Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 7
 Miðvikudagur 17. septcmber 1975. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstíæti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Hækkun kjötverðsins Vafalaust hefur hin mikla hækkun á kjötinu, sem tilkynnt var um helgina, orðið ýmsum um- hugsunarefni og það ekkert siður bændum en neytendum. Hækkun útsöluverðsins um þriðjung er slikt stökk, að eftir þvi hlýtur að verða tekið. Þó er þetta ekki tiltölulega meiri hækkun en orðið hefur á öðrum sviðum, en þar hefur verðlagið hækkað i fleiri en minni áföngum. Sama gildir um kaupið. Með þessari hækkun er ekki verið að hlynna neitt sérstaklega að bændum, heldur að veita þeim eftir á það, sem aðrir eru búnir að fá. Aðeins helmingur af hækkununum rennur lika beint til þeirra. Hinn helmingurinn rennur til sláturhúsa og verzlana, sökum hærri launa- greiðslna hjá þessum aðilum. Verðhækkunin á kjötinu er þannig ekki nein undantekning, heldur aðeins einn þáttur verðbólgunnar, sem hér hefur geisað tvö siðustu árin. Hún rekur að talsverðu leyti rætur til er- lendra verðhækkana, en innlendir aðilar eiga lika sinn þátt i henni. Allir ota fram sinum tota og stuðla að verðbólgunni. En til lengdar verður ekki haldið áfram á þessari braut. Slik ganga gæti ekki endað nema á einn veg. Þess er eðlilega krafizt, að rikisstjórn og Alþingi hafi forustu um aukna mótspyrnu gegn verðbólgunni. Þetta er réttmæt krafa. En þessir aðilar eru hins vegar ekki einfærir um að vinna þetta verk, heldur verða fleiri að koma til, ef árangur á að nást. Glöggt dæmi um það er að finna i Bretlandi. Þar reynir rikisstjórnin að framkvæma vissa kaupbindingu á verðlagi og kaupgjaldi, en henni er ljóst, að hvorki hún eða þingið geta gert þetta einhliða. Það, sem styður þá von, að þessi stefna hennar muni heppnast er yfirlýstur stuðningur verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda. Allir þeir, sem eitthvað geta,verða að draga úr kröfum sinum, enda eru þessar kröf- ur oft ekki nema blekking ein, og verða til hins verra, ef þær nást fram. Rikisstjórnin er um þessar mundir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu. Þar er gert ráð fyrir margvislegum sparnaði. Ef fylgt hefði verið venju, hefði fjárlagafrumvarpið hækkað um 30-40%. Sennilega hækkar það ekki mikið yfir 20%, sem er miklu minna en almennar hækkanir i landinu. Þetta er óhjákvæmilegt, ef ekki á enn að hækka skattana og auka þannig byrðar al- mennings. Tvimælalaust er þetta spor i rétta átt. En meira þarf til. Hér þarf að reyna að draga sem mest úr verðhækkunum og kauphækkunum, og hamla þannig gegn verðbólgunni. Athyglisvert er það fordæmi vinstri stjórnar- innar sumarið 1972 að fela sérfræðingum frá sem flestum flokkum og stéttum að athuga þær að- gerðir, sem helzt geta komið til greina i viðnám- inu gegn verðbólgunni, án þess að til atvinnu- leysis komi. Það gæti hjálpað almenningi til að glöggva sig á þvi, hvernig ástatt er, og hvað er helzt til ráða. Það væri eðlilegt, að rikisstjórnin léti gera yfirlit um slíka valkosti nú. -Þ.Þ. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Heldur Sorsa velli í þingkosningunum ? Kosningabaráttunni í Finnlandi er að Ijúka NÆSTKOMANDI sunnu- dag og mánudag fara fram þingkosningar i Finnlandi. Þing var rofið og efnt til kosn- inga á siðastl. vori, þótt tals- vert væri eftir af kjörtimabil- inu. Astæðan var ekki fyrst og fremst ágreiningur milli stjómarflokkanna, þótt hann væri verulegur, heldur bein Ihlutun Kekkonens forseta. Kekkonen sendi stjórninni bréf, þar sem hann veitti þing- inu ýmsar ákúrur, og varð það tilefni kosninganna. Ástæðan til þess, að Kekkonen knúði þannig fram kosningar hefur sennilega verið sú, að hann hafi þótzt sjá fram á vaxandi ágreining stjórnarflokkanna, þegar kosningar nálguðust, og þvi talið heppilegt að flýta kosningunum og reyna að tiyggja þannig, að fyrr væri tekið rösklega á vandamálun- um en ella, en efnahagsvand- inn er öllu meiri i Finnlandi en vfðast hvar annars staðar. Fjórir flokkar stóðu að rikisstjórninni, þegar Kekkon- en ritaði henni hið fræga bréf sitt. Þessir flokkar voru sosialdemokratar, Mið- flokkurinn, Sænski þjóð- flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn. Samkomulag hafði einkum verið erfitt milli sosialdemokrata og Mið- flokksins, sem er hinn gamli flokkur Kekkonens. Það hefur átt sinn þátt f þessu, að sosial- demokratar hafa verið vax- andi flokkur að undanförnu, og hafa aðrir flokkar því haft meira horn i siðu hans en ella. Miðflokkurinn hefur einnig haft örðuga aðstöðu sökum þess, að fyrir nokkrpm árum klofnaði allstór hluti úr honum og stofnaði nýjan flokk, Landsbyggðarflokkinn, sem hlaut allmikið fylgi um skeið, en hefur nú margklofnað og mun sennilega lfða undir lok að mestu eða öllu i kosningun- um nú. Ef til vill hefur Kekkonen talið það heppilegt að flýta kosningunum m.a. með tilliti til þess að losna sem mest við leifarnar af Lands- byggðarflokknum. Um líkt leyti og þingið var rofið, sagði rikisstjórnin af sér og var þá mynduð embættis- mannaþingstjórn undir for- ustu Keijo Liinamaa ráðu- neytisstjóra i félagsmálaráðu- neytinu. Hún mun fara með völd fram yfir kosningar og sennilega lengur, þvi að búizt er við, að st jórnarmyndun geti tekið talsverðan tima. Þannig er talið liklegt, að sosialdemo- kratar vilji ekki taka þátt i rikisstjórn fyrr en lokið er stjórnarkosningu á Alþýðu- sambandinu, en hún fer ekki fram fyrr en i nóvember. Sos i a 1 d e m ok ra t a r og kommúnistar berjast þar um forustuna, og þykir tvisýnt um úrslitin. Það getur haft veru- leg áhrif á framvinduna hver þessi úrslit verða. SAMKVÆMT siðustu skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, munu sosialdemo- kratar tæplega halda velli. Þeir fengu 25.8% greiddra at- kvæða i siðustu þingkosning- um, en er nú spáð 24.4% greiddra atkvæða. Þetta yrði ekki mikið tap, þegar þess er gætt, að flokkurinn hefur unn- ið mikið á i tvennum siðustu kosningunum. Þetta yrði þó nokkurt áfall fyrir Kalevi Sorsa, sem tók við flokksfor- ustu á þessu ári. Sosialdemo- kratar hafa reynt að afla hon- um fylgis sem eins konar Kalevi Sorsa undramanns i finnskum stjórnmálum. Sorsa er 45 ára gamall, en á þó orðið furðu- langan starfsferil að baki. Af fjárhagslegum ástæðum varð hann að hætta námi, þegar hann hafði lokið gagnfræða- prófi, og gerðist hann þá