Tíminn - 04.10.1975, Side 2
TÍMINN
Laugardagur 4. október 1975
\
Ármannsfellsmálið til umræðu á borgarstjórnarfundi:
,,Furðuleg óskammfeiíni að leyfa
fyrirtækinu að hefja fram-
kvæmdir áður en rannsókn lýkur"
BH-Reykjavik. — Ég lýsi furöu
minni á þeirri óskammfeilni, aö
meöan Ármannsfellsmáliö er i
Sakaddmsrannsókn skuli bygg-
ingafélaginu leyft aö hefja
framkvæmdir á lóöinni. t>aö
eina eölilega i þessu máli er aö
fresta framkvæmdum, þangaö
til niöurstööur rannsóknar
sakadóms liggja fyrir, og efa ég
aö hlutur borgarinnar yröi sér-
lega góöur, ef i Ijós kæmi, aö
þessari ákvöröun um fram-
kvæmdir þyrfti aö rifta. Og þaö
skulu borgarfulltrúar Sjálf-
stæöisflokksins hafa hugfast, aö
þetta er ekki mál meirihluta eöa
minnihluta hér í borgarstjórn.
Þetta er mál reykvisks almenn-
ings og meirihluta borgarráðs
og borgarstjórnar. Málið er
upplýst stig af stigi lír innsta
kjarna Sjálfstæðisflokksins, en
ekki af okkur fulltrúum minni-
hlutans, — allir meginþættir
þessa máls hafa komið beint úr
rööum Sjálfstæðisflokksins. Og
muniö þaö, aö þaö erekki okkar
æra, sem er I veði, heldur æra
borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins.
Þannig komst Kristján Bene-
diktsson, borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins, að orði á borg-
arstjórnarfundi sl. fimmtudag,
þegar verið var að ræða þrjár
tillögur fulltrúa minnihluta-
flokkanna.
Tillögurnar voru þessar:
1. Tillaga frá Sigurjóni Pét-
urssyni og Kristjáni Benedikts-
syni, svohljóðandi:
„Borgarstjórn samþykkir að
kjósa sjö manna nefnd, er hafi
það verkefni að gera tillögur til
borgarráös og borgarstjórnar
um lóðaúthlutanir.
Kjörtimabil nefndarinnar
skal vera þaö sama og borgar-
stjórnar.”
2. Tillaga frá Björgvin Guð-
myndssyni:
„Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir, að sá háttur skuli
tekinn upp .viö lóðaúthlutanir
framvegis, að ávallt verði aug-
lýst eftir umsækjendum. Skal
regla þessi gilda bæði við út-
hlutanir lóða undir ibúðarhús-
næði og atvinnuhúsnæði. í aug-
lýsingunum skal tilgreina hvaða
lóðir komi til úthlutunar hverju
sinni.
Heimilt skal að vikja frá þess-
ari reglu i sérstökum tilvikum,
en þá þvi aðeins, að alger sam-
staða sé um það i borgarráði.”
3. Tillaga frá Kristjáni Bene-
diktssyni, sem hljóðar þannig:
„Meöan rannsókn Armanns-
fellsmálsins stendur yfir sam-
þykkir borgarstjórn, að ekki
skuli gefið út leyfi fyrir bygg-
ingum á 5000 fermetra lóð þeirri
neðan Hæðargarðs og austan
Grensásvegar, sem Byggingar-
félaginu Ármannsfelli hf. var
úthlutað á fundi i borgarráði
hinn 26. ágúst sl.
