Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 2. september 1975. TÍMINN tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu vio Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Úreltar stefnur Af hálfu ýmissa aðila hér á landi hefur verið reynt að hamra á þvi, að raunverulega væru ekki til nema tvær stjórnmálastefnur, kapitalisminn og marxisminn. Þeir flokkar, sem aðhylltust lýð- ræðislega umbótastefnu og vildu fara hér bil beggja, væru i reynd stefnulausir. Hér væri ekki nema um tvö úrræði að velja og þvi yrðu menn að skipa sér i aðra hvora fylkinguna. í þessum efnum eins og öðrum, er reynslan ólygnust. Hún sýnir, að kapitalisminn hefur mis- heppnazt i þeim löndum, þar sem farið hefur ver- ið nákvæmlegast eftir kenningum hans. Auðurinn hefur safnazt á fáar hendur, oft og tiðum án allra verðleika, en mikill fjöldi búið við fátækt og neyð. Spákaupmennska kapitalismans, eða svokölluð markaðskerfi hans valda oft miklum sveiflum og ójafnvægi, sem m.a. leiða til stórfellds atvinnu- leysis. Það er þvi furðulegt, að þrátt fyrir þessa reynslu, skuli enn vera til menn, sem trúa blint á kapitalismann. En þeir eru ekki einir um slika öf gatrú. Marx- isminn hef ur beðið svipað skipbrot og kapitalism- inn á undanförnum áratugum. Hann hefur verið reyndur i nokkrum löndum, þar sem kommúnist- ar hafa náð völdum, og afleiðingarnar orðið þær, að persónufrelsi er miklu minna og lifskjör lakari þar en viðast annars staðar. Þó eru til stjórn- málaforingjar á Islandi, sem dreymir um marx- istiskt stjórnarfar hér á landi. Þeir halda i úreltar kenningar marxismans með álika þráa og hinir, sem halda áfram að trúa á kapitalismann. . Ef reynt er að læra af reynslu þjóðanna frá s.l. áratugum, verður niðurstaðan ótvirætt sú, að þeim þjóðum hefur farnazt bezt, sem i verki hafa hafnað bæði kenningum kapitalismans og marx- ismans en valið sér eins konar meðalveg milli þessara öfga. Gleggst dæmi um þetta eru Norðurlönd, þar sem hægfara sósialdemókratar og umbótasinnaðir miðflokkar hafa mótað stjórnarfarið. Þar hefur stefnu hinnar skefja- lausu samkeppni verið hafnað, en heldur ekki horfið til almáttugs rikisvalds. Þar hefur verið farið bil beggja. Reynt hefur verið að tryggja frjálsu framtaki hæfilegt svigrúm, en rikisvald- inu jafnframt beitt til að hafa forustu um jöfnuð og skipulega stjórnarhætti. Hvergi hefur náðst betri árangur. Reynsla Norðurlanda hefur sýnt bezt, að jafnt kapitalisminn og marxisminn eru úreltar stefnur. Niðurgreiðslurnar I ræðu, sem landbúnaðarráðherraflutti á aðal- fundi Stéttarsambands bænda, lysti hann þeirri skoðun, að það væri óheppilegt fyrirkomulag, að greiða ekki niður nautakjöt. Ástæðan til þess, að þetta hefur ekki verið gert er sú, að nautakjöt er mjöglitill þáttur i framleiðsluvisitölunni. Strand- að hefur á þvi, að þessu fengist breytt. Aðalfund- ur Stéttarsambandsins lýsti sig eindregið fylgj- andi þessari breytingu, og stendur nú vonandi ekki á öðrum aðilum, að hún geti komizt fram. