Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 8
Sveinn Hallgríms- son, sauðfjdr- ræktarráðu- nautur TÍMINN ________Miftvikudagur 17. september 1975. MiOvikudagur 17. september 1975. SKÝRSLA um þróun byggingastarfsemi og samanburður á hagkvæmni skógræktar og sauðfjárræktar í nýiitkominni skýrslu frá RannsóknaráOi rikisins, R-r 2’75 um „Þróun byggingastarfsemi”, eru ýmsar fróðlegar upplýsingar um þá grein, enda unnin af hinum færustu mönnum á þvi sviði. Það er ekki ætlun min að ræða efni þessarar skýrslu, enda er ég ekki fróður um þau mál. En aftan við skýrslu þessa er viöauki, þar sem fjallað er um verðbréfamarkaö (10.1) og um skógrækt (10.2). Vegna þess hversu tiðrætt fjöl- miðlum hefur orðið um niðurstöð- ur lítreikninga, sem birtar eru i kaflanum um skógrækt,sé ég mig tilneyddan að gera nokkrar at- hugasemdir. Það skal i upphafi tekið skýrt fram, að ég er áhugamaður um skógrækt og landbúnað og tel, að bændur ættu að gera meira af þvi að gróðursetja barrtré, þar sem skilyrði til skógræktar eru góð. Það ætti að geta aukið fjölbreytni i framleiðsluháttum og gefið ein- hverjar aukatekjur, enda þótt ég efist um, að þær tekjur yrðu eins miklar og kemur fram i skýrslu um „Þróun byggingastarfsemi” (héreftir kallað „Þb”), en að þvi atriði kem ég siðar. Þá er rétt að geta þess, að þessi grein á ekki að vera samanburður á sauðfjárrækt og skógrækt. Það er alveg út i hött að gera nokkurn samanburð á þessu tvennu, sem valkostum og nægir að benda á, að i Noregi eru sauðfjárrækt og skógrækt taldar mjög heppilegar saman. Þessi grein er fyrst og fremst athugasemd við það, að nefnd, sem er að fjalla um þróun byggingastarfsemi skuli setja saman álitsgerð um alls óskyld málefni, þ.e. bera saman arðsemi lands eftir þvi, hvort það er notað til sauöfjárræktar eða skógrækt- ar. Það er reyndar gott dæmi um þennan kafla skýrslunnar, að nefndin hefur aflað sér upplýs- inga frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala), Skógrækt rikisinsogBúnaðarfélagi Islands, þótt þess sé reyndar ekki getið i skýrslunni. Frá Rala fékk nefndin þær upp- lýsingar, að ærgildið (1 ær-l-1,3 lömb) þyrfti að meðaltali 2,5 ha lands til beitar, en þessi tala mið- ast við beit á heiðum uppi (gróið land). Samkvæmt upplýsingum Ingva Þorsteinssonar, sem gaf nefndinniiupplýsingar um afurð- armagn eftir ær, en ekki tekst betur til en svo, að i útreikningum nefndarinnar er reiknað með allt öðru magni af ull og gærum. Ull er talin 0,5-1.25 kg á ærgildi, en að meöaltali var ullarframleiðsla kind árið 1971 1,5 kg og 1,7 kg 1972 og er hér miðað við ull, sem kom til sölumeðferðar. Auk þessarar ullar fæst ull af gærum, þannig að ullarframleiðslan er allmiklu meiri en þetta. 1 ,,þb”-skýrslunni er gert ráð fyrir 0,5-1,5 kg af gær- um og 12,5-25,0 kg af kjöti á ær- gildi. Við afreikning á verði til bænda er gert ráð fyrir, að gæran sé 20% af kjöti (samkvæmt at- hugunum), þannig að 12,5 kg kjöts gera 2,5 kg af gæru, og 25,0 kg kjöts gera 5,0 kg af gæru. Hér hefði þvi átt að reikna með 2,5-5,0 kg af gæru en ekki 0,5-1,5 kg eins og nefndin gerir. Við þetta bætist svo, að skógræktin gefur upp 5- rúmmetra viðarvöxt á hektara, sem að sjálfsögðu er miðað við góðar aðstæður (ekki beztu) fyrir neðan 200 m hæðarlinu. Niðurstaða þessara hugleiðinga er þvi þessi: 1. I ,,þb”-skýrslunni eru notaðar rangar tölur um magn ullar og gæra eftir ærgildið, sauðfjárrækt- inni mjög i óhag. 2. Borin er saman notkun lands til sauðfjárræktar yfir 200 m og skógrækt undir 200 m. Aö sjálfsögöu er hér um að ræða mistök, sem stafa af þvi, aö þeir, sem setja þetta______;..