og segir hana hafa verið í fínasta standi. ,,Ég setti bara mitt mark á hana. Stíllinn hjá mér er nútíma- legur en hlýlegur. Það sem skipt- ir mestu eru litirnir sem ég vel í kringum mig en ég vil hafa þá djúpa. Ég er til dæmis með rosa- lega mikið í djúprauðu og síðan er leðursófasettið mitt koníaks- litað.“ Fleira er áberandi í íbúð Helgu Brögu en litirnir. Hún er nefni- lega með höfrungaþema alls stað- ar. ,,Það eru höfrungamyndir og höfrungar út um allt. Ég keypti til dæmis ofsalega fallega höfrunga- mottu í Delphi í Grikklandi. Hún er risastór og prýðir eldhúsgólfið mitt eins og það leggur sig,“ segir Helga Braga leikkona. Leikkonuljós og höfrungaþema RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR SEGIR FRÁ SÉRKENNILEGRI UPPFINNINGU. Helga með hjartakoddann sinn og höfrungamynd í bakgrunni. 24. október 2005 MÁNUDAGUR 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.