Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 2. september 1975. Rannsóknaráð rikisins valdi i janúar 1974 átta menn i starfshóp, sem vinna skyldi að gerð yfirlits yfir stöðu og spá um þróun byggingastarfsemi hér á landi. Myndun þessa starfshóps er liður i ákvörðun Rannsóknaráðs um að skipa vinnuhópa til þess að annast úttekt og áætíanagerð fyrir fjóra höfuðatvinnuvegilandsmanna: land- búnað, iðnað, sjávarútveg og byggingastarfsemi. í hverjum þess- ara starfshópa skulu vera fimm til sjö menn, en þeir, sem skipaðir voru i starfshópinn, sem kanna skyldi þró- un byggingastarfseminnar, eru Július Sólnes, prófessor, formaður, Óttar P. Halldórsson yfirverk- fræðingur, ritari, Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri, Guð- mundur Ó. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, Halldór Jónsson, verkfræðingur, Magnús G. Björns- son, arkitekt, Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri og Reynir Hugason frá Rannsóknaráði rikisins. Hópurinn hefur nú lokið verkefninu og skilað skýrslu um niðurstöður sinar. Hér i opnunni birtist útdráttur úr skýrslu starfs- hópsins. Yfirlitsskýrsla um stöðu, spá og þróun byggingaiðnaðar h< SKORTUR STÖÐLU ORSÖK HINS HÁA ísland er land steinsteypunnar „Með réttu má segja, að ísland sé land steinsteypunnar," segir i kaflanum um byggingaefni, þar sem fjallað er um innlent bygg- ingaefni. Arleg sementsnotkun hvers ibúa hér er meiri, en viðast hvar annars staðar, enda er lang- mesturhlutibygginga og annarra mannvirkja gerður úr stein- steypu sem aðalefni. Orsakir þessa eru ýmsir hagstæðir eigin- leikar steinsteypu, svo sem mikið veörunarþol. Þótt steinsteypan sé þannig eitt aðalbyggingaefnið, er hUn stund- um misjöfn að gæðum. Blöndun steinsteypu og efnisgæðum henn- ar hefur verið ábótavant, þótt mikið hafi áunnizt með tilkomu fullkominna og vel rekinna steypustöðva. Enga lögbundna sérþekkingu þarf til þess að framleiða steinsteypu, og getur hver sem er hafið framleiðslu og sölu á henni. Meðferð steinsteypu á bygging- arstað er oft mjög slæm, og veldur oft mjög dýrum og vinnu- frekum lagfæringum og eftirmeð- höndlun, sem annars væri litt þörf á. Standa íslendingar hér að baki nágrannaþjóðum sinum. Rannsóknir á eiginleikum steinsteypu hérlendis eru skammt á veg komnar, að þvi er segir í skýrslunni, og ennfremur að of lítið hafi veriö gert til að kanna möguleika á notkun léttra hráefna, vikurs og hraungjalls. Með aukinni verksmiðjufram- leiðslu hUshluta megi þó eflaust hagnýta mun fleiri innlend bygg- ingaefni en nú er gert. Þá vekur það furðu starfs- htípsins hversu almennri Ut- breiðslu múrhúðun og málning hUsahefurnáð, þar sem viðhalds- þörf slfks frágangs er mjög mikil. Hins vegar er nú horfin að mestu sú aðferð að hrauna hús utan, og hilða með hrafntinnumulningi og jafnvel skeljasandi, þó að hann væri lakari, en það yfirborð var veburþolið. Mestur hluti byggingaefnis er innfluttur, en þó á sér stað ýmis framleiðsía á byggingaefni hér, t.d. framleiðsla einangrunar- plasts, ofna, einangrunarglers, málningar- og kittisvara. Þá er framleiddur hér þakpappi og mestallursaumur. 