Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN BH-Reykjavík. — Llkur hafa veriö leiddar að þvl, aö vor- gróöur hér á landi byrji um þaö leyti, er meöalhiti fer yfir 4 stig á Celcius, reiknaö samkvæmt mánaöameöaltölum tæplega 40 veöurathugunarstööva um ára- biliö 1931-1961. Viröist mega skipta landinu I fjögur svæöi eftir þvl, á grundvelli þessarár ályktunar. Frá þessu segir I ritinu Is- lenzkar landbúnaöarrannsókn- ir, er flytur ritgerö Bjarna Guö- mundssonar, Bændaskólanum Hvanneyri, er fjallar um at- huganir, er geröar hafa verið á hitafari um vaxtartima nytja- jurta hérlendis. Ber ritgerðin heitið „Vorhiti og vaxtar- skilyrði nytjajurta”. Hitafariö ræöur þvi fyrst og fremst, hvaða nytjajurtir unnt er að rækta, og hver árangur ræktunarinnar veröur. Þótt landið okkar sé ekki stórt, er talsveröur munur á vaxtar- skilyrðum gróðurs milli lands- hluta, héraða og jafnvel innan héraða. Nauðsynlegt er að kanna gróöurskilyrðin itarlega, þannig að skipta megi landinu i ræktunarsvæði eftir gróður- skilyrðum og unnt veröi að ráð- leggja ræktun sömu nytjajurta og sömu ræktunartækni innan ákveðins ræktunarsvæöis. Hag- kvæm nýting lands, vinnuafls, áburðar, véla, búfjár og fleiri framleiðslufanga byggist á þvi að fóðurframleiðslan sé byggö á þeim tegundum nytjajurta, er mestum arði skila á hverjum ræktunarstað. Við athugun þessa var reynt að finna reglu um,við hvaða hitastig megi ætla að vöxtur nytjajurta og þá einkum gras- anna hefjist. Þótti séð, aö vor- gróður hefjist um það leyti, er meðalhiti sólarhrings fer fyrst yfir 4,0 gr. C. Var byrjun gró- anda reiknuð út frá þvi, og út- reikningarnir gerðir fyrir 39 veðurstöðvar, skv. meðaltali áranna 1931-1961. Dagsetningarnar, er hitinn fór fyrst yfir 4,0 gr. C, hér nefnt byrjun gróanda, voru færðar inn á kort og jafningjalinur dregnar fyrir byrjun gróandans 20 og 30. april og 10. mai. (sjá meðfylgj- andi kort). Kom þá I ljós, að um fjögur meginsvæði er að ræða: Svæöi I. Gróandinn byrjar 20 april og fyrr. Svæöi þetta nær yfir lágsveitir Vestur-Skafta- fellssýslu, Eyjafjöll og vestur úm Landeyjar. Svæöi II: Gróandinn byrjar 21.-30. april. Svæöiö nær yfir sveitir Skaftafells- og Rangár- vallasýslna aörar en þær, er áöur voru taldar, Arnessýslu, Borgarfjörö, Mýrar og sveitirn- ar á sunnanveröu Snæfellsnesi. Meö þessu svæöi má raunar einnig telja innanveröan Eyja- fjörö og hluta af Fljótsdal. Svæöi III: Gróandinn byrjar 1 .-10. mai. Til svæöisins teljast uppsveitir Borgarfjaröar, Dal- ir, byggöir Baröastrandarsýslu og Vestur-ísafjaröarsýslu, i inn- sveitir Austur-Húnavatnssýslu, Skagafjaröar, Suöur-Þingeyjar- sýslu og auk þess Axarfjöröur, Vopnafjöröur, Fljótsdalur og syöri hluti Austfjaröa. Svæöi IV: Gróandinn byrjar 11. mai og siöar. Til svæöisins teljast Noröur-lsafjarðarsýsla, Aætlun um þaö hvenær „gróandinn” byrjar, byggö á meöalhitafari timabilsins 1931—1960. Gróandinn byrjar 20 dögum fyrr í lógsveitum Vestur- Skaftafellssýslu en í útsveitum fyrir norðan hafa á hitafar á ákveönum staö, má nefna gerö yfirborös, hæö yfir sjó og fjarlægö frá hafi, breiddargráöu, halla lands, vind og skýjahulu. Reiknað var aðhvarf byrjunar gróandans, þ.e. dagfjöldi frá 31. marz til þess dags er hitinn fer fyrst yfir 4,0 gr. C að hæð stöðvar yfir sjó og notaðai- tölur frá 39 veðurstöðvum. Kom i ljós, að komu gróandans seinkar um tæplega 9 daga við hverja gráðu norðlægrar breiddar, en hver breiddargráða jafngildir um 110 km. vegalengd á landi. Þá er og gróandinn 1-2 dögum fyrr en reiknað er með samkvæmt fundinni likingu. Fjær sjó gætir áhrifanna siðar. Norðan við Isafjarðardjúp og I Strandasyslu er gróandinn 3-8 dögum seinna á ferðinni en ætla mætti samkvæmt legu staðanna. 