Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. september 1975.
TÍMINN
3
Fyrsti samninga-
fundur hjá BSRB
BH-Reykjavik — Fyrsti viöræðu-
fundurinn við fulltriía rikisvalds-
ins var haldinn i fyrradag. Þar
gerðist ekkert markvert. Þeir
lögðu ekkert fram á mtíti kröfum
BSRB, og það var ekki einu sinni
ákveðið, hvenær næsti fundur
yrði haldinn. Þeir upplýstu okkur
um það, að þeir gætu ekkert á-
kveðið i þeim efnum.
Þannig komst Kristján Thorla-
cius, formaður Bandalags starfs-
manna rikis og bæja, að orði við
Timann i gær, er við inntum hann
frétta af samningamálum banda-
lagsins við rikisvaldið, en um sið-
ustu mánaðamót lögðu opinberir
starfsmenn fram launakröfur
sinar, svo sem skýrt hefur verið
frá i' Timanum.
— Annars er það markverðast
af þessum málum, sagði Kristján
Thorlatíius, að i fyrradag og i gær
var haldin fjölmenn bæjarstarfs-
mannaráðstefiia, þar sem for-
ystumenn bæjarstarfsmannafé-
laga komu saman til þess að bera
saman bækur sinar i sambandi
við kröfugerð i sérsamningum.
Sérkröfur verða allar tilbúnar
fyrir 1. október, og stendur undir-
búningur þeirra nú yfir.
Við inntum Kristján Thorlacius
eftir fyrirhuguðum fundahöldum
BSRB, og kvað hann bandalagið
vera að undirbúa mikil fundahöld
inæstamánuði til stuðnings kröfu
sinni um verkfallsrétt og afnám
kjaradóms.
— Fundimir verða frá 3,—11.
október, og eru þeir fyrirhugaðir
53 talsins, viðsvegar um landið. í
lok þeirra verður svo með leyni-
legri atkvæðagreiðslu könnuð af-
staða félagsmanna til verkfalls-
réttar og hve langt og hve hratt
skuli ganga i þeim efnum. Af
þessum 53 fundum verða 23 úti á
landsbyggðinni.
Sauðárkrókur:
SAMNINGAR EKKI
TEKIZT ENNÞÁ
SKRÁ UAA
RÉTTARDAGA
SJ—Reykjavik — Réttir eru nú
hafnar. I dag er réttað á þrem
stöðum i Húnavatnssýslu, að
Auðkúlu, Undirfelli og i Viðidals-
tungu. Á morgun gefst Hafnfirð-
ingum tækifæri til að bregða sér I
réttir, og ekki væri úr vegi fyrir
Reykvikinga, sem vilja sjá fé ný-
komið af fjalli, að bregða sér i
smáökuferð, en þá er Kaldárrétt.
Eftirfarandi skrá yfir þær rétt-
ir, sem eftir eru hér I nágrenninu,
á Vestur- og Norðvesturlandi og
sunnanlands, fengum við hjá
Guðmundi Jósafatssyni hjá
Búnaðarfélagi íslands:
Melarétt I Fljótshverfi föstudag-
inn 25. september.
Silfrastaðarétt I Skagafirði
mánud. 22. sept.
Mælifellsrétt I Skagafiröi mið-
vikud. 24. sept.
Reynistaðarétt I Skagafiröi
mánud. 22. sept.
Skrapatungurétt A-Hún sunnudag
21. sept.
Stafnsrétt A-Hún 24. og 25. sept.
Fellsendarétt i Dölum þriðjud. 23.
sept.
Gillastaðarétt i Dölum sunnud.
21. sept.
Brekkurétt i Norðurárdal mánud.
22. sept.
Svignaskarðsrétt Mýrasýslu mið-
vikud. 24. sept.
Kjósarrétt þriðjud. 23. sept.
Kollafjarðarrétt miðvikud. 24.
sept.
Hafravatnsrétt mánudag 22. sept.
Gjábakkarétt mánudag 22. sept.
Laugarvatnsréttþriðjud. 23. sept.
Klausturhólarétt I Grimsnesi
miðvikud. 24. sept.
Olfusrétt fimmtudag 25. sept.
Landréttir föstudag 26. sept.
