Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 16
Mi&vikudagur 17. september 1975. SÍMI 12234 ‘HERRft G*RÐURINN AdDALSTRfETI 3 sís-iómit SUNDAHÖFN fyrir góéan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Norski hægri flokkurinn vinnur stórsigur — í sveitarstjórnar kosningunum um helgina Flukkur Bratteli forsætisráö- herra Verkamannaflokkurinn bætti við sig 3,1% atkvæða. NTB/Reuter Oslo — Um 2,7 mill- jónir Norðmanna voru á kjörskrá i sveitarstjórnarkosningunum, scm fram fóru í Noregi um síð- ustu helgi. Kosið var um 13,500 fulltriía i sveitarstjórnir og bæjarráð. Verkamannaflokkur- inn, sem nú situr í rikisstjórn, bætti við sig, jafnvel þó að tap hafi verið á fylgl hans I nokkrum sveitahéruðum. Hægri flokkurinn vann mikinn kosningasigur, hefur bætt 4,8% atkvæða við sig, er þetta mesti kosningasigur þeirra i fjörutiu ár. Vinstri sinnaðir sósialistar biðu langmest afhroð i kosningunum, fengu nær helmingi færri atkvæði en i kosningunum 1973. Flokkur forsætisráðherrans, Trygve Bratteli, Verkamanna- flokkurinn, bætti við sig um 3,1% atkvæða, þegar miðað er við sveitarstjórnarkosningarnar 1973, fhaldsflokkurinn 4,8% at- kvæða, kristilegi flokkurinn bætti engu við sig en stóð i stað frá kosningunum 1973. Langmestan ósigur beið flokkur vinstrisinn- aðra sósialista, en þeir töpuðu nær helmingi þeirra atkvtölu sem þeir fengu i sfðustu kosning- um. Aðalbaráttumálin i sveitar- stjórnarkosningunum voru at- vinnuleysi, skattar og verðbólga, og gefa úrslitin i kosningunum nokkra visbendingu um hver stefnan verður i næstu þingkosn- ingum. Olé, olé fyrir skæruliðunum Sprengjan í Hilton MYNDIN sýnir hvernig umhorfs var í Hilton-hótelinu i London, eftir að sprengja sprakk þar I síð- ustu viku. Tveir létu lifið og tutt- ugu og átta særðust, sumir mjög hættulega. Þetta var fimmta sprengingin i London á aðeins tveim vikum, en á mánudag sprungu tvær litlar bréfsprengj- ur, og er nú óttazt, að ný alda sprengjubréfasendinga sé að hefjast i Bretlandi. Brezka lög- reglan hefur grun um að hermd- arverkamenn Irska lýðveldis- hersins (IRA) hafi verið að verki i flest ef ekki öil skiptin, sem sprengingar hafi orðið i London undanfarnar vikur. — hrópaði mannfjöldinn, þegar þeir leiddu gísla sína út úr sendiróðinu í Madrid Reuter-Madrid/Alsir — Skærulið- arnir fjórir, sem réðust til inn- göngu I sendiráö Egypta á mánu- dag og tóku þar þrjá gisla, eru nú komnir til Alsir, en Egyptalands- stjórn samþykkti að láta þá hafa flugvél til að flytja þá og gislana. Þá höfðu þeir bætt við nokkrum gíslum, sem þeir tóku einnig með sér. Umsátrið um sendiráðiö stóð I sextán klukkustundir, en skæru- liðarnir höföu hótað að sprengja bygginguna I loft upp, væri ekki farið að kröfum þeirra. Geysileg- ur mannfjöldi safnaðist saman fyrir framan sendiráöið, meðan á umsátrinu stóð, og átti lögreglan I mestu vandræöum við að halda i skefjum fólki, sem ekki vildi missa af neinu sem geröist. Mannfjöldinn kallaöi „Olé”, þeg- ar skæruliöarnir komu út með gisla sina og færðu þá út I bifreið, sem ók þeim á flugvöllinn. Eftir langar viðræöur við skæruliðana tókst að komast aö samkomulagi við þá. Þeir höfðu krafizt þess, að samkomulaginu milli Egyptalands og Israel yrði þegar rift, en gerðu sig á endan- um ánægða meö skriflega yfirlýs- ingu frá sendiherrum Iraks, Alsir, Egyptalands, Kuwait og Jórdaniu, þar sem samkomulagið var fordæmt. Virtust skærulið- arnir vera hæstánægðir með þau málalok að fá flugvél til að flytja sig til Alsir. Mikill mannfjöldi var fyrir utan egypzka sendiráðið meirihluta þeirra sextán klukkustunda, sem umsátrið stóð. Rikti þar hin bezta stemmning, fólkið hrópaði og klappaði, auk þess sem það virtist skemmta sér konunglega. Viva, viva og olé-olé, heyrðist hrópað I taktföstum kór, þegar skærulið- arnir fjórir komu út úr bygging- unni með gisla sina. Veitinga- staðir I nágrenninu höfðu meira en nóg að gera. Fréttamenn lýstu þessu eins og áramótagleði, eöa eins og mannfjölda, sem væri að horfa á nautaat. Margir voru meö myndavélar