1 framhaldi af þessu vaknar sú spurning, hvort tslendingar hafi ekki hætt að nota ýmis hagnýt byggingaefni, sem áður fyrr gáfu hér góða raun. Er þar nefnt sem dæmi reiðingur til Stöðlun og verksmiðjuframleiösla gæti lækkað byggingarkostnað. Laugardal. Þetta einingahús er á sýningunni i einangrunar og torf á þekjur úti- húsa, útveggjahleðslur úr torfi og grjóti, hellugrjóti eða tilhöggnu grjóti auk bárujárns, bárustáls eða báruáls utan á einagraða veggi. Mestur hluti byggingaefnis er innfluttur, og nemur sá innflutn- ingur 7—8% af vöruinnflutningi landsins. Einn stærsti liðurinn i innflutn- ingnum er timbur, en það hefur verið notað i byggingaiðnaði hér eins og um væri að ræða óþrjót- andi og ódýrt byggingaefni, en verð á þvi hefur hækkað mikið slðustu ár og má búast við að sú þróun haldi áfram. Starfshópurinnbendir á, að rétt sé aö endurskoða notkun timburs I islenzkum byggingaiðnaði. Mætti til dæmis Utrýma notkun borðviðar i mótauppslætti og nota I staðinn ódýrar plötur, sem framleiddar væru hér. Verð á stali hefur hækkað ört, en starfshópnum þykir liklegt, að unnt verði að koma á fót islenzkri stálbræðslu fyrir úrgangs-og brotajárn á næstu árum, er legði þá aðaláherzlu á framleiðslu steypustyrktarstáls. Starfshópurinn bendir á nauð- syn þess, að gera athuganir á notkunsem flestra innlendra efna til þess að auka fjölbreytni i byggingaiðnaðinum og draga Ur innflutningsþörfinni, þar sem hagkvæmast sé, að sem mest af byggingaefnum sé framleitt hér- lendis Ur innlendum efnum, svo fremi fjárhagslegur grundvöllur leyfi það. Nefndir eru möguleikar á framleiðslu á plötum til innrétt- inga og mótasmiði, Ur grasi, vikri, reiðingi og öðrum lífrænum og ólifrænum efnum. Undir lokin segir orðrétt i kafl- anum um byggingaefni: Þegar horft er lengra fram og athuguð notkun timburs i islenzkum bygg- ingaiðnaði ber að hafa i huga, hvers innlend trjáframleiðsla er megnug. Reynslutölur Skógrækt- ar rfkisins um víðarvöxt á ts- landi, sýna að 4—8 rúmmetrar/ ha./ ári viða vöxtur næst hér á landi. Þetta magn nýtist allt að 2/3 hlutum sem unninn viður, og eru þessar tölur ekki óhagstæðari en það, sem viða gerist I timbur- löndunum. Meiri stöðlun minni sérhönnun Flest okkar fbUðarhús og ibUða- byggingar eru sérhannaðar og byggðar með tilliti til óska hUs- byggandans, og þótt mikil ihalds- semi sé rikjandi varðandi gerð hUsa og efnismeðferð, hefur litil á herzla verið lögð á framboð staðl- aðra húsateikninga og á notkun mátkerfa.aðþvier segir i kaflan- um um hUsagerð. Dýrum og vinnufrekum timburmótum er slegið upp fyrir hUsi, sem steypt er Ur stein- steypu. HráhUsið i fokheldu á- standi er oft mjög óvandað og illa unnið og þarfnast þvi mikillar eftirmeðhöndlunar. Sú hugsun er rikjandi, að múrhúðun muni dylja og lagfæra allar misfellur. Þekk- ist óviða önnur eins múrvinna og viðgerðir og hér, á sama tima og lærðum niúrurum fækkar ört og múrarastéttin annar hvergi nærri þeim byggingaframkvæmdum, sem árlega er þörf fyrír. Starfshópurinn segir, að það sé athyglisvert, að gamlar aðferðir og efnismeðferð, sem áður fyrr reyndust ágætlega séu nU horfnar með öllu. Litið sem ekkert hafi verið reynt að aðlaga og endur- bæta gamlar aðferðir réttum að- stæðum svo sem hleðslu Ur nátt- Urugrjóti, torfi og grjóti, notkun torfþaka og bárujárnsklæðningu hUsa . Innréttingar hUsa séu siðan flestar sérsmiðaðar, svo sem huröir, veggja- og loftklæðningar og fleira. Það má rækta nytjaskóg á tslandi. Myndin er úr Vegna hinnar miklu óðaverð- bólgu, sem Islendingar hafa bUið viðundanfarið, hefur dregið mjög Ur öllum áhuga á þvi að athuga skynsamlegri hUsagerðir en hing- . að til hafa verið. Byggjendur spara oft mikla fjármuni með þvi að keyra byggingu áfram, og vilja þvf ekki eyða þvima i að kanna nýjar leiðir. Starfshópur- inn nefnir þó tilraunir opinberra aðila, Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar, og nokkurra einkaaðila til þess að draga Ur byggingakostnaði með fram- leiðslu eininga og aukinni vélvæð- ingu i sambandi við mótagerð og Skeljasandur og mulin hrafntinna voru mikiði þetta lag furðuvel veðrun, eins og mörg hús sýi þarf húu mikið viðhald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.