Tíminn - 04.10.1975, Side 5

Tíminn - 04.10.1975, Side 5
Laugardagur 4. október 1975 ItMINN 5 1 m Kaupfélaögin og landsbyggðin t forustugrein Dags 1. þ.m. segir á þesa leiö: „Bæjarstjdrina á Akureyri, Bjami Einarsson, hefur skrifaö I um byggöa-j þróun i Sam-’ vinnuna. Hann rekur j fyrst hvernig mörg einka- fyrirtæki hafi 1 staðiö fyrir athöfnum á hinum ýmsu stööum og á hinum ýmsu vaxtarskeiöum, sem dýrmætt afl I þróuninni. En þessar „gullaldir” einstakra landshluta hafa ævinlega byggzt á timabundnum upp- gripum, en síðan hafi fylgt samdráttur f atvinnulifi, venjulega þannig, að einka- fyrirtækin hafi dregiö úr rekstri jafnvel hætt eöa flutt burtu og stundum hafi kaup- félagið staðið eitt eftir. Hafi þá komið í þess hlut að bjarga þvi sem bjargað varö og byggja upp staðinn og félagssvæðið. Sem samtök fólksins á hverj- um stað, segir bæjarstjórinn, hafa kaupfélögin tekið þátt i margvfsiegri uppbyggingu, auk hinnar kunnu þjónustu viö landbúnaðinn. Þau hafa tekið þátt i flestu þvi, sem til heilla hefur horft f viðkomandi byggðarlagi, og það ekki fyrst og fremst með tilliti til ágóða- vonar. Dæmin um fiskvinnslu- stöðvar, bila- og búvélaverk- stæði og önnur þjónustu- og framleiðslufyrirtæki eru svo mörg, að óþarft er upp að telja. Einnig eru þess mörg dæmi, að kaupfélögin hafi stutt efnilega athafnamenn með framlögum til fyrirtækja þeirra, jafnvel með minni- hlutaþátttöku. Hefur kaup- félagið þá i senn verið aflgjafi og skapari trausts og festu. Eitt skemmtilegasta dæmið um slíkt er stofnun Flugfélags Akureyrar.” Lán Akureyrar Dagur segir ennfremur: „t sögu Akureyrar hafa skipzt á skin og skúrir,” segir B.E., „eins og f sögu annarra byggðarlaga. Timi hákarla- veiða leið og sildin kom i stað- inn og hvarf aftur. Einstakir athafnamenn hafa lagt mikið af mörkum ti! eflingar bæjar- ins. Sum einkafyrirtæki hafa horfið af sjónarsviðinu, en önnur hafa haldið áfram og i dag eru mörg merkileg fyrir- tæki rekin á Akureyri. En það er lán Akureyrar, að i öllum sviptingum íslenzks atvinnu- lifs hefur bærinn átt gifurlega sterkan bakhjarl, þar sem er starfsemi Sambandsins og KEA. Iðnaðarfyrirtæki sam- vinnumanna hafa verið bæn- um sú trausta undirstaða, sem staðið hefur af sér öll hret. Ég er ekki í vafa um, að ef þýðing starfsemi samvinnufélaganna fyrir þróun byggðar á tslandi væri könnuð, kæmi i ljós, að hún hefur ráðið úrslitum i að byggð hefur haldizt á fjölda þeirra staða sem nú eru lif- vænlegir. Ég vil sjálfur taka svo djúpt f árinni að segja, að hefði samvinnufélaganna ekki notið við, væri tsland þegar orðið, eða að verða borgríki við Faxaflóa.” Þ.Þ. Heimsfrægt tríó með tónleika í dag The Lyric Arts Trio aftur hingað til lands gébé—Rvik — t dag heldur „The lyric arts trio” frá Kanada tón- leika á vegum Tónlistarfélags Reykjavikur i Austurbæjarbfói kl. 14:30. A efnisskrá eru verk eft- ir Luigi Cortese, Wallingford Riegger, Henry Cowel, Harry Somersog fleiri tónskáld. Trióið er skipað þrem ungum kanadiskum tónlistarmönnum, sópransöngkonunni Mary Morri- son, flautuleikaranum Robert Aitken og pianóleikaranum Marion Ross. Þetta trió er lfklega einn