Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.08.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. ágúst 1975 TÍMINN 15 Framhaldssaga j {FYRIR BÖRN Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn toppinn á mér i áttina til hans, en hann sá mig ekki, nei. Samt hefði hann nú séð mig, ef hann hefði litið i kringum sig, og ég gerði skyldu mina, þvi getur enginn neitað. — Talaðu ekki svona mikið, æpti Al- an óþolinmóður. — Ég verð að komast til Shalbury, og ég er orðinn dauðuppgef- inn. Segðu mér, hvar ég get fengið hest. Ég kemst ekki lengra gangandi. — Nú, væni minn, ekki get ég sagt þér það án þess að tala. Það má sá gera, sem getur i minn stað, og ég skal sannarlega hrósa honum fyrir kraftaverkið. Það er sama, hvort það er hestur eða asni. Hann Goodman Nopes, hús- bóndi minn, á einn eða tvo hesta. Hann á llka bæði asna og múlasna og auk þess stórt svin. Karlinn söng: I fjósinu er kýrin. Fyrir svinin er mýrin. Og blessuð veri hún angandi smáragrund. Alani tókst að fá karlinn til þess að fylgja sér til Good- man Nopes, sem var alveg nýkominn á fæt- ur. Jafnskjótt og hann heyrði, hver kominn væri, var hann fús til að ljá hest. Alan reið nú allt hvað af tók eft- ir veginum til Shal- bury, en sú borg var fáeinar milur handan við Stourton, og þang- að kom hann rétt fyrir klukkan sex. Jón G. Asgeirsson tónskáld og Sigríöur Valgeirsdóttir SÝNA ÞJÓÐDANSA í VESTURHEIMI í sambandi við frétt af ferð dansfólks frá Þjóðdansafélagi Reykjavikur til Kanada, _sem birtist 30. júli i Timúnum, varð smáprentvilla, sem hér með leið- réttist. I fréttinni-segir...: Sig- riöur Valgeirsdóttir hefur oft sýnt dansa og... en á að vera: Sigriður Vaigeirsdóttir hefur æft dansa og stjórnar sýningunum. Dansflokkurinn fór út á fimmtudag, og er áætl aðar margar sýningar vestra. Jón G. Ásgeirsson hefur samið og/eða raddsett .tónlistina, sem notuð var á sýningunni i Þjóðleik- húsinu. Einnig stjórnaði hann hljómsveitinni, sem lék þar fyrir dansinum. Sérstök segulbands- upptaka var gerð fyrir sýningar- ferðalagið vestur um haf og stjórnaði Jón G. Asgeirsson henni einnig. Meðfylgjandi mynd er af þeim Sigriði Valgeirsdóttur og Jóni Asgeirssyni tónskáldi. Þau hafa unnið mikið saman að end- urvakningu þjóðlegra skemmt- ana og sett upp sýningar með fé- lögum Þjóðdansafélags Reykja- vikur. Endurskoða húsnæðismála I •• • •• r • loggjofina Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða gildandi hús- Sjóður til sólar- rannsókna Sjóður hefur verið stofnaður til rannsókna i dulsálarfræði. Mark- mið hans er að styrkja rannsóknir i dulsálarfræði við Háskóla Is- lands. Stjórn sjóðsins mynda þeir dr. Erlendur Haraldsson lektor, séra Jón Auðuns fyrrum dóm- prófastur og dr. Simon Jóhannes Agústsson fyrrum prófessor. Sjóðurinn tekur þakksamlega á móti gjafafé, smáum gjöfum sem stórum. Má leggja það inn á giró- reikning sjóðsins nr. 60500 i öllum bönkum, pósthúsum og sparisjóð- um. Gjöfum til sjóðsins fylgir réttur til að draga þær frá skatt- skyldum tekjum. Stjórnendur sjóðsins veita góðfúslega nánari upplýsingar. næöismálalöggjöf, og þá sérstak- leg lög um Húsnæðismálastofnun rikisins nr. 30 frá 12. mai 1970 með siöari viðaukum og breytingum. Nefndina skipa: Ólafur Jens- son, framkvæmdastjóri, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður nefndarinnar, Benedikt Daviðsson, húsasmiður, Gunnar S. Bjömsson, húsasmiðameistari Gunnar Helgason, forstöðu- maður, Óskar Hallgrimsson, bankastjóri, Svavar Helgason, kennari og Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri. Felagsmálaráðuneytið, 1. ágúst 1975. N BILALEIGAN BRAUTARHOLTI 4, SlMAR: 28340-37199 Ford Bronco Land/Itover Range/Itover Blazer VW-sendibilar VW-fólksbilar Datsun-fólks- bílar 1118; '!i:!'!i.1|1: mm'ii ...11 Sumarferðii ■ INNANLANDSFERÐ Sumarferð Framsóknarfélaganna I Reykjavik, sunnudaginn 17. ágúst. Ekið um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, Geysi, Brúar- hlöð, Hreppa, Búrfellsvirkjun að Sigöldu og Hrauneyjarfossum. Framkvæmdir við Sigöldu skoðaðar undir leiðsögn verkfræð- ings. Nánar auglýst siðar. UTANLANDSFERÐIR Framsóknarfélaganna í Reykjavík Framsöknarfélögin i Reykjavik gefa félögum sinum kost á ferð- um til Spánar I sumar og haust. Brottfarardagar: 19. ágúst, 2. september, 16. september. Fyrirhuguð er I sept. 10—15 daga ferð til Vinarborgar. Þeir, sem áhuga hafa á þessari ferð, hafi samband við flokksskrifstofuna. Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksskrifstofunni. Simi: 24480. Strandasýsla Héraðsmót framsóknarmanna I Strandasýslu verður haldið laugardaginn 16. ágúst i Arnesi. Ræður flytja Gunnlaugur Finns- son, alþingismaður og Pétur Einarsson. Karl Einarsson skemmtir. ísafjörður Framsóknarfélag ísafjarðar heldur héraðsmót sitt 23. ágúst. Nánar auglýst siðar. Vestfirðir Kjördæmisþing framsóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi hefst föstudaginn 22. ágúst. Nánar auglýst siðar. Héraðsmót framsóknarmanna I Skagafirði veröur haldið i Miö- garði 30. ágúst og hefst kl. 21.00. Ræðumenn verða Ólafur Jóhannesson formaöur Framsóknar- flokksins og Jón Sigurðsson varaformaður SUF. Óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja og Karl Einarsson fer með skemmtiþátt. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.