Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 9. október 1975. Svæðamótið í Reykjavík: „ÉG TEFLI TIL SIGURS" — segir Friðrik Olafsson SJ-Reykjavik Eitt fjögurra svæðamóta i skák i Evrópu hefst i Reykjavik 19. október næstkom- andi, en öll eru mótin haldin um svipað leyti. Fimmtán þátttak- endur frá ýmsum löndum tefla á mótinu, þar af tveir Islendingar, Friðrik Ólafsson og Björn Þor- steinsson. Á sama tima tekur Guðmundur Sigurjónsson þátt i svæðamóti i Búlgariu. Svæðamót eru haldin á þriggja ára fresti og eru þau ellefu samtals i öllum heiminum. Eru þau undanfari millisvæðamóta, en sigurvegarar I þeim taka þátt i áskorenda- keppni fyrir baráttuna um heims- meistaratitilinn. Fimm erlendir stórmeistarar tefla á mótinu, sem haldið verður að Hótel Esju. Þeir eru Timman, sem er skæðasti skákmaður Hollendinga nú og hefur staðið sig vel á mótum að undanförnu, Liberzon, sem teflir fyrir tsrael en þangað er hann ný- lega fluttur, en hann hafði áður getið sér gott orð sem sovézkur skákmaður, Júgóslavinn Bruno Parma, traustur skákmaður, Ribli frá Ungverjalandi og Jansa frá Tékkóslóvakiu. — Ég tefli til sigurs á þessu móti, sagði Friðrik Ólafsson i viðtaíi við Timann i gær, eftir að hann hafði sagt okk- ur litillega frá helztu væn'tanlegu keppinautum sinum. — Þetta er jafnt mót, enda er leitazt við að hafa þátttakendur sem jafnasta. Það er erfitt að því leyti, að vitað er að einungis tveir eða í mesta lagi þrir keppenda komast áfram til keppni i millisvæðamótum. Það skapar spennu i' keppninni, meiri en þegar einungis er verið að tefla um hverjir veröi hlut- skarpastir. Það er hæpið að stefnaá annaðsætið i svona móti, enda er gott að hafa það upp á að hlaupa, sagði Friðrik i léttum dúr. Aðalskákdómarinn á mótinu verður Bandarikjamaðurinn William Lombardy, em var að- stoðarmaður Fischers i heims- meistaraeinviginu hér, en hann leysir Guðmund Arnlaugsson af hólmi, sem ekki gat gegnt dómarastörfum. Skákstjórar verða Bragi Kristjánsson og Jón Pálsson, aðstoðarmenn Guð- bjartur Guðmundsson og Egill Egilsson. Svæðismótið verður sett 18. október, og þá verður dregið um töfluröð. Teflt verður á annarri hæð, en á niundu hæð verða 2-3 skákir sýndar á sýn- ingarborðum og skýrðar út af skákfróðum mönnum. Skáksamband Islands hefur gefiö út minnispening með mynd Friðriks Ólafssonar, sem verður seldur á mótinuog einnig verður efnt til happdrættis. — Þarna eru menn, sem eru vanir að tefla á svona mótum og búast má við haðri keppni, sagði Friðrik Ólafsson. Ef að likum læt- ur stendur slagurinn fyrst og fremst á milli stórmeistaranna, en aðrir eiga lika vissa mögu- leika. Til dæmis mætti nefna Hartstone, skákmeistara Breta, sem er meðal keppenda. Skák- menn frá Danmörku og Noregi eiga siður möguleika, en þó er aldrei að vita. Og hver veit hvað- Býst við harðri keppni, segir Friðrik Ólafsson strirmeistari. an mestu spámennirnir kunna að koma — þarna teflir m.a. fulltrúi eyjarinnar Guernsey á Ermar- sundi. Vilja ekki, að konur við hjúkr- unarstörf leggi niður vinnu Stjómir Sjúkraliðafélags Islands og Hjúkrunarfélags Islands hafa ákveðið að hvetja konur i félögun- um ekki til þess að leggja niður vinnu 24. október, þar sem slikt gæti haft alvarlegar afleiðingar og yrði á engan máta málstað kvenna til framdráttar. Félagsstjórnirnar styðja að öðru leyti fyrirhugaðar fjöldaað- gerðir kvenna og skora á þá félagsmenn sina, sem tök hafa á, að fjölmenna á útifundinn sem haldinn verður 24. október. „Eitt bezta verk Jóns Nordals" — segir Karsten Andersen um hljómsveitarverkið Leiðslu, sem flutt verður á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar ó starfsórinu í kvöld Arve Tellefsen einleikari meft Sinfriniuhljrimsveitinni I kvöld. SJ—Reykjavik. — Fyrstu reglu- legu tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar íslands eru i kvöld og stjórnar þeim Norðmaðurinn Karsten Andersen, sem er aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar þriðja árið i röð, en einleikari er landi hans Arve Tellefsen, sem hlotið hefur mörg verðlaun fyrir fiðluleik, m.a. Griegverðlaunin 1973. Á tónleikunum verður Leiðsla hljómsveitarverk Jóns Nordal flutt i fyrsta sinn hér