Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 1
BS TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélorhf 178. tbl. — Laugardagur 9. ágústl975 — 59.árgangur HF HÖRDUR 6UNNARSS0N SKULATUNI 6 - SÍMI. (9.1)19460 Laugardals' völlurinn ónothæfur AUKAÞING UAA NORRÆNA BANKANN ASK—Húsayik — A fundi forsæt- isnefndar Noröurlandaráös á Húsavik i gær, var ákveðið að halda aukaþing Norðuriandaráðs i Stokkhólmi 15. nóvember n.k. A þessu aukaþingi verður svo fjall- að nánar um frumvarp að stofnun fjárfestingarbanka Norðurlanda. Að sögn Friðjóns Sigurðssonar, skrifstofustjóra Alþingis, var einnig rætt um samband milli Norðurlandaráðs og rikisstjórn- anna annars vegar og aðila vinnumarkaðarins hins vegar. í þriðja lagi var svo samþykkt á Húsavikurfundinum, að norrænir menn fái kosningarétt til sveita- stjórna eftir þriggja ára búsetu,, án þess að um rikisborgararétt sé að ræða I þvi landi.. Friðjón sagði að Húsavikur- fundurinn hefði fjallað sérstak- lega um það, hvort ætti að boða til aukaþingsins, en eins og áður sagði, hefur það verið ákveðið I nóvember n.k. Ekki munu ailir fulltrúar hafa verið hjartanlega sammála um aukaþingið, „en það þolir enga bið", sagði Friðjón, Vopnfirzk- ur lax á borð í Bucking- hamhöll ----------* © Tvær byggingar rísa Háskólalóðinni eftir 5 ára áætlun Forsætisnefnd Norðurlandaráðs að störfum I Hótel Húsavik. Forseti ráðsins, Ragnhildur Helgadóttir, situr fyrir enda borðsins. _. TlmamyndASK Gsal-Reykjavik — A fundi háskólaráðs I fyrradag var tekin endanleg ákvörðun um skiptingu ijár til byggingaframkvæmda, annars vegar á lóð Háskólans og hins vegar á lóð Landspitalans, — og er hér um fimm ára áætlun að ræða. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar, háskólarektors er fjárhæðin, sem um ræðir til ný- bygginga á áðurnefndu tlmabili, 900 milljónir kr. og sagði háskóla rektor að f járhæðin skiptist svo til að jöfnu milli lóðanna tveggja. GuðlfVjgur Þorvaldsson sagði að stefnt væri að því að byggja á háskólalóðinni tvær byggingar á þessu fimm ára tlmabili. A næsta háskólaráðsfundi mun verða skipað i nefndir til að annast allan undirbúning þessa máls og ákveða hvaða byggingar á háskólalóðinni eigi að rísa á þessu fimm ára timabili og þá i A 100 áro órtíð H.C. Andersen -------*©© hvaða forgangsröö mannvirki risi. Guðlaugur kvað brýnast að byggja á háskólalóðinni almennt kennsluhúsnæði fyrir hinar ýmsu deildir skólans, sérstakt húsnæði fyrir verkfræði- og raunvlsinda- deild, svo og kennsluhúsnæði fyrir sameiginleg afnot tveggja deilda, læknadeild og verkfræði- og raunvisindadeild. Háskólarektor kvað mikið undirbúningsstarf óunnið áður en háskólaráð gæti tekið ákvörðun um forgangsröð þeirra mann- virkja sem ákveðið væri að byggja- „Næsta vor er stefnt að þvi, að háskólaráð taki um það ákvórðun, hvaða framkvæmd er mest aðkallandi og þá mun bygg- ing þess mannvirkis hefjast á árinu 1977", sagði háskólarektor, og nefndi, að fjármagn Háskólans til nýbygginga myndi á þessu ári og hinu næsta renna til bygginga á Landspitalalóðinni, Yfirstjórn mannvirkjagerðar á Landspitalalóðinni, sem er skipuð fulltrtlum úr Heilbrigðis- og menntamálaráðuneyti annars vegar og fulltrúum Háskólans hins vegar, mun væntanlega von bráðar taka ákvörðun um bygg- ingaframkvæmdir, þegar skipt- ing byggingafjárins liggur fyrir, — en á Landspitalalóðinni er talið brýnast að byggja tannlækna- deild og ýmsar deildir, sem þjóna bæði spitalanum og náminu i læknisfræði, þ.e. deildir fyrir nám I liffærafræði, efnafræði, lifefna- fræði og fleira, sóknarstofur. svo og rann- Sjá viðtöl við fulltrúa í ráðinu „og hafa menn á þvi skilning", sagði hann. A Húsavlk lágu fyrir ákveðnar tillögur frá ráðherranefndinni, sem siðan verða sendar til efna- hagsnefndar þingsins, en sú nefnd kemur saman næstu daga. Mun sú nefnd einnig f jalla um f járfest- ingarbankann. Um málefni vinnumálamark- aðarins sagði Friðjón, að boðaður yrði fundur I félagsmálanefnd ráðsins, þar sem félagsmálaráð- herrar allra landa, auk nefndar- innar, kæmu saman til að ræða tillögur fyrir aukaþing Norður- landaráðs. Um nytsemi fjárfestingarbank- ans fyrir Islendinga, sagði Frið- jón, að hann myndi lána fé til ým- issa fjárfestingarverkefna, sem gætu haft þýðingu fyrir Islandt En einnig væri hugsunin þarna á bak við að geta fengið aukið f jár- streymi til Norðurlandanna ann- ars staðar frá I gegnum bankann. Taldi Friðjón að hér væri um að ræða eitt mikilvægasta málefni, sem komið hefði til umræðu hjá Norðurlandaráði og raunar hefðu það verið íslendingar, sem fitjuðu upp á þvl I upphafi. Mismikill áhugi væri fyrir bankanum, en nú virtist hann ætla að verða að veruleika, samt sem áður. Friðjón sagði umræðurnar um vinnumálamarkaðinn hefðu snú- izt um það, á hvern hátt væri hægt að skipuleggja samvinnu milli ráðsins og þeirra aðila, sem gætu átt hagsmuna að gæta I hvert sinn er Norðurlandaráð tæki fyrir málaflokka sem snerta vinnu- málamarkaðinn. — A Húsavikurfundinum hefur verið unnið að undirbúningi áður- nefndra tveggja málaflokka. Stefnt er að þvi, að hafa auka- þingið sem smæst i sniðum, til dæmis með þvi að þar þurfi sem fæsta sérfræðinga og fá aðalmál. Enda hefur það verið stefnan, að málin fái sem nákvæmasta með- ferð þannig, að ekki verði um neina skyndiafgreiðslu að ræða á aukaþingi Norðurlandaráðs, sagði Friðjón Sigurðsson að lok- um. lljiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiJiitiiiiitiiiiiitiifijfiiutiiiiitiiiifiitiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiifiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiijriiiiti^jriiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiif iiiiit it iniiiiiiiiii ÞjÓð- höfð- ing|a- lummur = l.uiiiiiuii' voru stift snæddar á = tslendingadeginum 1975 I = Gimli, bæði að morgni laugar- = dags og sunnudags. Forseti E islands, dr. Kristján Eldjárn = setti upp kokkahúfu og tók = þáttilummubakstrinum af Hfi = og sál, og er ekki að efa, að = þegnum hans, austan hafs og = vestan, hefur Hkað vel að = snæða reglulegar þjóðhöfð- = ingjalummur. = Timamynd: G.E. íiHiiniiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.