Tíminn - 20.09.1975, Side 13
Laugardagur 20. september 1975.
TtMINN
13
Úrslit í þriðja
Evrópumeist-
aramóti ís-
lenzkra hesta
Tölt
1. Dagur, Islandi
— frá Núpum
2. Funi, Þýzkalandi
— frá Kaupvangi
3. Silfri, Þýzkalandi
— frá Miðgrund
Gefin voru 1-5 stig fyrir takt og
1-15 stig fyrir fegurð i reið. Hest-
arnir komu inn á völlinn, 200
metra hringbraut (ca. 60x40 m).
Þar riðu knaparnir bæði réttsælis
og rangsælis i marga hringi og
sýndu hægatölt, milliferðartölt og
yfirferðartölt, samkvæmt skipun.
Keppni lýkur þegar dómarar gefa
merki um, að þeir séu búnir að
dæma. Þessi keppni er erfið bæði
fyrir hesta og knapa, og krefst
mikillar nákvæmni.
Fjölgangur
1. Funi, Þýzkalandi
— frá Kaupvangi
2. Léttir, Hollandi
frá Innrihólmi
3. Dagur, íslandi
— frá Núpum
Þessi keppni fór einnig fram á
hringvellinum og á svipaðan hátt
og töltkeppnin, þannig að i undan-
úrslitum fengu hestarnir eink-
unnir. Síðan var ætlunin að taka
tlu beztu hestana út, en vegna
þess að þrir fengu sömu einkunn,
10,11 og 12, kepptu 12 til Urslita á
sunnudag, og var þeim raðað i röð
en ekki gefnar einkunnir. Hest-
amir komu I hringinn fimm i
einu, og þar var knöpum sagt fyr-
ir yfir hátalarakerfið, hvernig
þeir ættu að riða, t.d. fara fetið,
snúa siðan við þegar þess var
krafizt — allir i einu — og halda
áfram þangað til allir dómararnir
höfðu gefið merki, en þá réttu
þeir allir upp spjöld, með sinni
einkunn. Þar með lá heildareink-
unni fyrir þá gangtegund fyrir,
og siðan koll af kolli, án þess að
hestarnir fengju að stöðva. Hest-
arnir fóru marga hringi, eðlilega
oft á milliferð. Þarna kepptu bæði
fimmgengir og fjórgengir hestar.
Gefið var fyrir fetgang, tölt,
brokk, stökk og skeið (það hafa
fjórgengir hestar ekki), 1-20 stig
hvert ganglag. Þessi keppni er
erfið og nokkuð löng og krefst
bæði þreks og þjálfunar.
Skeið
1. Hreinn, Þýzkalandi
— frá Gullberastöðum
2. Goldi, Þýzkalandi
— frá Hagen
3. Hvinur, Islandi
— frá Haugi.
Skeiðiö, 250 metrar, fór fram á
svipaðan hátt og hjá okkur, en að-
eins tveir hestar hlupu samtimis.
I seinni riðilinn var hestunum
raðað eftir tima, þannig að beztu
hestarnir lentu saman,— eða þeir
hestar, sem voru likastir. Völlur-
inn var grasigróið tún og heldur
þungur.
Hlýðnikeppni C
1. Funi, Hollandi
— frá Kaupvangi
2. Ljósi, Þýzkalandi
— frá Uxahrygg
3. Kópur, Hollandi
— frá Hólmi
Hlýðnikeppni B
1. Ljóski, tslandi
— frá Hofsstöðum
2. Krummi, Hollandi
— frá het-Steenfort
3. óðinn, Frakklandi
Hlýðniæfingarnar fóru fram i
gerði. C-keppnin er mun erfiðari
en B. Þar bætist t.d. við afturfóta-
snúningur, erfiðari krossgangur
og mun erfiðari stökkæfingar.
Hesturinn verður t.d. að hefja
stökkið upp á vinstri fót eða hægri
fót samkvæmt skipun. Hesturinn
verður að geta gengið afturábak,
farið á tölti i hring, sem er sex
metrar i þvermál, en það er erfitt
þar sem hann verður að taka mun
styttri skref með þeim fæti sem
innar er I svo litlum hring. Marg-
ar fleiri þrautir urðu hestar og
knapar að leysa.
