Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. ágúst 1975 TÍMINN 5 Tíminn ræðir við fulltrúa í forsætisnefnd Norðurlandaráðs Vinnan sækir í sig veðrið BH-Reykjavlk.— Hafin er hjá Al- þýðusambandi íslands og Menn- ingar- og fræðslusambandi al- þýðu ný sókn til útbreiðslu tlma- rits á vegum þessara, stofnana, Vinnunni. 1 viðtali við Tlmann, komst Björn Jónsson, forseti ASÍ, svoaðorði, að stjórn ASI hefði á siðasta ASI-þingi orðið fyrir veru- legu ámæli af þvl að halda ekki timaritinu úti reglulega, en á þvi hefði vægast sagt verið misbrest- ur siðustu árin. Vinnan hóf göngu sina árið 1943, og var Friðrik Halldórsson, loft- skeytamaður, fyrsti ritstjóri hennar, en fljótlega tók Karl ís- feld við ritstjórninni, og hélt blað- inu úti af myndarskap um nokk- urt skeið, og kom þá timaritið út mánaðarlega, hið skemmtileg- asta aflestrar. Siðan hafa rit- stjórar tímaritsins verið allmarg- ir, og útgáfan gengið brösótt, lá til dæmis alveg niðri á árunum 1966-1973, en var endurreist siðla árs 1973 og var þá áformað, aö blaðið kæmi út ársfjórðungslega. Þótti það útgáfuform heppilegast sem spor i átt að útgáfu mánaðar- rits. Hefur ritið festst i sessi i þvi formi, og nýtur vinsælda, þótt meira verði að gera. Björn Jónsson benti á, að Al- þýðusambandið og verkalýðs- hreyfingin væru samtök, sem tækju sinar ákvarðanir og þyrftu að koma sinum skoðunum á framfæri. Enda þótt samvinna væri góð við fjölmiðla, væri ljóst, að útgáfa timarits eða blaðs væri höfuðnauðsyn, þar sem fyrst og fremst væri fjallað um málefni verkalýðshreyfingarinnar. Grundvöllur væri nægur. Meðlimir verkalýðshreyfingar- innar væru 40 þúsund talsins, og til þeirra allra ætti að vera hægt að ná gegnum útgáfu slíks tima- rits. Kvað Björn sókn I þá átt vera hafna með þvi að senda stjórn og trúnaðarmönnum hvers félags timaritið, og væri áhugi hjá þó nokkrum félögum á slikum sendingum, hjá sumum væri meira að segja áhugi á að fá timaritið handa hverjum félags- manni. Tækist að útbreiða þann hugsunarhátt væri útgáfu Vinn- unnar borgið. Vinnan er nýkomin út aö þessu sinni, hið myndarlegasta blað. Flytur það fjölmargar greinar og læsilegar af vettvangi verkalýðs- mála, auk upplýsinga, sem að gagni koma. Útgefendur ritsins eru Alþýðusamband Islands og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. JM il ’EGA] ______________ LANDVERND „Hér býr ekkl furðulýður ofan úr skýjum" Á þessum vettvangi hefur verið harðlega gagnrýnd skýrsla félagsráðgjafa um Breiðholtshverfi. Jafnfrarmt vöktu borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins athygli á skýrslunni utan dagskrár I borgarstjórn. t framhaldi af þvi hafa íbúar I Breiðholts- hverfi gengizt fyrir blaðaút- gáfu, þar sem skýrsla félags- ráðgjafanna er gerð að um- talsefni og léttvæg fundin. t dagblaðinu Visi birtist I gær viðtal við einn af stjórnar- mönnum Framfarafélagsins I Breiðholti III, sem segir m.a.: „Skýrsla félagsráðgjafa um Breiðholtsh verfi, svo og fréttaflutningur fjölmiðla hef- ur gert mörgum ibúum þar gramt i geði. t fyrrnefndri skýrslu er þvi m.a. slegiö fram að vinneyzla og pilluát húsmæðra sé algengt fyrir- bæri, svo og er þess getið, að skemmdarfýsn barna I hverf- inu sé meiri en annars staðar. Þetta eiga vist að vera ein- kenni