Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR
BARKAR
TENGI
I—
TARPAULIN
RISSKEMMUR
Landvélar hf
211. tbl. —Miðvikudagur 17. september—59. árgangur
HF HORÐVR 6UN1ÍARSS0N
Sf^ULATÚNI 6 -SÍMI (91)19460
Jóhannes
misnotaði
vítaspyrnu
— VALSLIÐIÐ fær stóran
skell, þegar þaö mætir okkur á
Parkhead I Glasgow — viö
vinnum þá þar meö 6-7 marka
mun, sagöi Jóhannes Eövalds-
son, sem var fyrirliði Celtic-
liðsinsá Laugardalsveliinum i
gærkvöldi. Jóhannes, sem sést
hér á myndinni ásamt fyrrum
félaga sinum úr Val — Her-
manni Gunnarssyni — fékk
gullið tækifæri til aö skora i
gærkvöldi, þegar hann tók
vítaspyrnu. En honum brást
hogalistin. — Siguröur Dags-
son gerði sér litið fyrir og
varði spyrnuna frá Jóhannesi.
» o
Vilja fara með Nord-
global á makrílveið-
ar við Kanaríeyjar
Gsal-Reykjavik — Þrir islenzkir
bátar hafa ná um mánaöartima
stundað loðnuveiöar i Barentshafi
og landaö aflanum um borö i
bræðsluskipið Nordglobal, sem
verið hefur á miöunum. Nordglo-
bal heldur i næsta mánuði suður
til Afrikustranda, en þar hefur
skipið verið mörg undanfarin ár i
byrjun vetrar og tekið á móti
makrilafla norskra báta sem þar
FREÐFISKSFRAAALEIÐSLA
HEFUR AUKIZT UM 22%
BH-Reykjavik. — í ágástlok sl.
ha fði freðfiskf ramleiðsla (bol-
fiskur og flatfiskur) hjá þeim
frystihúsum, sem selja fram-
leiðslusina hjá Sjá varafuröadeild
SÍS, aukizt um 22% frá áramót-
um, miðað við sama timabil 1974.
Þá var framleiðslan orðin 14.500
lestir, en var 11.900 lestir á sama
tima i fyrra.
í Sambandsfréttum, fréttabréfi
SJS, segir, að það sé ljóst af afla-
skýrslum Fiskifélagsins fyrir
fyrstu sjö mánuði ársins, að
heildarbolfiskafli landsmanna
hefur aukizt um 5,5% eða Ur 274
þásund lestum árið 1974 upp i 289
þUsund lestir 1975.
Þar segir einnig, að það veki
sérstaka athygli, að veruleg
aukning hafi orðið á löndunum
togara innanlands, þ.e.a.s. Ur 78
þUsund lestum 1974 upp i 106 þUs-
und lestir 1975. Meginástæða
framleiðsluaukningar frystihUs-
anna virðist þvi vera þessi mikla
aukning togaraaflans. Afli togara
hefði aukizt um 23% fyrstu sjö
mánuði ársins, en þess megi geta,
að á sama timabili hefði bátaafl-
inn dregizt saman um 3%.
Þess má geta, að frystihUsin,
sem selja framleiðslu sina hjá
Sjávarafurðadeild StS, hafa
lengst af verið með um fjórðung
af freðfiskframleiðslu lands-
manna.
hafa verið við veiðar. íslenzku
bátarnir þrir hafa fullan hug á, að
fylgja Nordglobal eftir ihaust og
fara á makrilveiðar, en endanleg
ákvörðun hefur þó ekki verið tek-
in i málinu.
Timinn ræddi af þessu tilefni i
gær við Pál Guðmundsson, skip-
stjóra á Guðmundi RE, en auk
Guðmundar RE hafa Börkur NK
og SigurðurRE verið á loðnuveið-
unum i Barentshafi. — Það er
áformað að Nordglobal fari suður
til Afriku i lok október sagði
Guðmundur, og þessir þrir bátar
hafa allir hug á að fara með hon-
um þangað. Hins vegar er þetta
mál ekki frágengið ennþd, bæði er
að Nordglobal á eftir að fá leyfi
strandrikisins — Maritaniu — til
þess að taka á móti makril, og
hvað okkur áhrærir, eigum við
eftir að gera samning við Nord-
global um verð og einnig viljum
við að takmarkaður verði fjöldi
báta sem landi i Nordglobal.
