Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.09.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Miðvikudagur 17. september 1975. 2 Air Viking í pílagrímaflug og ætlar að kynna íslenzk matvæli um leið BH-Reykjavik — Air Viking hefur gert samning um flutning á þrem þúsundum pilagríma frá Vestur-Afrfku-rfkjunum til Mekka, og munu flutningarnir fara fram I tveim áföngum, I nóvember og desember. Aul þess sem gjaldeyristekjur af flutning- um þessum verða um ein milljón dollara, munum við nota tækifær- ið til þess að kynna Islenzk mat- væli, en þarna er stórt markaðs- svæði rikra landa, sem framleiða meðal annars demanta og járn. Þannig komst Guðni Þórðarson forstjóri að orði i viðtali við Tim- ann I gær, þegar blaðið hafði samband við hann, en Guðni er nýkominn frá Afriku, þar sem hann undirritaði samninga við ráðuneyti viðkomandi ríkja um flutninga þessa. Við flutninga þessa verður flog- ið dag og nótt, og verða þrjár is- lenzkar áhafnir 179-sæta Boeing þotu Air Viking staðsettar i Saudi-Arabiu, V-Afriku og i Nigeriu. NÝJA BREIÐ- HOLTSBRAUT- IN KEMUR EKKI Á ÞESSU ÁRI FRAMHALDSVIÐRÆÐUR VIÐ BELGA í OKTÓBERMÁNUÐI BH—Reykjavik — A fundinum I gærmorgun var ákveðið að at- huga nánar ýmis atriði, sem þar komu fram, og hittast siðan aftur snemma I október. Fundardagur hefur ekki veriö ákveðinn, en fundurinn verður haldinn hér- lendis. Þannig komst Hans G. Ander- sen, formaður islenzku viðræðu- nefndarinnar um landhelgismál við Belga, að orði við Timann i gær, er við inntum hann eftir fundi viðræðunefndanna i gær- morgun. Kvað Hans G. Andersen ekkert frekar af þessum viðræðum að segja en þegar hefði komið fram. Viðræðunefndir tslendinga og Belga aö loknum fundinum I gær. Timamynd: Róbert, SLÁTURSTRÍÐ í UPPSIGLINGU? BH-Reykjavlk. — Það er nú aug- ljóst mál, að tengingin frá Breið- holti III niður á Höfðabakka kemst ekki I verk á þessu ári. Tlminn ræddi viö Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, I gær, eftir fund I borgarráði, og kvað hann ljóst, að þetta mikla hagsmunamál Breið- holtsbúa myndi ekki ná fram að ganga á þessu ári, eins og menn höfðu þó vonað. Astæðuna kvaö Kristján þá, að borgarstjóri hefði dregiö lengi að koma því I verk að bjóða verkið út, að sýnt væri, að það myndi dragast fram á næsta ár, að þvi lyki. VORU FRÁ ALABAMA Gsal-Reykjavik — Rannsóknanefnd flugsl'ysa áformaöi aö fara á Eyja- fjallajökul I gær til athugana á flaki litlu flugvélarinnar, sem þar fórst á sunnudags- kvöld. Nefndin varö þó að fresta för sinni sakir veðurs, en áformað er að fara um leið og veður batnar. Hjá Bandariska sendiráð- inu var harla litlar upplýs- ingar að fá um ungu hjónin sem létust I flugslysinu, ann- að en að maðurinn hefði heitið Robert Smith og hefðu hjónin verið frá Ala- bama-fylki. Að öðru leyti tjáði konsúllinn Timanum I gær, að hann biði frekari upplýsinga. gébé—Rvlk — Stjórnir og trúnað- arráð verkalýðsfélaganna á Sauöárkróki boðuðu til verkfalls starfsfólks, sem vinnur að sauð- fjárslátrun, frá og með 24. september n.k., ef ekki hefur tek- izt samkomulag við Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki um laun og kjör, fyrir þann tlma. Aðalágreiningurinn liggur I taxtatilfærslum og svo vissum friðindum, sem Kaupfélagið telur sig ekki vera fært um að ganga að. Sú hefð hefur komizt á viðast á landinu, að sérstakir samningar hafa verið gerðir við starfsfólk sem vinnur að sauðfjárslátrun á haustin og hefur verið misjafnt hvernig þeir eru á hverjum stað. Þorkell Guðbrandsson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga vildi lit- ið segja um máliö I gær, en sagði þó að starfsfólk við slátrun hefði venjulega verið yfirborgað og hefði svo verið um nokkurra ára skeið. Sagði Þorkell að á s.l. BH-Reykjavik. —A fundi borgar- ráðs I gær var samþykkt aö lán- takan, sem Rafmagnsveitu Reykjavikur var heimiluð fyrir nokkru, að upphæð 2 milljónir dollara, skuli fengin hjá Scandi- navian Bank. Timinn leitaði upplýsinga hjá