Tíminn - 20.09.1975, Side 7
Laugardagur 20. september 1975.
TÍMINN
7
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Streingrlmur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty,
simar 18500 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sfmi 26500.
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent ji.f:
Tvennt vinnst
Sem kunnugt er, fer viðhald og viðgerðir á is-
lenzku millilandaflugvélunum að miklu leyti
fram erlendis. Greiða flugfélögin hundruð mill-
jóna króna árlega i beinhörðum gjaldeyri fyrir
þessa þjónustu. Jón Skaftason alþingismaður
vakti athygli á þessu á siðasta þingi, er hann
flutti þingsályktunartillögu þess efnis, að rikis-
stjórnin kannaði i samráði við islenzku flugfélög-
in á hvern hátt væri hagkvæmast að koma upp
aðstöðu til viðgerða og viðhalds flugvéla á Kefla-
vikurflugvelli. Benti þingmaðurinn á það með
tölulegum upplýsingum, hversu mikinn gjaldeyri
mætti spara, ef takast mætti að flytja þessa starf-
semi að mestu leyti inn i landið.
1 greinargerð með tillögu sinni sagði Jón
Skaftason m.a.:
„Flugið er vaxandi þáttur i atvinnulifi Islend-
inga. Þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðleika nú um
sinn i flugrekstrinum telja flestir, að þessi at-
vinnugrein eigi sér mikla framtið i atvinnustarf-
semi landsmanna.
Keflavikurflugvöllur er eini alþjóðlegi flugvöll-
urinn á Islandi. Erlendar og innlendar flugvélar
hafa notað hann til millilendinga á flugi yfir
Norður-Atlantshaf, og i sambandi við þær hefur
risið upp talsverð atvinnustarfsemi þar, sem
væntanlega fer vaxandi i framtiðinni.
Á Keflavikurflugvelli vantar þó tilfinnanlega
viðgerðar- og viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar,
sem þarf að vera fyrir hendi á vel búnum alþjóð-
legum flugvelli. Sú aðstaða, sem fyrir hendi er, er
að langmestu leyti á vegum varnarliðsins og fyrir
herflugvélar. Timabært er þvi að athuga, hvernig
bezt verður að þessum málum staðið i framtið-
inni og má minna á tvennt i þessu sambandi.
í fyrsta lagi standa nú fyrir dyrum miklar
framkvæmdir á Keflavikurflugvelli. Er m.a. gert
ráð fyrir að skilja alveg að hernaðarflugsþjón-
ustu og farþegaflugsþjónustu. Er stefnt að bygg-
ingu nýrrar flugstöðvar fyrir farþegaflug á nýj-
um stað á vellinum og miklum framkvæmdum til
þess að búa betur að þessari starfsemi. Viðgerð-
ar- og viðhaldsþjónusta flugvéla þyrfti að vera
þáttur þessara framkvæmda.”
Þá segir Jón Skaftason enn fremur:
,,f öðru lagi brann viðgerðarskýli Flugfélags
íslands á Reykjavikurflugvelli til grunna i janú-
armánuði s.l. Sú starfsemi, sem þar fór fram, er
þvi á hrakhólum um sinn, og ekki vitað hvernig
úr verður bætt svo haganlegast sé. Um hundrað
manns, að mestu leyti lærðir flugvirkjar, störf-
uðu við flugskýli Flugfélags íslands á Reykja-
vikurflugvelli. Þrátt fyrir bráðabirgðaaðstöðu i
flugskýli varnarliðsins á Keflavikurflugvelli til
eftirlits og viðhalds Boeingvéla Flugfélags ís-
lands og aðstöðu fyrir Fokkervélar félagsins i
flugskýli Landhelgisgæzlunnar, er atvinnuöryggi
þessarar stéttar ótryggt.”
Ljóst er að framansögðu, að tvennt vinnst með
tillögu Jóns Skaftasonar. í fyrsta lagi verður um
stórkostlegan gjaldeyrissparnað að ræða, ef
viðgerðarþjónustan verður framkvæmd innan-
lands. Og i öðru lagi verður atvinnuöryggi flug-
virkja tryggt og miklir möguleikar á þvi, að sú
stétt eflist að mun, en á undanförnum árum hefur
verið um fækkun að ræða i henni.
—a.þ.
ERLENT YFIRLITC
Merkileg samvinna
Kaunda og Vorsters
Ný viðleitni til að sætta kynþættina
I LOK ágústmánaðar
siBastl. gerðist merkur at-
burður I sögu Afriku á járn-
brautarbrúnni yfir Zambezi-
fljót, rétt neðan viö hina frægu
Victoria-fossa. Þar hittust þá
tveir helztu fulltrúar hvitra
manna og svartra i sunnan-
verðri Afriku, eða þeir Jo-
hannes Vorster, forsætisráð-
herra Suður-Afríku, og
Kenneth Kaunda, forseti
Zambiu. Tilgangurinn með
fundi þeirra var að reyna að
koma á sáttum milli minni-
hlutastjórnarinnar i Rhodesiu,
sem eingöngu er skipuð hvit-
um mönnum, og fulltrúa hins
svarta þjóðarmeirihluta þar.
Þessi sáttatilraun fór út um
þúfur, en fundur þessi var
samt eigi að siður merkilegur
og getur átt eftir að marka
sögulegan áfanga I málefnum
rikjanna i sunnanverðri
Afriku. Þýðing fundarins fólst
i þvi, að þeir Vorster og
Kaunda fengu hér tækifæri til
að ræðast við itarlega. Arang-
ur þess á vonandi eftir að
verða mikilvægur sem fyrsta
spor i þá átt, að unnt verði að
leysa kynþáttadeilurnar i' Suð-
ur-Afrfku á friðsamlegan hátt.
