Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 4
4 ., TÍMINN Þriðjudagur 2. september 1975. asoa 1 :¦ illn.ilfL Margt gerist á sæ Bill Williams er verkfræðing-. ur, sem hefur sérhæft sig i gas- stöðvum og öðru, sem að.þeim lýtur. I fristundum slnum stundar hann sjómennsku og er aðmiráll yfir eigin flota, sem samanstendur af baðkerum. A myndinni er hann á flaggskip- inu I fullum skrúða að klkja til lands, þar sem Nicki nokkur Howorth sólar sig i flæðarmál inu. Meira vitum við ekki um hana. En um Bill er það að seg ja, að hann er staöráðinn i aö hnekkja núverandi heimsmeti i hraðsiglíngu á baðkeri með utanborðsmótor. Að þvi afreki loknu mun hann standa fyrir stofnun Alþjóöa baðkerakapp- siglingasa mbandsins. Hvað á að borða til að öðlast langlífi? Nákvæmar rannsóknir á fólki sem náð hefur hundrað ára aldri og þaðan af meira I Sovétlýð- veldinu Grúslu hafa leitt I ljós að varla er nokkur þeirra þyngri en eðlilegt er. Sérstak- lega var mataræöi þessa aldraða hóps athugað náið. Yfirleitt kom það I ljós að hita- einingafjöldinn í mat J>eirra var lægri en læknar telja eðlilegt fyrir fólk á þessum aldri. Ein- kennandi mataræöi er samsett af kraftsiipu, miklu grænmeti og fuglakjöti. Nauta- og kinda- kjöt er nær ævinlega borðað soöið en aldrei steikt. Sérfræðingar benda á að hér sé sem sagt um að ræða auö- meltan mat. Þeir sem voru bezt á sig komnir meðal þeirra sem rannsakaðir voru neyttu reglu- lega mikils af ávöxtum, og c-vitamln auöugu grænmeti. Þeir borðuöu einnig mjög mikið af hunangi, en ekki sykur. At- hygli vakti hvað æðakölkunar gætti lltið og töldu læknar það stafa af þvl að I mataTæöinu er mikið af mjólkurmat, súrmjólk og ost. SPANGOL Leikið undir | Eins og allir hundavinir vita eru hundarmjögmenningarleg dýr. Þeir, sem segjast vera hunda- vinir, en vilja ekki sjá eða heyra hunda, halda hinu gagnstæða fram og klifa á þvf að hundar séu villidýr, sem ekki séu i hiís- um eöa bæjum hæfir, og telja að I mesta lagi sé hægt að halda þá i sveit, þvi að það sé eðli teg- undarinnar að hlaupa um I mó- unum en ekki að pissa utan I ljósastaura, sem standa upp Ur malbiki. Hundurinn Hertogi býr I Birmingham í Englandi, sem þykir að visu ekki mjög' menningarleg borg, en -eigi að stður er hundurinn, sem ber þetta stolta nafn, mikill tónlistarunnandi, og það bregzt ekki, að þegar hún Zoe litla Briddle, sem býr á sama heimili ogHertogi, æfir sig á klarinettið sitt tekur hundurinn þátt I tón- leikunum og þenur sig allt hvað hann getur i kapp viö klarinettið. DENNI DÆAAALAUSI alvöru demantsliriiigip. Sdstu ekki aö ég r';kk hann i alvöru karamellupoka?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.