mikilvirkasti tónlistarfull- trúisem Kanada á nú á að skipa. Frá 1974 hafa þau flutt verk eftir kanadisk tónskáld, og ekki einungis viðs vegar i heimaland- inu heldur einnig erlendis. Arið 1973 voru þau fulltrúar heimalands sins á Listahátiðinni i Reykjavik, en þaðan lá leiðin til. Parisar. Þau voru boðin til Japan I sambandi við heimssýninguna 1971. Hvarvetna sem trioið hefur komið fram, hafa þau hlotið hina beztu dóma og hafa allstaðar veriö beðin um að koma aftur. Mary Morrison sópransöngkona Robert Aitken flautuleikari Marion Ross pfanóleikari Lágmarksverð á kg. 26 kr. A FIJNDI yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins á fimmtu- dag voru ákveðnar eftirfarandi reglur um verð á síld til heilsölt- unar, til viðbótar verðákvörðun neftidarinnar þann 19. f.m. Við afhendingu á sild, sem er heilsöltuð um borð i veiðiskipi, gildir sú regla, að hver tunna, sem inniheldur 95 kg af heilsalt- aöri sild, reiknast 104 kg af ferskri sild Lágmarksverð á sild til heil- söltunar skal vera það sama og ákveðið var fyrir smærri sifd en 32 sm, þ.e. hvert kg kr. 26.00. Sýning á myndum sovézkra barna Sýning á myndum sovézkra barna stendur nú yfir f húsakynnum félagsins MtR, Menningartengsla tslands og Ráðstjórnarrfkjanna, að Laugavegi 178. Á sýningunni eru 46 myndir, teikningar, litkrítarmynd- ir, vatnslitamyndir og k'lippmyndir eftir 38 sovézk börn á aldrinum 7 til 13 ára. Margt manna hefur skoðað sýninguna undanfarna daga, en hún verður opin um næstu helgi, á laugardag og sunnudag, kl. 14-18 báða dagana. öllum er heimill ókeypis aðgangur. Dans. Mynd eftir Alik Pagiéf, 11 ára. — Ein af myndunum á sýningunni f MlR-salnum, Laugavegi 178. Athugasemd vegna fréttar um meintan fjárdrátt TIL þess að koma i veg fyrir misskilning vegna fréttar þeirrar um meintan fjár- drátt á einni af stofnunum Reykja vikurborgar, sem birtist i blaðinu fyrir skömmu, skal tekið fram, að þar var um að ræða fyrrver- andi gjaldkera á skrifstofu borgarverkfræðings eins og fram kemuribókun frá þeim fundi borgarráðs, sem fjall- aði um málið. BERKIAVARNADAGUR sunnudagur 5. október Merki dagsins kostar 100 krónur og blaðið „Reykjalundur" 200 krónur. Merkið gildir sem happdrættismiði. Vinningur er sjónvarpstæki. Afgreiðslustaðir merkja og blaða i Reykjavík og nágrent S.Í.B.S., Suðurgötu 10, simi 22150. Kvisthagi 17, simi 23966. Fálkagata 28, simi 11086. Grettisgata 26, simi 13665. Bergþórugata 6B, simi 18747. Langahlið 17, simi 15803. Eskihlið 10, simi 16125 Skúlagata 64, simi 23479. Hrisateigur 43, simi 32777. Austurbrún 25, simi 32570. Barðavogur 17, simi 30027. Sólheimar 23, simi 34620. Háaleitisbraut 56, simi 33143. Háagerði 15, simi 34560. Langagerði 94, simi 32568. Skriðustekkur 11, simi 74384. Tungubakki 14, simi 74921. Fellaskóli. Árbæjarskóli. Seltjarnarnes: Skálatún, simi 18087. Kópavogur: Langabrekka 10, simi 41034 Hrauntunga 11, simi 40958. Vallargerði 29, simi 41095. Garðahreppur: Barnaskóli Garðahrepps. Hafnarfjörður: Þúfubarð 11. Reykjavikurvegur 34. Sölubörn komi kl. 10 árdegis. Há sölulaun. S.Í.B.S.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.