Sjómenn
með
ASÍ
BH-Reykjavik. — Við munum
fylgjast að, Alþýðusambandiö og
Sjómannasambandið i væntan-
legri samningagerð um kjör okk-
ar manna, sagði Jón Sigurðsson,
forseti Sjómannasambandsins I
viðtali við Tlmann I gær, — nema
að þvi leyti, að viö verðum eitt-
hvað sér á báti hvað snertir sér-
stöðu sjómanna I þessu tilliti.
Þetta atriði tók ég mjög greini-
lega fram á miðstjórnarfundi ASt
i fyrradag, og var fullur skilning-
ur á þvi.
Við inntum Jón Sigurðsson eftir
þvi, hvert væri næsta skrefið hjá
honum og hans mönnum.
— Við erum að undirbúa ráð-
stefnu undir mánaðamótin. Hjá
okkur er það nefnilega svo, að viö
verðum að búa kröfurnar út fyrir
bátasjómennina og segja samn-
ingum upp fyrir 1. nóvembér,
með 2ja mánaða fyrirvara.
Framleiða ofna til súgþurrkunar
gébé Rvik — Eins og Tlminn
skýrði frá I vikunni, boðuðu
verkalýðsfélögin á Sauðárkróki
til verkfalls starfsfólks, sem
vinnur við slátrun sauðfjár, ef
ekki tækjust samningar við
Kaupfélag Skagfirðinga. Verk-
fallið á að hefjast 24. september.
Slátrun hófst þann 16. þ.m., en ef
samningar takast ekki, verður öll
vinna stöðvuð i sláturhúsinu.
Aætlað er að slátra um sjötiu þús-
und fjár hjá K.S. i haust.
Aðalágreiningsefnið liggur i til-
færslum launa milli launaflokka,
svo og ýmsum friðindum, svo
sem fæði og kostnað við ferða-
flutning sveitafólks, sem vinnur i
sláturhúsinu. Helgi Rafn
Traustason kaupfélagsstjóri
sagði i gær, að málið væri á við-
kvæmu stigi, og þvi vildi hann
ekkert um það segja.
Jón Karlsson, formaöur Verka-
mannafélagsins Fram, sagði að
ekkert hefði gerzt i málinu þessa
viku, og að þeir biðu bú eftir á-
kvörðun forráðamanna kaupfé-
lagsins. —Við erum alltaf tilbúnir
til viðræðna, sagði hann, — en
vonum, að ekki þurfi að koma til
verkfalls.
SJ—Reykjavik — Það er auöveld-
lega hægt að gera aðferðina, sem
Jón Frlmann Jónsson I Blá-
hvammi hefur við að nota hvera-
gufu til súgþurrkunar, stórvirk-
ari, sagði maður, sem hringdi á
ritstjórn blaösins I gær.
Hér á landi eru framleiddir
mjög afkstamiklir ofnar, sem
hægt er að nota við súgþurrkun
og hagnýta hvort sem er heitt
vatn eða gufu sem orkugjafa.
Þórarinn Þorfinnsson, bóndi að
Spóastöðum i Biskupstungum,
fékk slikan ofn hjá Blikksmiðj-
unni Vogi i Kópavogi nú i vor, og
notkun hans hefur gefið mjög
góðan árangur. Varö það
kveikjan að þvi að fleiri bændur,
sem hafa jarðhita i landi sinu,
ætla að fá sér slika ofna.
Þorgeir Bergsson hjá Blikk-
smiðjunni Vogi sagði, að verðið á
ofnunum væri mismunandi eftir
stærð og aðstæðum og hvort nota
ætti gufu eða vatn.
— Mér datt ekki I hug að ein-
hver notaði oliutunnu i þessum
tilgangi, sagði Þorgeir Bergsson,
— það var góð og óvenjuleg hug-
mynd.
Plastrækt tvö- til
þrefaldar uppskeru
SJ-Reykjavik — Kartöfluútsæði
að norðan — úr Eyjafirði — hefur
I flestum tilraunum okkar gefið
10—20% meiri uppskeru en kart-
Fyrsti línu-
róðurinn fró
Isafirði
GS-ísafirði. — Fyrsti linubátur-
inn reri héðan að þessu sinni i
fyrradag. Var það Guðný 1S 266,
og fékk hún 4,2 tonn af góðum
fiski I þessum fyrstaróðri vertið-
arinnar.