Jafnframt samþykkir borgar-
stjóm, að taka ekki á móti frek-
ari greiðslu á gatnagerðargjaldi
fyrir umrædda lóð, fyrr en
rannsókn málsins er að fullu
lokið og niðurstöður liggja
fyrir.”
t framsöguræðum þeirra
Sigurjóns Péturssonar og
Björgvins Guðmundssonar, sem
fyrstir tóku til máls i þessum
umræðum var það greinilega
undirstrikað, að I dag væru
lóðaúthlutanir i borginni póli-
tiskar, og einn aðili, sem öllu
réði. Lóöanefnd flytti enga til-
lögu til borgarráðs fyrr en
meirihlutaflokkurinn hefði farið
þar höndum um og látið sinn
vilja i ljós og tryggt stuðning
meirihluta borgarráðs við Ut-
hlutun komandi lóðar. Væri
þessari pöliti'sku einokun beitt
af miklu tillitsleysi, en ef til vill
væri von til þess nú, að Sjálf-
stæöisflokkurinn sjái aö sér og
féllist á lýðræðislegri vinnu-
brögö við lóðaúthlutun, er upp-
ljóstraö hefði veriö um Ár-
mannsfellsmálið.
Kristján Benediktsson fjallaði
sérstaklega um Armannsfells-
málið, eins og tillöguflutningur
hans gaf tilefni til.
Þetta mál komst fyrst i bækur
þann 19. ágúst með tillögu lóða-
nefndar, svohljóðandi:
Lögð fram tillaga lóðanefnd-
ar, dags. i dag, um að Armanns-
felli hf., Grettisgötu 56, verði
gefin kostur á lóð neðan Hæðar-
garðs og austan Grensásvegar
að mörkum lóða við Bakka-
gerði. Málinu frestað.
En þessi frestur var ekki sér-
lega langur, ekki nema vika, og
þá verða töluverðar umræður I
borgarstjórn, og tillögur bomar
fram, og siðan bókanir.
Svohljóðandi tillaga kom frá
Sigurjóni Péturssyni, Alfreð'
Þorsteinssyni og Björgvin Guð-
mundssyni:
Við undirritaðir leggjum til,
aö lóð undir 23 ibúðir i blandaðri
byggð á horni Grensásvegar og
Hæðargarðs verði auglýst til
umsóknar.
Tillagan borin upp. Felld með
3:2 atkv.
Bókun frá borgarráðsmönn-
um Sjálfstæðisflokksins, svolát-
andi:
Reykjavikurborg hefur fylgt
þeirri meginreglu að auglýsa
nýjar byggingarlóðir til úthlut-
unar. Borgarráð hefur þó i all-
mörgum tilvikum einróma
samþykkt úthlutun á stökum
lóðum, án þess að þær væru
auglýstar sérstaklega. Með til-
liti til allra aðstæðna teljum við
eðlilegt, að úthlutun án auglýs-
ingar fari einnig fram að þessu
sinni og greiðum þvi atkvæði
gegn framkominni tillögu
minnihlutans.
Tillaga lóðanefndar borin
undir atkvæði. Samþykkt.
t bókun borgarfulltrúa
Alberts Guðmundssonar telur
hann eðlilegt, að Ármannsfell
fái lóðina „vegna frumkvæða
Ármannsfells um tillögur að
skipulagi á lóð þeirri....”
o.s.frv. Afgreiðsla málsins er
lika rökstudd með tilliti til allra
aðstæðna. Menn hafa naumast
gert sér grein fyrir þvf, hvaða
aðstæður var um að ræða, en
þaö átti eftir að skýrast i um-
ræðum i fjölmiðlum um þessar
mundir.
Og menn fara að velta fyrir
sér, af hverju ekki hafi mátt
auglýsa lóðina, og hvaða frum-
kvæði hafi verið hér um að
ræða. Þá kemur og i ljós, að
framkvæmdastjóri byggingafé-
lagsins og skipulagsstjóri eru
ekki á einu máli I sambandi við
störf ákveðins starfsmanns,
sem vissulega kemur við sögu i
málinu, og óvenjuleg er með-
ferð málsins til lóðanefndar, að
ekki sé meira sagt.
