Tíminn - 04.10.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 04.10.1975, Qupperneq 13
Laugardagur 4. október 1975 TÍMINN 13 Kirkjusmlbin gæti ifka verið Sjálfstæðishús.... verkinu, fær hann til þess kirkju- smið, og verður að ganga að afar- kostum. Kaupið er nokkuð mis- munandi, augu bónda, sál elzta sonarins og þar fram eftir götun- um. En ævinlega endar sagan með þvi að bóndi verður að kaupa sig frá kirkjusmiðnum með þvi að finna nafn hans, og þegar hann veit það, þá dettur kirkjusmiður dauðurniður eða verður að steini. — Kirkjusmiðin getur birzt i margs konar myndum — til dæm- is sem stöðuveiting. Maður, sem lengi er búinn að biða eftir ákveð- inni stöðu, fer til stjórnmála- flokks til þess að fá hann „til að byggja kirkjuna fyrir sig”. Og hann finnur ekki nafn kirkju- smiðsins og verður að láta augu sin, og það er hörmulegt, þvi að þá sér hann ekki lengur leiðina framundan, en verður að notast við annarra augu, augu flokksins. Kirkjusmlðin gæti verið einbýlis- hús. Maður er að byggja einbýlis- hús og ræður ekki við það og leit- ar til stjórnmálaflokks, og honum fer svipað og þeim, sem þráði stöðuveitingu. — Kirkjusmlðin gæti llka verið Sjálfstæðishús. Þegar forvigis- mennirnir þreytast á að koma byggingunni áfram, ráða þeir sér kirkjusmið til verksins — og setja að veði heiður og æru, augun sín, eðasólina, sem birtu veitir. Nú er smlði hússins að verða lokið, og nú rlður á að finna nafn kirkju- smiðsins. Ég er ekki frá þvi, að I veði sé fjöregg Sjálfstæðisflokks- ins. Kannski nafn kirkjusmiðsins sé Spilling. Lýðhóskólinn í Skólholti AUGLÝSIR Lýðháskólinn í Skálholti verður settur sunnudaginn 5. október. Skólasetning hefst með guðsþjónustu i Skálholtskirkju kl. 13,30. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni i Reykjavik kl. 12 á hádegi. Lýðháskólinn í Skálholti. 0 llla fengið... Hann sótti þá annan sjóð og bað hana á að lita, en hún kvaðst ekki mundu taka það fyrir hans hönd. „Þessa peninga hefur þú saman dregið fyrir ágirndar sakir i land- skyldum og fjárleigum meirum en ré'ttilegt er, fyrir því heyrir slikt fé þeim manni eigi til með- ferðar, er bæði mun verða réttlát- ur og mildur.” Þá sýnir Koðráð henni digran fjársjóð, fullan af silfri. Þórdis vó þrjár merkur til handa Þorvaldi en fékk Koðráni aftur það, sem meira var. Þá spurði Koðrán hana, af hverju hún vildi heldur taka af þessum peningum en hinum. Þórdis svar- ar: „Því að þú hefur að þessum vel komizt, er þú hefur tekið i arf eftir föður þinn.” — Ég hef verið að velta þvi fyrir mér, sagði Guðmundur G. Þórarinsson, hve mikill sannleik- ur felst I þessari sögu, og hvort þetta sé ekki nú að endurtaka sig nú. Fjárframlagið I byggingasjóð Sjálfstæðishússins hefur skapað illt umtal. Hið illa umtal eitrar geð þess, sem féð fær, eitrar hugsun hans, sem hefur siðan af- leiðingar á gjörðir hans. Þá minnti Guðmundur G. Þórarinsson á aðra sögu. — Þessi saga er til á Norður- löndum og viðar i nokkuð mis- munandi búningi, en það er sagan um kirkjusmiðinn. Sameiginlegt öllum sögunum er það, að bóndi vill endilega byggja kirkju fyrir sjálfan sig, en þegar hann er orð- inn úrkula vonar um að ljúka Útboð stjórn verkamannabústaða óskar eftir til- boðum i málun 308 ibúða, úti og inni, i Seljahverfi i Reykjavik. Útboðsgögn verða afhent i Mávahlið 4, Reykjavik, gegn 5.