svefnbæja, og félags- ráðgjafar telja að Breiðholt sé slikur. En þarna er slegið fram fullyrðingum, sem eru I raun ekki annað en álit ráð- gjafanna og ekki á neinum rökum byggðar. Þarna eiga lika hlut að máli félagsráð- gjafar, sem búa ekki einu sinni hér i hverfinu. Okkur hefur skilizt að félagsráðgjaf- arnir hafi orðið fyrir von- brigðum með, að skýrslan skuli hafa komið fyrir al- menningssjónir. Breiðholt er ekki fátækra- hverfi. Og það má minna á það, að fullorðna fólkið sem hér býr, er flest allt úr austur- eða vesturbænum. Hér býr ekki furðulýður sem dettur snögglega ofan úr skýjunum! Ég hef ekki trú á öðru en að Breiðholt verði fyrirmyndar- hverfi þegar ytri frágangi er lokið.” Svo mörg voru þau orð. t þeim er áreiðanlega lýst skoð- unum ibúa Breiðholtshverfa almennt, svo og annarra, sem um þessi mál hugsa. t fram- haldi af þvi er rétt að hafa i huga, að innan tiðar mun fjórðungur Reykvikinga búa I Breiðholtshverfum. —a.þ. Bankinn verður þjóðunum mikil hjálparhella — Þessi banki er angi af NOR- DEK, sem eitt sinn var hugmynd- in að kæmist á legg, en varð ekki að veruleika af ýmsum kunnum ástæðum. Bankinn mun vafalaust vera þjóðunum mikil hjálparhella i þeim framkvæmdum, sem þær kunna að ráðast i, — en um það hvar hann verður og hverjar starfsaðferðir hans verða, er ekki sv’o gott að segja um á þessu stigi. Enda er það ekki okkar verkefni að taka ákvörðun um þáð. Um málefni vinnumálamark- aðarins vil ég ekki láta neitt eftir mér hafa, enda eru skoðanir nefndarmanna skiptar um þau atriði. A/ SU.ÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS ASK—Húsavik — Timinn hitti að máli á Húsavikurfundinum nokkra fulltrúa frændþjóða okkar og hafði m.a. Johannes Antonsson frá Sviþjóö þetta að segja: Johannes Antonsson Enginn vafi að Island mun njóta góðs af Odvar Nordli, Noregi: — Með stofnun fjárfestingar- bankans skapast nýir möguleikar fyrir Norðurlandaþjóðirnar og um leið möguleikar á aukinni norrænni samvinnu. Þegar bank- inn mun verða að veruleika munu eflaust opnast áður litt þekktir at- vinnumöguleikar og enginn vafi á þvi að land, eins og t.d. Island, mun njóta mikið góðs af. Byggð- arlög sem hafa kannski verið af- skipt til þessa, geta fengið fjár- magn til uppbyggingar atvinnu- lifsins ásamt fleiru. Eitt stærsta verkefni síðan NORDEK leið Knut Enggaard frá Danmörku sagði: — Við erum hérna á Húsavik einungis til að leggja frumdrögin að stofnun bankans, en það er enn með öllu óljóst hvar hann kemur til með að starfa. Greinilegt er að tsland mun njóta góðs af stofnun hans. Afstaða okkar Dana til bankans er með nokkrum öðrum hætti en hinna Norðurlandabú- Mentor sláttuþyrlan er örugg og einföld i notkun. Hæöarstilling hnifs frá jörö er nákvæm, og þyrlan fylgir mishæöum landslags mjög vel. Sláttubreidd Mentor sláttuþyrlunnar er 135 cm. Tilbúnar til afgreiðslu strax. Upplýsingar hjá sölumönnum okkar og kaupfélögunum. Knut Enggaard anna, þvi eins og kunnugt er, erum við meðlimir i EBE, og um leið i þeim fjárfestingarsjóðum, sem þar er að finna. Stofnun bankans er eitt stærsta verkefni sem komið hefur til kasta Norð- urlandaráðs siðan NORDEK leið, og þessi áform nú mega engan veginn detta upp fyrir. Tíminner peningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.