Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. ágúst 1975
TÍMINN
7
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, sfmi 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Fjármdl flokkanna
Einn af ritstjórum Þjóðviljans reyndi nýlega að
réttlæta afstöðu Alþýðubandalagsins i efna-
hagsmálum með þvi, að vitna til hinna gömlu
orða, að ekkert er nýtt undir sólinni. Það er vafa-
laust alveg rétt hjá ritstjóranum, að það er ekki
nýtt, að flokkur hafi tvær stefnur, aðra, þegar
hann er i stjórn, og hina þegar hann er utan
stjórnar. En ekki er þetta þó góð afsökun.
Það er áreiðanlega ekki heldur nýtt undir
sólinni, að stjórnmálaflokkur látist vera heilagur
og taki að berja sér á brjóst og segja: Ég er ekki
eins og þessir bersyndugu flokkar. Ég hefi verið
heiðarlegur og ekki þegið óeðlilega fjárstyrki frá
fyrirtækjum eða einstaklingum, og allra sizt frá
erlendum aðilum. Ég hefi að visu getað rekið dag-
blað með stórfelldum halla áratugum saman og ég
hefi beint og óbeint eignazt verðmætar fasteignir.
En allt hefur þetta gerzt á heiðarlegan hátt fyrir
framlög þúsunda alþýðumanna i landinu.
Nei, það er vissulega ekki nýtt, að flokkur gerist
heilagur á þennan hátt, en þó rifjast þetta upp,
þegar Þjóðviljinn hefur mikla herferð á hendur
Framsóknarflokknum fyrir fjármál hans og lýsir
jafnframt yfir syndleysi Alþýðubandalagsins! Og
ekki sizt rif jast þetta upp, þegar Þjóðviljinn fer að
bera Framsóknarflokknum á brýn, að hann hafi
þegið fjárstyrki frá útlöndum!
Framsóknarflokkurinn hefur ekki þurft neitt að
dylja i sambandi við fjármál sin. Hann var
upphaflega stofnaður i nánum tengslum við sam-
vinnuhreyfinguna og Timinn var ekki siður mál-
gagn hennar en flokksins. Á þeim árum fékk
Timinn verulegan fjárstyrk frá samvinnu-
hreyfingunni, bæði i auglýsingum og beinum fram
lögum. Þetta var ekki reynt að dylja á neinn hátt.
Með timanum hefur þetta verið að breytast smám
saman. Samvinnuhreyfingin hefur ekki orðið fyrir
eins miklum árásum og áður, og af þeim ástæðum
og ýmsum öðrum orðið meira ópólitisk. Fram-
sóknarflokkurinn hefur jafnframt leitað sér liðs á
viðari grundvelli en áður. Þannig hefur þróunin
losað um tengslin milli flokksins og samvinnu-
hreyfingarinnar, þótt hugsjónastefna beggja sé
enn lik og Timinn sé enn helzti málsvari sam-
vinnustefnunnar. Timinn er hættur að fá beinan
styrk frá samvinnuhreyfingunni og hlutur sam-
vinnuféláganna i auglýsingum hans hefur farið si-
minnkandi. Framsóknarflokkurinn hefur á siðari
árum, orðið að byggja fjárhagslega afkomu sina á
happdrættum og beinum fjárframlögum flokks-
manna og annarra stuðningsmanna, likt og aðrir
flokkar hafa gert. Batnandi afkoma Timans hefu'r
byggzt á aukinni útbreiðslu, sem hefur aflað hon-
um meiri auglýsinga, og á fastari fjárstjórn, en
lengi vel var t.d. innheimtu hans hvergi nærri
nógu vel sinnt.
Þær aðdróttanir, að Framsóknarflokkurinn hafi
þegið fé frá ameriskum auðhringum, eins og
Exxon, eru að sjálfsögðu algerlega tilhæfulausar.
Við slikum fjármunum myndi Framsóknar-
flokkurinn aldrei taka. Við slikum fjármunum
taka ekki aðrir flokkar en þeir, sem hafa ánnað
hvort selt sig, eða eru i einhverjum alþjóðlegum
félagsskap, og telja þvi vissa samhjálp eðlilega.
Hið siðara hefur t.d. gilt um flokka kommúnista og
sósialdemókrata. Hvorugt gildir um Framsóknar-
flokkinn.
