Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. ágúst 1975 TÍMINN 3 Bretaprins dró 28 laxa: VOPNFIRZKUR LAX Á BORÐUAA í BUCKINGHAMHÖLL Prinsinn heldur heimleiðis í dag BH—Reykjavik — Búast má viö, aö lax úr Hofsá veröi á boröum brezku konungsfjöl- skyldunnar i Buckingham-höll einhvern næstu daga, þvi aö Karl Bretaprins tók nokkra væna laxa af feng sinum meö sér. Annars var hann örlátur á aflann, og veitti hann rausnar- lega. Hann færöi forsætisráö- herra vænan lax, Brian Ilolt, sendiherra, fékk sömuleiöis lax, og þá var Ómari ólafssyni flug- stjóranum á Vængjaflugvélinni, sem flutti Bretaprins suður, færöur lax, svo aö nokkrir séu nefndir. Heimsókn Karls Bretaprins lýkur i dag, er hann heldur utan meö Flugleiðavél til Lundúna með morgninum. Bretaprins kom suður til Reykjavikur klukkan rúmlega fjögur i gær með flugvél frá flugfélaginu Vængir, sem sótti hann austur. Hann hélt til veiða i býtið i gær- morgun og veiddi fram á siðustu stund. Afli hans i gærmorgun var fimm laxar, þannig að veið- in varð alls 28 laxar þennan fjóra og hálfa dag, sem hann var við veiðar i Hofsá i Vopna- firði. Hefur Bretaprins við hvert tækifæri látið i ljós mjög mikla ánægju með dvöl sina hér, og þá sérstaklega það næði, sem hann hefur notið hér. í gær gekk Karl Bretaprins á fund Geirs Hallgrimssonar for- sætisráðherra i stjórnarráðs- húsinu fljótlega eftir komuna suður. Þá fór Bretaprins i heim- sókn i Þjóöminjasafnið og Arbæjarsafn, en i gærkvöldi sat hann kvöldverðarboð islenzku rikisstjórnarinnar i ráðherra- bústaðnum viðTjarnargötu, þar sem hann gisti i nótt og hafði að- setur i gær. Þaö var auðséð á svip Karls Bretaprins, er hann steig út úr flugvélinni á Reykjavikurflug- velli, að hann var ánægður meö dvöl sina hér. Gunnar Valdimarsson, eigandi jarðar- innar Teigs i Vopnafirði, varð samferða Bretaprins suður, og tjáði hann okkur Timamönnum, að prinsinn hefði látið i ljós ánægju sina og fögnuð yfir þess- ari vel heppnuðu ferð hingaö. Prinsinn hefði notaö timann vel og veitt, meðan þess var nokkur kostur. Hann hefði farið eftir allri ánni, nema allra neðsta hluta hennar, og alls staðar likað jafn vel. Slikur áhugamaður sem prinsinn veiddi aðeins á flugu — annað ekki, sagði Gunnar. Þrátt fyrir timaleysi sitt heilsaði Karl Bretaprins upp á Vopnfirðinga, sem kvöddu hann á flugvellinum. Rabbaði hann við fólkið, sem var all-margt samankomið og heilsaði þvi með handabandi. Gunnar gat þess sérstaklega, að allt hefði farið mjög vel fram i sambandi við dvöl prinsins fyrir austan, og hefði hann látið i ljós innilegt þakklæti fyrir at- lætið. Engin slys eða óhöpp hefðu borið að höndum, og allir lagzt á eitt með, að þessir dagar yrðu hinum tigna gesti sem ánægjulegastir. Þakklæti hans hafi sýnt, að það hafi hann kunnað vel að meta. BRIAN HOLT, ræöismaöur, og Gunnar Valdimarsson, eigandi jarö- arinnar Teigs í Vopnafiröi, viröa fyrir sér laxinn, sem Bretaprins færöi ræöismanninum aö gjöf. Tlmamyndir Gunnar Viröingamenn tóku á móti Karli Bretaprins á Reykjavfkurflugvelli I gær. Hér heilsar hann Brian Holt, ræöismanni. Karl Bretaprins og Geir Hallgrimsson, forsætisráöherra, heilsast á tröppum stjórnarráöshússins i gær. Laugardalsvöllurinn ónothæfurl BH-Reykjavik. — Þaö liggur ekkert annaö fyrir en flytja leik- ina af Laugardalsvellinum, eins og hann er núna, sagöi Jón- Magnússon, vallarvöröur, er Timinn ræddi viö hann i gær. Viö höfum flutt leikina, sem áttu að fara fram á honum, yfir á Mela- völlinn, og verði ekki oröiö þurrt fyrir morgundaginn, veröur ekki leikiö á honum á sunnud. Þaö er ætlunin aö grasvöllurinn hérna milli leiksvæöisins og iþrótta- hallarinnar taki viö af honum, en þaö veröur ekki fyrr en búiö er aö giröa hann, en þvi verki verður naumast lokiö fyrr en i lok mán- nöarins. Við spurðum Jón að þvi, hverjar væru ástæðurnar fyrir þvi, að völlurinn er svo illa farinn. —- Þaðerfyrst og fremst álagið á honum, Við vorum að taka það saman, og komumst að þeirri niðurstöðu, að á 93 daga leiktima- bili hefur völlurinn verið i notkun i 87 daga, við æfingar, leiki og frjálsiþróttamót. Slikt álag þolir enginn völlur. Við höfum heyrt þvl fleygt, að undirlagiö se ónýtt, og gegnum það sytri engin bleyta, og spurð um við Jón að þessu. — Um þetta er ekki gott að segja, og þaö kemur ekki I ljós, fyrr en við getum tekiö völlinn úr notkun og athugað hann. En þaö liggur i augum uppi, að grasrótin hefur alveg verið spænd upp. Hver eru þá úrræðin? — Þaðerrættum þrjár leiðir. í fyrsta lagi að taka upp notkun gervigrass. I öðru lagi að taka völlinn alveg upp og gera hann upp að nýju og i þriðja lagi að fá nýtt torf á hann. Hvað gert veröur er ekki hægt aö segja á þessu stigi málsins. En völlurinn verður notaður, ef þvi verður við komið? — Já, ef veðurútlit er þannig, og svo eru náttúrlega leikirnir i Evrópukeppninni... Þannig var umhorfs á Laugardalsvellinum eftir rigninguna I gær

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.