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 24. okt. 1975, á skrifstofu stj. verkamannabústaða Mávahlið 4. Auglýsitf í Ttmanum ■H M flm, Iffl!! 1! Hfl I HI.ii.. Stóru fjósin og stóru togararnir.. Landfara hefur borizt bréf frá K.G.,þar sem rætt er um blaða- skrif og ummæli um stækkun búa á Islandi. Bréfið er svo- hljóðandi: „Mjög gerist nú tiðrætt um landbúnað, bæði i blöðum og út- varpi. Einn sagði, að bændur þyldu enga gagnrýni, en aðrar stéttir teldu hana sjálfsagða. Slikt er fjarri sanni. Hitt gera þeir, sem eitthvað þekkja til landbúnaðar, sér ljóst, að oft er um þessi mál fjallað af miklum þekkingarskorti og enn minni sanngirni. Það gera sjálfsagt allir hugsandi menn sér ljóst, að þjóðin eyðir langt um efni fram. Én það munu fáir fúsir til að slá af kröfum sinum og minnka eigin eyðslu. Þá er reynt að finna einhvern „syndabukk”, að kenna um ófarirnar. Ýmsir halda þvi fram, að landbúnaðurinn sé sá seki. Gylfi Þ. Gislason sagði fyrir alllöngu að landbúnaðurinn „væri hemill á hagvexti þjóðarinnar”. Marg- ir hafa siðan tekið i sama streng, án þess að vart verði, að þeir hafi að öðru leyti reynt að gera sér grein fyrir hvernig þjóðartekjunum hefur verið varið. Þegar þingmennirnir okkar greiddu samhljóða at- kvæði um stórfellda kauphækk- un sér til handa, var það gert á þeim forsendum, að þeir þyrftu að hafa svo góð laun að þeir freistuðust ekki til að taka sér önnur störf, en gætu einbeitt kröftum sinum sem þingmenn i þágu þjóðarinnar. En stóðu þeir við það? Ónei, hagfræðingurinn Gylfi Þ. sótti snarlega um nýstofnað prófessorsembætti við háskólann og fékk það. Vafalaust eru það margir fleiri, sem þiggja góð laun frá rikinu fyrir fleira en eitt starf, en um það er litið fengist. Háskólamenn heimta marg- falt kaup miðað við verkamenn og bændur á þeim forsendum, að þeir hafi eytt svo mörgum árum við nám án þess að taka kaup fyrir. Mér virðast það for- réttindi, að fá að læra það sem hugurinn kýs og njóta til þess stórfelldra styrkja frá rikinu. Þvi að hvað eru þessi svokölluðu námslán annað en styrkir, þau eru veitt til margra ára vaxta- laust, og greiðast svo með ósköp litlum krónum, miðað við það, sem þó var, þegar lánin voru tekin. Þeir, er nú deila hvað harðast á bændur, þykjast ekki ætlast til þess, að þeir beri minna úr být um en viðmiðunarstéttirnar. Þeir eiga bara að stækka búin og þá þurfa landbúnaðarvörur ekki að hækka nema ósköp lítið, þó að allar rekstrarvörur land- búnaðarins hafi stórlega hækk- að og dreifingarkostnaður auk- ist i samræmi við almennt kaupgjald. Sviar stækkuðu búin og bænd- um fækkaði. Árangurinn varð sá, að þeir framleiða ekki nægar landbúnaðarvörur handa sér, þrátt fyrir öllu meiri rikisstyrki en hér. Mundi þó ekki Island þykja allmiklu harðbýlla land en Sviþjóð. Vandamál islenzks land- búnaðar verða ekki leyst, frem- ur en I öðrum harðbýlum lönd- um, með takmarkalausri stækkun búanna. Það óttast ég, að verði eins með stóru fjósin og stóru togarana, að þau sbgi til sin fjármagnið en ennþá hafa þau ekki sýnt sig i hagkvæmari rekstri. K.G. Verksmiðíu- útsala! o Verksmiðjur Sambandsins á Akureyri halda ÚTSÖLU ÁRSINS í húsakynnum Vefarans í Skeifunni 3 A í Reykjavík mónudaginn 6. október kl. 9—18 og næstu daga Seldar verða lítið gallaðar vörur frá: HEKLU Buxur Peysur Heilgallar Skjólfatnaður og margt fleira IÐUNNI Kvenskór Kventöfflur Kvenstígvél Karlmannaskór, lítil og stór nr. / Karlmanna vinnuskór, lítil og stór nr. og margt fleira EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU A GJAFVERDI Ullarverksmiðjan Skóverksmiðjan Fataverksmiðjan GEFJUN IÐUNN HEKLA Skeifunni 3 A - Reykjavík GEFJUN Teppi Teppabútar Terelyne efni Gluggatjaldaefni Áklæði Hespulopi Loðband Garn, margar gerðir Efnisbútar ýmiskonar og margt fleira

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.