Tíminn - 20.09.1975, Side 15
Laugardagur 20. september 1975.
TÍMINN
15
Hei&ar Ástvaldsson danskennari i gó&um félagsskap nokkurra danskennara sinna. Þaö eru systurnar
Guörún og Edda Pálsdætur, sem sitja á hnjám hans, en hinar eru Guörún Jacobsen, Auöur Haraldsdótt-
ir, Svanfriöur Jngvadóttir, Eygló Bjarnadóttir og Svanhildur Siguröardóttir. Tlmamynd: Róbert
Tvítugur dansskóli
— Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar kennir
þúsundum nemenda í vetur
gébé Rvik —Eigum viö að dansa?
spuröi Heiöar Astvaldsson dans-
kennari, um leiö og hann dreif
nokkra blaöamenn og ljósmynd-
ara út á dansgólfið til að kenna
þeim einn nýjasta táningadans-
inn, sem nú er aö ryöja sér til
rúms. Nefnist hann Bump, sem
kannski mætti þýða sem Dynkur?
Dansinn er auðveldur og
skemmtilegur, og jafnvel klunna-
legum blaðamönnum tókst að
læra hann á mettima. Dansskóli
Heiðars á um þessar mundir
tuttugu ára afmæli, og af þvi til-
efni boöaöi hann til fundar með
blaöamönnum og kynnti starf-
semi skóians.
Þaö var á Siglufirði, sem
Heiðar byrjaði fyrst með skóla
sinn, og síðar einnig á Akureyri.
Hver staðurinn af öðrum bættist
svo i hópinn, en kennslu i höfuð-
borginni hóf Dansskóli Heiðars
1960. Fyrstu árin var Heiðar eini
kennari við skólann, en i vetur
verða fjórtán danskennarar hjá
skólanum.
Hvarvetna á landinu, utan
Reykjavíkursvæðisins, kennir
starfsfólk skólans dans á nám-
skeiðum fyrir alla aldursflokka,
og hafa nemendur hans verið á
aldrinum 4 til 70 ára. Kennsla i
Reykjavik fer fram á þrem stöð-
um i borginni: í húsnæði skólans
að Brautarholti 4 og 6, og i vetur
hefst kennsla i eigin húsnæði að
Drafnarfelli 4 i Breiðholti.
Heiðar Ástvaldsson hefur um
margt verið brautry ðjandi i dans-
kennslu hér á landi, og má i þvi
sambandi nefna, að skóli hans er
sá fyrsti hérlendis, sem útskrifar
kennara, og hefur hann þegar út-
skrifað tiu. Þá sá hann um dans-
kennslu i útvarpi i fimm ár. t
skóla Heiðars er hægt að læra alla
klassiska dansa, auk tizkudansa.
Um þessarmundireru vinsælustu
dansarnir Bump, sem áður er
nefnt, og Hustler, og sagði
Heiðar, að allar likur væru á að
þessir dansar ættu eftir að slá i
gegn.
Þá sagði Heiðar, að áhugi fólks
á dansnámi hefði aukizt mjög á
þeim 20 árum, sem skólinn hefði
100 fermetrar á
3 þúsund kr.
éTORKOSTLEG
VERÐLÆKKUN
10 lítra fötur með
PLASTMÁLNINGU
d aðeins kr. 3.000
Innihaldið þekur 100 fermetra
Litir: Hvítt — Beinhvitt — Beingult — Margir dökkir litir
Allt á kr. 3.000 fatan
Grípið tækifærið strax
og sparið ykkur stórfé
WV Voggfóiur- og mólningadolld
Armúla 38 Roykjovlk
Simor 8-54-66 & 8-54-71
VIKKNIi
Opið tií kl. 10 á föstudögum
starfað. Hann byrjaði með örfáa
nemendur, en í vetur munu þús-
undir nemenda á öllum aldri læra
dans i skólanum. 1 skólanum er
nú fólk, sem er á 12. ári i dans-
námi og hefur dansinn sem
áhugamál og iþrótt um leið.
Margir stunda dansinn eins og
hverja aðra iþrótt, og sagði
Heiðar i þvi sambandi, að i
mörgum nágrannalöndum okkar
væri dans viðurkennd iþrótta-
grein, en ætli það verði ekki nokk-
ur bið á þvi, að ÍSI viðurkenni
það?
