Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. ágúst 1975 TÍMINN 9 Andersen, málverk frá 1836 Teikning af H.C. Andersen frá 1845 Ljósmynd tekin árið 1850 Svona leit skálið út Árið 1869 var þessi mynd tekin. 187 4- langir og allt of grannir, hendur hans breiðar og flatar og fætur hans svo risavaxnir, að varla hefði nokkrum þjóf dottið i hug aö stela skóhlifum hans, Nef. hans var rómverskt, en svo hrikalega stórt, að það yfirbugaði aðra hluta andlitsins, augun smá og fölleit og vel falin bak við risa- vaxin augnalok. Það eina, sem þótti prýða Andersen, var enni hans, sem var hátt og sviphreint, svo og fallega formaður munnur hans. Þess var þvi varla að vænta, að útlitið greiddi honum götu. Þó var það ef til vill öllu fremur skaphöfn hans, sem kom i veg fyrir aö hann kvæntist. Hann var einrænn og honum var frelsið i blóð borið. Hann naut þess að ferðast, frjáls og óhindraður, og mörgum hefúr þótt heldúr vafa- samt að hann hefði nokkru sinni fellt sig viö að vera fjölskyldu- faðir, með þeim skyldum sem þvl fylgja-Vist er um það, að I hvert ,og eitt sinn, sem Andersen varð ástfanginn, fór hann svo klaufa- H. C. Andersen hefur ávallt verið skáld barnanna. Þessi teikning birtist i brezku blaði árið 1857. lega á fjörurnar við stúlkuna, að ' viðleitni hans hlaut að vera dæmd til að mistakast. • Alls er vitað til þess þrisvar að Andersen hafi orðið ástfanginn, svo að um munaði. 1 hvert og eitt þessara skipta varpaði hann ten- ingum sinum og fékk upp sömu tölu. Hann reyndi a^ nálgast viðkomandi stúlkur á grundvelli ástar sinnar, en lét sér alltaf nægja að falla inn i hlutverk vinarins. Ef til vill valdi hann þar auðveldu leiðina — ef til vill ógnaði honum að berjast og leggja af mörkum það sem til þyrfti til að vinna ástir þeirra. Það skiptir þó litlu máli hverjar orsakirnar voru, þvi að stað- reyndirnar tala skýrara máli en nokkrar hugleiðingar. Andersen virtist fæddur til einlifis og hann lifði einn til æviloka. Næstum endalaust mætti halda áfram að fjalla um góðskáldið danska, en hér verður látið staðar numið að sinni. Sjálfur hlýtur hann að hafa mótazt af umhverfi sinu og samtið og þrátt fyrir sérk,enni sin og einkenni, sem allt að þvi má nefna hjárænu, var hann um flest barn sins tima, likt og hver annar maður. tJr verkum hans má lesa, að hans mesta og stærsta áhugamál hafi verið hann sjálfur og i mörgum tilvikum er greinilegt að hann hefur verið að skrifa um sjálfan sig. Þannig er hann sjálfur hafmeyjan, sem lifir I heimi mannanna og nær ekki að samlagast honum, hann er sjálfur litli drengurinn, sem sér að keis- arinn er nakinn og hann er sjálfur litli andarunginn, sem óx upp til þess að verða svanur. Hans Christian Andersen var einmana og félagslega þjáður maður, einkum hin siðari ár. Hann komst upp til stjarnanna meðan hann lifði, en lifiö þar uppi er næsta tilbreytingalitið miðað við leiðina þangað, og siðustu ár ævinnar kvaldi sú hugsun skáldið, að hann væri fyrir — honum væri alls staðar ofaukið. Það hlýtur að hafa verið honum sárt, að finna til þess að vera orðinn baggi á um- hverfi sinu. Hann lézt 4. ágúst 1875, þá lið- lega sjötugur að aldri, en minning hans lifir enn og mun lifa, svo lengi sem mannkyn les bækur, og kann að meta listaverk I þvi formi. (þýtt og endursagt) Vaka eða víma Getum við ekki tekið afstöðu? 1 þessum þáttum hefur stund- um verið reynt að minna á það hve hörmulega drætti áfengis- nautnin lætur eftir sig I þjóðlifinu. Þar hefur verið stuðzt við álit og athuganir margra góðra manna nær og fjær. Það hefur verið vitnað i heilbrigðisskýrslur og lögreglu- skýrslur, byggt á dómabókum og hagskýrslum. Þaö kunna að vera skiptar skoðanir um þaö hve umfangs- mikið áfengisbölið sé, hvernig variö sé hlutfalli þess við önnur mannfélagsmein og hvar við sé um I rööinni þegar metinn er drykkjuskapur og áfengisböl allra þjóða. Margs konar skýrslur og tölfræði I þessu sambandi gæti verið fyllri og ýtarlegri. En skiptir það höfuðmáli? Er ekki nóg að vita að hér er alvarlegt mannfélags- böl? Dugar okkur það ekki til þess að taka afstöðu? Guðmundur Björnsson land- læknir sagði i frægum