á landi, en það sagði stjórnandinn Karsten Andersen á blaðamanna- fundi i gær að væri eitt bezta verk, sem Jón Nordal hefði sam- ið. Á tónleikunum verður einnig fluttur Fiðlukonsert op. 33 eftir Carl Nielsen, sem ekki hefur ver- ið fluttur hér áður og Sinfónia nr. 1 i e-moll op. 39 eftir Sibelius. Jón Nordal samdi Leiðslu árið 1973 samkvæmt beiðni forráða- manna sinfóniuhljómsveitarinn- ar Harmonien i Bergen, sem Karsten Andersen stjórnar einn- ig. Og frumflutti Harmonien FÍB þingar í AAunaðarnesi BII-Reykjavik. — 8. landsþing Félags islenzkra bifreiðaeigenda verður haldið i Munaðarnesi um næstu helgi. Um 40 fulltrúar viðs vegar að af. landinu munu sitja þingið, sem verður sett á föstu- dagskvöldið, en þvi mun ljúka á sunnudag. Á þinginu verða rædd sam- eiginleg málefni bifreiðaeigenda i landinu, svo sem umferðar- og öryggismál, skatta- og tollamál, vegagerð og tryggingamál. Enn banaslys d miðunum BH-Reykjavik. — Banaslys varð á miðunum úti fyrir Austurlandi á miðnætti á þriðjudagskvöld. Slysið varð um borð i skuttogaranum Skinney SU 20, sem var að veiðum, en einn skipverj- anna varð fyrir toghlera og beið bana. Umsvifalaust var haldið tii lands og leitað éftir læknis- hjálp frá Neskaupstað, en maðurinn lézt stuttri stundu eftir slysið, og var þá haldið til heimahafnar togarans, sem er Höfn i Hornafirði, og komið þangað kl. 10 i gær- morgun. Skipverjinn, sem beið bana, hét Július Svein- björnsson frá Höfn i Horna- firði. Hann var 22 ára að aldri, kvæntur en barnlaus. verkið það ár. Það er i einum þætti og byggt á Sólarljóðum, kvæði, sem talið er vera frá 13. öld. Skammt verður stórra högga i milli hjá Sinfóniuhljómsveitinni, þvi að næstu tónleikar hennar eru strax eftir viku. Þar verður flutt annað nýtt islenzkt verk JO eftir Leif Þórarinsson. Stjórnandi á tónleikunum er Alun Francis og Hreppsnefnd Höfðahrepps ræddi virkjunaráform norðan lands á fundi fyrir skömmu og gerði þá eftirfarandi ályktun, sem sam- þykkt var samhljóða: „Hreppsnefnd Höfðahrepps fagnar yfirlýsingu iðnaðarráð- herra á s.l. vetri um að næsta stórvirkjun hérlendis verði á Norðurlandi vestra og hvetur tjl þess að ákvörðun þar að lútandi verði tekin fyrir árslok 1975. Það er skoðun hreppsnefndar Hörða- hrepps, að svo margt hafi komið fram sem ótvirætt mæli með þvi, að Blanda verði virkjuð, að það eigi tvimælalaust að ráðast I þá Enn eitt starfsmannafélagið hefur nú bætzt i hóp þeirra, sem sent hafa rikisskattstjóra bréf, þar sem tekið er undir mótmæli skattgreiðenda i Bolungavik gegn ranglátri skattalöggjöf. Á félagsfundi Starfsmanna- félags Tryggingastofnunar rikis- ins var eftirfarandi ályktun gerð: „Stjórn og félagsfundur Starfs- mannafélags Tryggingastofnun- ar rikisins fagnar frumkvæði 50 skattgreiðenda i Bolungavik, er Agnes Löwe leikur einleik i pianó- konserti Mozarts I A-dúr K 488. Að öðru leyti eru tónleikar hljóm- sveitarinnar á hálfsmánaðar- fresti að vanda, nema vikulega aftur 27. nóvember, 4. desember og 11. desember. 65 hljóðfæraleikarar eru i Sinfóniuhljómsveit Islands þar af um 18 útlendingar. framkvæmd, og itrekar hrepps- nefndin þá skoðun sina, að brýnt sé að ákvörðun verði tekin innan tiðar og undirbúningi að byggingu orkuvers siðan hraðað svo sem kostur er. Þá leggur hrepps- nefndin áherzlu á, að samfara byggingu stórs orkuvers á Norðurlandi vestra, verði unnið að áætlun um nýtt eða ný öflug iðnfyrirtæki á svæðinu, sem nýti þá orku, sem fæst og stuðli á þann hátt að vexti og viðgangi þeirra byggðarlaga, sem svo lengi hafa átt við ramman reip að draga i atvinnumálum, en eygja nú möguleika á verulegum vexti og uppbyggingu.” þeir rituðu skattstjóra Vest- fjarðaumdæmis bréf og mót- mæltu óréttlátri skattalöggjöf. Félagið tekur af alhug undir sanngjarnar kröfur þeirra Bol- vikinga og annarra, sem fylgt hafa þeim eftir, og hvetur skatt- greiðendur i landinu til að láta ekki staðar numið fyrr en leið- rétting hefur fengizt og menn greiða gjöld sin til þjóðfélagsins i samræmi við raunverulegar teki- ur.” Skagstrendingar vilja láta virkja Blöndu Starfsmannafélag Tryggingastofnunar ríkisins mótmælir skattalöggjöfinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.