Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. ágúst 1975 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Afmæli Stéttar- sambands bænda Þess var minnzt i gær á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda, að 30 ár eru liðin frá stofnun þess. I tilefni af afmælinu hefur Timinn gefið út auka- blað, þar sem birtar eru allmargar greinar varð- andi starfsemi Stéttarsambandsins. Hér þykir rétt að vitna til afmæliskveðju frá Halldóri E. Sigurðssyni landbúnaðarráðherra, sem birt er i aukablaðinu. Hann vikur fyrst að iögunum um framleiðsluráð landbúnaðarins, sem sett voru i landbúnaðarráðherratið Bjarna Ásgeirssonar 1947, eða á öðru starfsári Stéttarsambandsins. Þessi lög hafa tryggt bændastéttinni mikil rétt- indi og samtökum þeirra stórbætta aðstöðu. Landbúnaðarráðherra segir siðan: ,,Það orkar ekki tvimælis, að á þeim 30 árum, sem Stéttarsamband bænda hefur starfað, hefur mikið áunnizt. Umfram þau réttindi, sem lögin um Framleiðsluráð hafa skapað bændastéttinni, þá hefur fyrir forustu Stéttarsambandsins tekizt að skapa bændum hliðstæða afkomu og viðmið- unarstéttirnar hafa. Forusta Stéttarsambands bænda hefur einnig haft mikil áhrif á stórkostlega uppbyggingu vinnslustöðva landbúnaðarins. Margs konar fjöl- breytni i sölumeðferð landbúnaðarvara hefur verið komið á, sem Framleiðsluráð landbúnað- arins hefur átt sinn þátt i að vinna að, ásamt sölu á landbúnaðarvörum á erlendum mörkuðum, sérstaklega á Norðurlöndum. Hvort tveggja hefur valdið giftu bændasamtak- anna: gott skipulag og samstaða um það og örugg forusta kjörinna stjórnenda og fastráðinna starfsmanna. Eins og áður er fram tekið, var Sverrir Gisla- son, bóndi i Hvammi, kjörinn fyrsti formaður Stéttarsambands bænda, og var hann það 118 ár, eða til ársins 1963. Sverrir var þjóðkunnur félags- málamaður, sem mótaði starf Stéttarsambands bænda af einurð, heilindum og festu. Þegar Sverrir lét af störfum formanns fyrir 12 árum tók við formennsku bændasamtakanna Gunnar Guð- bjartsson, bóndi að Hjarðarfelli, sem gegnt hefur þvi starfi siðan við góðan orðstir. Gunnar er, eins og Sverrir var, þjóðkunnur af félagsmálastörfum sinum. Hann er kappsfullur og glöggskyggn for- ystumaður, úrræðagóður og lætur sinn hlut ekki eftir liggja. Hann er, á sama hátt og fyrirrennari hans, vel metinn og virtur af þeim, sem með hon- um starfa, og nýtur trausts bændastéttarinnar i landinu”. Þá gat landbúnaðarráðherra þriggja manna annarra, sem hafa unnið mikið fyrir Stéttarsam- bandið, eða þeirra Einars Ólafssonar, fyrrum bónda i Lækjarhvammi, Sæmundar Friðriksson- ar og Sveins Tryggvasonar. Að lokum segir landbúnaðarráðherra: „1 tilefni af 30 ára starfsafmæli Stéttarsam- bands bænda, færi ég samtökunum innilegar þakkir fyrir forustu þeirra i málefnum stétt- arinnar og vel unnin störf i þágu islenzks landbúnaðar og þar með islenzku þjóðarinnar. Afmælisósk min til samtakanna er sú, að þau megi njóta þeirrar giftu, að um leið og þau gæti hagsmuna stéttar sinnar, vinni þau að velgengni og farsæld lands og þjóðar, svo að bændastéttin megi jafnan verða hin trausti hlekkur i þjóðar- keðjunni, sem þjóðin geti treyst á i sviptibyljum hins margbreytilega lifs.” Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Hafa stórveldin breytt veðrinu? Eða er ný ísöld á næsta leyti? ÞAÐ ER viðar en á Islandi, að veöráttan hefur verið meö óvenjulegum hætti I sumar. Hér sunnanlands hefur verið óvenju sólarlitið og rigninga- samt. Þó hefur munurinn ver- ið öllu meiri annars staðar i Evrópu. A Norðurlöndum hef- ur verið óvenjulega heitt og þurrkar viða valdið tjóni. Sama gildir um Bretlandseyj- ar, Vestur-Þýzkaland og Frakkland. f Sovétrikjunum hefur hins vegar verið óvenju- legakaltog var farið að segja i Moskvu um miðjan ágúst, að haustiö væri þegar komið. Svo miklar hafa þessar veður- breytingar verið, að þær hafa breytt lifsvenjum og atvinnu- háttum á ýmsan hátt. Fólk