Tíminn - 04.10.1975, Page 1

Tíminn - 04.10.1975, Page 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI Landvélarhf aldek TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI '6'- SIMI (91)19460 — fiskifræðingar óska eftir viðræðum við stjórnvöld um mólið gébé Rvik — Dauða slldin sem Skuld VE 263 fékk i net sin, er skipiö var að veiðum austur af Vestmannaeyjum sl. fimmtudag, gæti verið frá báti, sem var á sildveiðum á þessum slóðum um sama leyti. — Þetta er þó ekki fullkannað, sagði Jakob Jakobsáon fiskifræðingur í gær, og enn höfum við ekki fengið sýnishorn af sildinni. Við höfum rökstuddan grun um, að spær- lingsbátar, sem eru að veiðum á þessum slóðum, fái stundum sild i vörpur sinar.sagði Jakob, og ekki er bdizt við, að þeir komi með sildina að iandi, en við höfum engar beinar sannanir fyrir þessu. Þá kvaðst Jakob vita nokkur dæmi þess, að áhafnir sildveiðiskipa fleygðu þeim afla fyrir borð, sem þær gætu ekki unnið. Hefur Jakob óskað eftir umræðum um þetta mál við yfir- völd sjávarútvegsins. — Það er mögulegt að sleppa sildinni án þess að drepa hana, sagði Jakob. Sagðist hann vita dæmi þess, að Eldborginni hefði t.d. tekizt þetta. Þá sagði Jakob að ef sildveiði- skipin fengju stór köst, — en veiöarfæri þeirra eru yfirleitt mjög stórtæk, — gætu sjómenn- irnir ekki unnið úr öllum aflanum um borð. — Afkastageta er ákaf- lega litil um borð i skipunum, sagöi Jakob og hafa þvi sjómenn- irnir neyðzt til að fleygja hluta aflans, er þvi mikið misræmi þarna i milli. Kvað Jakob ástæðu til þess að undirstrika við sjómenn, að ekki yrði úr þessu bætt, nema þeir slepptu sildinni, ..áður en þeir þrengdu að henni og dræpu hana. Annar kostur væri að breyta reglugerðinni, sem kveður á um að sildaraflinn skuli allur unninn um borð. AAikil ólga í skólunum: KENNSLUKONUR MÓTMÆLA gébé—Rvik. — Fréttin um að ákveðið hefði verið að mánaðar- fri yrði i skólum borgarinnar 24. október, á kvennafrídaginn, vakti mikia ólgu meðal kennsiukvenna I barna- og gagnfræðaskólum borgarinnar. A.m.k. i einum skóla var undirskriftum þegar ,safnað til að mótmæla þessari ákvörðun. — Þetta kom eins og reiðarslag yfir alla og var ekki trúað I fyrstu, sagði Elin ólafsdóttir kennari, formaður Stéttarfélags barna- skólakennara. Framkvæmda- nefnd kvenna hefur nú sent fræðslustjóra bréf, þar sem farið er fram á að ákvörðun þessari verði breytt og mánaðarfri skólanna verði einhvern annan dag i október. Fræðsluráð mun taka mál þetta fyrir á mánudag og er fastlega búizt við að ákvörð- unin verði kvenfólkinu i hag. Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri sagði i gær, að persónulega væri hann alls ekkert á móti kvennafrideginum. Ákvörðuninum aðhafa mánaðar- friið 24. október væri þannig til komin, að áður en fimm daga skólavika gekk i gildi, hefði fyrsti vetrardagur verið fridagur skól- anna samkvæmt hefð, og þvi heföi legið beinast við að hafa siðasta sumardg fridag i staðinn. Ætlunin hefði verið að hafa þann dag fastan fridag i október i framtiðinni. Kristján vildi ekkert um það segja, hvort fræðsluráð breytti ákvörðun sinni, en sagði, að máliö yrði tekið fyrir á mánu- dag. Elin ólafsdóttir, formaður Stéttarfélags barnaskólakenn- ara, sagði, að ákvörðunin um mánaðarfridaginn hefði kom- ið mjög á óvart, og kvaðst hún fastlega búast við þvi að fræðsluráð yrði við þeirri beiðni framkvæmdane&idar kvenna um kvennafri, að breyta dagsetn- ingunni. Þá sagði Elin, að nýlega hefði verið haldinn fundur i fulltrúaráði stéttarfélagsins, en i þvi eru full- trúar allra barnaskóla i Reykja- vik sem eru tuttugu að tölu og hefði tilgangur kvennafrisins ver- ið útskýrður þar. Sagði hún, að undirtektir hefðu verið mjög góð- ar. Engin könnun hefur farið fram meðal kennslukvenna um þátttöku i kvennafriinu, en eftir þeim undirtektum að dæma sem málið hefur hlotið fram að þessu, eru likur á þvi að þátttaka verði mjög góð. Stærsta þyrla Landhelgis- gæzlunnar gjöreyðilagðist Þyrlan stöðvaðist skammt frá skiðaskálanum, eins og sjá má á þessari mynd. t horninu er mynd af vélinni, sem tekin var skömmu eftir að hún kom til landsins. gébé Rvik. — Stærsta þyrla Land- helgisgæzlunnar, Gná, hrapaði i gærdag við Skálafell. Þetta gerð- ist klukkan rúmlega tvö. Slys á mönnum urðu