ÞEIR Vorster og Kaunda
eiga fátt sameiginlegt annað
en það, að báðir eru þeir ein-
beittir talsmenn kynþátta
sinna og báðir virðast hafa
gert sér ljóst, að reyna verður
sáttaleiö til þrautar, þótt til
skamms tima hafi rikt það
andrúmsloft, að öllum sátta-
leiðum virtist lokað. Það eiga
þeir einnig sameiginlegt, að
báðir hafa verið I fangabúðum
hjá Bretum vegna þjóðernis-
stefnu sinnar. Vorster sat I
fangabúðum Breta á heims-
styrjaldarárunum sökum þess,
að hann fór sem þjóðernis-
sinnaöur Búi ekki dult með
það, að samúð hans væri með
Þjóðverjum. Þess vegna hefur
þvi óspart verið beitt gegn
honum, að hann væri fyrrver-
andi nasisti, enda þótt samúð
hans með Þjóðverjum væri
sprottin af öðrum ástæðum.
Kaunda sat I fangelsi hjá
Bretum vegna þess, að hann
barðist fyrir sjálfstæði
Zambiu. En þegar þessu
sleppir, eru þeir Vorster og
Kaunda eins ólikir og verða
má, jafnt I útliti og upplagi.
Kaunda er hár vexti og
spengilegur, léttur I hreyfing-
um, hrifnæmur og getur illa
leynt tilfinningum sinum. Það
hefur iðulega hent hann aö
tárfella ámannamótum. Hann
fékk fyrstu menntun sina á
trúboðsskóla og er enn undir
sterkum áhrifum þeirra kenn-
inga um mannhelgi og
bræðralag, sem hann drakk i
sig þar. Þar lærði hann einnig
að afneita áfengi og tóbaki og
öðrum slikum löstum. Vegna
kenninga sinna og breytni er
Kaunda talinn einn merkasti
þjóðhöfðingi meðal svartra
manna i Afriku, enda þótt
hann hafi orðið að gripa til
einræðissinnaðra stjórnar-
hátta tilþess að halda riki sinu
saman. Vorster er mjög þrek-
vaxinn og þunglamalegur,
stirðmáll og lágmæltur, og
sjaldan verður á honum fund-
ið, hvort honum likar betur
eða verr. Hann hefur þótt
þröngsýnn I skoðunum, eink-
um þó i sambandi við
þjóðernismál og kynþáttamál.
I uppvextinum barðist hann
gegn Bretum,enásíðari árum
hefur áhugihansbeinzt að þvi,
að tryggja yfirráð hvita kyn-
þáttarins i Afriku, m.a. með
sem ströngustum aðskilnaði
kynþáttanna. Þegar Vorster
varð forsætisráðherra fyrir
nokkrum árum, var það þvi
spádómur margra, að nú
myndi ástandið i kynþátta-
málunum enn versna.
ÞETTA hefur hins vegar
ekki orðið raunin. Að visu hef-
ur enn orðið litil breyting inn-
an sjálfrar Suður-Afriku, enda
verður Vorster að fara var-
lega i þeim efnum, ef hann á
ekki að missa völdin I flokki
sinum. En stefnan I utanrikis-
málum hefur mikið breytzt.
Sambúðin við svörtu ríkin,
sem liggja að mestu eða öllu
innan landamæra Suður-
Afriku, eins og Lesotho, Svazi-
landog Batswana, hefur geng-
ið vel. Stjórn Suður-Afriku
hefur ekki á neinn hátt reynt
aö hindra valdatöku svarta
kynþáttarins i Mosambik. Að
Kaunda
undan förnu hefur hún svo
reynt að hvetja hvitu minni-
hlutastjórnina i Rhodesiu til
samninga við svarta meiri-
hlutann þar. Vorster er vel
ljóst, að þetta þrengir allt að
Suður-Afriku og knýr á um
stefnubreytingu þar. Hann
væntir þess hins vegar, að
hann geti með vissri tilhliðrun
og batnandi sambúð við svörtu
rlkinfengið tima og ráðrúm til
þessara breytinga.
INNAN flokks Vorsters
munu nú margir orðið líta
þessa viðleitni hans með efa-
semdum. Til eru öfl þar, sem
eru farin að kalla hann svik-
ara. Þess vegna verður Vor-
ster að fara sér hægt. Hið
sama gildir lika um Kaunda.
Það hefur verið álit margra
forustumanna i svörtu Afriku,
að málefni Suður-Afriku verði
ekki leyst, nema með vald-
beitingu, efnahagslegri eða
hernaðarlegri. Sáttaviðleitni
Kaunda mælist þvi misjafn-
lega fyrir. En Kaunda vill i
lengstulög treysta á friðsam-
lega lausn mála ogbræðralag.
Þess vegna hefur hann gengizt
undir þá áhættu, að ræða við
sjálfan höfuðfjandann, eins og
margir svartir menn i Afriku
álita Vorster vera.
Samvinna þeirra Vorsters
og Kaunda hefur hingað til
beinzt mest að þvi, að reyna
að koma á sáttum i Rhodesiu.
Annað kemur á eftir. Það er
vafalitið þáttur i þessari við-
leitni, að Suður-Afrika sendir
nú ekki fulltrúa á þing Sam-
einuðu þjóðanna. Það er gert i
þeim tilgangi að valda ekki
auknum deilum þar. Þessi
mál verða lika tæpast leyst á
vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna. Þau verður að leysa
heima i Afriku og þvi eru þeir
Kaunda og Vorster á réttri
braut, hver sem árangurinn
verður.
Þ.Þ.