Tíminn - 04.10.1975, Síða 7

Tíminn - 04.10.1975, Síða 7
Laugardagur 4. október 1975 TÉMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-' stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð í lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Hví þegir Þjóðviljínn um Guðmund og Inga? Þjóðviljinn reynir að gera sér mat úr þeim um- mælum Ólafs Jóhannessonar viðskiptamálaráð- herra, , að fleira hefði orsakað verðbólguvöxtinn á þessu ári en verðhækkanir á innfluttum vörum. M.a. nefndi ráðherra i þvi sambandi gengisfell- ingarnar og hækkanir á opinberri þjónustu. Eins og að vanda lætur, reynir Þjóðviljinn að skrifa umræddar hækkanir, sem segja má að séu að nokkru leyti af innlendum rótum runnar, á reikning núverandi rikisstjórnar. Þjöðviljinn gleymir að sjálfsögðu að getá þess, að þeir samn- ingamenn Alþýðubandalagsins, sem tóku þátt i stjórnarviðræðum i ágústmánuði i fyrra, viður- kenndu þá nauðsyn þess, að gengi islenzkrar krónu þyrfti að lækka um 15%, ef sjávarútvegurinn ætti ekki að stöðvast. Heimildir fyrir þessu geta rit- stjórar Þjóðviljans fundið i sjálfum Þjóðviljanum i grein eftir Lúðvik Jósefsson. Þannig var ástand efnahagsmálanna orðið, þegar vinstri stjórnin lét af völdum, að foringjar Alþýðubandalagsins við- urkenndu, að 15% gengisfelling væri óhjákvæmi- leg. Þetta var ekki sök vinstri stjórnarinnar eða stefnu hennar, heldur óhagstæðrar viðskiptaþró- unar, ásamt óraunhæfum kjarasamningum, sem voru gerðir i febrúarmánuði 1974. Gengislækkun- in, sem framkvæmd var siðastl. sumar, var þvi ekki siður talin nauðsynleg af Alþýðubandalaginu en núv. stjórnarflokkum. Eftir þetta héldu við- skiptakjörin áfram að stórversna og voru orðin um 30% verri i ársbyrjun 1975 en i ársbyrjun 1974. Þá vofði enn stöðvun yfir sjávarútveginum. Óhjá- kvæmilegt var að gera skjóta aðgerð til að hindra stöðvun hans og þá margvislegu erfiðleika, sem myndu hljótast af þvi. Rikisstjórnin taldi, að við þessu yrði ekki snúizt nógu fljótt, nema með gengisfellingu. Fulltrúar Alþýðubandalagsins fengu þetta mál til meðferðar á tveimur stöðum, i bankastjórn Seðlabankans og i bankaráði Seðla- bankans. í bankastjórn Seðlabankans greiddi Guðmundur Hjartarson atkvæði með gengislækk- uninni, en hann hefur yfirleitt verið talinn gleggsti fjármálamaður Alþýðubandalagsins, enda valinn af Lúðvik Jósefssyni til að gegna ábyrgðarmesta fjármálaembætti, sem Alþýðubandalagið hefur átt kost á að velja mann i. í bankaráði Seðlabankans sat Ingi R. Helgason hjá við atkvæðagreiðsluna, en hann hefur yfirleitt verið talinn annar gleggsti fjármálamaður Alþýðubandalagsins, næst á eftir Guðmundi. Það getur hver og einn sagt sér það sjálfur, að Ingi R. hefði greitt atkvæði gegn gengisfellingunni, ef hann hefði verið mótfallinn henni. Yfirleitt er lika litið á hjásetu sem óbeint samþykki. Þannig var gengisfellingin i fyrrasumar viður- kennd nauðsynleg af ráðamönnum Alþýðubanda- lagsins og gengisfellingin á síðastl. vetri var sam- þykkt beint og óbeint af þeim fulltrúum Alþýðu- bandalagsins, sem um það mál fjölluðu, og al- mennt eru viðurkenndir mestu fjármálamenn þess. Svo þykist Þjóðviljinn geta þvegið Alþýðu- bandalagið hreint af umræddum gengisfellingum! Svipað er að segja um ýmsar hækkanir á verði opinberrar þjónustu. T.d. ætti Þjóðviljinn að minnast þess, þegar einn af ritstjórum hans lýsti beiðni hitaveitunnar um hækkun á hitaveitugjöld- um sem hreinu siðleysi. Rétt á eftir gekk borgar- ráðsmaður Alþýðubandalagsins, Sigurjón Péturs- son, i lið með Sjálfstæðismönnum til að knýja þessa hækkun fram. Þ.Þ. Eiríkur Tómasson skrifar fró Lundi Nýir kjósendurgeta róðið úrslitum Þingkosningar í Svíþjóð að óri liðnu Andstæðingar: Fálldin (t.h.) heilsar Palme. t september 1976 — eða að ári liðnu — ganga Sviar til þing- kosninga. Kjörtimabil sænskra þing.manna er þrjú ár, en siðustu þingkosningar fóru sem kunnugt er fram i september 1973. Orslit þeirra urðu óvenjuleg — nefnilega þau, að hin andstæðu stjóm- málaöfl í landinu — borgara- nokkamir og þgir sósiölsku — fengu nákvæmlega jafn marga menn kjörna, þ.e. 175. Til að forða frá þvi, að sama staða komi upp að nýju, hefur sænsku stjórnlögunum verið breytt á þann veg, að nú skulu kjörnir 349 þingmenn i stað 350 áður. Fimm árgangar kjós- enda greiða atkvæði i fyrsta sinn U.þ.b. 535 þúsundir ungs fólks bætast i hóp sænskra kjósenda i komandi þingkosn- ingum. Nýir kjósendur hafa aldrei verið svo margir. Astæðan er sú, að kosninga- aldur hefur verið lækkaður úr 20 árum niður i 18 ár, þannig að fimm árgangarungsfólks á aldrinum 18-22 ára greiða nú i fyrsta sinn atkvæði. 