Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Miðvikudagur 17, september 1975.
Leikfélag Reykjavíkur
Skjaldhamrar
Sjónleikur í fimm þdttum eftir
r
Jónas Arnason
Leikstjóri:
Jón Sigurbjörnsson
Leikmynd:
Steinþór Sigurðsson
Lýsing:
Daníel Williamsson
Leikurinn var frumsýndur sfðastliðinn
fimmtudag, en höfundur þessara orða
só þriðju sýningu leiksins
Jónas Arnason er ekki neinn
byrjandi i leikritun, hann hefur,
ýmist einn, eða með bróðursin-
um Jóni Múla staðið að óperum
og söngleikjum. 1 hugann koma
Táp og fjör, Drottíns dýrðar
koppalogn og Þiö munið hann
Jörund.
Jónas hefur vissan aðgang að
þjóðinni, sem er ekki allra.
Með leikritinu Skjald
hamrar stigur hann Jónas
Árnason nýtt skref i leikritun
sinni. Efni leiksins er i stuttu
máli það að þýzkur njósnari er
settur á land á afskekktum stað
og kemur i vitann að Skjald-
hömrum. Brezka herstjórnin
sendir leiðangur fyrst upp i
Ödáðahraun og siðan vestur og
norður i > Skjaldhamra til
þess að handsama njósnarann,
þvi herstjórnin vill hafa
„hreinan þvott”, þegar hún
skilar þessu makalausa. landi i
hendurnará Bandarikjunum og
bandariska hernum.
Leikurinn gerist i Reykjavik
og i Skjaldhamravík árið 1941,
eða á hernámsárunum.
Það skal játað strax, að það
virtist ekki neitt sérlega
spennandi að eiga að horfa á
sjónleikfrá Jónasi Arnasyni þar
sem fjallað var um hernámið.
Skoðanir hans voru áður
kunnar, en hann var um árabil
einn skeleggasti hernámsand-
stæðingur landsins. Skútustaða-
ættin er ekki einasta með aflöng
blóðkorn eins og úlfaldinn, held-
ur hefur hún lika úthald i eyði-
merkurgöngu, viðlika og þessi
beinastóra, sauðþráa skepna,
úlfaldinn. Nei, maður átti ekki
von á neinum tiðindum, jafnvel
ekki nægjanlegu hlutleysi til
þess að hafa af ánægjulega
leikhúsferð.
En það er einmitt þarna, sem
rithöfundurinn vinnur listrænan
sigur á þingmanni sinum og
húsbónda. Leikurinn er
auðvitað pólitiskur,en höfundur
dregur ekki allar ályktanir
sjáEur, eins og i áróðursleikrit-
um, það gerir hins vegar
áhorfandinn og gerir það
nokkurn gæfumun.
Skjaldhamrar eiga sér ekki
neina hliðstæðu, hvorki i
leikritun Jónasar Árnasonar, né
i verkum annarra skárri
höfunda þessarar þjóðar. Einna
helzt rifjast upp fyrir manni
ýmis áður kunn irsk efnistök.
Þjóðarmeðvitundin er sterk og
þjóðareinkennin eru dregin
fram, manneskjan ásamt æðar-
fugli, selkópum og siginni grá-
sleppu. Rætt er um
tilfinningasemi, vegna þess að
leikurinn er öðrum þræði
rómantiskur og virðist höfundur
hafa nokkrar áhyggjur af svo
gamaldags efnistöku. Um það
hefur hann a.m.k. tjáð sig i fjöl-
miðlum, þvi það er annað en
gaman að láta sjá sig i' hundrað
ára gömlum fötum upp á sviði i
Iðnó.
En Jónas Árnason þarf ekki
að biðja neinn afsökunar á
rómantikinni. Hún er að minu
viti symbólsk. Hún er það að-
eins á annan hátt, en maður hef-
ur átt að venjast i skáldritum
hér á landi, eftir að tslendingar
fóru að sækja uppkveikjuna i
skáldskapinn til Sviþjóðar. Þar
er það óskiljanlega talið vera
symbólskt, en i leikriti Jónasar
er það symbólið, sem maður
skilur bezt, eða út i hörgul.