Árásir Þjóðviljans á fjármál Framsóknar-
flokksins munu missa marks. Á sama hátt mun
það mistakast að gera Alþýðubandalagið að
dýrlingi i þessum efnum — sem öðrum. -Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Deilur Tyrkja og
Bandaríkjamanna
Sambúð þeirra verður aldrei aftur hin sama
Bulent Ecevit
LITLAR LIKUR virBast
vera til þess, aö sambúB
Bandarikjanna og Tyrklands
komist aftur I hiB fyrra horf,
þótt Bandarikjaþing fallist á
aö afnema vopnasölubanniö,
sem sett var á Tyrkland vegna
ósveigjanleika þess i Kýpur-
deilunni. Tyrkir svöruöu fyrir
' skömmu meö þvi aö taka I sin-
ar hendur rekstur eöa gæzlu
herstööva Bandarikjamanna i
Tyrklandi, 25 talsins. Aöeins
sú herstöö, þar sem geymdar
eru kjarnorkusprengjur, er
áfram undir sameiginlegri
stjórn Bandarikjamanna og
Tyrkja, enda er þaö sam-
komulag milli þeirra, aö þessi
vopn megi ekki nota, nema
meö samkomulagi beggja.
Tyrkneska stjórnin hefur gefiö
til kynna, aö hún muni ekki
láta Bandarikjamenn fá
framangreindar stöövar aft-
ur, enda þótt Bandarikjaþing
breyti ákvöröun sinni. Reynsl-
an sé búin aö sýna, aö Banda-
rikjaþingi sé ekki aö treysta
sökum þjóðernisofstækis, sem
þar rikir. Hins vegar kann
tyrkneska stjórnin aö geta
fallizt á, aö þessar stöðvar
veröi aö einhverju leyti settar
undir stjórn Atlantshafs-
bandalagsins. óvist er hins
vegar taliö, aö Bandarikin
fallist á þaö, nema þá aö tak-
mörkuöu leyti. Astæöan er
m.a. sú, aö sumar stöövarnar
eru búnar tækjum, sem teljast
hernaöarleyndarmál og
Bandarikjamenn vilja ekki
láta aöra kynnast. Ef Banda-
rikjamenn missa stöövarnar
endanlega, getur þaö oröiö
verulegt áfall fyrir þá. Að visu
gegna nú gervihnettiri sivax-
andi mæli þeirri njósnastarf-
semi, sem þessar stöövar hafa
flestar gegnt, en þó munu þeir
ekki geta fylgzt eins náiö meö
kjarnorkustöövum Rússa I
Miö-Asiu, a.m.k. ekkifyrst um
sinn. Bandariskir þingmenn,
sem greitt hafa atkvæöi meö
banninu, segja aö þetta geti aö
visu oröiö tilfinnanlegt, en þó
ekki neitt sambærilegt viö þaö
aö missa Grikkland úr vest-
rænu varnarsamstarfi, sem
annars heföi getað meira en
komiö til greina.
PÓLITISKA ASTANDIÐ i
Tyrklandi gerir lausn á deil-
um Bandarikjamanna og
Tyrkja enn öröugri en ella.
Tyrknesk stjórnmál einkenn-
ast nú mjög á átökum milli
tveggja stjórnmálaleiötoga,
sem báöir hafa hag af þvi að
nota Kýpurmáliö og deiluna
viö Bandarikin sér til fram-
gangs. Annar þessara manna
er Demirel, foringi Réttlætis-
flokksins, en hinn Ecevit, leiö-
togi Lýöveldisflokksins. Þeir
eru báöir um fimmtugt og
hafa aö ýmsu leyti ekki
ósvipaöan stjórnmálaferil, en
eru annars ólikir á flestan
hátt. Demirel er kominn af fá-
tæku fólki, brauzt til mennta
af miklum dugnaöi, lærði
verkfræöi og stundaöi m.a. um
skeið nám I Bandarikjunum.
Hann gekk ekki I Réttlætis-
flokkinn fyrr en 1963, var ári
siðar kosinn formaður hans og
varö forsætisráöherra á næsta
ári eftir aö flokkurinn haföi
unniö mikinn kosningasigur.
