Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 8
8 TtMINN Laugardagur 9. ágúst 1975 DANSKA ævintýra og sagna- skáldið H.C. Andersen fæddist 2. april árið 1805. Hann var sonur skóémiðs, fátækur, óþekktur, ó- ásjálegur og oft óframfærinn. I skóla þótti hann athugull og nokk- uð fróður, en dróst þó slfellt aftur úr jafnöldrum sinum I skrift og öðrum grundvallarfögum. Þvl hefði fáa grunað, á yngri árum Andersens, að hann ætti eftir að feta þá braut til frægðar og viður- kenningar sem raun varð á. Andersen lézt 4. ágúst árið 1875, þá sjötugur að aldri. Þvl eru nú liðin rétt eitt hundrað ár frá dán- ardægri eins af sérkennilegustu snillingum bókmenntasögu mannkynsins, manns, sem i ein- manaleik slnum og sérstöðu, skapaði verk, sem nú standa trygg á verði sem tungumál al- þjóðlegs skilnings og samákipta. Sjálfur varð H.C. Andersen að standa einn allt sitt lif, líkt og ve- sæll þistill og þjást vegna þyrna sem honum voru áskapaðir, I stað þess að njóta þeirrar lífsgleði og fyllingar, sem verk hans hafa fært milljónum manna um allan heim. Utangarðs Lif H.C. Andersen var ekki sá rósadans, sem hann lét stöku sinnum i veðri vaka að það væri, né heldur var það jafn sorgum og raunum hlaðið og hann stundum taldi sjálfum sér trú um. Llf hans var undarleg saga um undarleg- an og athyglisverðan utangarðs- mann, og um margt var ferill hans verulega heillandi. Frá fátækt og niðurlægingu lá leið hans upp. Hann var skósmiðssonur og þótti ekki lik- legur til afreka, en ávann sér engu að siður nafn, sem einn af virtustu og dáðustu rithöfundum, sem uppi hafa verið. Andersen lifði það sjálfur, að verk hans voru þýdd á f jölda er- lendra tungumála, hann fékk sjálf- ur notið merkja um að þau væru viðlesin og vinsæl, og hvar sem hann kom á slnum efri arum, var honum sýnd virðing og tekið á móti honum með viðhöfn. Hann naut til fullnustu þeirrar athygli, sem hann vakti, og eru til margar sögur af honum, sem styöja þá trú manna, að honum hafi verið frægðin meira virði en flest ann- að. Eitt sinn mætti hann til dæmis kunningja sinum á götu, stöðvaði hann og sagði: — Nú eru bækurn- ar minar lesnar á Spáni. — Að svo mæltu lyfti hann hattinum örlltið og kvaddi, þvl fleira hafði hann ekki markvert að segja þann dag. Annað sinn skrifaði hann vinum sinum utanlands frá og lýsti af mikilli hrifningu við- brögðum innfæddra þar. Hann skýrði svo frá, að þegar fólk upp- götvaði að hann var danskur, brást það varla að hann var spurður hvort hann þekkti þá ekki skáldið góða, H.C. Andersen. Þetta vakti Andersen mikla á- nægju og lýsti hann með mörgum og stórum orðum undrun þeirra, þegar hann sagði til sin. Þrátt fyrir þetta var Andersen þó alla tið utangarðs og einmana. Hann var rótlaus piparsveinn, viðhorf hans koma meðal annars fram I dagbókum hans, en á einum stað skrifar hann: — Það er hræðilegt að heyra hversu tómleg veröld aðalsins er, að heyra hann setja lög og reglur, ákveðið og óhikað um hvað sem er, og allt jafn fávlslega og af jafn mikilli heimsku. — Andersen sá sjálfur þver- sögnina milli rótgróinnar andúðar sinnar á aðlinum og hvatar þeirrar, sem hann fann til þess að umgangast „blátt blóð”. Hann leitaði upphaflega samneytis við aðalinn, til þess eins að hafa til hnifs og skeiðar, en þegar frá leið, fjarlægðist hann uppruna sinn og það jafnvel svo, að snerting við lágstéttirnar olli honum hræðslu. I 'raun var hann því eingöngu trúr uppruna slnum I verkum sinum — llf hans sjálfs leiddi hann annaö. Ekki er sama að þrá og þurfa Þrátt fyrir þrá slna til þess að eignast heimili og þrátt fyrir