engin, en þyrlan er talin gjörónýt. Flugstjóri var Björn Jónsson, en auk hans var Ævar Björnsson flugvirki i þyrl- unni i þessari siðustu ferð hennar. Þvrlan var I litilli hæð, þegar slysið varð, og átti það sinn þátt I þvi að mennina sakaði ekki. Hún rann niður fjallshliðina, en talið er að girkassi litla hreyfilsins I vélinni hafi bilað, og hafi það ver- ið orsök óhappsins. Gná var að flytja staura, sem nota á við raflýsingu skiðabrekk- unnar við Skiðaskála KR við Skálafell i Mosfellssveit. Að sögn sjónarvotta fór þyrlan, sem þá var að flytja einn staurinn upp á fjallið skyndilega að snúast, og hafði þá litli hreyfillinn aftan til stöðvazt. Steyptist þyrlan siðan niður allt fjallið, missti staurinn sem hún var að flytja og braut annan á leið sinni niður. . Að sögn Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, mun bilunin i girkassanum hafa valdið óhappinu, og hafa skoðunarmenn þegar farið á stað- inn og staðfest það álit. Þegar var hafizt handa um að bjarga úr þyrlunni nothæfum tækjum og öðrum hlutum og ráð- stafanir gerðar til að flytja hana af staönum. — Auðvitaö erum við stra?( byrjaðir að hugsa um nýja þyrlu i stað þessarar, sagði Pétur, þetta var okkar stærsta og afkasta- mesta þyrla og hinn mesti happa- gripur hingað til. Þrylan var að flytja staur upp á fjalliö, og var stödd þar sem efstu staurarnir sjást á myndinni. Sjónarvottar á jöröu niöri, sáu, aö litli hreyfill þyrlunnar stöövaöist og hún byrjaöi aö snúast og hrapa. Stöövaöist þyrlan ekki fyrr en hún haföi runniö 200 m niöur hllöina. Staurinn sem þyrlan var aö flytja sést á myndinni, ef vel er aö gáö. Auk þess braut þyrlan einn staur á leiö sinni niöur fjalliö. Timamyndir :Ró- bert. Aðeins 2,5% afla BÚR fyrsta flokks BH-Reykjavik.— 1 ræðu sinni á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu- dag, upplýsti Páll Guðmunds- son, borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins, að á siöast liðnu ári hafi Bæjarútgerö Reykjavikur tekið á móti um 12 þúsund tonn- um af fiski. Þar af teljast aðeins um 300 tonn, eöa 2,5% aflans, til bezta hráefnis, sem unnt var aö taka til vinnslu I neytenda- pakkningar. Stafar þetta að nokkru leyti af samsetningu afl- ans, en talsverður hluti hans var karfi, sem ekki er unninn I neyt- endapakkningar. Hitt er þó eftirtektarverðara, að hráefnið var blátt áfram ekki talið hæft til þeirrar vinnslu. Þessar staðreyndir eru þvi óhugnanlegri, að á sama tima eru hraöfrystihús vestanlands og austan komin með vinnslu sina yfir 80% I neytendapakkn- ingar á Bandarlkjamarkaö, og byggist afkoma þeirra á þvi, að svo sé, þar sem fiskur I neyt- endapakkningum selst mjög fljótt á einn dollar og tiu sent, en fiskblokkin selst hægar og að- eins á 56 sent. Páll undirstrikaði I ræðu sinni nauðsyn þess, að afkoma Bæjarútgeröarinnar byggist á sem beztu hráfefni, og mikil- vægur liður I þvi væri aö koma upp kæligeymslu yfir fisk I svo- kallaðri Bakkaskemmu, sem er I eigu borgarinnar, en flutninga- skipaaðilar hafa nú á leigu og segjast ekki geta rýmt. Ræða Páls er birt I heild á m----------------- O Leyfi tekin af þeim sem fleygja síld gébé-RvIk — Matthlas Bjarna- son sjávarútvegsráöherra sagöi viö Timann I gærkvöldi, aö ekki væri bannaö aö koma meö síld aö landi, þótt óunnin sé. Sagöi hann aö sildveiöiskip sem fengju þaö stór köst, aö þeir gætu ekki innbyrt allán aflann og fleygöu honum, yröu um- svifalaust svipt veiöileyfum, ef fyrrgreint sannaðist á þau. Mælar og tæki eru það full- komin i þessum skipum, að skipstjórarnir geta hagað köst- um slnum að vild, sagöi ráð- herra. Eins og kunnugt er.'sam- þykktu Landsamband útgerðar- manna, Farmanna- og fiski- mannasambandið, Sjómannafé- lagið og Fiskifélag Islands, sild- veiðireglugerðina, en Sildarút- vegsnefnd var á móti. Sildarút- vegsnefnd sendi frá sér mót- mæli I gær, varðandi þessa til- högun um að sjómenn ynnu afl- ann um borð i skipum sinum. Ráðherra sagði, að sildarút- vegsnefnd hefði ekki sannfært sig umrað þeir væru með betri úrlausn málanna en hinir aðil- arnir. Sagði ráðherra að ekki væri bannað að koma með óunna sild og salta hana á bryggjum lönd- unarstaða eða frysta hana i beitu. SILDVEIDIREGLU- GERÐINNI BREYTT?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.