á i skýrsluna, hafa enga þekkingu á sauðfjárrækt og skógrækt og vita þvi ekki hvað tölurnar, sem þeir nota, þýða. Til að byggja gott hús úr steinsteypu þarf þekkingu á henni og sömuleiðis þarf þekk- ingu á sauðfjár- og skógrækt til að byggja upp raunhæft dæmi um hagkvæmni þessara atvinnu- greina. Hér að ofan var tekið dæmi um þann grundvöll, sem samanburð- urinn á hagkvæmni á notkun lands til sauðfjár eða skógræktar byggir á. 1 ,,Þb”-skýrslunni er komizt að þeirri niðurstöðu að 1 ha lands gefi af sér kr. 1.057 til kr. 2.143 þegar landið er notað til sauðfjárræktar, en kr. 18.950 til 40.543 þegar landið er notað til skógræktar (miðað er við verðlag ársins 1974 i skýrslunni). Er hér miðað við-„vergar” tekjur af sauðfjárrækt (=söluverð að- föng), en brúttótekjur af skóg- rækt. Það er sem sagt hvorki þörf á sög né öxi til að nýta skóg á ís- landi, þar verða brúttótekjur jafnar nettótekjum. Engir vextir eru reiknaðir af fjármagni, en stofnkostnaður við skógrækter talinn kr. 93.500/1 ha. Séu reiknaðir 16% vextir verður þessi upphæð með vöxtum og vaxtavöxtum orðin kr. 16.840.000 eftir 35 ár, en samanlagðar tekjur af sölu staura, jólatrjáa og trjá- viðar væri þá, samkvæmt tölum skýrslunnar, orðin hið mesta kr. 1.418.995,- + 2000 trjáa skógur, sem samkvæmt skógræktar- stjóra, Hákoni Bjarnasyni, má á- ætla um 330 fermetra trjáviðar. Miðað við að um 2/3 hlutar nýtist (sjá skýrsluna) og verð á rúm- metra sé um kr. 40.000 (sam- kvæmt ,,Þb”-skýrslu) gera þetta 8.800.000,- kr. að viðbættum tekj- um af staura og jólatrjáasölu kr. 1.418.995,- Samtals -10.218.995,- Eins og áöur sagði, námu höf- uðstóll og vextir eftir 35 ár hins vegar 16.840.000,- kr. Hér vantar því aðeins kr. 6.621.005,- til að i skógræktin standi undir að greiða stofnkostnað og vexti af stofn- kostnaði. Einhver kann að spyrja hvort ekki eigi að reikna vexti af tekjum skógræktar af sölu staura og jólatrjáa, en þvf er til að svara, að þær gera vart mikið betur en greiða vinnulaun, enda eru ekki heldur reiknaðir vextir af tekjum sauðfjárræktar á þessu timabili. Þvi er ennfremur við að bæta að i ,,Þb”-skýrslunni er gert ráð fyrir að gróðursetja 4,500 trjáplöntur á hektara. Og i þeim útreikningum, sem ég hefi gert hér að ofan er ekki gert ráð fyrir að ein einasta trjáplanta týni tölunni á þessum 35 árum (/). En eins og fram kemur að framan, er reiknað með tekjum af sölu 2.500 plántna á timabilinu frá 10-35 árum eftir gróðursetningu og 2000 trjáa skógi í lok timabilsins. Ég tel þvi ekki hallað á skógræktina. Rétt er nú að li'ta aðeins á nýt- ingu úthaga til sauðfjárræktar. Hvað kostar það? Það kostar ekk- ert. Úthagi, hvort sem hann er undir 200 m hæðarlinu eða yfir, er I nýtanlegu ástandi fyrir sauð- kindina. Það þurfa aðeins að vera til kindur i landinu til að sleppa á gróðurinn — stofnkostnaður er þvi enginn. Hvers virði er úthaginn fyrir is- ienzka sauðfjárrækt? Skal nú leit- ast við að sýna fram á það. í riti Landverndar 2, Gróðurvernd, eft- ir Ingva Þorsteinsson er komizt að þeirri niðurstöðu að, um 3,8 millj. hkg úthagagróðurs séu nýt- anlegar fyrir búfé yfir sumar- mánuðina. Samkvæmt niðurstöð- um Ingva og Gunnars Ólafssonar á Rala ætti nýtanlegur úthaga- gróðurað vera jafnvirði I90millj. fóöureininga (FE) eða