Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI BTB TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf c 211. tbl. —Miðvikudagur 17. september—59. árgangur HF HÖRÐUR GUNNARSSON S^ULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Jóhannes misnotaði vítaspyrnu — VALSLIÐIÐ fær stóran skell, þegar það mætir okkur á Parkhead I Glasgow — við vinmim þá þar meö 6-7 marka mun, sagöi Jóhannes Eðvalds- son, sem var fyrirliði Celtic- liðsinsá Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Jóhannes.sem sést hér á myndinni ásamt fyrrum félaga sinum úr Val — Her- manni Gunnarssyni — fékk gullið tækifæri til að skora i gærkvöldi, þegar hann tók vitaspyrnu. En honum brást bogalistin. — Sigurður Dags- son gerði sér litið fyrir og varði spyrnuna frá Jóhannesi. *? o Vilja fara með Nord global á makrílveið- a r við Ka na ríeyja r Gsal-Reykjavik — Þrir islenzkir bátar hafa nú um mánaðartima stundað loðnuveiðar i Barentshafi og landað aflanum um borð i bræðsiuskipið Nordglobal, sem verið hefur á miðunum. Nordglo- bal heldur í næsta mánuði suður til Afrikustranda, en þar hefur skipið verið mörg undanfarin ár i byrjun vetrar og tekið á móti makrilafla norskra biíta sem þar FREÐFISKSFRAMLEIÐSLA HEFUR AUKIZT UM 22% BH-Reykjavik. — i ágiistlok sl. hafði freðfiskframleiðsla (bol- fiskur og flatfiskur) hjá þeim frystihúsum, sem selja fram- leiðslusina hjá Sjávarafurðadeild SIS, aukizt um 22% frá áramót- um, miðað við sama timabil 1974. Þá var framleiðslan orðin 14.500 lestir, en var 11.900 lestir á sama tima i fyrra. I Sambandsfréttum, fréttabréfi SIS, segir, að það sé ljóst af afla- skýrslum Fiskifélagsins fyrir fyrstu sjö mánuði ársins, að heildarbolfiskafli landsmanna hefur aukizt um 5,5% eða úr 274 þusund lestum árið 1974 upp i 289 þiísund lestir 1975. Þar segir einnig, að það veki sérstaka athygli, að veruleg aukning hafi orðið á löndunum togara innanlands, þ.e.a.s. úr 78 þúsund lestum 1974 upp i 106 þús- und lestir 1975. Meginástæða framleiðsluaukningar frystihús- anna virðist þvi vera þessi mikla aukning togaraaflans. Afli togara hefði aukizt um 23% fyrstu sjö mánuði órsins, en þess megi geta, að á sama timabili hefði bátaafl- inn dregizt saman um 3%. Þess má geta, að frystihúsin, sem selja framleiðslu sina hjá Sjávarafurðadeild SIS, hafa lengst af verið með um fjórðung af freðfiskframleiðslu lands- hafa verið við veiðar. tslenzku bátarnirþrirhafafullan hugá, að fylgja Nordglobal eftir ihaust og fara á makrflveiðar, en endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tek- in i málinu. Timinn ræddi af þessu tilefni i gær við Pál Guðmundsson, skip- stjóra á Guðmundi RE, en auk Guðmundar RE hafa Börkur NK og Sigurður RE verið á löðnuveið- unum i Barentshafi. — Það er áformað að Nordglobal fari suður til Afriku i lok október sagði Guðmundur, og þessir þrir bátar hafa allir hug á að fara með hon- um þangað. Hins vegar er þetta mál ekki frágengið ennþá, bæði er að Nordglobal á eftir að fá leyfi strandrikisins — Maritaniu — til þess að taka á móti makril, og hvað okkur áhrærir, eigum við eftir að gera samning við Nord- global um verð og einnig viljum við að takmarkaður verði fjöldi báta sem landi i Nordglobal. Páll sagði að veiðisvæðið væri suð-austur