Tíminn - 20.09.1975, Side 11

Tíminn - 20.09.1975, Side 11
Laugardagur 20. september 1975. TÍMINN 11 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson^^ .DODDI ERÁVID 2 BLÖKKUMENN' — segja ÍR-ingar Þorsteinn Hailgrímsson er alkominn heim frá Danmörku Evrópu- bikar stemming í Keflavík ÞAÐ er greinilegt, að áhugi Suðurnesjamanna á leik Keflavikur-liðsins og Dundee United á þriðjudaginn kemur er mikill. 1 gærkvöld heim- sóttu leikmenn Keflavíkur- liðsins Suðurnesjamenn og buðu þeim miða á leikinn við Dundee. Leikmennirnir fengu mjög góðar móttökur og seldu mikið af miðum. Það er greinilegt á öllu, að mikil Evrópubikarstemmning er komin í Suðurnesjamenn, sem ekki er nema skiljanlegt — þeir eru fyrstir til að leika heimaleik sinn i Evrópu- keppni á heimavelli. — Þess- arar stundar hafa allir Kefl- vikingar beðið, sagði einn af stuðningsmönnum Kefla- v íkurliðsins, þegar hann keypti miða á leikinn — handa allri fjölskyldunni — i gær. ÞORSTEINN HALL- GRÍMSSON „Doddi" mun klæöast IR-búningnum i vetur. Þessi snjalli körfu- knattleiksmaður/ sem hef- ur leikið með danska liðinu SISU við mjög góðan orðs- tír undanfarin ár, er nú al- kominn heim og byrjaður að æfa með islands- meisturum ÍR. Það er ekki að efa, að „Doddi" mun styrkja ÍR-Iiðið mikið, og hann á örugglega eftir að vera mikið í sviðsljósinu í vetur — í baráttunni við blökkumennina Curtiss Carter, sem KR-ingar hafa ráðið til sín, og Jimmy Rogers, sem mun þjálfa og leika með Ármanns-liðinu. IR-ingar eru mjög ánægðir yfir að Þorsteinn skuli vera kominn ÞORSTEINN HALL- GRÍMSSON...mun klæð- ast iR-búningnum ívetur. • ---------------> aftur heim til a,ð leika með þeim. — Hann er á við tvo blökkumenn frá Bandarikjunum, sögðu þeir i gamansömum tón. Það verður gaman að fylgjast með IR-liðinu i baráttunni um KR-inga og Ar- menninga — sem flagga með blökkumenn upp á tvo metra þeg- ar baráttan um íslandsmeistara- titilinn hefst i vetur. Þorsteinn Hallgrimsson er vafalaust sá leikmaður íslands, sem á glæsilegastan feril að baki sem körfuknattleiksmaður — bæði með 1R, landsliðinu og SISU, sem tryggði sér oft Danmerkur- meistaratitilinn á þeim tima, þegar Þorsteinn lék með liðinu. Stjarna Þorsteins skein einna skærast á Polar Cup i Helsinki 1964, en þá var hann stigahæsti leikmaður mótsins og jafnframt talinn einn bezti leikmaður Norðurlanda. „ÞRUMA ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI... ...þegar við heyrðum í útvarpinu, að ÍR-liðið hafði dregizt gegn Real AAadrid í Evrópukeppninni — Við vorum búnir að ákveða að taka ekki þátt í Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik og tilkynna það, áður en drátturinn í keppninni fór fram, sagði Sig- urður Gíslason, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, þegar Tíminn hafði samband við hann vegna ákvörðunar IR-ingar um að taka ekki þátt í keppninni. — Við vor- umbúnirað halda fund um málið, þar sem samþykkt var aðtaka ekki þátt f keppninni vegna hins mikla kostnaðar, sem þátttaka hefur í för með sér. Eins og stendur, þá er mjög Iftill grundvöllur fyrir fslenzkt félagslið að taka þátt í keppninni — þau hafa ekki f jármagn til þess. Það kom fram á fundinum, að ef við fengjum t.d. lið frá „austantjalds-löndunum" sem mótherja — þá myndi kostnaður i sambandi við Evrópukeppnina verða u.