Steinari Berg hjá Rafmagnsveit- unum, og kvað hann ástæðuna fyrir þessari lántöku, sem sam- þykkt var i borgarráði 29. ágúst sl. hafa verið þá, að gjaldskrá Rafmagnsveitunnar hefði lent á eftir, og þvi hefðu safnazt fyrir erlendar skuldir. — Við erum með þessari lán- hausti, hefðu samningar verið gerðir við verkalýðsfélögin á Sauðárkróki, en að nú væru uppi viðtækari kröfur um tilfærslur milli launaflokka og aukin frið- indi i sambandi við fæði, ferða- kostnað sveitafólks og slíkt. Það eru tvö verkalýðsfélög á Sauðár- króki, Verkamannafélagið Fram og Verkákvennafélagið Aldan. Jón Karlsson er formaöur Fram, og sagði hann I gær, að ekki vildi hann telja að um yfir- borganir væri að ræða i þessu i sambandi, heldur væru gerðir sérstakir samningar við starfs- fólk, sem vinnur að slátrun. Sagði Jón, að á fundum stjórna og trúnaðarráða verkalýðsfélag- anna s.l. mánudagskvöld, hefði verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að boöa til verkfalls ef samningar við kaup- félagið takast ekki fyrir 24. september n.k. töku að reyna aö koma i veg fyrir alltof miklar hækkanir á gjald- skránni, en við teljum, að með þvi að dreifa afborgununum, getum viö saxað lánin niður, sagði Stein- ar Berg. Þetta lán er hugsað þannig, aö við borgum eina milljón fyrir áramót og eina milljón eftir áramót af eldri lán- um. — Var þetta hagstæðasta lán, sem völ var á? — Já, þetta lán frá Scandi- navian Bank var það hagstæð- asta, sem við gátum fengið, en Landsbankinn bauð það út á okk- ar vegum. Jón Karlsson sagði, að verka- lýðsfélögin á Sauðárkróki, hefðu sams konar samning frá Húsavik til hliðsjónar, en þar eru aðstæöur mjög áþekkar og á Sauðárkróki. Sagði hann, að hann vonaðist svo sannarlega til að ekki kæmi til verkfalls. Þá sagði Jón, að það hefði verið I fyrsta skipti I fyrra sem gekk snurðulaust að fá mannskap i sláturhússtörfin, enda gerður sérstakur samningur við kaupfélagið þá. Þorkell Guðbrandsson hjá K.S., sagði að sauðfjárslátrun hefði byrjað hjá K.S., i gærmorgun og að búizt væri við að slátra allt að 10% fleira fjár nú heldur en I fyrra, eða um sjötiu þúsund fjár. Orsökina fyrir aukningunni kvað Þorkell án efa vera þá, að heyskapur hefði gengið mjög stirðlega hjá bændum i sumar. 1 nýjasta tölublaði Fréttabréfs Flugvirkjafélags Islands er klausa, sem á rætur sinar að rekja- til fréttar i Timanum fyrir skömmu. Klausan hljóðar svo: ,,Ekki alls fyrir löngu var i fjöl- miðlum haft eftir einum af for- ráðamönnum Flugleiða h/f, að ekki væri grundvöllur fyrir við- haldi á DC-8 flugvélum hér heima. Þessi ummæli breyta á engan hátt þeirri skoöun og trú okkar islenzkra flugvirkja, að ef raunverulegur áhugi væri fyrir HÆKKUNAR- BEIÐNI HITAVEIT- UNNARENN EKKI RÆDD í BORGARRÁÐI BH—Reykjavik — Borgarráð hef- ur enn ekki fjallað um hækkunar- beiðni Hitaveitu Reykjavikur, sem frá hefur verið skýrt I Tim- anum. Fundur var haldinn I borg- arráði i gær, þriðjudag, en að sögn Kristjáns Bcnediktssonar, borgarráðsmanns Framsóknar- flokksins, var meirihlutinn enn ekki tilbúinn að fjalla um málið. Borgarstjórnarfundir munu aftur hefjast fimmtudaginn 2. október, en eins og kunnugt er, hafa þeir legið niðri um tveggja mánaða skeið vegna sumarleyfa, og hefur borgarráð eitt afgreitt borgarmál á meðan. hendi hjá yfirvöldum og flug- félögum að byggja upp myndar- lega aðstöðu hér heima til við- halds og eftirlits millilandavéla, myndi það, þrátt fyrir mikinn stofnkostnað, spara hundruð milljóna i'sleznkra króna i erlend- um gjaldeyri, fyrir utan hið veigamikla atriði, að tryggja fjölda manns góða atvinnu. En af einhverjum litt skiljanlegum ástæðum er og hefur útlendingum verið fært viðhald islenzkra flug- véla i gegnum árin á silfurfati.” Rafmagnsveita Reykjavíkur fær 320 millj. kr. lán hjá Scandinavian Flugvirkjafélag íslands: „Spara mætti hundruð milljóna í erlendum gjaldeyri, ef eftirlit og viðhald flugvéla færi fram hér heima"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.