Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 2. september 1975. 11 iér á landi NAR OG HAGSÝNI AÐAL- BYGGINGAKOSTNAÐAR úr Hallormsstaöaskógi. ýmsa aðra verkþætti. — Með þessu er hinni hefðbundnu húsa- gerð beint inn á nýjar og skyn- samlegri brautir. Þá segir, að eflaust valdi verð- bólgan, að ekki þyki svara kostn- aði að hef ja framleiðslu á stöðluð- um gluggum og öðru sliku, þar sem markaðurinn byggist á mik- illi eftirspurn en litlu framboði og slhækkandi verði. Annars ætti stöðlun að hafa í för með sér bæði sparnað á vinnu og efni sem augljóslega lækkar bygginga- kostnað. Auk þess flýtti stöðlun mjög fyrir framkvæmdum, sér- lega á annatimum, þar sem hægt ^Z^'^é^ífí-MÍ Ið notuö i yzta lag húsa fyrr á árum. Stóðst sýna. Nií hefur málning komiö i staðinn, og væri að fá staðlaða byggingahluta beint af lager. 1 ábendingum i þessum kafla segir, að finna þurfi hagkvæmari lausn á gerð útveggja úr stein- steypu, og fyrstogfremst þurfi að færa einangrunina út fyrir burð- arvegginn, þar sem slikt hafi i för með sér aukinn stöðugleika hita og raka í hiisinu. Kemur það að mestu i veg fyrir kuldabrýr, og sprungumyndun Utveggja ætti að minnka verulega. Þá þarf að beita i vaxandi mæli nýjum að- ferðum til þess að skapa varan- legt yfirborð steypunnar, til þess að draga Ur viðhaldsvinnu. Skattakerfið andsnúið verksmiðjuframleiðslu Handverk er rikjandi I bygg- ingaframkvæmdum hér, segir i kaflanum um byggingaaðferðir. SU staðreynd hefur skapað fast- mótaðar byggingavenjur og erfitt hefur reynzt að fá brugðið út af þeim, en jafnframt hefur það haft I för með sér litla breidd i al- mennri verkkunnáttu. Handverk islenzkra byggingaiðnaðarmanna mun vera i liáum gæðaflokki og standa jafnfætis því, sem gerist annars staðar. Vandi Islendinga er sá, að handverk verður sifellt dýrara og hlutfallslega minnk- andi framboð er á fagmönnum til þeirra starfa. Fjármögnunarerfiðleikar og þensla & markaði byggingaiðnað- armanna valda mestu um bygg- ingahraðann. Framkvæmdir dragast af þeim ástæðum að byggjendur þurfa að fá ráðrúm til þess að afla fjármagns, og þá fá þeir um leið möguleika á að inna af hendi mikla eigin vinnu. Tafir verða, er beðið er eftir iðnaðar- mönnum i ákveðin verk , en ströng ákvæði eru um verkskipt- ingu fagmanna. Til þess að mæta kröfum um mikla aukningu ibúðabygginga á næstu árum, samfara hlutfalls- legri fækkun i iðnstéttunum, er stóraukin notkun verksmiðju- framleiddra byggingahluta nauð- synleg. Verksmiðjuframleiðslu fylgja hagræðingarmöguleikar i framleiðslu ibúða og aukinn byggingahraði. Hún er óháðari veðri en hefðbundnar aðferðir og leyfirnotkun ófaglærðs vinnuafls. Þá kemur fram i skýrslunni, að núverandi skattakerfi er andsnú- ið verksmiðjuframleiðslu húsein- inga, þarsem söluskattur er lagð- ur á framleiðsluna, en ekki á vinnu á byggingarstað.og virðist það þegar vera verulegur og vax- andi hemill á eðliþega þróun, auk þess sem erfitt mun að utvega fjármagn til lagarframleiðslu húseininga. Þá segir ennfremur, að ekki þurfi að óttast að verksmiðju- framleiðsla ryðji úr vegi hefð- bundnum handverksaðferðum, enda séu handunnin hús yfirleitt eftirsóttari af almenningi — sé kostnaður við þau samkeppnis- hæfur við verksmiðjuframleidd hús, að þvi er reynslan sýni er- lendis. Vinnuaflsþörf i húseininga- verksmiðju, er framleiðir 20.000 rúmmetra af húsrými á ári, er talin vera um 22 menn sam- anlagt, eða um 900 