Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 17. september 1975. TÍMINN 15 Fyrsta leiksýningin á Stóra sviði Þjóðleikhússins á þessu leikári verður á laugardagskvöld en þá verður ÞJÓÐNÍÐINGUR Ibsens tekinn til sýningar á ný. Sýningin hlaut afbragðsgóða dóma I vor en ekki var þá unnt að hafa nema 8 sýningar. Með sýningu þessari minnast þeir Baldvin Halldórsson, leikstjóri og Gunnar Eyjólfsson, sem fer með aðalhlutverkið 30ára leikafmælis slns. í öðrum helztu hlutverkum eru: Þóra Friðriksdóttir, Rúrik Haraldsson, Valur Gfslason, Sigurður Skúlason, Jón Júliusson, Ævar R. Kvaran, Steinunn Jóhannesdóttir og Hákon Waage. Leikritið er fiutt lleikgerð Arthurs Miilers i þýðingu Árna Guðnasonar. Leikmyndir gerði Snorri Sveinn Friðriksson. Ákveðið hefur verið að sýna leikritið á laugardags- og sunnudagskvöldum fyrst um sinn. Á myndinni eru Gunnar Eyjólfsson og Þóra Friðriks- dóttir. 7 leikmenn Celtic-liðsins stöðva hér eina sóknarlotu Valsmanna inn I vitateig hjá sér i fyrri hálfieik. VILHJALMUR KJARTANSSON.......sést hér fella Wilson inn I vita- teig. Vegna þessa brots fengu leikmenn Celtic vitaspyrnuna. WESPER Hitablásarar fyrir heitt vatn og gufu „TYPEISLANDAIS” sérbyggð fyrir hitaveitu. Þeir voru ekki á Laugardalssýningunni, en nokkur hundruð eru I notkun I Reykjavik og t.d. er Trésmiðjan VIÐIR með 40 stk. Þaö er engin goðgá, ÞEIR eru bestir. Þaö sanna afköstin og hve hljóðlátir þeir eru. Vinsamlegast sendið skriflegar fyrirspurn- ir. HELGI THORVALDSSON Háagerði 29 — Reykjavik Simi 3-4932 0 íþróttir tækifæri — en það var ekki nógu mikill kraftur i kollspyrnunni, sagði Hermann eftir leikinn. Annars var leikurinn i gær- kvöldi litið spennandi fyrir áhorf- endur, sem urðu fyrir mikum vonbrigðum með „Stjörnulið” Ceitic, sem er skipað þungum leikmönnum, sem sýndu ekki skemmtilega knattspyrnu. Leik- aðferð þeirra einkenndist af lang- spörkum fram völlinn, þar sem þeir treystu á sóknarleikmenn liðsins. Kenny Daglish og Jackey McNamara sýndu beztan leik liðsins — frábærir knattspyrnu- menn. Jóhannes Eðvaldsson átti lélegan leik — hann var einum of grófur við sina gömlu félaga. Valsliðið, sem tapaði sinum fyrsta Evrópuleik á heimavelli, sýndi ágæta knattspyrnu á köfl- um, en datt niður þess á milli. Maður hefur oft séð liðið leika betur, heldur en gegn Celtic.Beztu menn liðsins voru þeir Magnús Bergs og Guðmundur Þorbjörns- son. 1 Íb UT y Kjósarsýsla Héraðsmót framsóknarmanna I Kjósarsýslu verður haldið laug- ardaginn 4. október i Hlégarði, Mosfellssveit. Hefst það kl. 21. Olafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Jón Skaftason al- þingismaður flytja ávörp. Sungin verða og leikin lög eftir Sigfús Halldórsson. Kátir félagar leika fyrir dansi. Kópavogur— fulltrúaróð Ariðandi fundur verður i félagsheimili Kópavogs, efri sal, föstu- daginn 19. september kl. 20:30. Fjallað verður um bæjarmálin. Framsögu hefur Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri. Stjórnin. FUF — Reykjavík Stjórn FUF i Reykjavik verður til viðtals á Rauðarárstig 18, millikl. 5og 7 þriðjudaginn 23. september. Stjórnin. 'rv' •p>Æ Aðstoðariæknir Íi í H K' ,r;v V s.,; Staöa aðstoöarlæknis á Geðdeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- víkur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni deildarinnar, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. y«-} ý’V $ 1 $ 'lft •rvi,; iVi \>/ y - Reykjavik, 15. september 1975 Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. M Menntamálaráðuneytið, 10. september 1975. Styrkur til hóskólanóms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram handa is- lendingi til háskólanáms i Japan námsár- ið 1976-77 en til greina kemur að styrk- tímabil verði framlengt til marz 1978. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið há- skólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis i háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Styrkf járhæðin er 111.000.- yen á mánuði og styrkþegi er undanþeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000.- yen við upphaf styrktimabilsins og allt að 44.000.- yen til kaupa á námsgögn- um. Þá er og veittur ferðastyrkur. Umsóknir um styrk þennan, ásamt stað- festum afritum prófskirteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 11. október n.k. — Sér- stök umsóknareyðublöð fást i ráðuneyt- inu. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.