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kyrrlát stjórnar- bylting í Perú Byltingarstefnunni frá 1968 fylgt áfram ÝMSUM stjórnarherrum i Afriku hefur orðið hált á þvi, að sækja ráðstefnur erlendis. Andstæðingar þeirra heima fyrir hafa notað sér fjarveru þeirra til að steypa þeim af stóli. Suður-Amerikumenn virðast ætla að mota aðra venju i þessum efnum. Fyrra mánudag setti Juan Velasco Alvardo, æðsti maður her- foringjastjórnarinnar i Perú, ráðstefnu rúmlega áttatiu þróunarrikja, sem kom saman i Lima og standa átti til viku^ loka. Degi áður en ráðstefn- unni, lauk, eða slðastl. föstu- dag, bárust þær fréttir inn á fund ráðstefnunnar, þegar Bouteflika, utanrikisráðherra Alsir, var að halda ræðu, að Velasco hefði verið sviptur völdum, og nýr þjóðarleiðtogi eða forseti verið skipaður i stað hans. Siðar um kvöldið fluttu allar útvarpsstöðvar i Perú ávarp, sem var eignað Velasco, þar sem hann lýsti hlutverki sinu lokið sem leiðtoga byltingarinnar, sem var gerð 1968 og hvatti menn jafnframt til áframhaldandi stuðnings við hana. Fyrr um daginn höfðu yfirmenn hers- ins sett Velasco 2 kosti, að segja af sér og fara þá frjáls allra sinna ferða eða að verða sviptur völdum. Velasco kaus fyrri kostinn að sögn. Þegar hann yfirgaf forsetahöllina um kvöldið hafði litill hópur manna safnazt þar saman til að hylla hann. Velasco ávarpaði þessa fylgismenn sina fáum orðum og bað þá að styðja stjórnina og byltinguná. Siðan ók hann burtu, ásamt fylgdarliði sinu. Atburður þessi gerðist að öðru leyti i kyrrþey, og án þess að her eða lögregla þyrfti nokkuð að láta til sin taka. ÞAD MA segja, að Velasco hafi látið jafnhljóðlega af völdum og hann tók þau i byrj- un október 1968. Mjög rót- tækur stjórnmálamaður, Victor Raul Haya de la Torre, setti meginsvip á stjórnmála- baráttuna i Perú á árunum 1924-1964. Hann hlaut stuðning Indiána, sem eru um helming- ur af íbúum landsins, og búa yfirleitt við mikla fátækt. Hann bauð sig'fram i flestum forsetakosningum á þessu timabili en náði þó aldrei kosningu. Herinn skarst iðu- lega I leikinn á þessum tima og fór með völdin öðru hverju, en aldrei lengi I einu. Arið 1962 fóru fram forsetakosningar og fékk ekkert forsetaefn ið þá nægilegt atkvæðamagn eða þriðjung greiddra atkvæða, en Torre fékk flest atkvæðin. Eðlilegast hefði verið, að Torre hei'ði orðið forseti, likt og Allende i Chile. Af þvi varð þö ekki, þvi að herinn tók völdin og efndi til nýrra for- setakosninga 1963. Þá náði Belaunde Terry kosningu, en hann hafði heitið að beita sér fyrir ýmsum róttækum um- bótum. Honum varð hins veg- ar lítið ágengt, þvi að meiri- hluti þingsins var andvigur honum. Hálfgert öngþveiti skapaðist þvi i landinu, og varð það til þess að hers- höfðingjarnir skárust i leik 1968, eins og áður segir. Belaunde var rekinn i útlegð, og herinn myndaði stjórn und- ir forustu Velascos. Þetta gerðist mjög hljóðalitið, likt og stjórnarskiptin nú ng vakti Velasco Alvardo Morales Bermúdez enn minni athygli en ella vegna þess.aðhinn nýiforseti var mjög hlédrægur og virtist vilja láta sem minnst á sér bera. Stjórn Velasco hefur hins vegar orðið ólik fyrri stjórn- um hershöfðingja i Suður- Amerlku, sem flestar hafa verið mjög afturhaldssamar. Hún ákvað að beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsbreyting- um og hefur þvi litið á sig sem byltingastjórn, sem færi bil beggja milii kommunisma og kapitalisma. Stórjörðum hef- ur verið skipt milli smábænda, atvinnulýðræði komið á i verksmiðjum og ýmis erlend stórfyrirtæki verið þjóðnýtt, m.a. bandarisk oliufélög. Vegna