Hann hélt enn velli I kosning-
unum 1969, en tveimur árum
siðar rak herinn hann frá
völdum og fór siöan meö
stjórn til 1973, þegar kosning-
ar fóru fram. 1 þeim kosning-
um tapaöi Réttlætisflokkur-
inn, en Lýöveldisflokkurinn
vann mikinn sigur undir for-
ustu Ecevits. Ecevit, sem er
sonur frægs málara og er
sjálfur þekktur fyrir kveöskap
og snjallar ljóöaþýöingar,
haföi ári áöur fellt hinn gamla
stjórnmálaskörung Tyrkja,
Inönu, viö formannskjör I
Lýöveldisflokknum. 1 þessum
kosningum kom jafnframt nýr
flokkur til sögu, Hjálpræöis-
flokkurinn svonefndi, sem
fékk allmikiö fylgi, en hann
fylgir fast fram Múhameöstrú
ogvillþvim.a. aukiö samstarf
viö Araba. Eftir meir en
þriggja mánaða þóf, tókst
Ecevit aö mynda stjórn meö
þátttöku Hjálpræöisflokksins.
Sú stjórn stjórnaöi innrás
Tyrkja á Kýpur eftir byltingu
þar I fyrrasumar og er Ecevit
slðan þjóðhetja I Tyrklandi.
Stjórn hans varö samt aö fara
frá vegna ósamkomulags I
september I fyrra og vildi
Ecevit gjarnan efna þá til
þingkosninga. Þaö fékkst ekki
og hófst siöan langt þóf, sem
lauk meö þvi aö Demirel tókst
aö mynda rlkisstjórn I aprll-
mánuöi siöastl. meö Hjálp-
ræðisflokknum og tveimur
hægri sinnuðum smáflokkum.
Sú stjórn hefur aðeins fjög-
urra atkvæða meirihluta á
þingi og er þvl talin mjög völt I
sessi. Þaö, sem bindur
stjórnarflokkana saman, er
sennilega mest óttinn viö
kosningar. Margir telja þaö
stjórninni til styrktar, aö hún
hefur nú fengiö tækifæri til að
sýna sjálfstæöi sitt gagnvart
Bandarikjunum. Ef bera ætti
tyrknesku flokkana saman við
flokka I Vestur-Evrópu, myndi
þaö sennilega helzt veröa
niöurstaöan, aö flokkur Ece-
vits væri sosialdemokratiskur
flokkur en Réttlætisflokkurinn
hægri sinnaöur miöflokkur,
sem ætti mest fylgi I sveitun-
um.
TALSVERT hefur veriö rætt
um, hvaöa áhrif deilan viö
Bandarlkjamenn geti haft á
tyrknesk utanrlkismál. Demi-
rel er talinn vilja halda áfram
vestrænu samstarfi, en hafa
frekar samstarf viö Nato en
Bandarikin. Ecevit er talinn
vilja hafa tengslin viö Nato
enn lausari, og sumir flokks-
menn hans vilja segja alveg
skiliö viö þaö. Sú stefna á llka
verulegt fylgi meöal hægri
flokkanna, sem vilja taka upp
aukið samstarf viö Arabarlkin
og fá lán hjá þeim til vopna-
kaupa. Mikla athygli hefur
vakið, aö á nýloknum fundi
Arabarikjanna, sem haldinn
var I Saudi-Arabiu, voru Tyrk-
ir-þvi fylgjandi, að ísrael yröi
vlsaö úr Sameinuðu þjóöun-
um.
Reynslan sker úr þvl hver
niöurstaðan veröur. Um þaö
viröast menn hins vegar sam-
mála, að fyrra ástand kemur
ekki aftur. Eitt af helztu blöð-
um Tyrklands hefur látiö svo
ummælt, aö Tyrkland sé hætt
aö vera vagn aftan I banda-
rlsku eimlestinni. Annaö hefur
sagt, að sennilega veröi
vopnasölubanniö Tyrkjum til
gæfu. Þeir myndu gerast
sjálfstæöari og treystu ekki
um of á fallvalta og falska vin-
áttu. En hvað, sem gerast
kann i Tyrklandi, spá fáir þvl,
aö þeir halli sér aö Rússum.
Þ.Þ.
Suleyman Demirel