Það er ljóst, að hér hafa allar
viðteknar reglur um lóðaúthlut-
un verið brotnar, en virkilegur
skriður á þetta hneykslismál
kemst ekki fyrr en á borgar-
stjómarflokksfundi Siálfstæðis-
manna er farið að arótta því
að fulltrúum, að eitthvað sé ó-
hreint i pokahorninu. Siðan
kemur Visir með fréttina um, að
Armannsfell hafi greitt milljón i
húsbyggingarsjóö Sjálfstæðis-
flokksins og málið tekur á sig
nýjan svip. Mikil blaðaskrif
verða og borgarráð samþykkir
að kjósa rannsóknarnefnd i
málinu. Með það vorum við
minnihlutamenn tiltölulega á-
nægðir, þótt ekki væri séð,
hversu viðtæk rannsóknin
myndi verða.
En þá er það, sem borgar-
stjóri kemur heim eftir að hafa
misst af málinu, og þá finnst
honum ekki nógu gott að láta
rannsaka svona mál, nema
Sjálfstæðisflokkurinn stjórni
þeirri rannsókn, og enn tekur
málið sveiflu, Sjálfstæðismenn
visa þvi til sakadóms, þar sem
málið er nú. Við lesum í blöðum,
að gagnasöfnun standi yfir, en
málið hafi enn ekki verið þing-
fest.
— Ég tel óeðlilegt, að bygg-
ingaframkvæmdir hefjist á lóð-
inni, á meöan málið er i rann-
sókn. Þaö má vel vera, að út-
hlutunin varði ekki við refsilög-
gjöf, sem er flókin, en hún varð-
Kristján Benediktsson borgar-
ráðsmaöur: Hiö eölilega heföi
veriö aö fresta framkvæmdum
þar til niöurstaöa lægi fyrir.
ar við þær siöareglur, sem við
höfum tileinkað okkur, hver og
einn, og hún er brot á þeim
starfsreglum, sem myndazt
hafa hjá borginni, sagði
Kristján Benediktsson i lok
máls sins.
Albert Guðmundsson steig
næstur i stólinn, og kvaðst fyrir-
fram ekki hafa ætlað sér að taka
þátt i þessum umræðum, ekki
séð ástæðu til þess, en viðhorf
hefðu breytzt. Auðvitað væri
pólitisku valdi beitt i lóðaúthlut-
unum eins og öðru. Borgarbúar
hefðu bara slikt traust á Sjálf-
stæðisflokknum, að hann mætti
beita þvi. 011 vinna að þessum
og öðrum borgarmálum væri
pólitisk. Það væri ekkert öðru-
visi staðið að þessari lóðaúthlut-
un en öðrum lóðaúthlutunum á
vegum borgarinnar. Þá væri
kominn timi til að hleypa fersku
lofti inn I raðir andstæðinganna
ogleyfa einstaklingnum að ráða
miklu meira en draga úr áhrif-
um kerfisins.
Þá talaði Albert mikið um
rógburð og slefbera, og sagðist
hafa verið kunnur að því að
sparka ekki til baka, þó sparkað
væri i hann, en nú ætlaði hann
að gera það. 1 öllum slefburðin-
um hefði alltaf vantað svar
hans, sem hann gaf á hinum
umtalaða borgarstjórnarflokks-
fundi Sjálfstæðismanna við
fyrirspurn Daviðs Oddssonar,
og nú skyldi hann upplýsa það.
— Svar mitt var þetta, sagði
Albert Guömundsson: Ég
mótmælti slefburði I blöðum
andstæðinganna um þetta mál.
Allir tóku þetta gott og gilt svar,
fyrirspyrjandinn lika!
Lokaorð Alberts verða liklega
sumum eftirminnileg. Hann
sagðist ekki hafa orðið fyrir ó-
drengskap á knattspyrnuferli
sinum og stjórnmálaferli, en
slikur ódrengskapur sem þessi
ætti ekki sinn lika i sögunni.