rúmmetrar, mann á ári á móti iim 150 rúm- metrum/mann í venjulegu hand- verki. Efniskostnaður og skortur á faglærðum og ófaglærðum verka- mönnum i byggingaiðnaði munu knýja fram byggingaaðferðir, sem spara efni og vinnu. Húsnæð- isskorturinn mun þrýsta á úr- lausnir, þótt breytingarnar verði hægfara fyrst i stað. Þá búast þeir,sem i starfshópnum eru, við þvl, að verð handunninna húsa verði hlutfallslegra lægra en það er i dag, vegna vaxandi sam- keppni við verksmiðjufram- leiðslu og notkun staðlaðra móta á byggingarstað. Vél- og verk- smiðjuvæðing i byggingaiðnaði mundi væntanlega minnka stór- lega þann hluta byggingakostn- aðar, sem er af óeðlilegum rótum runninn (yfirborgarnir iðnaðar- manna, óeðlilega háir upp- mælíngataxtar o.fl.) Skynsamlegt skipulag getur lækkað byggingakostnað Varöandi skipulag og reglu- gerðir segir starfshópurinn, að lóða- og skipulagsmál margra bæjar- og sveitarfélaga hafi lengi verið í ólestri. Skipulag hefur oft ast verið látið sitja á hakanum, og það leitt til tregðu bæjaryfirvalda til lóðaUthlutunar, jafnvel á þeim stöðum þar sem mikill húsnæðis- skortur hefur verið. Mistök i skipulagi er erfitt að lagfæra, og þvi mikið i hUfi að nægur fyrirvari sé hafður á til að þau megi leiðrétta áður en upp- bygging svæða hefst. Skynsam- lega unnið bæjarskipulag og val svæðis fyrir mismunandi bygg- ingagerðir getur haft ahrif til lækkunar byggingakostnaðar. Með nákvæmum jarðvegsrann- sóknum áður en sjálf skipuiags- vinnan hefst má forðast mistök eins og gerðust i Fossvogi i Reykjavík, en þar fór dýpt grunna niður ;i iini 7 ni. Þá er bent á, að með þvi að Ut- hluta hundruðum einstaklinga lóðum samtimis sbr. Fossvog og Breiðholt, er verið að kaffæra lánakerfið, og einnig er i þvf sam- bandi bent á þá fjárhagslegu meinsemd, sem þessu fylgir, þvi að þetta veldur gifurlegum sveifl- um I eftirspurn eftir vinnuafli i byggingaiðnaði og fjármagni lánastofnana. Væri skipulag unn- ið með nægum fyrirvara, svo fá mætti lóðir þegar þeirra er óskað, kæmust menn hjá þessum sveifl- um. Óraunhæfar kvaðir skipulags- yfirvalda um gerð og form húsa eru tii trafala. Kvaðir um form húsa og stærð, lengd og iokun á- kveðinna veggja, ákveðinn þak- halla eða l'löt þök, eru aukaatriði, hvað varðar nýtingu iands og fjármuna heildarinnar. Þetta hefur heldurengin áhrif önnur en auka fábreytni umhverfisins. Bent er á nauðsyn þess, að endurskoða reglugerðir og kvaðir yfirvalda um margvisleg atriði skipulags-og byggingamála, svo þær standi ekki i vegi fyrir eðli- legri og nauðsynlegri þróun. Sem dæmi um kvaðir, sem taka þyrfti til endurskoðunar eru nefndar kvaðir um IbUðir i kjallara eða risi. — Þegar þessar kvaðir voru settar fyrir áratugum, var ekki sú tækni fyrir hendi, sem nú er við þéttingu veggja og ekki voru þá heldur kvaðir um jarðvatnslagnir I kringum hUs til að lækka vatns- borð. Þessar kvaðir hafa leitt til alls kyns vandamála i sambandi við sllkt IbUðarhUsnæðien hafa þó alls ekki komið i veg fyrir, að kjallara- eða risibUðir séu byggð- ar. Meistarakerfið hemill á byggingaiðnað Vinnulöggjöfin tekur ekki tillit til fjöldaframleiðslu, hagræðing- ar og iðnvæðingár og hlýtur þvi að vera Urelt I veigamiklum atr- iðum, en hUn er frá árinu 1927, segir i kaflanum um vinnuafl. I vinnulöggjöfinni er kveðiö á um meistarakerfi i byggingaiðnaði, en hugsunin að baki þess var tvi- mælalaust sU, að kunnáttumaður isérhverri iðngrein skyldi vera