Tíminn - 20.09.1975, Side 1

Tíminn - 20.09.1975, Side 1
SLONGUR BARKAR TENGI Landvélarhf SÉRSTÖK RANN- SÓKNARNEFND Á VEGUM BORG- ARRÁÐS KANNAR ÁRMANNSFELLS- MÁLIÐ ALLT AÞ-Reykjavík. — A fundi borgarráðs I gær var fjallaö um Ar- mannsfellsmáliö. Uröu talsverðar umræöur um máliö, en að því búnu var samþykkt tillaga Björgvins Guðmundssonar um það, aö skipuð yröi sérstök rannsóknarnefnd á vegum borgarráös til aö kanna alla þætti málsins. Tillagan var samþykkt meö öllum greiddum atkvæöum, en af hálfu Sjálfstæöismanna sátu þennan fund þeir Albert Guð- mundsson, Magnús L. Sveinsson og Markús Orn Antonsson. Enn fremur sátu fundinn Kristján Benediktsson og Sigurjón Péturs- son, auk Björgvins. Auðsjáanlegt er, aö hin miklu blaöaskrif og sú gagnrýni, sem fram hefur komiö vegna lóöaúthlutunarinnar til Armannsfells, hafa valdið þvi, að borgarráðsmenn Sjálfstæöisflokksins hafa ekki treyst sér til að standa gegn rannsókn málsins. Á þessu stigi málsins er ekki vitaö hversu margir munu taka sæti i nefndinni, en sjálfsagt veröur gengiö frá þvi á næstunni. MENNTAMÁLARÁÐHERRA: Kýs að tala varlega um upptöku litasjónvarps BH-Reykjavík — Það er vissulega margt sem veldur þvi, að æskilegt væri, og raunar nauðsynlegt, að setia udd heildaráætlun um brýnustu framkvæmdir varðandi útvarps- og sjónvarpsrekstur Islendinga, þ.á.m. flutning og dreifingu efnis, litasjónvarp og fleira. Margt hefur þegar verið unnið, sem auðveldar gerð slikrar áætlunar. Á hitt er svo að lita, að umtalsverður greiðsluhalli varð hjá rlkissjóði á siðasta ári, og tekjuhorfur hafa versnað siðan fjárlög 1975 voru sett. Stórkostlegur halli er á gjaldeyrisviðskiptum okkar. Þar við bætist, að dreifikerfi sjónvarpsins er mjög ábótavant og nær ekki til allra landsmanna. — Ég kýs þvi að tala varlega um upptöku litasjónvarps, eins og högum er nú háttað. Þannig komstVilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra að orði við Timann I gær, þegar við snerum okkur til hans vegna frétta Tímans undanfarinna daga um möguleika á litasjónvarpi hérlendis og litaefni sjónvarpsins. Varðandi spurningar okkar þess efnis, hvort möguleikar væru á að opnað yrði fyrir litasjónvarpið til þeirra, sem möguleika hafa á að ná þvl, visaði menntamálaráðherra til þess, sem segir i svari hans hér á undan. ,ENGIN SÍLD FINNST' nýja sildarverðið var kunngjört, en Bjarni sagði, að þeir hefðu fengið litið sem ekkert. — Reynslan var sú, hér fyrr á árum, að aldrei veiddist neitt að ráði i nót fyrr en i október. Þá kom hins vegar stundum dagur og dagur i september, þegar eitt- hvað fékkst, en þetta er stórt svæði og mikið ókannað enn. Það kemur kannski betur i ljós, hvemig ástandið er, þegar bátun- um fjölgar hér á miðunum, sagði hann. Veður þarna hefur að undan- förnu verið ágætt, að sögn Björns. Síldarverð loksins ákveðið Plast tvö- til þrefaldar uppskeru Alþingi kaupir Þórshamar O Gsal-Rvik — Heildarafli is- lenzkra skipa, það sem af er ár- inu, er nokkru minni en það afla- raagn sem islenzkir bátar öfluðu á fyrstu átta mánuðum siðasta árs. Nú hafa veiðzt tæplega 800 þús. lestir, en á sama tima i fyrra höfðu veiðzt rúmlega 808 þús. lestir. Þorskafli báta er nú nokkru