Rússneskt skip er inni á Isafirði
þessa dagana, 4.500 lesta flutn-
ingaskip, en það kom hingað með'
7—800 lestir af beitusmokki.
Smokkfiskurinn er veiddur á Ný-
fundnalandsmiðum, og þykir
sumt smátt, sumir ekki stærri en
þaö, að nota verður einn i beituna.
Þorsteinn Tómasson heldur
á kartöflu, sem var ræktuð
undir plasti. Hrúgan t.v. er
plastrækt — uppskera undan
niu grösum, og til hægri er
uppskera undan nlu grösum,
þar sem ekki var notað plast.
öfluútsæði af Suðurlandi, og virð-
istþetta vera óháð ræktunarstað.
Samanburðartilraunir hafa verið
gerðar á þessu þrjú ár i röð og
norðlenzka útsæðið virðist gefa
um 20% meiri uppskeru hjá þeim
kartöfluafbrigðum, sem hér eru
algeng þótt þetta sé ekki algilt.
Verið er að leita að skýringum á
þessu, en mismunurinn virðist
ekki stafa af sjúkdómi I kartöfl-
unum. Hugsanlega er það einhver
umhverfisþáttur sem veldur.
Um þetta m.a. upplýsti okkur
Þoráteinn Tómasson erfðafræð-
ingur, er við hittum hann að máli
á tilraunastöðinni að Korpu. Þor-
steinn vinnur fyrst og fremst að
jurtakynbótum, og hefur einnig
gert ýmsar athuganir á kartöfl-
um, ásamt fleiri starfsmönnum
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins að Keldnaholti.
Að Korpu eru nú t.d. 60—70 að-
fengin kartöfluafbrigði i prófun til
að gera samanburð á þeim og
kartöflutegundunum,sem hér eru
algengastar, gullauga, Helgu og
rauðum islenzkum. Þar er t.d. af-
brigði frá Alaska til prófunar,
sem á að þola nokkurra stiga
frost án þess að grasið falli, en
ekki hefur fundizt munur á þvi
og t.d. gullauga hvað þetta snert-
ir.
Að Korpu hefur þó enn ekki
fundiztkartöflutegund, sem hefur
verulega kosti umfram þær, sem
við höfum fyrir. Auk uppskeru-
magns hafa þeir, sem tilraunum
þessum sinna, áhuga á ýmsum
öðrum þáttum, svo sem hvort
kartaflan hentar vel til bökunar
eða steikingar, en áhugi virðist
vera að skapast meðal neytenda á
þvi.
Tilraunimar með kaftöfluaf-
brigðin eru nýlega hafnar að nýju
og árangurs ekki að vænta slrax.
Að Korpu hafa einnig veriö gerð-
ar tilraunir með ræktun kartaflna
undir plasti, og er uppskeran
tvisvar til þrisvar sinnum meiri
en þegar plast er ekki haft yfir
kartöflunum. Kartöfluuppskeran
I sumar er almennt mjög léleg,
hvort sem plast er notað eða ekki.
Þó fékkst rúmlega tvisvar sinn-
um meiri uppskera undan plasti
en undan þeim grösum, sem ekki
var haft plast yfir. Að Korpu er
fremur lélegt land til kartöflu-
ræktar, en það skiptir ekki máli
við samanburðartilraunir. 1 fyrra
var gott kartöfluár, og þá fékkst
allt að þrisvar sinnum meiri upp-
skera undan sama grasafjölda,
þar sem plast var notað. Plast-
rækt hefur fyrst og fremst kosti i
för með sér á sólriku sumri.
Plastið eykur jarðvegshitann og
gefur aukna uppskeru, en auk
þess betri flokkun og öruggari
uppskeru. Þvi má bæta við, aö
þessar kartöflur eru betri á
bragðið, þar sem sterkjuhlutfallið
er um 20% hærra en þar sem ekki
er notað plast.
Hægra megin er uppskera
undan norðlenzku útsæði, en
t.v. uppskera undan sunn-
lenzku útsæði. Að Korpu sá-
um við sýnishorn, þar sem
munurinn var meiri, en þetta
er u.þ.b. meðaltalsmunur á
uppskeru undan sama
grasafjölda, eftir þvi hvort
um norðlenzkt eða sunn-
lenzkt útsæði er að ræða.
Tlmamyndir: Gunnar