Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. september 1975. TÍMINN n Umsjón: BOBBY LENNOX VAR í LEIKBANNI BOBBY LENNOX, slðasta „Lissabon-ljónið” I Celtic-lið- inu, lék ekki með Celtic gegn Valsmönnum á Laugardals- vellinum. Þessi snjalli leik- maður, sem varð Evrópu- meistari með Celtic I Lissabon 1967, tók I gærkvöldi út eins leiks keppnisbann I Evrópu- keppninni, sem hann var dæmdur I fyrir slæma hegðun á leikvelli I Grikklandi á slð- asta keppnistlmabili. GEORGE KIRBY ÁFRAM MEÐ AKRANESLIÐIÐ GEORGE Kirby og lærisveinar hans á Akranesi eru nú komnir til Kýpur, þar sem þeir munu leika gegn Kýpur-liðinu Omonia Nicosia I Evrópukeppni meistaraliða á sunnudaginn. Kirby, sem hefur náð mjög góðum árangri með Akranes-liðið undanfarin tvö keppnistlma- bil, mun að öllum Hkindum þjálfa Skagamenn næsta sumar — það var ekki annað að heyra I herbúðum Skagamanna eftir bikarúrslitaleik- inn. AAúsin klóraði köttinn duglega Þungir leikmenn Celtic urðu fyrstir til að leggja (2:0) Valsmenn að velli á heimavelli í Evrópukeppni ★ Sigurður Dagsson varði vítaspyrnu frd Jóhannesi Eðvaldssyni Valsmönnum tókst prýðilega upp í músahlutverkinu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, þegar þeir mættu skozka stórliðinu Celtic í Evrópukeppni bikarhafa. Um 8 þús. áhorfendur sáu þá berjast hetjulegri baráttu gegn „stjörnuliði" Celtic, sem var í hlutverki kattarins. En sá köttur var þungur á sér, honum tókst aldrei að klófesta músina, sem oftsinnis tókst að klóra köttinn — og það duglega. Hinir 8 þús. áhorfendur, sem sáu viðureignina, urðu fyrir miklum vonbrigðum með Celtic-liðið, sem sýndi lítið, sem gladdi hjarta knattspyrnuunnandans. En yf ir einu gátu áhorfendur glaðzt, það var þegar Sigurður Dagsson varði vítaspyrnu frá Jóhannesi Eðvaldssyni. Þetta átti sér stað á 66. min, leiksins, þegar vltaspyrna var dæmd á Vilhjálm Kjartansson, fyriraðhafa fellt Paul Wilsoninni i vitateigÞað vakti mikla athygli, þegar Jóhannes Eðvaldsson hljóp að vitapunktinum, til að undirbúa sig til að taka vitaspyrnuna — sérstaklega þar sem hann er ekki vitaskytta liðsins. — Þeir voru eitthvað að þrasa um það, hver ætti að taka spyrnuna, sögðu Valsmenn eftir leikinn.—Sérstak- lega var Kenny Daglish vondur yfir, að fá ekki að taka spyrnuna, sögðu þeir.En hvað um það, Jó- hannes undirbió sig til að taka spyrnuna, undir stöðugu bauli áhorfenda, sem voru óánægðir með vitaspyrnudóminn. Þegar Jóhannes tók vitaspyrn- una, sem fór himinhátt yfir markið, var Sigurður Dagsson kominn út úr markinu — þannig að dómarinn M.Wright, lét endur- taka spyrnuna. — Ég tek vitaspyrnuna aftur, sagði Jóhannes við Kenny Dag- lish, þegar Daglish spurði hann, hvort hann treysti sér til að endurtaka spyrnuna.En það var greinilegt, að Jóhannesvar kom- inn úr jafnvægi, eftir fyrri vita- spyrnuna, þvi að honum brást bogalistin — Sigurður varði frá honum spyrnuna.— Ég er mjög ánægður með, að hafa varið vita- spyrnuna, þannig gat ég bætt fyrir fyrra markið, sem ég skrifa á minn reikning — ég náði ekki að halda knettinum, sagði Sigurður Sigurður mátti horfa tvisvar sinnum á eftir knettinum i netið hjá sér i gærkvöldi.Bæði mörkin voru af ódýrari gerðinni, sérstak- lega það fyrra, sem kom strax eftir 7. minútur. Þá átti Kenny Daglish skot að marki, sem Sigurðurvarði, en hann náði ekki að halda knettinum, þar sem Harry Hood pressaði hann — þannig að Sigurður missti knött- inn frá sér, til Daglish.sem skor- aði með lausu skotiSiðara markið kom á 65.min.eftir slæm varnar- mistök. Harry Hood tók þá horn- GUÐMUNDUR ÞORBJÖRNSSON...... bezti maður Valsliðsins, sést hér sækja aö marki Celtic. Andy Lynch er til varnar. (Tlmamyndir Róbert) spyrnu — sendi knöttinn inn i vitateig, þar sem miðvörðurinn Roddy McDonald var einn og óvaldaður — hann skallaði knött- inn i netið. Valsmenn áttu ágæt tækifæri I leiknum, það bezta átti Hermann Gunnarsson, þegar hann skallaði rétt fram hjá Celtic-markinu, eftir að hafa fengið sendingu frá Bergsveini Alfonssyni,— Ég var öruggur um að skora úr þessu SAGT EFTIR LEIKINN: „Valsmenn fá stóran skell á Parkhead" sagði Jóhannes Eðvaldsson, sem var fyrirliði Celtic í gærkvöldi — Biddu bara, þangað til að Vals- menn leika á Parkhead, þá fá Valsmenn stóran skell — við vinnum þá með 6-7 marka mun, sagði Jóhannes Eðvaldsson, sem var fyrirliði Celtic I gærkvöldi, þegar Timinn spurði hann, hvort Celtic-liðið væri ekki sterkara, heldur en það, sem það sýndi á Laugarda Isvellinum. — Völlurinn er mjög lélegur og það hafði slæm áhrif á okkur — við sukkuni niður I jörðina. — Hvað vilt þú segja um vita- spyrnunaa? — Vitaspyrnuna? Ég fór úr jafnvægi, þegar Sigurður kom út á móti mér. Þegar ég tók siðari vitaspyrnuna, ætlaði ég að skjóta eins fast og ég gat — þar gerði ég mistök, sagði Jóhannes, sem var greinilega i miklu uppnámi eftir leikinn. JÓHANNES EÐVALDSSON.... var ekki I essinu slnu gegn slnum gömlu félögum. .Ánæaður með Vals- liðið — sem lék sóknar- knattspyrnu', sagði Albert Guðmundsson — Ég var mjög ánægður meö Valsliðið, sem reyndi að ná árangri með þvi að leika knatt- spyrnu gegn hinum sterku leik- mönnum Celtic — þeir lögðust ekki i vörn og reyndu aö ná imynduðum árangri, með því að leika með 11 markverði. Heldur léku þeir opinn fótbolta, án þess að það skapaðist veruleg hætta upp við inark þeirra, sagði Albert Guðmundsson, fyrrum formaður KSt. — Sigurður var óheppinn að fá á sig fyrra markið, en hann bætti það upp, með þvi að verja vita- spyrnuna frá Jóhannesi, á frábær an hátt. — Þá er ég mjög ánægður með þátt þjálfara Vals, Joe Gilroy, i leiknum.Hann undirbjó Valsliðið vel og lét strákana fara inn á völl- inn með þvi hugarfari að leika skemmtilega knattspyrnu, en ekki að leggjast i vörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.