minni en i fyrra, þá bárust á land rúmlega 200 þús. lestir, en nú rúmlega 198 þús. lestir. Hins veg- ar er þorskafli togara talsvert meiri i ár en á sama tima i fyrra, eða rúmlega 128 þús. lestir á móti tæplega 107 þús. lestum. Sildaraflinn dregur heildarafla islenzkra báta mjög mikið niður, þvi að i ár hafa aðeins veiðzt af sild 8.698 lestir á móti 21.262 lestum á sama tima i fyrra. Loðnuaflinn á þessum fyrstu átta mánuðum ársins er svipaður og á sama tímabili i fyrra, en að visu nokkru minni, 457 þús. lestir núna, en rúmlega 463 þús. I fyrra. Rækjuafli, hörpudisksafli og humarafli er nánast sá sami nú og I fyrra, en hins vegar er flokk- ur sá I þessum aflaskýrslum, sem nefaist annar afli (Spærlingur), miklu minni nú en i fyrra hvað veiðimagn snertir. Alls veiddust á þessu timabili I fyrra rúmlega 9 þús. lestir af fiski, sem tilgreind- ur var i þessum flokki, en nú veiddust aðeins 323 lestir. Gsal-Reykjavik — Sildveiðarnar virðast ekki ætla að byrja glæsi- lega. — Það finnst engin sild, sagði Björn Jonsson, skipstjóri á Ásbergi RE-22 þegar Timinn náði tali af honum á miðunum suð- austur af landinu í gær, en Ásberg RE fór fyrstur báta með herpinót til leitar að „silfri hafsins” eins og sildin hefur verið nefnd. Herpi- nótarveiðar eru nú aftur leyfðar eftir þriggja ára bann, en sfldin virðist ekki vera I veiðanlegu ástandi. — I fyrrinótt fórum við út að Jöklinum og leituðum þar án árangurs. Þá fórum við hér aust- ur með og komum hingað á miðin útaf Hrollaugseyjum i gærkvöldi, — en það er enga sild að finna, sagði Bjöm. Helga Guðmundsdóttir BA-77 er enn fremur á miðunum út af Hrollaugseyjum, og sagði Björn, að skipverjar þar hefðu sömu sögu að segja. — Þetta litur ekki gæfulega út. Viö finnum ekkert, ekki einu sinni dreifða sild. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er hér á mið- unum, og þeir finna enga sild i veiðanlegu ástandi, frekar en við, sagði Björn. — En við munum reyna eitthvað áfram, það þýðir ekkert að gefast upp. Aðeins tveir nótabátar eru nú á miðunum, Ásberg og Helga Guð- mundsdóttir, en von er á fleiri næstu daga, eftir þvi sem bezt er vitað. Reknetabátarnir fóru sumir hverjir út i fyrrinótt, um leið og gébé Rvik — Meðal þeirra mörgu gjafa, sem forseti Is- lands, dr. Kristjáni Eldjárn, og Halldóru Eldjárn bárust i ferð þeirra vestur um haf i sumar, var þetta fallega vik-- ingaskip. Þetta er nákvæmt likan af stærra skipi, sem Vestur-íslendingum var gefið i tilefni hátiðahaldanna vegna 100 ára landnáms Is- lendinga i Vesturheimi. Það skip var sérstaklega smiðað fyrir tslendingadaginn, sem var i byrjun ágúst i Gimli, Manitoba, en forsetahjónin tóku þátt i þeim hátiðahöld- um. Richardson heitir sá, sem lét smiða skipið og gaf það Vestur islendingum, en hann er tcngdasonur dr. Paul Thorlákssonar, hins virta læknis i Winnipeg. Skipið var skreytt og dregið i mflu- langri skrúðgöngu, sem fram fór i Gimli i tilefni há- tiðahaidanna. — Forráða- menn islendingadagsins i Kanada gáfu forsetahjónun- um likanið, sem nú prýðir skrifstofu forsetans að Bessastöðum. Tmynd: G.E. HEILDARAFLINN NOKKRU MINNl EN Á SÍÐASTA ÁRI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.