Hindrunarstökk
1. Þór, Sviss
— Miðdal
2. Glaumur, Sviss
— frá Lækjarbakka
3. Þokki, Austurriki
— frá Semriach
Völlurinn var 600 m. Á honum
voru 10 hindranir, 80 sm háar og 2
metra breiðar, og þær staðsettar
óreglulega á vallarsvæðinu,
þannig að knapar þurftu svolitið
að átta sig á brautinni. Dómarar
dæmdu og gáfu 1-10 fyrir fegurð
hestsogknapa (ásetu) ístökkinu.
Frádráttarstig voru gefin fyrir
óhlýðni og fall. Hesti var t.d. vis-
að Ur keppni fyrir þrisvar sinnum
sýnda óhlýðni. Eins var knapa
visað Ut af, ef hann fór ekki yfir
hindranir I réttri röð, án þess að
leiðrétta það. Timinn réð þarna
engu, en fegurð og öryggi öllu;
Viðavangshlaup með
hindrunum
1. Funi, Þýzkalandi
— frá Kaupvangi
2. Eldo, Austurriki
— frá Semriach
3. Silfri, Þýzkalandi
— frá Miðgrund
Hlaup þetta var tæpir 3000
metrar með mörgum hindrunum,
80 sm háum og 2 m breiöum. Svo
löng hlaup eru ekki þreytt á kapp-
reiðum hér. Þá voru þarna skurð-
ir, sem hestarnir urðu að stökkva
yfir, snarpar beygjur og á nokkr-
um stöðum merki, þar sem hest-
urinn varð að fara fetið ákveðna
vegalengd. Ef hestur komst ekki
yfir hindrun, mátti hann reyna
við hana tvisvar aftur, og féll
hann þá Ut, ef hann komst ekki yf-
in Hestarnir fóru á stökki eða
brokki, en á vissum stöðum varð
aðfara eftir gefnum fyrirmælum.
Leiðin lá niður bra ttar brekkur og
eftir gilbotni, og oft varð að fara
yfir lækinn I gilbotninum og
hindranir, sem þar voru. Undir
lokin fóru klárarnir upp úr gilinu
og sögðu dönsku keppendurnir að
hæöarmismunurinn væri meiri en
næmi hæð Himmelbjergsins.
Hlaup þetta var langt og erfitt og
hestarnir mjög misvel þjálfaðir
undir þetta erfiða hlaup. Ahorf-
endur gátu ekki fylgzt vel með '
þessu hlaupi, vegna þess hve
langt það var, en stóðu gjama þar
sem brautin var hvað erfiðust.
Hollendingar og Danir töluðu
mikið um að fyrir þeirra hesta
hefði þessi braut verið erfið. Is-
lendingar tóku ekki þátt I þessu
hlaupi.
Fjölhæfnieinkunn
1. Fúni, Þýzkalandi,
knapi Walter Feldmann jr.
— frá Kaupvangi
2. Silfri, Þýzkalandi,
knapi Klaus Beuse
— frá Miðgrund
3. Glaumur, Sviss,
knapi Heinrich Jud
— frá Lækjarbakka
Þeir sem óskuðu að talca þátt i
þessari þriþraut, urðu að keppa i
tölti, hliðniæfingum B eþa C og
Knapar og hestar.
viðavangshlaupi 3000 m.
Einkunnir þær sem þeir fengu i
þessum greinum voru siðan lagð-
ar saman og réðu úrslitum. Þar
sem Islenzku hestarnir voru ekki
meö i þolhlaupinu, komust þeir
ekki á blað i þessari keppni.
Parareið
1. Dagur og Ljósi, knapar
Reynir Aðalsteinsson og
Susanne Ströh
2. Funi og Ljóski, knapar
Feldmann og
Albert Jónsson
3. Óöinn og Trölli, knapar
Anne Claude Keiling og
Dany Trautmann
Par nr. 3 var frá Frakklandi.