blaðamaður. Hann vann sér gott orð, sem blaðamaður, þótt hann stundaði nám jafn- hliða blaðamannsstarfinu. Ar- ið 1959 fékk hann starf hjá Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna i Paris (Unesco) og vann þar i sjö ár. Eftir heim- komuna til Helsingfors vann þar um skeið á vegum Unesco, en 1969 var hann kosinn fram- kvæmdastjóri flokksstjórnar sosialdemokrata, en það er ein mesta valdastaðan innan flokksins. Ýmsum kom þetta val þá á óvart, þvi að Sorsa var litið þekktur þá, en for- ustumenn flokksins höfðu kynnzt honum sem blaða- manni og höfðu trú á honum. Vegna fjarveru sinnar hafði hann ekki heldur tekið þátt i deilum i flokknum og þótti það kostur, eins og á stóð. Sorsa gegndi þessu starfi með slik- um ágætum, að flokkurinn valdi hann til að verða for- sætisráðherra i árslok 1972. Hann gegndi þvi starfi óslitið þangað til á siðastl. vori. Kosningabaráttan nú hefur mjög mætt á Sorsa, þvi að hart hefur verið sótt að sosial- demokrötum frá báöum hlið- um, eða kommúnistar annars vegar og Miðflokkurinn hins vegar. SAMKVÆMT siðustu skoðanakönnunum, virðast bæði Miðflokkurinn og kommúnistar bæta fylgi sitt og stafar það sennilega helzt af þvi, að leifar Landsbyggða- flokksins skiptast að verulegu leyti milli þeirra. Miðflokkn- um er spáð þvi, að fylgi hans aukist úr 16.4% i 18.1%. Kommúnistum er spáð enn meiri aukningu eða að fylgi þeirra aukist úr 17% i 20.1%. Þá er tiltöluiega nýjum flokki, Kristilega sambandinu, spáð talsverðri fylgisaukningu eða úr 2.5% i 3.8%. Talið er, að Sænski þjóðflokkurinn og frjálslyndi flokkurinn muni standa i stað eða tæpast það, en þeir fengu hvor um sig rúm 5% i siðustu þingkosningum. thaldsflokknum (Nationella Samlingspartiet) er spáð fylgisaukningu. Þessi flokkur þótti áðurfyrr standa langt til hægri og höfðu Rússar þá mjög horn i siðu hans. Hann hefur hins vegar færzt heldur til vinstri að undanförnu. Þannig styður hann hina hefð- bundnu utanrikisstefnu Finn- lands og hann studdi að endur- kjöri Kekkonens. Þvi þykir liklegt, að Rússar muni láta þvi ómótmælt, þótt hann yrði með i stjórn eftir kosningar. Það verður Landsbyggðar- flokkurinn, sem mun tapa mestu, en hann fékk 9% at- kvæðanna i siðustu kosning- um. Núgengurhann klofinn til kosninganna og þykir hvorugt flokksbrotið vænlegt til fylgis. YFIRLEITT er þvi spáð, að stjórnarmyndunin geti orðið örðug eftir kosningar. Þannig munu sosialdemokratar sennilega ógjarnan vilja vera i stjórn, ef þeir tapa i þing- kosningunum, og tapa svo einnig stjórnarkosningunni i Aiþýðusambandinu. Færi svo, að þeir og kommúnistar verði I minnihluta á þingi, kunna þeir að krefjast þess, að borgaralegu flokkarnir myndi stjórn saman. Kommúnistar hafa ekki viljað taka þátt i stjórn að undanförnu, þvi að þeir vilja ekki eiga aðild að óvinsælum ráðstöfunum á erfiðleikatimum. Það getur orðið erfitt að mynda stjórn i Finnlandi, ef bæði sosial- demokratar og kommúnistar skerast úr leik. Sennilegast er þá, að utanþingsstjórnin sitji áfram og hinn aldraði Kekkonen stjórni mestu bak við tjöidin. Slikt munu þó flokkamir ekki telja æskilegt, og gæti það orðið til að þrýsta þeim saman. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.