sem svar- ar til 190.000 tonna af kjarnfóðri að minnsta kosti. Til samanburð- ar má geta þess, að innflutningur kjarnfóöurs nam 53.000 tonnum 1973 og 1974 var hann 44.000 tonn og verö á hvert kg var um 25,3 kg. Arið 1974 munu hafa verið um 820 þús. ærgildi á beit hér. Sam- kvæmt niöurstöðum Ingva Þor- steinssonar þarf ærgildiö um 190 FE yfir sumarmánuðina, en auk þess nýtist beit haust, vetur og vor. Ekki er ofætlað að sauðfé nýti ca 220FE f beit á ærgildi, þ.e. 820.000x220= 180.400.000 FE eða jafnvirði 180.400 tonna af kjarnfóðri. Séu þessar FE reiknaðar á verði kjamfóðurs og heys er verðmæti úthagabeitarinnar sem hér segir: A. Miðað við verð á kjarnfóðri 1.9.1974 kr. 25.30/kg. 180.400.000 x 25,30 = Kr. 4.564.120.000.- B. Miðað við verð á heyi 1.9. 1975 kr. 15.00 / kg = 30,0 / FE 180.400.000 x 30,0 = Kr. 5.412.000.000,- C. Miðað við verð á kjarnfóðri 1.9. ’75 kr. 37,65 / kg. 180.400.000 x 37,65 = kr. 6.792.000.000,- Miðað við verðlag á kjarnfóðri 1.9 1 974 er þvi verðmæti úthagans fyrirsauðfé 4,5 milljarðar eða um 5.560,- kr. á ærgildið. Miðað við heyverð 1.9 1975 er verðmætið um 5,4 milljarðar og miðað við kjarn- fóöurverð 1.9. 1975 er verðmætið um 6.8 milljarðar króna eða 8.283,- kr. á ærgildið. 1 þessu dæmi er verðmæti út- hagans fyrir sauðfjárræktina örugglega ekki of hátt metið i FE. Það væri e.t.v. óhætt að reikna með um 250-260 FE á ærgildið. Hér væri e.t.v. rétt að slá botn i þessar hugleiðingar, en þó er kjarni málsins eftir: Hvert er verðmæti úthagans fyrir sauð- fjárbóndann? Hvað er beit á út- haga mikill hluti framleiðslu- kostnaðarins? Svarið er 0,00 kr.Þetta skýrist þegar verðlagsgrundvöllur land- búnaðarvara er skoðaður, en þar er enginn gjaldaliður sem heitir leiga fyrir beitiland. Af þessu leiðir að land, sem notað er til sauðfjárbeitar, gefur ekki af sér neinar „vergar tekjur”, þær eru hvorki -1.057 né heldur 2.Í34,- kr., hvort sem notaðar eru réttar eða rangar tölur. Þær eru bara 0.00. Hvaða atvinnugrein sem kemur „vergum tekjum” á hektara upp fyrir núller þvi hagkvæmari en sauðfjárrækt!... En þetta gefur tilefni til að benda bæjarbúanum — neytand- anum á, að þrátt fyrir að bænd- urnir hafi eignarhald á meiri- hluta landsins, þá eru það neyt- endur, sem fá afraksturinn af landinu. Það er ekki vist að hinn almenni neytandi hafi gert sér þetta ljóst. Enhverjareru þá þessarvergar tekjur, sem reiknaðar er með i „Þb”-skýrslunni? Ég fæ ekki bet- ur séð en það séu þær tekjur, sem bóndinn á eftir til að greiða sjálf- um sér og fjölskyldunni i kaup og til að greiða stofnkostnað (vextir) og afborganir af lánum og vextir af eigin fé) en vergar tekjur i „Þb”-skýrslunni eru taldar kr. 204.-á kg kjöts (Ifl?), 80,- kr. á kg ullar og 105.- kr. á kg gæru. Lokaorð t upphafi var tekið fram, að ætlunin með þessari grein væri ekki að gera samanburð á sauð- fjárrækt og skógrækt. Tilgangur- inn er fyrst og fremst að upplýsa eðli þessa máls. Ég er áhugamað- ur um skógrækt og vil hvetja bændur til að reyna hana, þar sem ætla má, að skilyrði séu góð. Það gæti hugsanlega gefið ein- hverjar tekjur á komandi árum og sparað okkur innflutning á girðingarstaurum, jólatrjám og trjávið. Einhverjum kann að vera ráðgáta, hvers vegna sérfróðir menn um byggingastarfsemi hætta sér út-áþann hála is að birta útreikninga, er snerta landbúnað, án þess að gera minnstu tilraun til að reyna sannleiksgildi niður- staðnanna. Hver er skýringin? Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að skýringin sé einfaldlega al- menningsálitið. A undanförnum árum hefur verið mikið um landbúnaðarmál skrifað og rætt. Upphaf þessara umræðna má rekja til áranna fyr- ir 1967, þegar ákveðinn stjórn- málaflokkur (maður?) hóf árásir á landbúnaðinn, sem greinilega voru gerðar til að veiða atkvæði. Það tókst. Það tókst lika að gera landbúnaðinn óvinsælan i augum (sumra?) bæjarbúa. Landbúnað- urinn var dragbítur á hagvöxtinn, hann lifði á styrkjum o.s.frv. Þannig gagnrýni á einhverja á- kveðna atvinnugrein hlýtur alltaf að verka öfugt, er aðeins til þess fallin að skapa rig milli stétta. Sfðustu tvö misserin hefur þessi gagnrýni á landbúnaðinn verið endurvakin i dagblaði hér i höfuð- staðnum. Sá áróður, sem þar hef- ur verið rekinn, hefur komið þeirri hugsun inn hjá bæjarbúum, að landbúnaðurinn sé illa rekin atvinnugrein, þar sé allt vitlaust gertog hvaða skoðun, sem kemur frá þeim, sem enga þekkingu hef- ur á landbúnaðarmálum er talin betri en þeirra er málum eru kunnugir. Þetta er almenningsá- litið. Úr slikum jarðvegi spretta ekki málefnalegar umræður. Þar er sá beztur, sem heldur fram mestum fjarstæðunum. Þær þarf ekki að sannreyna, öll gagnrýni á landbúnaðinn er réttmæt. Sauð- fjárræktin er einmitt dæmigerður hefðbundinn landbúnaður, en skógrækt er i vitund fólks ekki talin með landbúnaði. Hún er meira i tizku. Þvi hefur þetta skógræktar-ævintýri sjálfsagt farið gagnrýnislaust um hendur nefndarmanna. Það verður að telja ástandið komið á hættulegt stig, þegar heil nefnd vel mennt- aðra manna er orðin svo háð þessu „almenningsáliti”, að það ræður gerðum hennar. Abyrðin hvilir hins vegar á þeim, sem hafa skapað þetta óeðlilega al- menningsálit. TÍMINN Lýðháskóli á legq Lýðháskólinn 1 Skálholti mun senn hefja vetrarstarf i fjórða sinni. Með nokkrum rétti má segja, aö út sé runninn drjúgur hluti þess tima, er sannsýnir menn hneigðust til að ætla stofn- un þessari, unz hún I einhverju efni hefði sannað gildi sitt, — ell- egar þá komið upp um haldleysi ýmissa hugmynda um lýðhá- skóla. Þvl var aldrei að leyna, að margir drógu i efa, að lýöháskóli ætti erindi til Islands að nýju. Efasemdir þessar voru um margt réttmætar: Menntasofnun, sem fyrirfram hugðist standa utan við hið almenna skólakerfi, hlaut að vekia nokkra tortryggni. Skóli, sem ekki bjóst til að leiða nemendur upp örðugan hjalla nokkurra prófa, gat ekki vænzt tiltrúar að óreyndu. Fræðslu- starfsemi, er lét sér sjást yfir réttindaveitingu nemendum til handa, var tæpast likleg til að draga að sér athygli yfirleitt. Þess háttar nýlunda hlaut að hafa slna tið — reynsluskeið einhverra ára — áður en sýnt þætti, hvert stefndi. Þegar svipazt er um að liðnum þremur árum, verður þvi enn siður leynt, að fyrrgreindar efa- semdir virðast nú hæpnari en áður var. Raunar hefur ekkert það orðiö I skólamálum 1 Skálholti, sem ástæða er til að miklast af. Lýðháskólinn hóf starfsemi sina við afar þröngan kost. Þrátt fyrir þann hluta skóla- byggingar, sem nú er risinn, fær stofnunin ekk ekki hýst fjölmenni. Skólahaldið lætur litið yfir sér og hefur ekki komizt I hámæli, enda aldrei að sliku stefnt. Hitt mun vera ánægjuefni hverjum þeim, sem hug hefur á eflingu lýðháskóla á Islandi, að ýmis áhyggjuefni fyrsta skarfs- ársins reyndust ástæðulaus, að þvi er bezt verður séð. Þar ber fyrst að nefna óvissu um aðsókn að skólanum. Nemendur hefur Lýðháskólann i Skálholti