Fréttablaðið - 24.10.2005, Side 73

Fréttablaðið - 24.10.2005, Side 73
27MÁNUDAGUR 24. október 2005 Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari flytur núna í hádeginu fyrirlestur um eigin verk í Listaháskólanum í Laugarnesi. Katrín útskrifaðist frá Art Institute of Boston árið 1993 og hefur síðan tekið þátt í fjölda sam- sýninga og haldið einkasýningar í Bandaríkjunum, Danmörku og Íslandi. Sýning hennar „Minni“ var haldin í Hafnarborg haustið 2004 og sýningin „Heimþrá“ stendur núna yfir í Listasafni Ísafjarðar. Nýverið kom út bókin Mórar- nærvídd með ljósmyndum Katr- ínar, en bókin er samstarfsverk- efni hennar og Matthíasar M.D. Hemstock tónlistarmanns. Í verkinu sameinast draumkenndar ljósmyndir Katrínar af íslensku umhverfi og draugalegar hljóð- myndir Matthíasar. Við tískuljósmyndun hefur Katrín notast við fullkomnustu tækni en hún hefur einnig tekið mikið af ljósmyndum með afar frumstæðri plastljósmyndavél sem gefur myndum hennar sér- stæðan blæ. Fyrirlestur Katrínar er á dag- skrá Opna listaháskólans og hefst klukkan 12.30 í stofu 024. Segir frá ljósmyndum sínum KATRÍN ELVARSDÓTTIR LJÓSMYNDARI Heldur fyrirlestur um verk sín í Listahá- skólanum. MYND/BERGLIND BJÖRNSDÓTTIR Bókaútgáf-an Bjartur hefur sent frá sér bókina Goð- sagnir í aldanna rás eftir Karen Armstrong. Höfundurinn rekur þar sögu goðsagnanna frá fornsteinöld fram að lokum miðalda. Þetta er inngangsrit í nýrri ritöð með endursögnum á þekktum goðsög- um. Þýðandi er Ingunn Ásdísardóttir. Penelópukviða nefnist ný bók eftir Margaret Atwood sem komin er út hjá Bjarti í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríks- dóttur. Atwood endursegir þar söguna af Penel- ópu, eiginkonu Ódysseifs, sem sagt er frá í Ódysseifskviðu Hómers, Leynilandið eftir Jane Johnson er komin út hjá Bókaútgáfunni Æskunni. Í bókinni segir frá heimsókn Bens Arnolds í gæludýrabúðina þar sem talandi köttur vísar honum leiðina til leynilegs töfralands. Mál og menning hefur sent frá sér bókina Leynd- armál Húna litla eftir Guido van Genechten. Bókin er hugljúft framhald bókar- innar Af því mér þykir svo vænt um þig. Regn-boginn nefnist ný bók eftir Ragnheiði Gestsdóttur sem nú er komin út hjá Máli og menningu. Í þessari myndskreyttu sögu leiðir Ragn- heiður börnin inn í töfraheim litanna. NÝJAR BÆKUR 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 � � TÓNLEIKAR � 18.00 Lögin af hljómplötunni Áfram stelpur verða flutt í heild á tvennum tónleikum í Iðnó þrjátíu árum síðar. Áfram stelpur 2005 skipa Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó- leikari ásamt leik- og söngkonunum Brynhildi Björnsdóttur, Elínu McKay,Esther Jökulsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Mar- gréti Pétursdóttur. � 20.30 Lögin af hljómplötunni Áfram stelpur verða flutt í heild á tvennum tónleikum í Iðnó þrjátíu árum síðar. Áfram stelpur 2005 skipa Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó- leikari ásamt leik- og söngkonunum Brynhildi Björnsdóttur, Elínu McKay,Esther Jökulsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Mar- gréti Pétursdóttur. � � FYRIRLESTRAR � 12.30 Katrín Elvarsdóttir ljós- myndari flytur fyrirlestur um eigin verk í Listaháskólanum í Laugarnesi, stofu 024. � 16.30 Guðfræðingurinn Jon Stewart heldur fyrirlestur á Heim- spekitorgi Háskólans á Akureyri um gagnrýni Kirkegaards á fjarveru sið- fræðinnar í heimspekikerfi Hegels. Stofa L203 í Sólborg. � � FUNDIR � 20.30 "Barnaheilsa og uppeldi barna í nútímaþjóðfélagi" er yfirskrift fræðslukvölds um barnaheilsu, sem haldið verður í Ingunnarskóla í Graf- arholti. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 28 Mánudagur OKTÓBER

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.