hefur ekki aðeins gengið létt- klæddara, heldur breytt um vinnutima. Sums staðar hafa t.d. smiðir kosið heldur aö vinna aö næturlagi, og fengið sér I staðinn hvild á daginn, þegar hitinn hefur verið mest- ur. í heild mun veðurbreyting- in hafa orðið til hins verra fyr- ir landbúnaðinn, einkum vegna þurrka. MARGThefurverið rætt um það i erlendum fjölmiðlum, hvað valdi þessari breytingu. Þeir veðurfræðingar sem hafa haldið fram þeirri kenningu, aö veðrátta fari kólnandi og hæglega geti komið til „litillar isaldar”, þykjast hafa fengið nýja sönnun fyrir henni. Sam- kvæmt henni mun sú breyting veröa á næstunni, að sumrin hitna og veturnir kólna. Af hálfu sumra þessara veðurfræðinga hefur veriö lögö á það áherzla, aö viðkom- andi þjóðir séu alveg óviðbún- ar aö mæta þeim breytingum, sem hér séu i vændum. Flest- ar framkvæmdir á sviði at- vinnumála og húsnæðismála séu miðaðar við það, að veðr- áttan haldist óbreytt. Þetta gildi þó hvað mest um land- búnaðinn. Lækkun meðalhit- ans um 1-2 stig geti skekkt dæmið ótrúlega mikið, og þó kannski enn meira, ef breyt- ingin stafar af stórri sveiflu milli sumars og veturs. 1 mörgum tilfellum sé lika erfitt að gera sér grein fyrir afleiö- ingunum, a.m.k. i fljótu bragði. Timi sé vissulega til þess kominn, að menn fari ekki aðeins að hugsa um þetta, heldur búa sig undir það, sem I vændum er. Fjarri fer þvi, að allir veðurfræöingar séu sammála um, að nýtt kuldatimabil eða „litil isöld” séu i vændum. Skýringar þeirra á veður- breytingunni i sumar eru hins vegar talsvert mismunandi. Vafalaust á þetta eftir aö verða aukið umtalsefni i ná- inni framtið. FLEIRI en veðurfræðingar hafa lagt orð í belg um veður- breytinguna. Einstaka blaða- menn hafa t.d. varpaö fram þeirri spurningu, hvort veöur- breytingin kunni ekki að stafa af þvi, að stórveldin séu byrj- uð á einhverri tilraunastarf- semi við veðráttuna, og áhrifin oröið önnur og meiri en þau áttu von á. Fáir virðast þó taka þessa ágizkun alvarlega, en flestum viðkomandi fræöi- mönnum kemur þó saman um, að það gæti orðið eitt skæðasta vopniö, ef til styrjaldar kemur I framtiöinni, að beita tækn- innftil að hafa áhrif á veðrátt- una eða önnur náttúruöfl. Brézjnef lét þau orð falla i ræðu fyrr á þessu ári, að hér Þurrkar valda nú hungursneyö I mörgum löndum Afriku, t.d. Eþiópiu og Sómaliu. gæti veriö aö ræða um mestu hættuna I sambandi við deilur milli þjóöanna. A siðasta alls- herjarþingi SÞ var einróma beint þeirri áskorun til afvopnunarnefndar sam- takanna, að gera uppkast að alþjóðlegum samningi, þar sem bannað væri að gera breytingará veðráttu eða um- hverfi I hernaðarskyni. Af- vopnunarnefndin hefur und- anfarið setiö á fundum i Genf og geröist það fyrir fáum dögum, að Bandarikin og Sovétrikin lögöu fram sameig- inlegt uppkast að slikum samningi, og lögðu þau áherzlu á, að nefndin afgreiddi hann áöur en hún frestar fund- um nú um mánaðamótin. Uppkastiö var aðeins i nlu greinum og mjög einfalt og ákveðiö. Ef nefndinni tekst aö afgreiða það, verður það sennilega lagt fyrir næsta alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna til meðferðar. Nokkru áöur en Bandarikja- menn og Rússar lögðu fram uppkast sitt, hafði fulltrúi Kanada lagt fram greinar- gerö, þar sem lýst var ýmsum aðferðum til aö hafa áhrif á veöráttuna i hernaðarlegum tilgangi, t.d. með þvi að fram- leiöa þoku, sem geröi flugvelli óvirka, haglél, sem eyðilegðu uppskeru, fellibylji, sem gætu valdið miklu tjóni o.s.frv. Þá kynni aö geta verið hægt að valda eldgosi. Margir fleiri möguleikar voru nefndir. Það er kunnugt, að stórveld- in hafa fengizt við ýmsar tilraunir á þessu sviði að und- anförnu. Svo mikiö virðist Íígar upplýst, að fleiri unnugir menn en Brézjnef hafi fullyrt, að hér geti verið slik tortimingarhætta á ferð- um, aö vetnissprengjan sé hálfgert barnaleikfang i sam- anburði við hana. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.