Eiríkur
Helgason
formaður TBK
AÐALFUNDUR TBK var haldinn
15. sept. i Domus Medica. Ný
stjórn var kosin eftir að fyrri
stjóm hafði beðizt undan endur-
kosningu. Nýju stjórnina skipa:
formaður: Eirikur Helgason,
varaformaður Helgi Einarsson,
gjaldkeri: Sigurjón Tryggvason,
ritari: Kristján Jónasson og á-
haldavörður: Ingölfur Böðvars-
son. Fyrrverandi formanni
Tryggva Gislasyni voru þökkuð
sérlega vel unnin störf i þágu fé-
lagsins. Á fundinum voru veitt
verðlaun fyrir unna sigra i keppni
vetrarins. Tveir menn voru heiðr-
aðir þeir Tryggvi Gislason fyrr-
verandi formaður, sem veitt var
gullmerki félagsins, sem er æðsta
viðurkenning sem veitt er, og
Haraldur Snorrason fyrrverandi
gjaldkeri sem veitt var silfur-
merki félagsins fyrir langt og
ósérhlifiö starf i þágu TBK. Þá
voru ræddar lagabreytingar og
spunnust út af þeim miklar um-
ræður. Akveðið var að kalla sam-
an aukaaðalfund hið fyrsta þar
sem ekki tókst að ljúka umræðum
um málið.
GEYMSLU
HÓLF
J Á GEYMSLUHOLFÍ
/ /J ÞREMUR STÆROUM.
/ó» / I NÝ ÞJONUSTA VID
Jv / J VIDSKIPTAVINI í
S / h NÝBYGGINGUNNI
Clj BANKASTÆTI 7
Sqiminnubankinn
Héraðsmót framsóknarmanna I Kjósarsýslu verður haldið laug-
ardaginn 4. október I Hlégarði, Mosfellssveit. Hefst það kl. 21.
Ólafur Jóhannesson dómsmálaráöherra og Jón Skaftason al-
þingismaður flytja ávörp. Sungin verða og leikin lög eftir Sigfús
Halldórsson. Kátir félagar leika fyrir dansi.
Sauðárkrókur
Framsóknarmenn efna til flokksfundar I Framsóknarhúsinu á
Sauðárkróki miðvikudaginn 24. september kl. 21. A fundinum
mæta ólafur Jóhannesson ráöherra og Páll Pétursson alþingis-
maður.
FUF — Reykjavík
Stjórn FUF I Reykjavlk verður til viðtals á Rauðarárstig 18,
milli kl. 5og 7 þriðjudaginn 23. september. Stjórnin.
Vetrarstarf Sinfóníu-
hljómsveitarinnar
að byrja
SINF ÓN ÍUHLJÓMSVEIT ís-
lands hóf æfingar fyrir starfsemi
slna starfsárið 1975—’76 1. sept-
ember. Um þessar mundir er
unnið aðhljóðritun á Sögusinfóni-
unni eftir Jón Leifs undir stjórn
finnska hljómsveitarstjórans
Jussi Jalas, en 24. september
mun hljómsveitin fara f hljóm-
leikaför til Vestfjarða. Stjórnandi
veröur Vladimir Ashkenazy, og
munu þau Guðný Guðmundsdótt-
ir og hann skiptast á sem einleik-
arar.
Fyrstu reglulegu tónleikarnir á
starfsárinu verða 9. október undir
stjóm aðalhljómsveitarstjórans
Karstens Andersens,, en einleik-
ari er norski fiðlusnillingurinn
Arve Tellefsen. Aðrir hljómsveit-
arstjórar á starfsárinu verða
Alun Francis, Bohdan Wodiczko,
Vladimir Ashkenazy, Jindrich
Rohanog Páll P. Pálsson. Meðal
erlendra einleikara má nefna
pianóleikarana Radu Lupu og
Emil Gileis, óperusöngkonuna
Elisabeth Söderström, cellóleik-
arann Lynn Harreli, pianóleikar-
ann Peter Toperczer og klari-
nettuleikarann John McCaw. Is-
lenzkir einleikarar verða þessir:
Agnes Löve, Rut Ingólfsdóttir,
Halldór Haraldsson og Guöný
Guðmundsdóttir, Ennfremur
tekur Filharmóniukórinn þátt i
tvennum tónleikum, 11. desember
með flutningi Carmina Burana
eftir Carl Orff, og þ. 8. april sálu-
messu eftir Verdi, með fslenzkum
einsöngvurum að undantekinni
Fröydis Klausberger óperusöng-
konu, sem mun syngja sópran-
hlutverkið i Sálumessu Verdis.
Sala áskriftarskirteina er i full-
um gangi, og eru nú allra siðustu
forvöð fyrir fasta áskrifendur að
Irýggjs sér sæti sin frá fyrra ári.
Organleikari
Organleikari óskast fyrir Kotstrandar-
og Hveragerðissóknir. Skriflegar
umsóknir sendist til Ólafs Steinssonar
Bröttuhlið 4 Hveragerði. Nánari
upplýsingar i simum 4363 og 4158.
Hveragerði.
Ódýrt
barnaskrifborðsett
Til sölu ódýrt barna- og unglingaskrif-
borðsett tilbúin undir bæs og málningu.
Eigum einnig örfá hjónarúm tilbúin
undir málningu. Verð aðeins frá kr.
9720- Opið i dag. Trésmiðjan Kvistur
Súðavogi 42. (Kænuvogsmegin) Simi
33177.