þess slðastnefnda hefur verið grunnt á þvi góða milli Perús og Bandarikjanna, enda þótt samningar næðust um skaðabótagreiðslur. Eftir að af tu rhaldssam ir hers- höfðingjar tóku völdin I Chile. hefur stjórnin i' Perú talið nauðsynlegt, að styrkja varnir landsins og m.a. fengið tals- vert af hergögnum frá Sovét- rikjunum. Hin róttæka stefna stjórnar- innar mæltist i' fyrstu vel fyrir hjá almenningi, en fram- kvæmd hennar hefur gengið misjafnlega vel. eins og við mátti búast, og við það hefur svo bætzt efnahagskreppan siðustu misserin. And- stæðingar stjórnarinnar jafnt til hægri og vinstri hafa notað sér þetta til að gera hana óvinsæla. Einkum hefur áróður þeirra beinzt gegn Velasco, sem talinn var ráða mestu um stefnuna. Það bætti ekki stöðu hans, að hann var litill áróðursmaður og kom sjaldan fram opinberlega. Það hefur svo bætzt við, að siðustu árin hefur hann átt við marg- háttað heilsuleysi að striða og varð að taka af honum annan fótinn fyrir tveimur árum. Þvl hefur verið spáð um nokkurt skeið, að hann myndi fljótlega láta af völdum eða verða neyddur til þess, eins og nii er komið á daginn. HINN NÝI forseti Perú er hershöfðinginn Francisco Morales Bermudez, en hann var skipaður forsætisráðherra i febrúarmánuði síðastl., en hafði áður verið bæði fjár- málaráðherra og varnar- málaráðherra. Yfirleitt hefur hann verið talinn liklegasti eftirmaður Velascos, ef herinn færi áfram með völd. Morales er 53 ára, eða 12 árum yngri en Velasco. Hann hefur verið talinn mesti gáfumaðurinn i hópi hershöfðingjanna og lika verið vinsælastur meðal al- mennings. Morales er sagður hafa verið þess hvetjandi, að þjóðfélagsbylting sú, sem herinn beitti sér fyrir, yrði framkvæmd á lengri tíma. Þess vegna er þvi riú spáð, að hann muni ekki ganga lengra I byltingarátt að sinni, heldur reyna að festa i sessi það, sem þegar hefur verið gert. Hann hefur ekki látið neitt I ljós, sem gæti bent til þess, að herinn ætlaði að sleppa völdunum og koma á lýðræðis- legum stjórnarháttum. Tvimælalaust er hægt að fullyrða," að bylting hershöfðingjanna i Perú er ein athyglisverðasta tilraunin. sem hefur verið gerð i Suður- Ameriku til að koma á rétt- látari stjórnarháttum og jafna bilið milli rikra og fátækra. sem óviða er meira. Þvi er ekki ósennilegt, að Velasco hafi unnið sér merkan sess i sögu Suður-Ameriku. þótt hann hafi orðið að láta af völdum. Hann hefur reynt að koma fram ýmsu þvi, sem Haya de la Torre beitti sér fyrir. Það er trúlegt, að hann hljóti meiri viðurkenningu eftir að hann hefur látið af völdum. en meðan hann fór með þau. Sá orðrómur hefur komizt á kreik. að bandariska levniþjónustan iCIA) hafi skipulagt áróður gegn Velasco og orðið vel ágengt i þvi að afla honum óvinsælda. einkum meðal hægri manna. Erfitt er að dæma um réttmæti þessa orðróms, þvi að CIA er nii talið koma víðar við sögu en rétt er. Hitt er hins vegar vist, að Bandarikjamenn munu ekki sakna Velasco, og sizt af öllu munu bandari'sk auðfélög gera það. þvi að þau telja sig hafa verið hlunnfarín i sambandi við skaðabótagreiðslur. Riissar munu aftur á móti harma fall hans. þvi að hann hefur aukið samstarf við þá að undanförnu. Af þeirri ástæðu er liklegt að Kinverjar hrósi happi. -Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.