Auk keppnisatriða var sýnd
parareið og Það var fallegt
sýningaratriði. Knaparnir riðu
tveir og tveir saman inn á völlinn
og voru bilin á milli hestanna
mjög jöfn. Þeir fóru með mis-
jöfnum hraða, og stundum var
riðið fram miðjan völlinn, og
skildu þá pörin, fór hvor knapi i
sina átt, og komu svo aftur sam-
an. Þessisýning var skrautleg og
vakti athygli. Allmörg pör tóku
þátt f henni.
Verner Bruun frá Danmörku
sýndi þarna sex hesta reið. Hafði
hann þrjá hesta á undan I taum-
um, og auk þess þrjá til reiðar
upp á Islenzkan máta. Fór hópur-
inn ótrúlegustu sveigjur. I Dan-
mörku hefur Verner sýnt svipuð
atriöi, og þá með 10 hesta. I
keppninni reið Verner annars
Nökkva frá Dalvik.
Söðulreið
Tvær stúlkur, Ragnheiður Sig-
urgrlmsdóttir og Sigurveig
Stefánsdóttir, riðu kynbótahest-
inum Hrafni frá Kröggólfsstöðum
og Ljóska.
Meðan þær Ragnheiður og
Sigurveig riðu um völlinn I söðl-
um, sýndu þrir piltar úr hópi
landa þeirra hvernig þeir fara að
þvi að jáma hesta.
Heildarárangur
1. Funi, Þýzkalandi,
knapi Feldmann jr.
— frá Kaupvangi 271 stig
2. Silfri, Þýzkalandi,
knapi Klaus Beuse
— frá Miðgrund 228,10 stig
3. Glaumur, Sviss,
knapi Heinrich Jud
— frá Lækjarbakka 217,80 stig
4. Dagur, Islandi
knapi Reynir Aðalsteinsson
—frá NUpum 200,70 stig
5. Grákollur, Þýzkalandi
knapi Bernd Vith
— frá Skollagróf 183,53 stig
Svo sem áður er sagt tóku 50
hestar þátt I mótinu. Sá yngsti
var Háfeti frá Vik, 5 ára gamall.
Sá elzti var 18 ára, Faxi frá Bæ,
sem 14 ára gömul dönsk stúlka,
Astrid Nilsen, reið i keppninni.
Bræðurnir frá Islandi, sem
stóðu sig svo vel i keppninni, Dag-
ur og Hrafn, eru undan Herði frá
Kolkuósi, eigendur þeir Páll
Sigurðsson á Kröggólfsstöðum og
Jón Pálsson dýralæknir á Sel-
fossi.
SÍSftw?'
II
- ■
íí::'!
S
Tvö ný rit frá STOFNUN ÁRNA
MAGNÚSSONAR á íslandi
GRIPLA I
er safn ýmissa ritgerða og mun koma út
árlega framvegis. Þetta fyrsta bindi hefur
m.a. að geyma erindi sem flutt voru á
alþjóðaþingi um isienskar fornsögur i
Reykjavik 1973. Ritstjóri er próf. Jónas
Kristjánsson.
UTTERÆRE FORUDSÆT-
NINGER FOR EGILS SAGA
eftir Bjarna Einarsson
er að stofni doktorsritgerð sem varin var
við Oslóarháskóla 1971. Ritið fjallar um
bókmenntalegar fyrirmyndir og upptök
Egils sögu, um vinnubrögð söguhöfundar
og um afstöðu hennar til annarra for-
sagna.
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs
RAFKERTI
GLÖÐAR-
KERTI
ÚTVARPS-
ÞÉTTAR
ALLSK.
SAiyciii
Ármúla 7
Sfmi 84450
Travel opportunity
Au-Pair.—Successful American newspaper executive, 38,
single, no children, seeks Au-Pair 18-35 Live luxurious
apartment on Lake Michigan Nov.-April (Close to Univ. of
Chicago), Luxurious Motorhome travel to Mexico and
Central America (Nov.-April) to study Maya Indian
Cultures and languages. Reply with photo in confidence
to:
Edward R. Shields, 4850 Lake Park Avenue, Apt. 1009,
Chicago, IUinois 60615.