— Þið eruð bara ekki búnir að
átta ykkur á þvi, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er ekki i vörn, heldur
I sókn, — og ég er í sókn! Ég
hlakka til að hitta ykkur fyrir
Sakadómi, kæru félagar!
Næstur talaði Markús örn
Antonsson og tilkynnti að meiri-
hlutanum kæmi svona tillögu-
flutningur um lóðanefnd
ekkert á óvart. Þetta hefði gerzt
áöur og alltaf verið fellt — og
það yrði engin undantekning
gerð á því að þessu sinni.
Sigurjón Pétursson benti á, að
lóöanefnd færi alls ekki eftir
þeim starfsreglúm, sem borg-
aróáð setti henni, og skýrði frá
könnun, sem hann gerði hjá
borgarverkfræðingi i sambandi
við úthlutun lóða við Stóragerði
á sl. ári. Þá upplýsti hann og
þau atriði i bréfi, sem hann
hafði fengið frá skipulagsstjóra,
sem tækju af öll tvimæli um
þaö, að Vifill Magnússon, arki-
tekt Ármannsfells, hefði verið
að störfum hjá skipulagsstjóra
við skipulag þess svæðis, sem
hann heföi verið sagður hafa
unnið fyrir Ármannsfell, og
væri hér um brot að ræða hjá
starfsmanni borgarinnar, ef
ekki annað þaðan af verra, er
starfsmaður skipulagsdeildar
hefði afhent skipulagsuppdrætti
til fyrirtækis úti i bæ! Kvaðst
Sigurjón vona, að sakadóms-
rannsókn leiddi i ljós sannleik-
ann i málinu, ekki aðeins i þessu
máli starfsmanns skipulags-
stjóra, heldur og tengsl lóðaút-
hlutunarinnar og Sjálfstæðis-
flokksins.
Björgvin Guðmundsson geröi
litiö úr þeirri fully rðingu, að Ar-
mannsfelli hefði borið skýlaus
réttur til lóðarinnar vegna
langrar veru á biðlista og taldi
fjölda aðila, sem væru og hefðu
verið á slikum biðlista, m.a.
byggingafélag starfsmanna
stjórnarráðsins, sem borgar-
stjóri hefði lofað lóö, en það
varð af lóðinni, sem ungir Sjálf-
stæðismenn þurftu svo endilega
að fá fyrir nokkru, og enn er i
fersku minni.
Borgarstjóri, Birgir Isleifur
Gunnarsson, kvaðst endilega
vona, að rannsókn leiddi sann-
leikann I ljós, og kvað Sjálf-
stæðismenn mundu fella tillögu
Kristjáns Benediktssonar.
Þá sagði Kristján Benedikts-
son þau orð, sem eru i upphafi
þessa máls.
Þorbjörn Broddason kvað þá
ákvörðun, sem borgarstjóri
heföi tilkynnt um að fella tillögu
Kristjáns Benediktssonar, vera
fullkomna óvirðingu við saka-
dóm. Það lægi i augum uppi, að
ef kæmi i ljós saknæmt atferli
yrði það væntanlega látið ganga
til baka að afhenda Armanns-
felli þessa lóð.
Hér hefur ekki verið getið
ræðustúfs, sem Davíð Oddsson
flutti, er hann svaraði fyrir-
spurn Sigurjóns Péturssonar
þess efnis, hvort væri þyngra á
metunum hjá Sjálfstæðismönn-
um það álit Daviðs, að upplýs-
ingar þær væru marktækar,
sem hann hefði byggt si'na um-
töluðu fyrirspurn á, eða slef-
buröartal Alberts um sama.
Kvaðst Davið Oddsson alls
ekki hafa ætlað sér að taka til
máls, hann hefði fyrir löngu lýst
yfir þvi, að hann telji að auglýsa
beri lóðir sérstaklega, en Visis-
viðtal við Svein R. Eyjólfsson
hefði hann álitið marktækt og
þvi komið fram með fyrirspurn
sina.