að hann varð ástfanginn af fleiri en einni konu um ævina, var And- ersen alla ævi piparsveinn. Lik- lega hefði honum reynzt erfitt að setjast að á ákveðnum stað og helga fjölskyldu lif sitt, en fleiri orsakir liggja þó til grundvallar einbýli hans en svo, að eina þeirra sé hægt að tiltaka sérstaklega. Að öllum likindum hefur Andersen kvatt llfið jafn hreinn sveinn og þegar hann heilsaði þvi. Honum var að mörgu leyti sýnt um félagsskap kvenna, en náið samneyti er ekki vitað til að hann hafi haft við neina þeirra. Það er til dæmis vitað, að I þau fáu skipti sem vinum hans og kunningjum tókst að fá hann með sér I gleði- hús, þá sat Andersen og spjallaði við þá konu, sem honum var út- hlutuð, meðan kunningjarnir sinntu náttúrulegum hvötum slnum. Hvað þar olli hafa menn ekki orðið á eitt sáttir, en llkur eru þó taldar til þess að Andersen hafi neitað sér um samneyti við konur af nokkuð mörgum ástæðum, meðal annars af tillits- semi við kunningja sína og, ef til vill ekki siður vegna ótta við umtal. Kenningar þær, sem öðru hvoru hafa skotið upp kollinum, um að hann hafi verið kynvilltur og ást hans á konum hafi verið yfirskyn eitt, hafa allar fallið um sjálfar sig og tekur þvl vart að rekja þær hér. H.C. Andersen. Þessi ljósmynd var tekin af skaldinu árið 1867. Smámyndirnar sem fylgja greininni eru gerðar eftir myndum, sem Andersen klippti út. Ljótur og langur I ástarmálum var raunar flest á móti Andersen. tJtlit hans var ekki með þeim hætti, að hann heillaði konur og skapgerð hans gerði honum einnig erfitt fyrir á þvi sviði. Andersen er lýst á þann veg, að hann hafi verið ákaflega hávax- inn og magur og það svo, að af mörgum var hann nefndur „langi Andersen”. Hann þótti undar- legur og ör I hreyfingum og Hkamsburðum. Handleggir hans og fótleggir með afbrigðum látur þegar hann finnur gestrisið þak yfir höfuðið. Andersen var á flestan hátt ut- angarðs og sérstæður. Hann var sjálfur af lágum stigum, en bar I brjósti næstum þrælslega aðdáun á konungafólki. Konungar og þeirra fjölskyldur, voru, að dómi Andersen, langt yfir alla gagn- rýni hafin, en hann lét þó sem sál- ir þeirra réðu þar meiru um en krúnan. 1 ævintýrinu um næturgalann kemur viðhorf hans til konunga greinilega fram, þegar hann lætur fuglinn tala fyrir slna hönd og segja: — Ég elska hjarta þitt meir en kórónu þlna, og þó er vottur einhvers heilagleika yfir henni. — Viðhorf skáldsins gagnvart lægri stigum aðalsins voru aftur á móti harðari. Vissulega þótti honum gott að njóta gestrisni þeirra, en þó eru þess fleiri dæmi að smjaður og bugt hafi fremur verið þeirra gagnvart honum, en hans gagnvart þeim. Andersen virðist hafa verið I blóð borin andúð á bláu blóði, og I huga hans var aðallinn nátengdur sjálfs- elsku, leti og heimsku. Þessi Fæðingarheimili skáldsins i Odense. sem aldrei eignaðist eigið heimili. Hann bjó I hótelherbergjum, I gestaherbergjum vina eða kunn- ingja, eða, þegar bezt lét, I leigu- herbergjum meö húsgögnum. Flest bendir þó til, aö hann hafi þráð að eignast eigið heimili, ekki slður en flestir aðrir menn. Þá skoðun styrkja meðal annars bréf, sem hann ritaði vinum sln- um, en I einu þeirra kemst hann svo að orði: — Það er dásamlegt að eiga heimili, likt og þú átt. Það skilur sá bezt, sem ekkert heimili á sjálfur, heldur flækist um llkt og farfugl og veröur að vera þakk- Á 100 ÁRA ÁRTÍD H. C. ANDERSEN „ÞVÍ HLÝT ÉG AÐ STANDA EINN ALLT WIITT LÍF, LÍKT OG VESÆLL ÞISTILL, OG VERA FORSMAÐUR VEGNA ÞESS AÐ MÉR VORU ÁSKAPAÐIR ÞYRNAR" H. C. Andersen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.