1 siðustu þingkosningum léðu óvenju margir þeirra, er þá kusu i fyrsta sinn, mið- flokknum atkvæði sitt. Sá flokkur varð og ótviræður sig- urvegari kosninganna. Sósial- demókrafar fengu aftur á móti hlutfallslega fá atkvæði ungs fólks, enda töpuðu þeir i heild nokkru fylgi. Það er þvi engin furða, þótt áróðursmeistarar flokkanna geri allt til þess að laða unga fólkið til fylgis við sig — nú, þegar nýir kjósendur eru fleiri en nokkru sinni. Og yfir 200 þúsund út- lendingar Erlendir rikisborgarar, sem búsettir hafa verið i Sviþjóð s.l. þrjú ár eða lengur, munu að likindum njóta atkvæðis- réttar i fyrsta sinn í þingkosn- ingunum 1976 — þ.e. ef tillaga þess efnis nær fram að ganga I sænska þinginu. Búizt er við, að u.þ.b. 220 þúsundir útlend- inga fái þar með kosningarétt, en aftur á móti er eins vist, að kosningaþátttaka af þeirra hálfu verði lltil. Flestir útlendinganna búa i stórborgunum og starfa sem lágt launaðir iðnverkamenn. Þvl er við búið, að mikill meirihluti þeirra greiði sósi- ölsku flokkunum atkvæði. Sósialdemókratar eru kviðnir, en samt sem áður bjartsýnir Það fer ekki á milli mála, að leiðtogar sósia I demókrata Hta á komandi þingkosningar sem einhverjar þær hörðustu I sögu sænsks lýðræðis. Aftur á móti eru þeir á vissan hátt bjartsýnni en áður. Stjórnar- andstaða borgaraflokkanna hefur hvorki verið markviss né samstæð. Og skoðanakann- anir gefa ótvirætt til kynna — e.t.v. af áðurgreindri ástæðu, að sósialdemókratar hafa heldur styrkt stöðu sina frá siðustu kosningum. Gæfan getur þó snúið baki við Olof Palme og flokki hans hvenær sem er. Til þessa hef- ur áhrifa „efnahagskreppunn- ar” i vestrænum rikjum aðeins gætt li'tillega i Sviþjóð, en talið er vist, að þau eigi eftir að koma fram — og þá væntanlega i byrjun næsta árs. Þá standa miklar deilur innan flokks sósialdemókrata um afstöðu til breytinga á sænsku skattalöggjöfinni. Róttækari armur flokksins krefst þess, að löggjöfinni verði gerbreytt og þyngri skattar lagðir á atvinnurek- endur. Hinir hófsamari flokksleiðtogar með Gunnar Strang fjármálaráðherra i broddi fylkingar eru aftur á móti hlynntir skattalöggjöf- inni, eins og hún litur út i dag, og vilja aðeins gera smávægi- legar lagfæringar á henni, til að koma I veg fyrir lögmæt „skattsvik”, eins og það er orðað. Efnahagsörðugleikar og innbyrðis sundurlyndi geta þannig hugsanlega veikt mjög stöðu sósialdemókrata, þegar gengið verður til kosninga. Vinsældir Falldins hafa dvinað Nafn Thorbjörns Falldins — leiðtoga Miðflokksins — var á allra vörum fyrir þingkosn- ingarnar 1973. Siðan hefur fremur litið borið á Fálldin. Sem foringi stærsta stjórnar- andstöðuflokksins kom það i hans hlut að vera i forsvari fyrir stjórnarandstöðunni á þingi. Þykir mörgum — eink- um þeim, er standa lengst til hægri i sænskum stjórnmálum — að hann hafi skort einbeitni og hörku í þvi hlutverki. Fálldin hefur svarað gagn- rýninni svo til, að hann hafi gertsér far um að taka ábyrga afstöðu — afstöðu, erhann geti staðið við, ef svo fari, að hann taki við stjórnarforystu að kosningunum loknum. Eins og áður sagði, jók Mið- flokkurinn mjög fylgi sitt i sið- ustu þingkosningum og hlaut þá stuðning fjórðungs sænskra kjósenda. Spurning er, hvort flokknum helzt á þessu fylgi i komandi kosningum. Skoð- anakannanir, er gerðar voru fyrr á þessu ári, leiddu i ljós þó nokkurt fylgistap Mið- flokksins. En að undanförnu hefurhagur flokksins I slikum könnunum vænkazt á ný — aðallega vegna harðnandi andstöðu hans gegn áfram- haldandi byggingu kjarnorku- vera i Sviþjóð. Þegar hafa verið reist fimm kjamorkuver til framleiðslu á raforku, en stjórn sósialdemó- krata hefur — með dyggum stuðningi ihaldsmanna — ákveðið að byggja fleiri kjarn- orkuver, til að sjá sænskum iðnaði fyrir nægilegri orku i framtiðinni. Leiðtogar mið- flokksins telja aftur á móti ónauðsynlegt að reisa fleiri kjarnorkuver , auk þess sem þau geti haft i för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Að likindum mun þessi af- staða Miðflokksins setja mik- inn svip á þá kosningabaráttu, sem fram undan er I Sviþjóð. Auk þeirra tveggja flokka, er sérstaklega hafa verið gerðir að umtalsefni, eiga þrir aðrir stjórnmálaflokkar full- trúa á sænska þinginu. Frásögn af stöðu þeirra verð- ur aftur á móti — rúmsins vegna — að biða annarrar greinar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.