á- byrgur fyrir sinum Verkþætti. Meistarakerfi verður hins veg- ar ekki beitt vi'ð verksmiðjufram- leiðslu, þar sem f henni fléttast saman fjöldamargar iðngreinar. Mikill hluti vinnuafls við verkámiðjuframleiðslu er sér- hæfðir verkamenn, sem vinna undir stjórn faglærðra manna. Víst er að islenzka meistarakerfið hefur hamlandi áhrif, aðminnsta kosti á iðnvæðingu i byggingaiðn- aði. Ein af forsendum fyrir eðli- legri þróun byggingaiðnaðarins i átt til iðnvæðingar er þvi tvi- mælalaust endurskoðun meist- arakefisins i þá átt, að kerfið standi slikri þróun ekki fyrir þrif- um. Starfshópurinn telur islenzka iðnaðarmenn ekki standa að baki erlendum starfsbræðrum sínum að hæfni og verkkunnáttu. Þó segir I skýrslunni, að þjálfunar- kennsla I byggingaiðnaði hafi ekki verið nægilega kerfisbundin, og reynsla I verkundirbuningi sé of litil. Um ákvæðistaxta segir, að þeir séu allt of litið byggðir á tima- mælingum, og séu auk þess settir einhliða af iðnaðarmönnum, og ekki samið um þá við notendur, né fjallað um þá af hlutlausum aðilum. Verki ákvæðistaxtarnir lamandi á allar nýjungar i bygg- ingaiðnaði, þar sem fjárhagsleg- ur ávinningur af beitingu nýrrar tækni verður nær enginn. Af hálfu stéttafélaganna rikir allt of mikil ihaldssemi varðandi endurskoðun ákvæðistaxta, jafn- vel þótt margfalt tlmakaup sé fengiö, segir starfshópurinn. Á þennan hátt geta félögin orðið dragbitur á eðlilega þróun i bygg- ingaiðnaði. Vegna hinna háu taxta reyna einstaklingar að vinna sem mest sjálfir I bygging- unum og annast umsjón með þéim, sem kemur niður á aðal- starfi þeirra. Væri fróðlegt að fá vitneskju um, hver heildarávinn- ingur þessa er fyrir þjóðfélagið? segir I skýrslunni. Starfshópurinn telur æskilegt, að komið yrði á fót embætti bygg- ingastjóra, sem ætti. að yfirtaka ábyrgð meistara við ári.tun á teikningar húsa. Jafnframt beri hann alla ábygrðá snurðulausri framkvæmd byggingarinnar og losar byggjanda við margháU ið ónæði og óhagræði, er hann nU hefur. Byggingastjórinn ætti ann- að hvort að vera einn meistar- anna, hUsateiknarinn, bygginga- verkfræðingur eða bygginga- tæknifræðingur eða fulltrUi verk- takafyrirtækis. Þá kemur fram iskýrslunni, að Norðmenn hafa komið upp verk- einingabónuskerfi, þar sem hinar ýmsu faggreinar, sem vinna að sömu verkeiningu skipta milli sin bónus eftir ákveðnu kerfi. Þar sem hagsmunir allra aðila sam- einast i þessu kerfi verður allt skipulag auðveldara og snurðu- lausara og lélegt vinnuafl siast frá. Byggingakostnaður lægri úti á landi Samkvæmt spá um eftirspurn eftir IbUðarhUsnæöi, sem unnin hefur verið hjá Framkvæmda- stofnun rlkisins, þarf að byggja 24 til 28 þúsund IbUðir á árunum 1976 til 1985 til þess að fullnægja eftir- spurninni. Hingað til hefur ekki verið hægt að framleiða meira en um 1500 til 1800 fullgerðar ibUðir á hverju ári, svo greinilega þarf að gripa til annarra ráða til þess að fullnægja IbUðaþörfinni, að þvi er fram kemur i kaflanum Stýring og stjórnun. Kemur þá fernt til greina, aö áliti starfshópsins: 1. Innflutningur á Ibúðarhúsnæði, sem framleitt er að hluta til eða að öllu leyti erlendis. 2. Fjöldaframleiðsla ibúða á byggingarstað, byggt á mikilli tæknivæðingu og bættum byggingaaðferðum. Framhald á 19. siðu Mótauppsláttur er dýr, og þar fer mikið af verðmætum viðarborðum i siiginn, þar sem i staðinn mætti nota ódýrari plötur i mót.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.