Þessu lýsir höfundur ágæt-
lega sjálfurmeð þessum orðum,
sem eftir honum voru höfð i
blaði:
,,Þegar hermaskinan er að
verki, þá er tónninn farsi. En
þegar þaðafl er ekki nærri þá er
sviðið hljóðlátur, rómantiskur
staður.”
Leikrit þetta táknar ef til vill
upphaf nýrrar þjóðernisstefnu,
að menn taki sér stöðu með
bjargfugli, æðarfugli og sel og
reyni að finna sér aðra land-
vætti en kisilgúr, jarnblendi og
ál.
Jón Sigurbjörnsson er leik-
stjóri þessa makalausa verks.
Hann mun einnig hafa aðstoðað
höfundinn við ýmsa finsmiði að
„fara yfir handrit” heitir nú
það, sem i rauninni er að verða
eitt helzta tizkufyrirbærið i
leikritum og uppfærslu leik-
verka hér, að aðstoðarmenn
höfunda eru dregnir fram. 1
bókum, eða bókaúgáfu er þess
sjaldnast getið þegar um skáld-
rit er að ræða, hvaða sér-
fræðinga höfundur . hefur
lagt i einelti áður en bókin
komst i endanlega gerð sina
Þetta veldur. dálitlum ruglingi
um höfundarétt og ábyrgð. Bezt
er að sleppa nafni hjálpar-
manna, nema þeir séu verulega
meðsekir um verkið.
Leikstjórn Jóns Sigurbjörns-
sonar er mjög sannfærandi og
leikmynd Steinþórs Sigurðs-
sonar.listmálara er liklega ein
sú bezta sem sézt hefur. Mann
langar jafnvel til þess að búa á
þessum yndislega stað i Skjald-
hamravfk, þar sem sofið er i
tempruðum og ótempruðum
beltum. Áhorfendur lifa sig inn i
sviðið, lifa sig inn i leikinn, eins
og verið væri að sýna hann
Skugga-Svein i afskekktu
héraði.
Skjaldhamrar er gaman-
leikur. Jónas er dyntóttur og
hefur gott auga fyrir lifinu, og
hann finnur ýmsa strengi i
myrkrinu þar sem augum
verður ekki beitt. Gaman-
leikurinn er með rómantisku
ivafi og ádeilu o'g þú ferð með
ýmsan nýjan farangur heim að
aflokinni sýningu, og einkunn
vor er sú, að þetta sé nú eitt
bezta leikrit sem fram hefur
komið eftir i'slenzka menn i
mjög langan tima.
Þorsteinn Gunnarsson, leikur
Kormák vitavörð, þúsund
þjalasmið, sjéni og svo
heimsborgara. Þorsteini tekst
vel upp þarna og er reyndar
fyrir löngu kominn i fremstu röð
leikara hér á landi.
Aðal mótleikari hans er Heiga
Bachniann, sem leikur
lautninatinn Katrinu Stanton,
sem er ráðherradóttir, og er i
hópi 40 kvenna, sem eiga að
hækka greindarvisitölu vissrar
deildar i brezka hernum. Helga
fer mjög vel með þetta hlutverk
en einhvern veginn finnst manni
að i þetta hlutverk hefði mjög
ung leikkona hentað betur.
Stone, major er leikinn af
Karli Guðmundsyni og
korporáll har.s og túlkur er
leikinn af Hjaita Rögnvalds
syni. Ferst Karli vel með
majorinn og Hjalti Rögnvalds-
son er liklega efnilegur, sem
nokkurs rúá af vænta i
framtitjinnj.
