Tíminn - 04.10.1975, Page 4

Tíminn - 04.10.1975, Page 4
4 TtMINN Laugardagur 4. október 1975 AAary Quant — snyrtivörur fyrir karlmenn Hún er hugvitssöm hún Mary Quant brezki tizkusérfræðing- urinn sem byrjaði með ,,mini”- pilsatizkuna og fleiri nýjungar. Hún hefur einnig sett á markaðinn mjög vinsælar snyrtivörur, og flokkar þær þannig niður, að það eru vissar tegundir, sem eru fyrir ungar stúlkur og svo aðrar fyrir aðra aldursflokka. Það nýjasta, sem fyrirtæki hennar auglýsir, eru snytivörukassar fyrir karlmeinn. — Nei, það eru ekki þessar venjulegu snyrtivörur karla, svo sem rakkrem og hár- vatn og þess háttar, sagði Mary, er hún kynnti þessar nýjustu vörur slnar. t þessum kassa eru reglulegar snyrtivörur fyrir herra — til að mála sig með — og ná þannig fallegu og hraust- legu útliti — án þess að þeir veröi nokkuð afkáralegir eða skrýtnir, eins og þeir yrðu ef þeir notuðu sömu snyrtivörur og kvenfölk. Þarna er meik i fljót- andi formi, sem gefur húðinni fallegan blæ, ljóst og svo einnig dekkra andlitspúður, litur til að mála með augnabrúnir herranna, augnaháraiitur og lit- litill varalitur. Notkunarreglur og tilsögn fyrir byrjendur i þessari málaralist fylgir með i kaupunum — en allt kostar þetta 11 dollara, og þykir það mjög ódýrt. Mary segir, að hún vilji reyna að hafa þess- ar snyrtivörur ódýrar, svo að sem flestir kaupi þær, — þvi að mér finnst ekkert réttlæti i þvi, að karlmenn skuli ekki geta hresst svolitið upp á útlitið eins og kvenfólkið! Þessar snyrti- vörur eru hrein nauðsyn fyrir alla karlmenn, sem vilja hugsa um að lita þokkalega út, segir hún. , Ég hef verið fatafella og eit- urlyf jasjúklingur Þetta segir eitt aðalkyntákn Hollywood i dag, leikkonan Valerie Þerrine, sem fer með hlutverk eiginkonu Lenny Bruce i kvikmyndinni Lenny, en Dustin Hoffman fer með aðal- hlutverkið á móti henni. Valerie hafði næstum hlotið Oscars- verðlaunin fyrir leik sinn i þess- ari mynd. Hún er fædd i Galveston I Texas, en ólst upp i Yukohama i Japan, þar sem faðir hennar Ken var lengi vel starfandi i bandariska hernum. Móðir hennar hafði verið þekkt dansmær, og dansað opinber- lega I kringum 1920. Þegar fjöl- skyldan fluttist aftur til Banda- rikjanna byrjaði Valerie i rikis- háskólanum i Arizona, en hún varð fljótlega þreytt á náminu og stakk af og fór að dansa i Lide de Paris Show i Las Vegas. Til að byrja með fékk hún að- eins 800 dollara á viku, en þegar frá leið hækkaði kaupið upp i 3000dollara á viku, sem er vist ekkert smávegis. Enhún dregur enga dul á það, að mestur hluti peninganna fór I eiturlyf, enda hefur hún neytt flestra eitur- lyfja, sem hægt er að hugsa sér. Nú er hún hins vegar hætt öllu sliku, en drekkur þó enn töluvert af áfengi, og þó aðal- lega viski, i vatni, þvi annað er of fitandi segir hún. Þegar Valerie var orðin þreytt á dans- meyjastandinu fór hún til Evrópu og liföi þar eins konar hippalffi, en það kom einnig að þvi að hún hafði ekki gaman að þvi fremur en öðru og sneri aftur til Bandarikjanna. Settist hún þá að i Los Angeles, og leitaði sér árangurslaust að starfi. Svo kom að þvi, að hún var uppgötvuð og fékk hlutverk I kvikmynd og eftir það hefur henni gengir mun betur. Það er töluverður munur á Valerie Perrine, eins og hún er I dag, og svo þegar hún var dansmey I Las Vegas, en hér sjáiö þiö myndir af henni i báðum gervunum. — Nei, bíðið við, þjónn. Hann er sá eini okkar, sem er með pen- inga. DENNI DÆMALAUSI Segðu eitthvaö á itölsku Gína. Það fer svo I taugarnar á Möggu. €>^W.fUðtjýjva

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.