Þá er aðeins ógetið úrslita at-
kvæöagreiðslu, en hún fór I öll-
um þrem tilvikum 9 atkvæði
gegn 6 og náði engin tillaga
minnihlutamanna fram að
ganga.
Fjölbraut-
arskólinn
settur
gébé-Rvfk—Fjölbrautaskólinn I
Breiöholti verður settur I fyrsta
skipti I dag klukkan tvö. Tala
nemenda i skólanum verður um
tvö hundruö og fimmtiu, að sögn
skólastjórans Guðmundar
Sveinssonar. Kennsla byrjar
strax eftir helgina og verður
kennt I byrjun á tveim hæöum I
skólanum, i 4 kennslustofum á
fyrstu hæð og átta kennslustofum
á annarri.
Þá sagöi skólastjórinn, að nú
væri verið aö undirbúa fjórar
stofur fyrir Fjölbrautaskólann i
Fellaskóla, og ætti að nota þær
fyrir verknámsdeild.
Áskoranir
Bolvíkinga
og Borgnes-
inga hjá
skattrann-
sóknastjóra
BH-Reykjayík — óáiiægjualdan
vegna s.kattálagninga magnast að
heita má með hverjum deginum.
Bolvikingar og Borgnesingar
hafa þegar sent skattstjórum i
viðkomandi umdæmum undir-
skriftaskjal og farið fram á
endurskoðun skatta I viðkomandi
byggöarlögum vegna misræmis.
Umfangsmiklir athafnamenn séu
meö vinnukonuútsvör en almenn-
ingur sé að sligast undan skatta-
byrðunum.
Þá hefur og verið haldinn al-
mennur borgarafundur i Hvera-
gerði, þar sem skattamál voru til
meöferðar, og þess að vænta að á-
lyktanir fundarins berist embætti
rikisskattstjóra áður en langt um
liður. Undirskriftaskjölin að vest-
an hafa verið send rikisskatt-
stjóra, og búizt við, að skattrann-
sóknastjóri f jalli um þau á næst-
unni.
Fær ekki
vínveitingaleyfi
BH-Reykjavík — A fundi borgar-
stjórnar sl. fimmtudag var sam-
þykkt meðferð borgarráös frá 30.
september á bréfi dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins frá 10.
september. Var i bréfi þessu
ítrekuð beiðni um umsögn borg-
arráðs um framlengingu á leyfi
til vinveitinga i veitingahúsinu
Silfurtunglinu, Snorrabraut 37.
Mælti borgarráð gegn erindinu.
Rekstur Silfurtunglsins sem
vinveitingastaðar hefur veriö
mikill þyrnir I augum fólks I ná-
grenni staðarins, sem ekki aöeins
hefur verið svipt næturró sinni,
heldur og orðið fyrir hvers konar
ípíðindum af hátterni unglinea.
sem steðjað hafa að staðnum og
flykkzt út af honum eftir aö dans"
leik lýkur. Er mörgum léttir að
þvi, að borgarráð og borgarstjórn
skuli hafa tekiö svo skelegga af-
stöðu i málinu, og væntanlega
linnir ófremdarástandi þvi, sem I
nágrenninu hefur rikt af völdum
staðarins.
Banaslys í
umferðinni
gébé Rvik— A fimmtudagsmorg-
un varð kona fyrir bifreið á
Kringlumýrabraut. Gekk konan i
veg fyrir bifreiðina, en ökumaður
hennar náöi ekki aö stanza I tæka
tið. Lenti konan á hægra fram-
horni bifreiðarinnar. Slasaöist
hún mikið og var þegar flutt a
Borgarsjúkrahúsið, þar sem hún
lézt skömmu siðar.
Konan hét Steinunn Pálsdóttir
62 ára úr Kópavogi.