Páll sagði að veiðisvæðið væri
suð-austur frá Kanarieyjum, og
makrfllinn, sem þar væri veidd-
ur, væri svokallaður hrossa-
makrill, sem færi i' mjölvinnslu.
Aðspurður um loðnuveiðina i
Barentshafi, sagði Páll, að hún
hefði verið ágæt, bátarnir þrir
væru allir koipnir með yfir 7.000
tonn.
— Þið hafið ekki hug á að fara á
Noröursjávarsildveiðarnar?
— Nei, ef okkur stendur þetta
til boða, munum við fremur
hugsa um það, þvi við erum
hræddir við verðið i Norðursjón-
um. Tilkostnaður hefur aukizt
verulega og verðið var lágt i allt
sumar, þótt það hafi verið viðun-
andi núna um tima. Islenzku bát-
arnir hafa verið fáir á þessum
veiðum fram að þessu, en fær-
eyzku bátarnir, svo og þeir
dönsku og sænsku, hafa allir þurft
að fara eftir mjög ströngum
skömmtunum — ekki eingöngu
eftir kvótaskiptingu Noröaustur-
Atlant shafsnefndarinnar, héldur
hafa þessar skammtanir verið
gerðar að miklu leyti til þess að
halda uppi verðinu i Danmörku.
Af þessum ástæðum óttast
maður að fari margir islenzkir
bátar i Norðursjóinn, þá muni
verðið aftur lækka til mikilla
muna, sagði Páll Guðmundsson.
Leifar miðaldakaup-
staðar við Hvalfjörð
— LÍKLEGA HINAR MESTU Á LAND-
INU NÆST RÚSTUNUM Á GÁSUM
Belgar:
12 togara
í tvö dr
BII-Reykjavík. — Við þreif-
uðum fyrir okkur, hve neðar-
lega Belgar gætu hugsað sér
að fara með togaraflotann
sinn, sem hugsanlega fengi
veiðiheimild svipað þvi, sem
veriðhefur, og til hve langs
tima þeir hefðu hugsað sér
veiðiheimildirnar. Það kom i
ljós, að þeir geta hugsað sér
að fara niður i 12 togara, en
núeru 19 á listanum, og sam-
komulagið yrði gert til
tveggja ára, sagði Hans G.
Andersen, formaður is-
lenzku viðræðunefndarinnar
við Belga um landhelgismál,
i viðtali við Timann i gær.
m ■■■»• ð
JH-Reykjavik. — „Þarna hefur
verið mikiil verzlunarstaður,
sennilega i mestum blóma á
þrettándu og fjórtándu öld”,
sagði Björn Þorsteinsson prófess-
or við Timann i gær. „Leifar þær
af báðarústum, sem þar má
flnna, benda til þess, að hann hafi
slagað upp i kaupstaðinn á Gás-
um.”
Alkunna er, að Hvalfjarðar er
oft getið i sambandi við skipa-
komur til landsins að fomu. Til
eru skjöl og gerningar, sem gerð-
ir hafa verið i Hvalfirði á
fjórtándu öld og um aldamótin
1400, væntanlega i kaupstað þar,
og þar tók Einar Herjólfsson
land, er svarti dauði fluttist út
hingað með skipi hans.
Sagnir um kaupstað i Hvalfirði
hafa einkum verið tengdar Hval-
fjarðareyri, en búðarústir þær,
sem Björn Þorsteinsson var að
tala um, eru i Hálsnesi, norðan
við Laxvog, ofan við svonefndan
Búðasand. Fóru þeir þangað i
rannsóknarferð fyrir skömmu,
Björn Þorsteinsson, Þór Magnús-
son þjóðminjavörður og Svein-
björn Rafnsson fornleifafræðing-
ur, ásamt fleira fólki.
— Búðirnar hafa staðið á um
það bil tvö hundruð metra löngu
svæði ofan við sandinn, sagði
Bjöm, og eru næsta greinilegar.
Hann bætti þvi við, að umfangs-
meiri minjar um miðaldakaup-
stað sé varla að finna annars
staðar hér á landi, nema á Gásum
við Eyjafjörð.
Ekki langt frá Búðasandi er
Mariuhöfn, þar sem eflaust hefur
verið skipalagi i vernd heilagrar
guösmóður.
— Mér finnst ekki ósennilegt,
sagði Björn.að þessi kaupstaður i
Hálsnesi hafi lotið i lægra haldi
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað, er
hann tók að dafna, þegar fram á
aldir kom.