og tóku óspart myndir af skæruliðunum og gisl- um þeirra. Það voru egypzk stjórnvöld, sem létu undan kröfum skærulið- anna og létu þeim I té farþega- flugvél af Ilyushin-18 gerð. Fyrstu viðbrögð egypzkra stjórn- valda á mánudag, eftir að skæru- liðarnir réðust inn i sendiráðið, voru þau að lýsa Yasser Arafat, leiðtoga sjálfstæöishreyfingu Palestinuaraba, ábyrgan fyrir árásinni, en Arafat neitaði þegar I stað að hreyfingin ætti þarna nokkurn hlut að máli. New York: Kennaraverk- fallinu lokið Reuter-New York — ! gær lauk vikulöngu verkfalli 55.000 kenn- ara i New York, er fulltrúar þeirra greiddu atkvæði með nýja launasa mningnum . NIu hundruð og fimmtiu skólar voru lokaðir I borginni þessa viku, er kennararnir neituðu að endur- nýja samninginn. Þeir kvörtuöu yfir yfirfullum bekkjum — en I þessum skólum eru rúmlega ein milljón nemenda — og einnig inótmæltu þeir of löngum vinnu- tima. Ekki var vitað hvernig nýi samningurinn hljóðaði, en opna átti skólana I dag, svo nemend- ur New York-borgar fá ekki meira fri I bili. Ekki var vitað, hvort eitthvað af þeim 4.500 kennurum sem sagt var upp störfum af borgar- yfirvöldum, verða ráðnir aftur. Kennurum var sagt upp, þvl borgaryfirvöld New York eiga nú I miklum efnahagslegum erfiðleikum, og var þetta ein sparnaðarráðstöfunin. Fréttir herma þó, að samkvæmt nýja samningnum, verði að ráða að minnsta kosti tvö þúsund kenn- ara aftur. Harðir bardagar geisa í Beirut og Tripoli Yasser Arufat lofar að reyna að stilla til friðar i Libanon. Reuter Beirut — Að minnsta kosti átta manns létuzt i gærdag i átökum milli múhameðstrúar- manna og kristinna manna i höf- uöborg Libanon I gær, Beirut. Ör- yggisvcrðir skutu á leyniskyttur, sem földust á húsaþökum, til að reyna að stöðva bardagana. i fyrrakvöld létuzt fjórir, þar af einn lögreglumaöur i átökum i Beirut. Einnig var mikið um átök i Tripoli hafnarborginni i norður Lfbanon. Riffilskothrið og sprengjuhá- vaði heyrðist i suðaustur úthverf- um Beirut i allan gærdag, en i öðrum hlutum borgarinnar virtist að mestu leyti rikja friður. Cam- ille Chamoun innanrikisráðherra sagði í gær, að ef átökin ættu enn eftir að harðna i Beirut, myndi herinn verða látinn gripa i taum- ana til að stilla til friðar, eins og gert var i Tripoli. Að sögn lögreglunnar i Beirut i gær, hafa nú yfir eitt hundrað og fjörutiu mannslátið lifið i átökum múhameðstrúarmanna og krist- inna. Sprengjur sprungu og skotbar- dagar geisuðu i Tripoli i gær og aðalvegurinn milli Beirut og Tri- poli var umsetinn vopnuðum mönnum. Fréttir herma, að rót- tækir vinstrisinnar hefðu að minnsta kosti fjörutiu lögreglu- menn og niu hermenn i haldi, en þeim náðu þeir á sitt vald eftir að hafa ráðizt á fjórar lögreglu- stöðvar á Tripolisvæðinu. Á meðan átökin héldu áfram, ræddu stjórnmálaflokkarnir, bæði vinstri og hægri sinnar, saman um ástandiö og reyndu að finna lausn á þvi. Innanrikisráð- herrann, Camille Chamoun ræddi við Yasser Arafat, leiðtoga sjálf- stæðishreyfingar Palestinuaraba (PLO). Fréttir hermdu eftir fund þeirra, að Arafat hefði fullvissað libanönsku stjórnina um að þeir myndu hjálpa til að koma á friði og koma ástandinu i eðlilegt horf á ný. Pierre Gemayel, leiðtogi hægri sinnaðra Falangista skoraði á Rashid Karami forsætisráðherra, Camille Chamoun og Arafat að gera allt sem i þeirra valdi stæði til að stilla til friðar og koma ástandinu i eðlilegt horf. Gemayel sagði fréttamönnum i gær,aðhann krefðist þess að stillt yrði til friðar sem allra fyrst, þótt nota yrði til þess herstyrk, til þess að binda endi á morðin, og eyði- legginguna i landinu. Að sögn lögreglunnar, var leigubilstjöri skotinn til bana i Beirut i gær, er hann var að aka farþega sinum i einu af úthverf- um borgarinnar. Farþeginn reyndist vera Richard Murphy, sem er nrófessor i ensku við bandariska háskólann i Beirut Hann slasaðist litillega þegar leigubillinn stöðvaðist skyndi- lega, eftir að bilstjórinn hafði verið skotinn. KHFFIÐ ffrá Brasilíu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.