ekki skort. Þert á móti hefur árlega um skólann setið mun fleira fólk en nemur þeim takmarkaöa mannafla, sem unnt er aö veita viðtöku. Svo er enn, og sjálfsagt er þarfleysa að óttast umtals- verðar breytingar I þessu efni um hrlð. í annan stað er vert aö fagna aldri og áformum þess æskufólks, er fengið hefur skólavist 1 Skálholti. Lausleg könnun leiöir I ljós, aö meðalaldur nemenda er um 18 ár, en það er g áþekkt þvl, sem gerist viöa um Norðurlönd. Hliðstæð athugun á tilefni og framtlðar- áætlunum bendir til þess, að drjúgur hluti nemenda gangi á lýðháskóla sökum þess að menn eru staddir á krossgötum. Lokiö er einhverju þvl námi, sem hlut- aðeigandi hefur stundað um ára- bil.- Orðugt er að gera sér fullnaöargrein fyrir þvl, hvert næst skal halda. Eins vetrar frjálst nám, byggt á eigin vali, án þvingana og eftirgangsmuna, hentar vel, þegar svo stendur á. Alla jafna fer nemandi heim aö vori nokkru stefnufastari en fyrr. í þessu efni hefur lýðháskóli á Islandi reynzt svipað þvi, sem geristi grannlöndum. Einnig þar er lýðháskólinn nú öðru fremur staðurinn, þar sem staldrað er við og skyggnzt um áður en fram er haldiö róðri á miö langskóla eða vinnumarkaðar. Hér við bætist hið þriðja, sem einnig er vert aö hafa i huga: Ar hvert leita nokkrir nemendur lýðháskólavistar i Skálholti sér til styrktar i einhverjum þeim námsgreinum, er örðugleikum valda. 1 þessu tilliti gegnir skólinn þvi einnig áþekku hlut- verki og hliðstæð fræðslustarf- semi erlendis. Þar sem annars staöar eru menn misjafnlega sprettharðir og þolgóðir á skeiðvelli skólakerfis. Afrek eða ósigrar á þeim vettvangi eru á hinn bóginn engan veginn einhllt til úrskurðar um félagsleg setu- grið manna eða útskúfun. Þrá- sinnis skrikar unglingum fótur á hlaupabrautinni, en verða slðan nýtustu menn. Þetta fólk á að ýmsu leyti tiltölulega fárra kosta völ i fyrstunni. Þaö hefur margoft komiö I ljós, að undir þeim kringumstæðum hentar lýðhá- skóladvöl einkar vel. Svo er og hérlendis. Mörg eru verkefni lýðháskóla. En vera má, aö hið siöast greinda sé markverðast: Timabær stuðningur við ungmenni, er höll- um fæti stendur, getur ráðiö úr- slitum um það, hvort hlutaðeig- andi gengur uppréttur á vit fullorðinsára, ellegar hann heykist lágt um ókomna daga. Hér er reisn einstaklingsins i veði — hyrningarsteinn mennskrar tilveru. Oft og einatt réttirlýðhá- skóli litilmagna hjálparhönd, þegar mest á riður. Margt bendir og til þess, að fáar gerðir skóla séu betur til sliks fallnar. Starfsemi Lýöháskólans I Skálholti hefur einkennzt af þeim þremur þáttum, sem hér var stuttlega drepið á. En skylt er að nefna hinn fjóröa: Frá öndverðu hafa norrænir lýðháskólar haslað sér völl á vettvangi frjálsrar, al- mennrar fullorðnisfræðslu. Skól- ar þessir voru löngum sóttir af fólks, sem slitið hafði barnsskóm, og æskumanna, en þráðu frekari fræðslu, án tillits til þess, hvort hún beinlinis gæti talizt arðbær á veraldarvísu. Bændasýnir hleyptu heimdragan- um. og settust á lýðháskólabekk til þess að læra eitthvað það, er hugur þeirra stóð til, en hurfu ' aftur að amboðum sinum, er heim kom —óbreyttir hið ytra en trúlega nokkru þroskaðri menn en fyrr. Aþekkir hópar eru enn fjölmennir á norrænum lýðhá- skólum. Fullvaxið fólk, sem án sýnilegs ytra tilefnis tekur sig upp til námsdvalar vetrarlangt á lýðháskóla, knúið af einum saman fróðleiksþorsta, engum hlutum^ búiö, utan lönguninni til að skyggnast um vlða. Þessi