Kjartan Ragnarsson, leikur
Pál Daniel Nilsen, innlyksa
Sildarkokk og njósnara og ferst
það býsna vel. Lára Jónsdóttir
leikur mállausa stúlku, sem
ekki talar við aðra en huldufólk
og rennir æska þeirra Láru og
Hjalta gildum stoðum, undir þá
kenningu sem orðuð var hér að
framan að ef til vill ættu
leikarar ekki að leika niður fyrir
sig I aldri, jafnvel þótt góðir séu.
15.9 ’75.
Jónas Guðmundsson.
ÍSLENZK PÓSTSAGA
Á STIMPLUM
VS—Reykjavik — Timaritið
Islenzk frlmerki 1976 er komið
út, fjölbreytt að vanda og fróö-
legt fyrir þá, sem áhuga hafa
á frimerkjasöfnun eða vilja
afla sér almennrar þekkingar
ASK—Akureyri. Siöast liðinn
föstudag tók til starfa tizku-
verzlunin Venus á Akureyri. Hún
er til húsa I Hafnarstræti 94. Að
sögn Bergþóru Eggertsdóttur,
eiganda verzlunarinnar, verður á
um þau.
Að þessu sinni er ritinu skipt
I tvo meginhluta, „póstsögu-
hlutann, þar sem stimplarnir
eru skráðir, og frimerkjahlut-
ann,” svo vitnað sé orörétt til
boðstólum allur algengur kven-
fatnaður, kápur, dragtir og fleira,
frá Bernhard Laxdal Kjörgarði.
Þá verður sú nýjung viðhöfð I
starfsemi verzlunarinnar, að hún
mun selja flikur sniönar i
formálans, sem ritstjórinn,
Siguröur H. Þorsteinsson, hef-
ur skrifað.
Til þess að veita ókunnugum
ofurlitla innsýn I þaö, sem hér
er um að ræða, skulu tekin upp
númerastærðum, og einnig verð-
ur sérstök þjónusta fyrir þær kon-
ur, sem erfitt eiga með að fá
hentugar stærðir. Venus hefur
umboð fyrir PFAFF saumavélar
á Akureyri, og mun Bergþóra
kenna á þær, en hún hefur haft
með höndum PFAFF-námskeið
mörg undanfarin ár.
fáein orð úr kaflanum um for-
frimerki. Þar segir svo:
„Forfrimerkjabréf eru all-
mörg þekkt allt frá um miðja
19. öld, en ekki er hægt að
greina hvort þau eru send með
póstum, nema þegar á þau er
ritað burðargjald 2, 4, o.s.frv.,
sem þá táknar það burðar-
gjald I skildingum, er greitt
var. Þau bréf, sem send voru
til útlanda, eru yfirleitt með
stimplum frá þeim pósthúsum
er þau hafa farið um á er-
lendri grund, algengust með
fótpóst stimplun frá Kaup-
mannahöfn.”
Og um blekstimpla segir
svo:
„Samkvæmt auglýsingu
amtmanns 31. 110. 1872, var
heimilt aö ógilda frimerki með
áritun með bleki. Atti þá að
gera kross á merkin með linu.
Væri nafn póststöðvarinnar
skrifað, skyldi skammstafa
það. Þessi gerð stimplunar er
mest notuð 1873-1893, viðast
aðeins I skamman tima.”
Þessu næst er gerð grein fyrir
blekógildingum, sem notaðar
hafa verið af póststöövum,
taldar upp áritanir, póststöðv-
ar o.s.frv.
Þetta mun vera I fyrsta
skipti, sem reynt er að gera
póstsögu okkar á stimplum
veruleg skil, og eru þó vafa-
laust ekki öll kurl komin til
grafar I þessari fyrstu tilraun,
en ætlunin er aö bæta við, unz
öllu er til skila haldiö.
Islenzk frimerki 1976 er
þekkileg bók, prentuð á
vandaðan pappir og frágangur
allur hinn snyrtilegastL
Ný verzluná Akureyri