frá Kanarieyjum, og makrillinn, sem þar væri veidd- ur, væri svokallaður hrossa- makrill, sem færi i mjölvinnslu. Aðspurður um loðnuveiðina i Barentshafi, sagði Páll, að hún hefði verið ágæt, bátarnir þrir væru allir komnir með yfir 7.000 tonn. — Þið hafið ekki hug á að fara á Noröursjávarsfldveiðarnar? — Nei, ef okkur stendur þetta til boða, munum við fremur hugsa um það, þvi við erum hræddir við verðið i Norðursjón- um. Tilkostnaður hefur aukizt verulega og verðið var lágt i allt sumar, þótt það hafi verið viðun- andi núna um tima. Islenzku bát- arnir hafa verið fáir á þessum veiðum fram að þessu, en fær- eyzku bátarnir, svo og þeir dönsku og sænsku, hafa allir þurft aö fara eftir mjög ströngum skömmtunum — ekki eingöngu eftir kvótaskiptingu Norðaustur- Atlan'tshafsnefndarinnar, héldur hafa þessar skammtanir verið geröar að miklu leyti til þess að halda uppi verðinu i Danmörku. Af þessum ástæðum óttast maður að fari margir islenzkir bátar i Norðursjóinn, þá muni verðið aftur lækka til mikilla muna, sagði Páll Guðmundsson. Leifar miðaldakaup- staðar við Hvalfjörð — LÍKLEGA HINAR MESTU Á LAND INU NÆST RÚSTUNUM Á GÁSUM Belgar: 12 togara i tvo ar BH-Reykjavik. — Við þreif- uðum fyrir okkur, hve neðar- lega Belgar gætu hugsað sér að fara með togaraflotann sinn, sem hugsanlega fengi veiðiheimild svipað þvi, sem verið hefur, og til hve langs tima þeir hefðu hugsað sér veiðiheimildirnar. Það kom i ljós, að þeir geta hugsað sér að fara niður i 12 togara, en niíeru 19á listanum.og sam- komulagið yrði gert til tveggja ára, sagði Hans G. Andersen, formaður is- ienzku viðræðunefndarinnar við Belga um landhelgismál, I viðtali við Timann i gær. * o JH-Reykjavik. — „Þarna hefur verið mikill verzlunarstaður, sennilega í mestum blóma á þrettándu og fjórtándu öld", sagði Björn Þorsteinsson prófess- or viðTImann í gær. „Leifar þær af biiðarústum, sem þar má finna, benda til þess, að hann hafi slagað upp í kaupstaðinn á Gás- um." Alkunna er, að Hvalfjarðar er oft getið i sambandi við skipa- komur til landsins að fornu. Til eru skjöl og gerningar, sem gerð- ir hafa verið i Hvalfirði á fjórtándu öld og um aldamótin 1400, væntanlega i kaupstað þar, og þar tók Einar Herjólfsson land, er svarti dauði fluttist ilt hingað með skipi hans. Sagnir um kaupstað i Hvalfirði hafa einkum verið tengdar Hval- fjarðareyri, en búðariistir þær, sem Björn Þorsteinsson var að tala um, eru i Hálsnesi, norðan við Laxvog, ofan við svonefndan Buðasand. Fóru þeir þangað i rannsóknarferð fyrir skömmu, Björn Þorsteinsson, Þór Magniis- son þjóðminjavörður og Svein- björn Rafnsson fornleifafræðing- ur, ásamt fleira fólki. — Búðirnar hafa staðið á um það bil tvö hundruð metra löngu svæði ofan við sandinn, sagði Björn, og eru næsta greinilegar. Hann bætti þvi við, að umfangs- meiri minjar um miðaldakaup- stað sé varla að finna annars staðar hér á landi, nema á Gásum við Eyjafjörð. Ekki langt frá Búðasandi er Mariuhöfn, þar sem eflaust hefur verið skipalagi i vernd heilagrar guðsmóður. — Mér finnst ekki ósennilegt, sagðiBjörn.aðþessikaupstaður i Hálsnesi hafi lotið i lægra haldi fyrir Hafnarfjarðarkaupstað, er hann tók að dafna, þegar fram á aldir kom.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.