þ.b. 2 milljónir fyrir IR-liðið, og þar að auki þyrftum við að kosta hingað dómara til að dæma heimaleik okkar. — Auk þess sáum við okkur ekki fært að taka þátt I keppninni, vegna þess að flestir leikmenn fR-liðsins stunda nám yfir vetr- armánuðina — og ættu þvi vont með að fá sig lausa til þess, að fara erlendis að keppa. — Við ákváðum þvi að taka ekki þátt i keppninni að þessu sinni og sendum þess vegna ekki þátttökutilkynningu til al- þjóðakörfuknattleikssambands- ins. Stjórn KKf vissi um þessa á- kvörðun okkar, sagði Sigurður. — Þess vegna kom það okkur mjög á óvart, þegar við heyrðum það i útvarpinu, að við hefðum dregizt gegn Real Madrid i Evrópukeppninni. Þetta kom eins og þruma úr heiðskiru lofti — vegna þess að við vorum ekki Stjórn KKÍ vissi að ÍR ætlaði ekki í EM búnir að tilkynna þátttöku i keppninni og þar að auki vorum við ekkert farnir að búa okkur undir þátttöku í Evrópukeppn- inni, sagði Sigurður. Á þessu sést, að það var alls ekki sök ÍR-inga að þeir voru sett- ir ofan i „hattinn”, þegar dregið var i Evrópukeppninni. Þarna er um að ræða mistök hjá alþjóða- körfuknattleikssambandinu, þar sem íR-ingar tilkynntu samband- inu aldrei, að þeir ætluðu sér að taka þátt i Evrópukeppninni. ÍR- ingar sendu aldrei þátttökutil- kynningu, og þar að auki borguðu þeir aldrei þátttökugjaldið, sem hefði þurft að senda sambandinu til að tryggja að lið fR-inga væri löglegt i keppnina — en það eru 300 v-þýzk mörk. Astæðan fyrir þvi, að ÍR-ingar voru dregnir út sem þátttakendur i keppninni, var sú, að Körfu- knattleikssamband íslands var búið að senda bréf til alþjóða körfuknattleikssambandsins, þar sem KKf lét sambandið vita, aö ÍR og Ármann ættu rétt til að taka þátt i Evrópukeppni meistaraliða og bikarhafa fyrir hönd Islands. Alþjóða körfuknattleikssam- bandið hefur greinilega tekiö þetta bréf sem staðfestingu þess, að ÍR og Ármann myndu keppa fyrir íslands hönd I Evrópu- keppninni. Það er þvi ekki við IR-ing að sakast, þótt þeir leiki ekki i Evrópukeppninni að þessu sinni. Mistökin lágu ekki hjá þeim, heldur alþjóðakörfuknattleiks- sambandinu. AGNAK FRIÐRIKSSON... séstl hér skora körfu gegn Real Madridj 1972 i Laugardalshöllinni, þegar ÍR mætti Madrid-liðinu i EM. Graham aðvarar „Doc,, — Þrátt fyrir glæsilega byrjun, tel ég að Manchester United haldi þetta ekki út. Liðið hefur ekki yfir að ráða nógu mörgum sterkum og reyndum ieikmönnum.til að geta hlandað sér i toppbaráttuna, seg- ir George Graham, fyrrum ieik- maður Skotlands, Aston Villa, Chelsea, Arsenal og Manchester United, sem leikur nú mcð Ports- mouth. — United-liðið verður ekki á meðal 10 efstu liðanna i deild- inni, þegar keppnistiinabiiinu lýkur, sagði Graham. — Tommy Docherty ,,Doc”, framkvæmdastjóri Manchester United, telur öruggt, að United- liðið vcrði meðal 10 efstu liðanna, þrátt fyrir þá staðreynd, að leik- menn hans eru ungir og hafa ekki mikla reynslu að baki. Nú er að vita, hvor þessara þekktu Skota hefur rétt fyrir sér. Fram mætir KR — í fyrsta leik Reykjavíkurmóts- ins í handknattleik Reykjavikurmótið i hand- knattlcik hefst i Laugardalshöll- inni i dag. Það verða gömlu kcppinautarir Fram og KR, sem opna mótið, en siðan leika Þróttur og Fylkir. A inorgun heldur mótið áfram. en þá verða leiknir fjórir leikir — kl. 2 mæta ÍR-ingar og Armenningar, en siöan leiða Vík- ingurogFyikir saman hcsta sina. Um kvöldið (kl. 20) leika Fram- arar gegn Leikni, en siðan leika Valsmenn gegn Þrótti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.