hópur rennur nú á dögum að nokkru saman við bá, sem komnir eru með endurmenntun i huga. Lýö- háskólar uröu öðrum stofnunum fyrri til að sinna slíku fólki. Má þvl telja lýöháskólamenn þar ytra fyrirliða á vettvangi fullorö- insfræðslu, frumkvöðla þeirrar „ævimenntunar” sem nú er ofar- lega á baugi. Þau þrjú ár sem Lýöháskólinn I Skálholti hefur starfaö, eru þeir nemendur ófáir orðnir, er ætla má, að fylli þann flokk, sem ég nú lýsti. Slikt er sérstakt gleöiefni. Þaö bendir til þess, aö lýöháskóli á Islandi sé liklegur tii aö fá I hendur hvort tveggja verkefniö: Frjálsa, almenna fulloröins- fræöslu aö hætti hinna eldri lýö- háskóla — og undirbúning þeirrar skipulegu endurmenntunar, sem mjög færist I vöxt. Tilraunir til lýöháskólahalds, er um nokkurt skeiö hafa fram fariö I Skálholti, ber I heild aö ein- um brunni: Skóli sem þessi viröist eiga hlutverki aö gegna á Islandi nú á dögum. Arangurinn af starfinu er jákvæöur. Vand- fundnar veröa nokkrar þær niöurstöður tilrauna þessara, er talizt gætu hiö gagnstæöa. Með þessu er ekki sagt, að óhjá- kvæmilegt sé aö efla skólahald þetta til frambúöar. Sérhvert samfélag hlýtur að sniöa sér stakk eftir vexti. Menntastofnun — þótt gagnleg kunni aö vera — veröur ekki kostuö af almannafé, nema ráölegt þyki, og enda unnt aö verja til hennar nauösynlegum fjármunum. Hitt er hverjum manni vitan- legt, aö enginn skóli veröur til lengdar rekinn hér á landi nema hann styðjist viö einhvern ramma laga og reglugeröar, er m.a. tryggi stofnuninni rekstrarfé . Eigi lýöháskóli aö komast varan- lega til þroska á Islandi, verður aö grundvalla hann meö þessum hætti. Að öörum kosti vofir þaö yfir, að timabundin tilraunastarf- semi, kostuð af rýrum sjóöum félagasamtaka eða einkaaðila, renni út i sandinn um siðir. Til þessa hefur Lýöháskólinn I Skálholti verið rekinn fyrir tak- markaö ráðstöfunarfé Þjóð- kirkjunnar. Sú aðgerð gat talizt eðlileg, meðan margnefnd tilraun var ný af nálinni og árangur óviss. í ljósi fenginnar reynslu er hins vegar ástæða til að ætla lýðháskóla lífvænan við islenzkar aðstæður, og reyndar um margt nauðsynlegan. Af sjálfu leiðir, að löggjafi og fjárveitingarvald þurfa ekki að óttast, að nokkru sé á glæ kastað, þótt skóli sem þessi verði efldur til frambúðar. Þegar það einnig er haft I huga,að núverandi fjárhags- grundvöllur skólans er tæpur, og framtið hans af þeim sökum ótrygg, veröur það ljóst, að laga- setning og fjárhagsleg skuld- binding af hálfu hins opinbera fá einar að fullu treyst hornsteina þessarar ungu menntastofnunar. Lýöháskólinn i Skálholti hefur þegar notið verulegra framlaga á fjárlögum vegna byggingar skólahúss. Verður sá vinarhugur, er fjárveitingar þessar lýsa, aldrei fullþakkaöar. Þess er nú að vænta, aö þeir aöilar, sem svo drengilega hafa staðiö aö upphafimáls, taki höndum saman um varanlegar aðgerðir. Meö þeim hætti væri íyrir þaö girt, aö ófyrirsynju yrði sú fræöslustarf- semi, sem stunduö hefur veriö meö árangri undir merki lýöhá- skólaá Islandi, undanfarin ár, og nú er á legg komin, en ekki stend- ur svo föstum fótum, sem skyldi. Heimir Steinsson. Tilboð óskast i sumarbústaðinn islenzka frá Þak h.f. eins og hann stendur i Laugar- dal. Bústaðurinn er til sýnis næstu daga kl. 5-7, eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar á skrifstofunni. Hamranes fasteignasala, Strandgötu 11. Simar 51888 og 52680.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.