fyrirlestri að sá munur væri á drykkjusýki og öðrum pestum að hún þætti byrja skemmtilega. Það er enn aðalatriði þessara mála. Mönn- um þykir byrjunin skemmtileg og vilja ekki nema byrjunina. Nú má að visu deila um það hvort þessi byrjun sé æskileg eða ekki I sjálfu sér. Hún er aldrei svo litil að hún minnki manninn ekki og spilli honum. Nákvæmni, öryggi og viðbragðsflýtir minnkar, andleg skerpa slóvgast. Það vita það allir að fyrstu áfengisáhrifin gera menn miður hæfa til aö stjórna ökutæki. En þau gera menn lika óhæfari til að stjórna sjálfum sér. Er minna um það vert? Er minna atriði hvernig þú stjórnar sjálfum þér en biln- um þlnum? Byggist ekki allt siðgæði og siðmenning á þvi að viö höfum stjórn á okkur — ger- um það eitt sem við viljum, lát- um ekki augnabliksáhrif koma okkur til aö segja og gera það sem við sjáum eftir og erum of góö til að gera? Er það þá ekki vafasöm skemmtun að gera okkur miður hæf til sjálfs- stjórnar? Hvernig sem við viljum svara þessum spurningum blður okkar að baki þeirra ægileg staðreynd. Hún er sú að engin þjóð kann að byrja svo að ekki verði annað en byrjun. Allar þjóðir, sem vilja njóta skemmtunarinnar af þvi að finna á sér búa við áfengisböl. Við vitum hvernig okkar þjóð lánast það, og vitum þó ekki, þvi að svo mikill hluti ógæfunnar er að tjaldabaki og ekki haföur I hámælum. Hitt vitum við þó að þar er um að ræða ómetanlegt og ómælanlegt böl. Og allt talið um aö kunna með vin að fara er enn og hefur alltaf verið mark- laust fleipur þegar á heildina er litið. Sizt skulum við gera litið úr lifsskoðun og andlegu lifi al- mennt I sambandi viö mót- stöðuafl manns og kynslóða gegn áfengisböli. Að þeim efn- um hefur stundum verið vikið I þessum þáttum. Það eru ýmsar innri varnir, sem stundum eru brotnar niöur. En aldrei I sögu mannkynsins hafa þær verið svo traustar, að þær dygðu til að koma I veg fyrir það að áfengis- neyzlu fylgir alltaf áfengisböl. Það má að visu gera ráð fyrir þvi að fjórir menn af hverjum fimm, sem ekki eru bindindis menn komist klakklaust frá þvi þannig að ekki leiði til meiri vandræða sem kallað er. Auðvitað vona allir að þeir verði I þeim hópnum. Enginn vill verða sá fimmti: Við horfum á hundrað börn, sem eru að ákveða sér lifsstefnu. Við vitum að ef þau kjósa að vera ekki bindindismenn munu 20 þeirra verða ógæfumenn. Sllk áhætta fylgir þvi að byrja áfengis- neyzlu. Vitum við ekki nóg til þess aö taka afstööu? Sjálfsagt finnst þér að þú sért litilsmegandi og ráöir litlu um þróun og framvindu þessara mála. Þú veizt að það er ekki nóg að vilia vel. Og hvað megnar einn á móti straumnum? Eflaust Iftið. En hann ætti þó að ráða sjálfum sér og vita það, aö ef hann lætur strauminn hrifa sig meö sér er hann sjálfur orðinn hluti af þessum óheillastraumi. Allir vita að ástandið er vont. Flesta — ef ekki alla — langar til að það batni. Flestum finnst að sér sé ráðafátt og vafasamt hvað gera skuli. En hér þurfum við að vita betur hvert af öðru. Við þurfum að hugsa og tala saman um það, hvað hægt er að gera, taka afstöðu og vinna samkvæmt þvi. Heilbrigt lif er farsælt lif. Afengislaust lif er gleðilegt lif. H. Kr. Brezka ferða- konan komin á Landspítalann Gsal-Reykjavik — Brezka ferða- konan, sem veiktist skyndilega við Strútslaug sunnan Torfajök- uls, er nú komin til byggða og iiggur nú á fæðingardeild Land- spitalans. Liðan konunnar er eftir atvikum góð og hún er ekki talin i neinni lifshættu. Það voru 13 björgunarsveitar- menn úr sveit SVFl I Vik I Mýrdal sem sóttu konuna inn á óbyggðir, ásamt tveimur gagnkunnugum mönnum á þessum slóöum, sem visuðu þeim veginn. Fóru björg- unarsveitarmenn á sjúkrabil og jeppa og komust langleiðina að Strútslaug á bílunum, þrátt fyrir vegleysur og ófærð. Komu þeir á áfangastað um miðnætti og má það teljast vel af sér vikiö, þvi auk ófærðar var veður vont, rign- ing, þoka og hvassviðri. Þegar komið var með konuna til Vikur ákvað læknirinn á staön- um að senda konuna þegar til Reykjavikur, þar sem hún liggur nú á fæðingardeild Landspital- ans, eins og áöur er frá greint.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.