1 Eyjafirði og S-Þing- eyjarsýslu byrjar gróandinn 2-7 dögum fyrr en lega og hæð benda til. Við norðaustur- og austur- ströndina er vorið allt aö 11 dög- um siðar á ferð en ætla mætti. Að framansögðu er ljóst, að yfirborðsins. Athugunin sýnir hins vegar að skýra má um 86% af breytileika milli stööva I meðalgildi byrjunar gróanda með breytileika á norölægri breidd stöðvanna og hæðar þeirra yfir sjó. Frost að vori hafa oft mikil og varanleg áhrif á gróður, ekki sizt, ef þau koma eftir góð- viðriskafla, sem vakiö hefur lifsstarfsemi jurtanna. Sá dag- ur, er síðasta frost mældist að vori er þvi nokkur mælikvarði á þau veðurskilyrði, sem gróður- inn býr við. Norðlæg breidd stöðvar og þó einkum hæð yfir sjó hafa skarpari áhrif á það, hvenær siöasta frost verður, en það hvenær hitinn fer fyrst yfir 4,0 gr. C. Þannig seinkar frosti um tæplega 10 daga við hverja gráðu norölægrar breiddar (110 km). Þá má vænta tæplega 8 daga seinkunar siðasta frosts- dag að vori viö hverja 100 m, sem land hækkar. Mismunur byrjunar gró- andans og siðasta frostdags eykst um tæplega einn dag við hverja gráöu norölægrar breiddar og um 4,5 dag við hvérja 100 m, sem land hækkar. Að meðaltaíi fyrir allar 39 veðurstöðvarnar má vænta frosts að vori tæpum 23 dögum eftir að gróandinn byrjar. Þá er og ljóst, að vænta má 17 daga fækkunar frostlausra daga á sumri við hverja breiddar- gráðu (110 km), sem norðar dregur. Fjöldi frostlausra daga er um 150-160 við suður- ströndina en um og innan við 100 i útsveitum norðanlands og austan. Samkvæmt reglunni ættu að vera um 20 frostlausir dagar á sumri á Kili og 45 á Möðrudal á Fjöllum. I sambandi við þá spurningu, hvort gefi haldbetri upplýsingar um vaxtaskilyrði gróðurs, byrj- un gróanda eða siðasti frostdag- ur, má álykta, að ekki sé óskyn- samlegt að leggja meira upp úr tölum um byrjun gróandans, sökum þess að flestar nytja- jurtir okkar hafa fullbúið rótar- kerfi á vordögum. Varma- magnið skiptir þar meira máli en lágmarksgildi einstakra sól- arhringa, enda fari þau ekki svo lágt, að um beinan kuldaskaða (kal) verði að ræða. Að þvi er grasrækt varðar er hæfilegt að bera köfnunarefnis- áburð á tún um það leyti sem tún grænka. Má telja liklegt, að of snemmt sé að miða áburðar- timann á stöðvum við ströndina við slðasta frost að vori, en of seint á stöðvum inni i landi. Samkvæmt norskri reynslu má telja siðasta frostdag að vori byrjun vaxtarskeiðs vorsáðra jurta, t.d. korns. Hjá okkur eru það einkum grænfóðurtegundir ýmsar, sem til er sáð að vori. En það, sem takmarkar sáðtim- ann aö vori er sjaldnast lofthit- inn sjálfur, heldur ástand jarð- vegsins, en það er trúlega erfitt að meta sáðtima einærra fóöur- jurta út frá hitafari lofts einu sér, en nota. má það til leiðbeinidga. Þeir, sem búa við kýr, gera kröfur um grænfóður I ágústlok, er grös taka að sölna. Sauðfé þarfnast grænfóðurs, er það kemur af fjalli. Sá timi virðist sifellt færast eða a.m.k. þurfa að færast fram, þannig aö við getum sagt, að grænfóður handa sauðfé þurfi að verða nýtan- legt eigi siöar en 10. september. Eftirfarandi tafla um sáðtima og fjölda sprettudaga græn- fóðurs gæti gefið bendingu um, að meö Itarlegri rannsókn á hitafari og sambandi gróðurs og jarðyrkjustarfa, að það mætti mynda reglur um val nytjajurta og ræktunartækni, er beztan árangur gæfi á hverjum stað: Strandasýsla, meginhluti ljóst, að vænta má rúmlega nauðsynlegt er að taka nokkurt Svæði Sáðdagur Grænfóður, tiibúið Vestur-Húna vatnssýslu, út- þriggja daga seinkunar gróand- tillit til staðhátta, einkum ná- I 5. mai til nytja 30. ágúst Lo. sept. sveitir Noröurlands, Mývatns- ans við hverja 100 m, sem land lægðar sjávarins, og hitafars II. 15. mai 115 sprettudagar 125 sprettud. sveit og noröausturhorn lands- hækkar. hans. Einnig eru skjóláhrifin og III. 25. mai 105 — 115 — ins. Meðal þeirra þátta, sem áhrif Við meginhluta suður- og vesturstrandar landsins kemur lega lands við sólu þættir, sem hafa þarf hliðsjón af, auk gerðar IV. 5. júni 95 — 85 — 105 — 95 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.